Að takast – eða ekki að takast – í hendur

Síðastliðinn þriðjudagur var hinn árlegi ríkisborgaradagur víða í Danmörku. Þá fá þeir ríkisborgararétt sem sótt hafa um, og uppfylla kröfurnar, með einu skilyrði. Það skilyrði er umdeilt.

Handaband Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Árlega sækir tals­verður fjöldi erlendra rík­is­borg­ara, búsettir í Dan­mörku, um danskan rík­is­borg­ara­rétt. Um slíkar umsóknir gilda ákveðnar reglur og ýmis skil­yrði sem upp­fylla þarf til að kom­ast „gegnum nál­ar­aug­að“, og öðl­ast rétt­inn. 

Ástæður þess að fólk, búsett í Dan­mörku, ákveður að sækja um rík­is­borg­ara­rétt í land­inu eru af ýmsum toga en snúa einkum að  rétt­indum sem danskir rík­is­borg­ar­ar, búsettir í land­inu, hafa umfram þá sem búa í land­inu án rík­is­borg­ara­rétt­ar. Meðal ann­ars rétt­ur­inn til að taka þátt í þing­kosn­ing­um. Þeir sem hafa ákveðið að búa í Dan­mörku, til fram­búð­ar, sjá sér þannig hag í rík­is­borg­ara­rétt­in­um. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, heim­ila tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt og í slíkum til­vikum er fólk ekki að kasta „gamla“ rík­is­borg­ara­rétt­inum fyrir róða þótt það sæki jafn­framt um í nýju búsetu­landi. Lög sem heim­ila tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt tóku gildi í Dan­mörku 1. sept­em­ber 2015. 

Lög­unum varð­andi skil­yrðin til rík­is­borg­ara­réttar í Dan­mörku hefur margoft verið breytt, oft­ast nær þannig að kröf­urnar sem gerðar eru til umsækj­enda hafa verið hert­ar. Í tíð rík­is­stjórnar Lars Løkke Rasmus­sen voru árið 2018 gerðar umtals­verðar breyt­ingar á þessum kröf­um. Meðal ann­ars þurfa umsækj­endur að gang­ast undir próf til að kanna þekk­ingu þeirra á sögu Dan­merkur ásamt dönsku­prófi. Þessi próf, sem Íslend­ingar og aðrir Norð­ur­landa­búar eru und­an­þegn­ir, þykja erfið og oft á tíðum smá­smugu­leg. Danska dag­blaðið Berl­ingske lagði slík próf fyrir nokkra inn­fædda Dani, og meira en helm­ingur þeirra féll á sögu­próf­inu en flestir náðu hins­vegar dönsku­próf­in­u. 

Auglýsing

Skil­yrðið um handa­band

Meðal þeirra breyt­inga sem gerðar voru á lög­unum um skil­yrðin fyrir rík­is­borg­ara­rétt­inum árið 2018 er eitt atriði sem valdið hefur miklum deilum og umræð­um. Þeim sem hafa sótt um og upp­fyllt skil­yrðin er gert að mæta í ráð­hús sveit­ar­fé­lags­ins þar sem þeir búa á til­teknum degi. Þar þarf að gera tvennt: umsækj­and­inn skal und­ir­rita skjal þar sem hann lofar að virða dönsk lög og reglur og halda í heiðri danska siði. Þetta vefst að jafn­aði ekki fyrir umsækj­end­um. 

Það er hins­vegar síð­ara skil­yrðið sem styr hefur staðið um. Það gerir hinum til­von­andi danska rík­is­borg­ara skylt að inn­sigla umsókn­ina um rík­is­borg­ara­rétt­inn með handa­bandi. Taka í hönd­ina á borg­ar- eða bæj­ar­stjór­anum eða full­trúa hans. Fyrir flesta Evr­ópu­búa er handa­band ekki stór­mál. Öðru máli gegnir hins­vegar um marga aðra. Í mörgum löndum tíðkast ekki að heils­ast og kveðjast, eða óska til ham­ingju með handa­bandi. Margir þeirra sem flutt hafa til Dan­merkur á und­an­förnum árum og ára­tugum rekja einmitt upp­runa sinn til landa þar sem handa­band tíðkast ekki. Og ekki nóg með að handa­band tíðk­ist ekki, í sumum trú­ar­brögðum er það bein­línis bann­að, og talið mjög óvið­eig­andi að heils­ast og kveðj­ast með handa­bandi.

Af hverju þetta skil­yrði?

Eins og áður var nefnt var handa­bands­skil­yrð­inu bætt inn í lögin um rík­is­borg­ara­rétt­inn árið 2018 en kom í raun fyrst til fram­kvæmda um land allt í ár. Í tengslum við „rík­is­borg­ara­dag­inn“ í síð­ustu viku (þeir eru tveir árlega) hafa danskir fjöl­miðlar fjallað tals­vert um þetta laga­á­kvæði og spurt um ástæður þess að handa­band skuli bundið í lög­.  

Inger Støjberg Mynd: Wiki Commons/News Oresund

Inger Støjberg, fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda og aðlög­unar í stjórn Ven­stre, beitti sér mjög fyrir þessu ákvæði. Hún hefur í við­tölum sagt að þetta sé hluti þess að „vera danskur“ eins og hún hefur kom­ist að orði. „Þeir sem sækj­ast eftir að verða Danir hljóta að laga sig að dönskum sið­um, og handa­bandið er einn þeirra. Svo ein­falt er það.“ 

Kannski ekki svo ein­falt

Þótt ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hafi sagt að svo ein­falt væri það, þetta með handa­band­ið, hefur annað komið á dag­inn. Víða um land hafa bæj­ar­stjórnir klórað sér í koll­inum yfir þessu laga­á­kvæði og velt fyrir sér hvernig hægt væri að leysa „handa­band­ið“ vand­ræða­laust. 

Sums staðar hafa bæj­ar­stjórnir brugðið á það ráð að hafa tvo emb­ætt­is­menn, karl og konu, til staðar við athöfn­ina. Í lög­unum stendur nefni­lega að nýi rík­is­borg­ar­inn skuli taka í hönd­ina á borg­ar­stjór­an­um, eða full­trúa hans. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske sagði Inger Støjberg fyrr­ver­andi ráð­herra að það væri sinn skiln­ingur að það ætti að vera borg­ar- eða bæj­ar­stjór­inn sem tæki í hönd­ina á nýja rík­is­borg­ar­an­um. Nokkrir bæj­ar­stjórar sögðu í við­tali við sama blað að skiln­ingur fyrr­ver­andi ráð­herra skipti ekki máli, lögin væru skýr. Aðrir hafa sagt að þeim þyki það hrein og klár della (pjattet) að handa­band skuli vera skil­yrði rík­is­borg­ara­rétt­ar.

Fá tveggja ára umhugs­un­ar­frest

Hvað ger­ist ef umsækj­andi sem upp­fyllir öll skil­yrðin neitar að taka í hönd­ina á full­trú­anum frá bænum eða borg­inni þegar á hólm­inn er kom­ið? Um það eru skýr fyr­ir­mæli í lög­um. Umsækj­and­inn fær þá ekki rík­is­borg­ara­rétt­inn en hefur hins vegar tvö ár til að hugsa ráð sitt. Ef hann end­ur­nýjar ekki umsókn­ina innan þess tíma verður hann að byrja allt umsókn­ar­ferlið frá byrj­un. Dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn kann­aði hvort þess væru mörg dæmi að umsækj­endur hefðu hætt við á síð­ustu stundu, þegar kom að handa­band­inu, síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Sam­kvæmt þeirri könnun voru þess nokkur dæmi að fólk hefði hætt við og sagt að það að taka ekki í hönd­ina á ókunn­ugum væri prinsipp mál og ekki skipti máli hvort um væri að ræða bæj­ar­full­trúa af sama kyni eða ekki.

Nokkrir þing­menn hafa í við­tölum við fjöl­miðla sagt að þeir vilji gjarna fella þetta með handa­bandið úr lög­um. Á þess­ari stundu virð­ist ekki meiri­hluti fyrir slíkri breyt­ingu á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, hvað sem síðar verð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar