Mynd: Pexels

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra síðan 2002 – Verð á lítra hér lækkað um nokkrar krónur

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli á síðustu vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 68 prósent. Á Íslandi hefur viðmiðunarverð á seldum bensínlítra lækkað um 3,4 prósent frá því um miðjan janúar. Á móti hefur krónan fallið um 15,5 prósent gagnvart dal, en viðskipti með eldsneyti fara fram í þeim gjaldmiðli.

Heims­mark­aðs­verð á Brent hrá­olíu féll í gær um tíma niður fyrir 22 dali á tunnu, en enda dag­inn í 22,15 dölum á tunnu. Þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn var það 58,5 dalir og hefur því lækkað um 62 pró­sent á rúmum mán­uði.

Þegar miðað er við stöð­una í byrjun árs, þegar tunnan kost­aði 68,6 dali, þá hefur verðið lækkað um rúm­lega tvo þriðju.

Verðið á Brent hrá­olíu hefur ekki verið lægra frá árinu 2002. Verð á hrá­olíu í Banda­ríkj­unum er komið vel undir 20 dali á tunnu og grein­endur virð­ast flestir sam­mála um að lækk­un­ar­hrinan sé ekki yfir­stað­in. Hún muni halda áfram í apr­íl.

Ástæðan fyrir þessum miklu lækkum eru tví­þætt­ar. Sú fyrri er miklu minni eft­ir­spurn, meðal ann­ars vegna þess að flug­ferðir hafa að mestu verið aflagð­ar. Raunar er um að ræða mesta sam­drátt í eft­ir­spurn á olíu sem átt hefur sér stað, nokkru sinni.

Hin ástæðan er ákvörðun Sádí-­Ar­ab­íu, stærsta olíu­fram­leið­anda í heimi, í byrjun mán­aðar að stór­auka fram­leiðslu sína í stað þess að draga úr henni til að reyna að ná verðum aftur upp. Þetta gerður Sádar til að meðal ann­ars vegna þess að ekki náð­ist sam­komu­lag við Rússa um að þeir myndu tak­marka olíu­fram­leiðslu sína. 

Sádí-­Ar­abía getur fram­leitt olíu fyrir miklu minni til­kostnað en flest önnur ríki og er því í stöðu til að taka á sig slíkan skell í verði. Áhrifin á fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um, Kana­da, Kína og Nor­egi eru hins vegar mik­il, þar sem sárs­auka­mörkin í kostn­aði við fram­leiðslu þar eru mun hærri. 

Við­við­un­ar­verð þok­ast hægt niður á við hér­lendis

Þessi gríð­ar­lega lækkun hefur sann­ar­lega ekki skilað sér í elds­neyt­is­verð á Íslandi enn sem komið er.  Við­mið­un­­ar­verð á bens­íni hefur lækkað um 3,4 pró­sent frá miðjum jan­úar 2020 og fram í miðjan yfir­stand­andi mars­mán­uð. Við­mið­un­­ar­verðið var 217,1 krónur á lítra í jan­úar en var 209,8 krónur á lítra 15. mars síð­ast­lið­inn. 

Þetta má sjá í nýlega birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Bens­ín­verð var á mjög svip­uðum slóðum um miðjan jan­úar og það var á sama tíma fyrir ári, þegar bens­ín­lítr­inn kost­aði að jafn­­­aði 215,5 krón­­­ur. Gengi krónu gagn­vart Banda­­­ríkja­­dal ­hækk­­aði lít­il­­lega á árinu 2019, en það gengi hefur umtals­verð áhrif á þróun elds­­neyt­is­verðs hér­­­lendis þar sem að inn­­­kaup á elds­­neyti fara fram í döl­u­m. 

Á þessu ári hefur gengi krón­unnar fallið hratt, alls um 15,5 pró­sent, gagn­vart dal. Heims­­­­mark­aðs­verð á olíu hefur hins vegar fallið um 68 pró­sent það sem af er ári, líkt og áður var rak­ið. Hin mikla lækkun á olíu­verði skiptir miklu máli í þeirri þróun hér­lendis að þótt krónan hafi fallið hratt þá hefur verð­bólga ekki látið á sér kræla. Þvert á móti hefur hún hjaðn­að.

Algeng­asta verð lækkað lítið

Þegar horft er á verð­þróun hjá hverju fyr­ir­tæki fyrir sig frá því um síð­ustu ára­mót þá hefur verðið lækkað lang­mest hjá Costco. Þar var verðið í byrjun jan­úar 198,8 krónur á lítra en er nú 180,9 krónur á lítra. Verðið hefur því lækkað um níu pró­sent. 

Næst ódýrasta bens­ínið er á völdum stöðvum Orkunn­ar, þar sem það er 193,8 krón­ur, og á völdum Atl­antsolíu og ÓB, þar sem það er 193,9 krónur á lítra. 

Dýr­ast er verðið á ýmsum stöðvum Orkunn­ar, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, þar sem það er 222,6 krón­ur. Skammt utan kemur algeng­asta verð hjá N1 og Atl­antsol­íu, á sumum stöðvum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en flestum á lands­byggð­inni, þar sem það er 221,9 krónur á lítra. 

Algeng­asta verðið hjá N1, sem rekur flestar elds­neyt­is­stöðvar allra á land­inu, hefur lækkað um átta pró­sent á þessu ári. 

Vert er að taka fram að töl­urnar um verð hjá hverjum elds­neyt­is­sala fyrir sig eru aðeins nýrri en við­mið­un­ar­verðið í Bens­ín­vakt­inni og miða við fram­sett verð 29. mars eins og það er birt í sam­an­burð­art­öflu á síð­unni Aur­björg.­is.

Hlutur rík­­­is­ins í hverjum lítra 57,7 pró­­­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 21,02 pró­­­­sent af verði hans um miðjan mars í sér­­­­stakt bens­ín­gjald, 13,4 pró­­­­sent í almennt bens­ín­­­­gjald og 3,93 pró­­­­sent í kolefn­is­­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­­ur.

Sam­an­lagt fór því 121,05 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­­is­ins, eða 57,7 pró­­­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­­­is­ins í 60,26 pró­­­­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­­­­­­­legt inn­­­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­­­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­­punkti vegna lag­er­­­­stöðu, skamm­­­­tíma­­­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­­­upp­­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­­um. Mis­­­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­­­­­leitt mjög lít­ill.

Lík­­­­­­­legt inn­­­­­­­kaups­verð í síð­­­­­­­ustu birtu Bens­ín­vakt var 50,6 krónur á lítra. Um miðjan jan­úar var það 57 krónur á lítra.

Hlut­­­fall olíu­­­­­fé­laga fer lækk­­­andi

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­­­­­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­­­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­­­­­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 38,85 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Í maí 2017 fengu olíu­­­­­­­fé­lög­in, til sam­an­­burð­­ar, 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra.

Olíu­­­­­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 18,52 pró­­­­sent af hverjum seldum olíu­­­­lítra, sem er með því lægra sem þau hafa tekið til sín á und­an­förnum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar