Það slokknaði á LED perunni

Rífandi gangur, milljónasamningar við stór fyrirtæki og framtíðin björt. Þetta var lýsing forstjóra danska ljósaframleiðandans Hesalight haustið 2015. Nokkrum mánuðum síðar var Hesalight komið í þrot og við blasti risastórt fjársvikamál.

Hesalight Mynd: Hesalight
Auglýsing

Um síð­ustu alda­mót réð þrí­tugur mað­ur, Lars Nør­holt að nafni, sig til starfa hjá bók­halds­stofu í Kaup­manna­höfn. Hann hafði stundað nám við Við­skipta­há­skól­ann i Kaup­manna­höfn, án þess þó að ljúka prófi. Hjá bók­halds­stof­unni sinnti hann ýmsum verk­efn­um, honum lík­aði starfið vel, en ætl­aði sér ekki að verða ein­hver eilífðar augna­karl í bók­hald­inu, eins og hann sagði síðar í blaða­við­tali. 

Meðal þess sem Lars Nør­holt hafði á sinni könnu var bók­hald hjá litlu inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki. Þetta fyr­ir­tæki flutti inn LED ljósa­bún­að, en rekst­ur­inn gekk brös­ug­lega og fyr­ir­tækið lagði upp laupana árið 2008. Lars Nør­holt sagði síðar að hann hefði í upp­hafi hreint út sagt ekki haft hug­mynd um hvað þetta LED væri en hefði kom­ist á snoðir um að það væri „stórt“ í Kína. „Ég komst að því að LED ljósa­perur not­uðu aðeins brot af orku glóp­er­unnar og voru sagðar end­ast marg­falt leng­ur. Ég sá að þarna var mitt tæki­færi kom­ið.“

Hes­alight 

Í árs­byrjun 2009 stofn­aði Lars Nør­holt, ásamt nokkrum öðrum, fyr­ir­tækið Hes­alight. Hann var frá upp­hafi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og pott­ur­inn og pannan í rekstr­in­um. Ætl­unin var að kaupa per­urnar í Kína en smíða annan búnað í Dan­mörku. Eftir að hafa kynnt sér nokkra kín­verska ljósa­fram­leið­endur náði hann samn­ingum við stórt fyr­ir­tæki þar í landi. Fyrsti við­skipta­vinur Hes­alight var útibú Super­best fyr­ir­tæk­is­ins (síðar Meny) í smá­bænum Viby skammt frá Hró­arskeldu. Þar var ljósa­bún­að­inum sem fyrir var skipt út fyrir LED bún­að. Í stórri verslun eru mörg ljós og versl­un­ar­stjór­inn, sem fylgd­ist grannt með orku­notk­un­inni, sá strax að raf­magns­mælir­inn sner­ist mun hægar en hann gerði með „gömlu“ per­un­um.

Lars Nørholt.  Mynd: Dansk Erhverv

Lars Nør­holt lagði frá upp­hafi áherslu á að ná til fyr­ir­tækja. Það er dýrt að skipta út ljósa­bún­aði en Lars Nør­holt kunni ráð við því. Við­skipta­vinum bauðst að borga kostn­að­inn við nýju ljósin á löngum tíma, Hes­alight kall­aði fyr­ir­komu­lagið „pay as you save“, borg­aðu það sem þú spar­ar. Sem sé kaup­and­inn borg­aði Hes­alight mis­mun­inn á gamla reikn­ingnum og þeim nýja, þangað til kaup­verðið væri upp­greitt. Með þessu fyr­ir­komu­lagi þarf selj­and­inn (í þessu til­viki Hes­alight) að ráða yfir miklu fjár­magni, því tekj­urnar koma hægt inn.   

Hes­alight gott dæmi sagði Helle Thorn­ing-Schmidt

Hes­alight naut góðs af því að á upp­hafs­árum fyr­ir­tæk­is­ins var mikil umræða um orku­sparnað og umhverf­is­mál í Dan­mörku. Fyr­ir­tæki sem upp­fylltu til­tekin skil­yrði gátu fengið tals­verða styrki, „grænu styrk­ina“ eins og Danir nefndu það. Í umræðum á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, í maí 2013 nefndi Helle Thorn­ing-Schmidt þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur Hes­alight sem dæmi um vel heppnað fyr­ir­tæki sem notið hefði góðs af græna styrkn­um. Fyrstu árin lifði Hes­alight ann­ars að mestu leyti á lánsfé frá Dan­marks Eksport­kredit, EKF. Sá banki styður við frum­kvöðla­starf­semi með ýmsum hætti og aðstoðar við útvegun fjár­magns. Þar kom að fyr­ir­greiðsla EKF dugði ekki, enda urðu samn­ing­arnir sem Hes­alight gerði sífellt stærri. 

Auglýsing

Í við­tali við við­skipta­blaðið Fin­ans í nóv­em­ber 2015 sagði Lars Nør­holt að vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins væri hreint ótrú­leg­ur. Til að afla rekstr­ar­fjár brá Hes­alight á það ráð að selja fjár­fest­inga­skulda­bréf, sam­tals að upp­hæð 562 millj­ónir danskra króna (tæpir 12 millj­arðar íslenskir). Nokkrir líf­eyr­is­sjóðir voru meðal kaup­enda. Tals­maður eins þeirra sagði síðar að ástæða kaupanna hefði verið að Lars Nør­holt hefði greint frá því að mjög stórir samn­ingar væru ,,í píp­un­um“, meðal ann­ars við kaffi­húsa­keðj­una Star­bucks. Lars Nør­holt hefði sýnt papp­íra (sem síðar kom í ljós að voru heima­til­bún­ir) þar sem fram kom að sam­ing­ur­inn við Star­bucks væri uppá 49 millj­ónir evra (7,6 millj­arða íslenska). 

Fellur á glans­mynd­ina

Í mars árið 2016 birti danska við­skipta­blaðið Bør­sen greina­flokk um Hes­alight fyr­ir­tæk­ið. Í fyrstu grein­inni var sagt frá því að í kynn­ing­ar­efni Hes­alight væru stór­fyr­ir­tækin Novo Nor­disk og Arla meðal við­skipta­vina, þau væru „lyk­il­við­skipta­vin­ir“. Í við­tölum við blaða­menn Bør­sen neit­uðu tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja að hafa átt nokkur við­skipti við Hes­alight. Umfjöllun Bør­sen vakti mikla athygli og nú fóru fleiri danskir fjöl­miðlar að fjalla um Hes­alight. Lars Nør­holt réð fyrr­ver­andi fjöl­miðla­ráð­gjafa (spindokt­or) And­ers Fogh Rasmus­sen, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, til starfa en það breytti engu. Umfjöllun fjöl­miðla hélt áfram og sífellt kom fleira mis­jafnt í ljós. 

Glans­myndin hrökk í sundur

Eft­ir­lits­stofnun danska atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins tók Hes­alight til sér­stakrar skoð­unar í maí 2016. Sú skoðun leiddi í ljós að hjá fyr­ir­tæk­inu var síður en svo allt í lagi. Væg­ast sagt. Líf­eyr­is­sjóð­irnir sem keypt höfðu skulda­bréfin fyrr­nefndu kröfð­ust þess að fá pen­inga sína til baka. 18. nóv­em­ber 2016 var Hes­alight lýst gjald­þrota.    

Rann­sókn og rétt­ar­höld

Umfangs­mikil rann­sókn dönsku lög­regl­unnar leiddi margt athygl­is­vert í ljós. Í stuttu máli sagt stóð ekki steinn yfir steini í rekstri Hes­alight. Svindl á svindl ofan sagði eitt dönsku blað­anna. Lars Nør­holt bjó ásamt eig­in­konu sinni í stóru ein­býl­is­húsi við Hró­arskeldu­fjörð­inn á Sjá­landi, ók um á Porche og átti að minnsta kosti tvo aðra bíla, sem að sögn Bør­sen voru ekki af ódýr­ara tag­inu. Hann átti enn­fremur að minnsta kosti tvö stór hús á Majorka. Rétt­ar­höldin fyrir Bæj­ar­rétti Hró­arskeldu hófust í sept­em­ber árið 2018 og dómur féll í jan­úar 2019. Í nið­ur­stöðu dóms­ins sagði að Lars Nør­holt hefði dregið sér rúmar 400 millj­ónir króna (8,4 millj­arðar íslenskir) úr sjóðum Hes­alight.

Lars Nør­holt var dæmdur í sjö ára fang­elsi, 15 millj­óna króna sekt (312 millj­ónir íslenskar) og missti jafn­framt rétt til að reka fyr­ir­tæki, ævi­langt. Enn­fremur var hann, ásamt fjórum öðrum fyrr­ver­andi starfs- og stjórn­ar­mönnum Hes­alight, dæmdur til að greiða þrota­búi fyr­ir­tæk­is­ins 200 millj­ónir króna (4,3 millj­arðar íslenskir).

Lars Nør­holt áfrýj­aði dóm­inum sam­stund­is. 

Dómur Eystri-Lands­rétt­ar 

Fyrir Bæj­ar­rétti Hró­arskeldu krafð­ist ákæru­valdið átta ára fang­els­is­dóms yfir Lars Nør­holt. Nið­ur­staðan var eins áður sagði sjö ára fang­elsi. 2. apríl síð­ast­lið­inn stað­festi Eystri-Lands­réttur þann dóm en taldi hins­vegar að fjár­svikin væru mun umfangs­meiri en Bæj­ar­rétt­ur­inn hefði kom­ist að. Svikin hefðu, segir í nið­ur­stöðu Eystri-Lands­rétt­ar, numið 600 millj­ónum króna (12,6 millj­arðar íslenskir).

Einn maður hefur áður hlotið svo þungan dóm í Dan­mörku fyrir fjár­svik. Það var Stein Bag­ger fram­kvæmda­stjóri hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins IT-Fact­ory. Sá dómur féll árið 2009.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar