Laufey Steindórsdóttir

Tók U-beygju í lífinu eftir örmögnun en er komin aftur „heim“ á gjörgæsluna

„Ég stend á öxlum risa,“ segir Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur um endurkomu sína á gjörgæsludeild Landspítalans og hið færa fagfólk sem þar starfar. Laufey vaknaði einn morguninn nýverið og fann að hún ætti að skrá sig í bakvarðasveitina. „Ég hlustaði á hjarta mitt sem er minn besti vegvísir og það sagði að þetta væri það sem mér væri ætlað að gera.“

Eitt sinn hjúkr­un­ar­fræð­ingur – ávallt hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Nú er rétti tím­inn til að ­leggja hönd á plóg. Það var með stolti og mik­illi gleði í hjarta sem ég kom á dög­unum til baka á gjör­gæslu­deild­ina í Foss­vogi eftir 10 ára fjar­veru,“ seg­ir Laufey Stein­dórs­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Með skrán­ingu í bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins hafi leið hennar aftur legið „heim“.

Þegar Lauf­ey vakn­aði einn morg­un­inn nýverið fann hún skýrt að hún ætti að skrá sig í bak­varða­sveit­ina. „Ég hlust­aði á hjarta mitt sem er minn besti veg­vísir og það ­sagði að þetta væri það sem mér væri ætlað að ger­a,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. „Svo var hringt í mig og ég spurð hvar ég vildi starfa og ég sagði strax að ég vild­i fara aftur á gjör­gæsl­una.“

Auglýsing

Gjör­gæslu­hjúkr­un er flókin og sér­hæfð. Á gjör­gæslu­deild liggur fólk sem er alvar­lega veikt, er ­jafn­vel í önd­un­ar­vél og þarf stöðugt eft­ir­lit. Laufey hafði reynslu og þekk­ing­u til starfs­ins. Hún þurfti upp­rifjun og aðlögun en var svo til í slag­inn. „Á ­gjör­gæslu­deild­inni eru allir með sér­þekk­ingu á sínu sviði; lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og ræst­ing­ar­fólk. Bara all­ir.“

Hún fann til­ auð­mýktar er hún mætti „á gólf­ið“, innan um fram­úr­skar­andi starfs­fólk ­gjör­gæsl­unn­ar. „Þannig að ég stend á öxlum risa,“ segir hún um end­ur­koma sína.

Lauf­ey út­skrif­að­ist sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur árið 2002 og hóf þá störf á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Hún flutti svo til Sví­þjóðar og fór í fram­halds­nám í bráða- og ­gjör­gæslu­hjúkrun á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi. Árið 2008 flutti hún­ aftur heim til Íslands og byrj­aði að vinna á gjör­gæslu­deild­inni í Foss­vogi.

Laufey útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2002 og fór síðar í sérnám til Svíþjóðar.
Aðsend

Laufey og eig­in­maður henn­ar, Ingvar Hákon Ólafs­son heila- og tauga­skurð­lækn­ir, eiga fjór­ar ­dæt­ur. Í mörg ár voru þau bæði í vakta­vinnu í krefj­andi störfum og að sam­ræma einka­líf og starf var mikil áskor­un. Álagið á heim­ilið var mikið þar sem yngsta dóttir þeirra glímdi við mik­inn svefn­vanda. Aðstæð­urnar voru nánast ó­yf­ir­stíg­an­leg­ar, að sögn Lauf­eyj­ar. 

Árið 2013 seg­ist hún hrein­lega hafa ör­magn­ast á lík­ama og sál eftir langvar­andi svefn­leysi og streitu. „Ætli meg­i ekki segja að við höfum lent í stormi lífs­ins,“ segir hún um ástandið þegar hún­ lítur í bak­sýn­is­speg­il­inn. Hún hætti störfum á Land­spít­al­anum og ákvað að beina allri athygli sinni inn á við og að því að hlúa að fjöl­skyld­unni.

Ákvörð­un­ina tók Lauf­ey, eins og allt sem hún tekur sér fyrir hend­ur, föstum tök­um. Hún hóf ­mikla sjálfs­vinnu og lærði að kenna hug­leiðslu og jóga. „Ég tók algjöra U-beygju í líf­inu. Ég fann í kjöl­farið mikla þörf fyrir að færa starfs­fólki Land­spít­al­ans þessi verk­færi sem ég hafði lært, þessa djúp­slökun og hug­leiðslu.“

Laufey hefur lært að kenna hugleiðslu og jóga og býður starfsfólki Landspítalans upp á djúpslökun.
Aðsend

Í maí á síð­asta ári stofn­aði Laufey ásamt Rebekku Rós Þor­steins­dótt­ur ­svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ingi og jóga­kenn­ara heima­síð­una Kyrrð­ar­jóga.is. Und­an­far­in tvö ár hafa þær stöllur boðið starfs­mönnum spít­al­ans, sem alla jafna eru und­ir­ ­miklu álagi, að koma í hug­leiðslu- og djúp­slök­un­ar­tíma á vinnu­staðn­um. „Ég hef aldrei yfir­gefið Land­spít­al­ann, hjarta mitt mun alltaf slá þar, þetta er minn ­staður og mitt fólk.“

Laufey hef­ur ­staðið utan við gjör­gæsl­una í ára­tug og horft með lotn­ingu á starfið sem þar ­fer fram. „Ég hef alltaf haldið góðum tengslum við deild­ina því þarna er baklandið mitt. Fólkið mitt. Og nú á þessum tímum þá krist­all­ast allt þetta sem ég hef upp­lifað og verið að tala um hvert sem ég fer: Starfið sem unnið er á gjör­gæslu­deild­inni í Foss­vogi er ekk­ert annað en magn­að.“

Margir hjúkr­un­ar­fræð­ingar og aðrir starfs­menn sem vinna á gjör­gæsl­unni hafa unnið þar í tíu, tutt­ugu ár og jafn­vel leng­ur. „En þessir ein­stak­lingar gefa ekk­ert eft­ir. Þeir vinna sínar vaktir og taka svo auka­vaktir sem þarf til að koma til­ ­móts við aðstæður sem geta skap­ast á deild­inn­i.“

Laufey (til hægri) og Guðlaug Traustadóttir vinna saman á ný á gjörgæsludeildinni í Fossvogi.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Þetta er ­fólkið sem stendur ávallt sína plikt, segir Lauf­ey, hvort sem það er mót­vind­ur eða með­vindur í sam­fé­lag­inu og efna­hags­líf­inu. „Þau eru þarna á sínum stað, til­búin að gera allt sem þau geta til að bjarga líf­i.“

Þegar Lauf­ey hóf fyrst störf á gjör­gæsl­unni var hún undir vernd­ar­væng hjúkr­un­ar­fræð­ings sem hún seg­ist hafa fylgt hvert fót­spor. Hún lærði svo smám saman á flókið og ­tækni­legt umhverfi deild­ar­inn­ar. „Ég fékk dásam­legar mót­tökur á sínum tíma frá­ öllu því öfl­uga fólki sem þar starfar.“

Aðstæður á gjör­gæsl­unni eru síbreyti­legar og starfs­fólkið þar ávallt undir það búið að bregð­ast við nýj­um, óvæntum og krefj­andi verk­efn­um. Skjól­stæð­ingar gjör­gæslu þurfa vöktun allan sól­ar­hring­inn, mín­útu fyrir mín­útu, nótt sem nýtan dag. ­Fyrir vikið getur álagið orðið gríð­ar­legt og reynt bæði á starfs­fólkið sem og að­stand­end­ur. „Mín reynsla er sú að starfs­fólkið er alltaf boðið og búið að rétta fram hjálp­ar­hönd og aðstoða hvern þann sem á þarf að halda. Nú á tím­um COVID-19 hefur það svo sann­ar­lega komið í ljós hvers þau eru megn­ug.“

Auglýsing

Þegar Lauf­ey snéri svo aftur til starfa í gegnum bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins nýlega var henni tekið opnun örm­um. „Starfs­fólkið þarna er  greini­lega með meistara­gráðu í umburð­ar­lynd­i,“ ­segir hún full þakk­læt­is.

Svo ­skemmti­lega vildi til að Laufey hefur nú aftur fengið að vinna með leið­bein­anda sínum og læri­móð­ur, Guð­laugu Trausta­dótt­ur, Lullu. „Hún er ein af þessum hetj­u­m hjúkr­unar sem við hin lítum upp til.“

Þrátt fyr­ir­ að það sé sér­stak­lega mikið álag á gjör­gæslu­deild­inni nú á tímum far­ald­ur­s COVID-19 segir Laufey að allt gangi eins og vel smurð vél. „Þetta ástand er auð­vitað engu líkt. Deildin hefur stækkað dag frá degi og nýtt starfs­fólk kom­ið inn. Sam­taka­mátt­ur­inn og sam­staðan hjá öllu starfs­fólk­inu er ótrú­lega mik­il. Það er eins og þetta fólk verði bara öfl­ugra þegar svona ástand skellur á.“

Það ger­ist ekki í tóma­rúmi og af til­viljun að starfið á deild­inni haldi áfram af kraft­i við þessar óvæntu aðstæð­ur. Til þess þarf öfl­uga leið­toga á öllum svið­um. Einn þeirra er Ólöf S. Sig­urð­ar­dótt­ir, deild­ar­stjóri gjör­gæsl­unn­ar.

„Ég get ekki fundið nógu sterk orð um hana Ólöf­u,“ segir Lauf­ey, dregur djúpt inn and­ann og heldur svo áfram: „Hún er ein­fald­lega mögnuð kona og sér­lega vönduð mann­eskja. Hún er ekki bara flinkur stjórn­andi heldur mik­ill leið­togi. Hún er fyr­ir­mynd í svo mörgu; frá­bær yfir­maður og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, góð móðir og félagi. Haf­and­i svona skip­stjóra í brúnni þá er ekk­ert að ótt­ast.“

En hvern­ig er að koma aftur til starfa á þessum tím­um, inn í þetta ástand?

„Fyr­ir­ ein­hverja gæti það verið mjög stressandi en ég hef unnið vel heima­vinn­una mína ­síð­ustu ár, eflt sjálfa mig og bætt mig sem mann­eskju.“

Um tíma glímdi Laufey við ofsa­kvíða sem hún hafði þróað með sér um ára­bil vegna álags. „Í dag upp­lifi ég engan kvíða að ganga inn í þessar aðstæð­ur, alls eng­an. Það kom mér svo­lítið á óvart. En ég veit að ég er að gera mitt besta við að hjúkra þessum skjól­stæð­ingum og að starfs­fólkið er umburð­ar­lynt og tekur manni eins og ­maður er. Ég finn að ég er í öruggum höndum þessa frá­bæra fag­fólks.“

Laufey og Guðbjörg Traustadóttir saman á gjörgæslunni í Fossvogi.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Og kannski er Laufey komin til að vera á deild­inni. „Það á eftir að koma í ljós,“ seg­ir hún létt í bragði. „Ég hef byggt mig vel upp, finn innri kyrrð og ró og ­jafn­vægi. Og það nýt­ist mér rosa­lega vel núna í þessum aðstæð­u­m.“

Þeir sem velja að vinna við hjúkrun eru margir hverjir að svara ákveð­inni köll­un, seg­ir Lauf­ey. Fólk fórni ýmsu þegar það velur sér þennan starfs­vett­vang. Hún seg­ist þó ekki sjá eftir því, ekki eitt augna­blik. „En þó að þetta sé köll­un, starf ­sem við sinnum af hug­sjón og ástríðu, þá verðum við að hafa laun í sam­ræmi við þetta álag og það verður að vera svig­rúm í vinnu­um­hverf­inu svo að hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn gangi ekki of nærri sinni eigin heilsu. Vakta­vinna er þess eðlis að hund­rað pró­sent vinna, 40 stundir á viku eða þar um bil, get­ur al­gjör­lega klárað ork­una. Ég virki­lega vona að nú verði hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar ­metnir að verð­leikum og fái laun í sam­ræmi við sitt fram­lag. Það ætti engum að dylj­ast lengur hvað þetta starf er mik­il­vægt.“

Kjara­bar­átta hjúkr­un­ar­fræð­inga snýst að sögn Lauf­eyjar nefni­lega ekki ein­göngu um álags­auka, hún snýst um að hækka grunn­launin og draga úr fjölda vinnu­stunda í full­ri vinnu. „Það er mjög mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að álagið sem fylgir þessu starfi, þar sem þú ert með líf fólks í hönd­un­um, nótt sem dag, það get­ur ­gengið nærri heilsu starfs­manns­ins. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er því mik­ið hags­muna­mál fyrir hjúkr­un­ar­fræð­inga í vakta­vinn­u.“

Með gleði í hjarta mætti Laufey eftir tíu ára fjarveru aftur til starfa á gjörgæsluna í Fossvogi.
Aðsend

Grunn­stoð ­starfa í heil­brigð­is­þjón­ustu – horn­steinn­inn – er að hlúa að öðr­um. „Þegar fram líða stundir og far­ald­ur­inn verður að baki þá verður það þetta sem vegur þyngst og mun skilja hvað mest eftir sig í hugum okkar og hjört­um. Að við höfum hlúð hvert að öðru. Ég segi stundum að við séum að fylgja hvert öðru heim – hvert svo sem heim er. Það á vel við nún­a.“

Lauf­ey ­seg­ist viss um að heims­byggðin muni draga ein­hvern lær­dóm af ástand­inu sem heims­far­ald­ur­inn hefur skapað á ýmsum sviðum til­ver­unn­ar. „Þetta er svo stórt – svo miklu stærra en nokkuð ann­að. Ég er sann­færð um að þetta muni hafa var­an­leg á­hrif á okkar gild­is­mat, áherslur og verð­mæta­mat. Sönn verð­mæti eru fólgin í því að hlúa að öðrum ekki síður en okkur sjálf­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal