Mynd: Bára Huld Beck Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Mynd: Bára Huld Beck

„Stærstu einstöku efnahagsaðgerðir sögunnar“

Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar felst aðallega í að Seðlabankinn geti veitt ábyrgðir fyrir lánum til fyrirtækja upp á tugi milljarða króna, heimila frestun á greiðslum opinberra gjalda, afnema gisináttaskatt, lækka bankaskatt og greiða út barnabótaauka. Þá á að leyfa fólki að nota séreignarsparnað sinn. Aðgerðarpakkinn er metinn á 230 milljarða króna.

Þetta eru stærstu ein­stöku efna­hags­að­gerðir sög­unn­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þegar for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna kynntu aðgerð­ar­pakka fyrir atvinnu­líf og heim­ili í land­inu vegna efna­hags­á­hrifa kór­ónu­veirunn­ar.

Hann sagði okkur standa frammi fyrir tví­þættri áskor­un, heil­brigð­isvá og efna­hags­vanda. „Til þess að takast á við þessa tví­þættu áskorun þarf að vinna sam­an. Þær aðgerðir sem við kynnum hér í dag miða fyrst og fremst að því að verja störf fólks og tryggja þannig afkomu heim­il­anna.“ Það væri betra að gera of mikið en að gera of mik­ið. Umfang aðgerð­anna eru metin á 230 millj­arða króna og Bjarni sagði að þetta væru aðgerðir án hlið­stæðu. Af þeirri upp­hæð eru í kringum 60 millj­arðar króna bein inn­spýt­ing úr rík­is­sjóði.

Ein helsta aðgerðin er að veita fyr­ir­greiðslu til að auð­velda við­bót­ar­lán lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja. Þetta verður gert þannig að ríkis semur við Seðla­banka Íslands um að færa lána­stofn­unum aukin úrræði til að veita við­bót­ar­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja, í formi brú­ar­lána, sem orðið hafa fyrir veru­legu tekju­tapi vegna yfir­stand­andi aðstæðna. Seðla­bank­inn mun þannig veita ábyrgðir til lána­stofn­ana sem þær nýta til að veita við­bót­ar­lán upp að um 70 millj­arða króna. Aðal­við­skipta­bankar fyr­ir­tækja munu veita þessa fyr­ir­greiðslu og aðgerðin er í heild metin á um 80 millj­arða króna að teknu til­liti til auk­innar útlána­getu banka vegna lækk­unar á banka­skatti, sem mun aukast um tæp­lega 11 millj­arða króna. Hún kemur til við­bótar við svig­rúmið sem Seðla­bank­inn hefur þegar gef­ið, sem nemur um 350 millj­örðum með lækkum sveiflu­jöfn­un­ar­aukans síð­ast­lið­inn mið­viku­dag.

Aðgerð­ar­pakk­inn sam­anstendur að tveimur frum­vörpum sem koma inn í þingið í dag. Annað er svo­kall­aður band­ormur en hitt er fjár­auka­laga­frum­varp. 

Fresta gjald­dögum og greiða út barna­bóta­auka

Í fyrra frum­varp­inu, sem ber nafnið „frum­varp til laga um aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru“, eru lagðar til nokkrar aðgerð­ir. 

Sú fyrsta er að fresta gjald­daga stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber ef fyr­ir­tæki getur mætt ákveðnum skil­yrð­um. Þau eru að um minnsta kosti þriðj­ungs sam­drátt sé um að ræða í rekstr­ar­tekjum fyr­ir­tækis yfir heilan mánuð sam­an­borið við sama mánuð árið 2019, að tekju­fallið hafi leitt af sér rekstr­ar­örð­ug­leika (einkum horft til stöðu eigin fjár og lausa­fjár­stöðu) og að rekstr­ar­örð­ug­leik­arnir séu tíma­bundnir og því hafi hafi ekki verið til staðar var­an­legur fjár­hags­vandi áður en til tekju­falls­ins kom. 

Miðað við ákveðnar for­sendur um nýt­ingu er áætlað að þessi aðgerð geti frestað greiðslu á tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga um 33 til 100 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hlut­föllin verða þannig að 57 pró­sent höggs­ins lendir á rík­is­sjóði en 43 pró­sent á sveit­ar­stjórn­um.

Þá fær fjár­mála- og efna­hagsáð­herra heim­ild til að fella niður eða lækka fyr­ir­fram­greiðslu á tekju­skatti atvinnu­rekstrar vegna síð­asta árs fram í lok októ­ber.

Greiddur verður út sér­stakur barna­bóta­auki upp á 40 þús­und krónur fyrir hvert barn sem for­eldri eða for­eldrar sem eru með undir 11,1 milljón krónur í sam­eig­in­legar tekj­ur, og 20 þús­und krónur til þeirra sem eru með tekjur yfir þeim mörk­um. 

Toll­af­greiðslu­gjald verður nið­ur­fellt sem mun kosta Skatt­inn um 600 millj­ónir króna í tekjur á árunum 2020 og 2021. Í fimmta lagi á að fjölga gjald­dögum aðflutn­ings­gjalda.

Heim­ild til að end­ur­greiða virð­is­auka­skatt til byggj­enda og eig­enda íbúð­ar­hús­næðis verður útvíkkuð og nú verður heim­ild sett inn um end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts vegna heim­il­is­að­stoð­ar. Þetta mun gera þeim sem kaupa slíka þjón­ustu geti fengið 100 pró­sent virð­is­auka­skatt end­ur­greidd­an. Í sjö­unda lagi verður sett inn heim­ild til að end­ur­greiða virð­is­auka­skatt til mann­úð­ar- og líkna­fé­laga, íþrótta­fé­laga og björg­un­ar­sveita, lands­sam­taka björg­un­ar­sveita og slysa­varna­deilda vegna bygg­ing­ar, end­ur­bóta og við­halds á mann­virkj­um.

Gistin­átta­skattur afnumin og opnað á nýt­ingu sér­eignar

Til­laga átta miðar að því að afnema gistin­átta­skatt tíma­bund­ið, eða út næsta ár. Ríkið verður af tæp­lega 1,6 millj­arða króna á næsta tveimur árum vegna þessa, út frá ein­hverjum for­sendum sem eru ekki gefnar upp í skjöl­unum sem lýsa frum­varp­in­u. 

Í níunda lagi verður úttekt sér­eigna­sparn­aði upp að tólf millj­ónum króna út þetta ár. Sú heim­ild gerir ein­stak­lingum því kleift að ganga á eigin sparn­að, en margir gera það nú þegar og nýta skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán sín. 

Banka­skattur verður lækk­aður hraðar en áður var áætl­að, og fer niður í 0,145 pró­sent strax á næsta ári. Þetta mun hafa nei­kvæð áhrif á tekjur rík­is­sjóðs upp á 10,6 millj­arða króna. 

Sveit­ar­fé­lög fá líka heim­ild til að víkja tíma­bundið frá fjár­mála­reglum sín­um. Þeim verður líka veitt heim­ild til að fresta gjald­dögum fast­eigna­gjalda hjá fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir veru­legu tekju­tapi. 

Í fjár­auka­frum­varp­inu verður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra veitt heim­ild til að ráð­ast í tíma­bundið fjár­fest­inga­á­tak til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu með „arð­bærum fjár­fest­ingum sem auka eft­ir­spurn eftir vinnu­afli“. Hann mun líka fá heim­ild til að auka hlutafé í opin­berum hluta­fé­lögum í því skyni að auka fjár­fest­inga­getu þeirra. Það gæti til að mynda átt við orku­fyr­ir­tæki eða Isa­via. Íslands­stofu verður gert kleift að ráð­stafa 1,5 millj­arði króna í mark­aðsá­tak til stuðn­ings íslenskrar ferða­þjón­ust­u. Þá munu allir lands­menn fá staf­rænt gjafa­bréf til að ferð­ast inn­an­lands, og áætluð áhrif þess eru 1,5 millj­arðar króna.

Rík­is­sjóður fær líka auknar lán­töku­heim­ildir til að fjár­magna aðgerð­irn­ar.

Kemur til við­bótar við hluta­bæt­ur 

Þegar er búið að sam­þykkja lög um hluta­bæt­ur ­sem greiddar verða tíma­bundið úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, og hefur það mark­mið að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi hjá fyr­ir­tækjum sem eru nú með litlar eða engar tekj­ur. Sam­kvæmt því mun At­vinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóður greiða frá 25 pró­­sent og allt að 75 pró­­sent af launum þeirra sem gera slíka samn­inga.

Aðrar lyk­il­breytur eru að hámark á heild­­ar­­tekjum þeirra sem gera samn­inga er 700 þús­und krónur og hver og einn getur fengið allt að 90 pró­­sent af núver­andi heild­­ar­­launum upp að því þaki. Þá verður launa­lægsta hópnum tryggð full afkoma og þeir sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði munu geta fengið þau að öllu leyti áfram, þrátt fyrir samn­ing­inn. Þetta úrræði mun verða í gildi til 1. júní.

Kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna hluta­­bóta­lag­anna ræðst á því hversu margir muni nýta sér úrræð­ið. Ásmundur Einar sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmt­u­dag að „það fjár­­­magn sem fer í þetta [fer] mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bil­inu tólf til tutt­ugu millj­­arð­­ar, eftir því hversu margir nýta sér úrræð­ið.“

Miðað við kostn­að­­ar­­mat ráðu­­neyt­is­ins, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, þá var Ásmundur Einar þar að gefa sér að á bil­inu 20 til 30 þús­und lands­­menn myndu gera samn­inga um skert starfs­hlut­­fall og nýta sér greiðslur úr Atvinn­u­­trygg­inga­­sjóði á móti. Þá myndu greiðsl­­ur, á ofan­­greindum for­­send­um, verða 12,8 til 19,2 millj­­arðar króna. 

Verði bjart­­sýn­asta sviðs­­mynd ráðu­­neyt­is­ins að veru­­leika, sem gerir ráð fyrir að fimm þús­und manns sæk­ist eftir hluta­­bót­um, mun kostn­að­­ur­inn hins vegar verða mun lægri, eða 3,2 millj­­arðar króna yfir umrætt tveggja og hálfs mán­aðar tíma­bil. Verði sú svartasta raunin munu 50 þús­und manns leita eftir samn­ingum við vinn­u­veit­endur um að fá hluta launa sinna greidda úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði á næstu mán­uð­u­m.  Sam­tals mun kostn­að­­ur­inn, frá 15. mars til 31. maí, þá nema 32 millj­­örðum króna.

Aðgerðir Seðla­bank­ans þegar kynntar

Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd og pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákváðu á mið­viku­dag að grípa til frek­­ari aðgerða vegna efna­hags­­legra áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­­um. 

Vextir voru lækk­­aðir í annað sinn á skömmum tíma og nú niður í 1,75 pró­­sent, eða um 0,5 pró­­sent­u­­stig. Það þýðir að ­­stýri­vextir hafa því lækkað um 2,75 pró­­­­­sent­u­­­­­stig frá því í maí síð­­­­­ast­liðnum þegar yfir­­­­­stand­andi vaxta­­­­­lækk­­­­­un­­­­­ar­­­­­ferli hófst. 

Auk þess ákvað fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákveðið að aflétta tveggja pró­­senta kröfu um sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki og verður hann því núll pró­­sent. 

Þetta losar um 350 millj­arða króna fyrir við­skipta­bank­ana til að lána til við­skipta­vina sinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar