Nartað í réttindi neytenda

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferðaskrifstofum og flugfélögum tímabundið svigrúm til þess að ganga á réttindi neytenda. Formaður Neytendasamtakanna segir að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um neytendarétt.

Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferða­skrif­stofum og flug­fé­lögum svig­rúm til þess að ganga á rétt neyt­enda til skjótrar end­ur­greiðslu, vegna ferða­laga sem falla niður sökum heims­far­ald­urs­ins.

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna, segir við Kjarn­ann að þetta virð­ist vera „default“-still­ingin hjá stjórn­völd­um, neyt­endur geti átt sig, en fyr­ir­tækj­unum verði að hjálpa. Neyt­enda­sam­tökin hafa fengið inn á sitt borð stór­auk­inn fjölda kvart­ana og ábend­inga frá neyt­endum sem telja á sér brotið eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst.

Breki segir að fjöldi mála hafi auk­ist um nærri 70 pró­sent frá fyrra ári og tveir þriðju allra mála snúi að „hel­vítis pest­inni“ og við­bragða fyr­ir­tækja við henni. Þyngst vega mál sem tengj­ast end­ur­greiðslum vegna ferða­laga, bæði pakka­ferða frá ferða­skrif­stofum og flug­ferða sem hafa verið felldar niður og erf­ið­lega gengur að fá end­ur­greitt.

Auglýsing

Breki sagði í Kast­ljósi síð­asta mið­viku­dags­kvöld að Neyt­enda­sam­tökin giski á að féð sem íslenskir neyt­endur eigi inni hjá íslenskum ferða­skrif­stofum sé á bil­inu 1,5-2,5 millj­arðar króna. Hann seg­ist hafa fulla samúð með fyr­ir­tækj­un­um, en neyt­endur eigi ekki að þurfa veita fyr­ir­tækjum vaxta­laus lán til þess að verja eigið fé þeirra í gegnum hremm­ing­arn­ar. Þeir glími nefni­lega líka við lausa­fjár­vanda.

Umdeilt frum­varp ferða­mála­ráð­herra

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála hefur lagt fram frum­varp sem heim­ilar ferða­skrif­stofum að fresta end­ur­greiðslum pakka­ferða sem falla niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­eign­arnótur fyrir and­virði ferð­ar­inn­ar. Frum­varpið er aft­ur­virkt til 15. mars og er til­gangur þess að forða því að ferða­skrif­stofur fari í þrot, en á sama tíma er einnig tryggt að inn­eign­ar­nóta neyt­and­ans falli undir trygg­inga­vernd.

Neyt­enda­sam­tökin og fleiri gerðu miklar athuga­semdir við frum­varp­ið, sem afgreitt var inn í atvinnu­vega­nefnd þann 22. apríl og hefur ekki sést síð­an. Í gagn­rýn­inni vóg ef til vill þyngst að frum­varpið er sagt brjóta gegn eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins.

Þór­dís Kol­brún sagði í umræðum um málið um málið á Alþingi þann 22. apríl að frum­varpið hefði ekki verið lagt fram ef hætta væri talin á að það hefði skað­leg áhrif á neyt­end­ur, enda séu allar stærstu íslensku ferða­skrif­stof­urnar með trygg­ingar sem séu hærri en sem nemi end­ur­greiðslu­kröfum neyt­enda.

„Þannig að jafn­vel þótt þessi fyr­ir­tæki á end­anum fari í þrot, sem við vonum að þau geri ekki, þá er það a.m.k. þannig að þeir neyt­endur sem taka við inn­eign í dag fá hana end­ur­greidda út úr trygg­ing­unum sem eru bundnar inni á reikn­ing­um,“ sagði Þór­dís Kol­brún. 

Umræð­urnar um þetta frum­varp voru nokkuð líf­legar í þingsal, þann klukku­tíma sem þær stóðu yfir. Ýmsum sjón­ar­miðum var velt upp­. Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar gaf sér það, í einu dæmi sem hann tók, að fólk myndi segja: „Gott og vel, ég sætti mig við að fá inn­eign­arnótu og ég fer að ári.“

„En hvaða ferð er það sem verður farin á ári? Er það sama ferðin og var boðið upp á? Nú er t.d. sú stað­reynd að gengi krón­unnar hefur breyst um 15%. Það er 15% dýr­ara fyrir ferða­skrif­stofu núna að fara með Íslend­inga til útlanda en var þegar ferðin var seld og greidd. Hvaða trygg­ingu hefur neyt­and­inn fyrir því að hann fái jafn verð­mæta ferð og hann keypt­i?” spurði Jón Stein­dór.

Hann minnti einnig á að stjórn­völd hefðu verið að hvetja þjóð­ina til þess að ferð­ast inn­an­lands, en fæstir hefðu efni á að vera með ferðafé sitt fast í inn­eign­arnótu hjá ferða­skrif­stofu og ferð­ast líka um Ísland. Fleiri þing­menn voru með efa­semdir um frum­varp­ið. 

Gunnar Bragi Sveins­son þing­maður Mið­flokks­ins sagði málið „ga­lið“ í þeirri mynd sem það var lagt fram. „Við höfum öll skiln­ing á því að ferða­skrif­stof­urnar eru í vanda, herra for­seti, en við höfum lít­inn skiln­ing á því að það skuli vera við­skipta­vin­irn­ir, neyt­end­urn­ir, sem eigi að bera áhætt­una og borga brús­ann. Rétt­ast væri að ríkið stigi þarna inn í eins og það er að gera úti um allt sam­fé­lag í dag,“ sagði Gunnar Bragi.

„Komið með frum­varp þar sem ríkið tekur ábyrgð á þessu, verum ekki að setja venju­legt fólk, sem er kannski búið að safna í tvö, þrjú ár fyrir utan­lands­ferð, í þá aðstöðu að fá ein­hverja inn­eign­arnótu í stað­inn fyrir end­ur­greiðslu sem það á rétt á,“ sagði Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins. 

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar tók síð­astur til máls áður en málið var afgreitt til nefnd­ar­innar og sagð­ist ekki ætla að lengja umræð­una, þar sem hann reikn­aði með því að frum­varpið yrði tekið til „ræki­legrar end­ur­skoð­un­ar“.

„Ég ætla rétt að vona að nefndin taki þær athuga­semdir alvar­lega sem hér hafa komið fram og ríkið sýni mann­dóm í sér og mæti þessu sjálft og greiði fyrir þetta en velti því ekki yfir á fólk sem lang­aði í ferða­lag en kemst ekki vegna þess­ara aðstæðn­a,“ sagði Logi.

Evr­ópskar rík­is­stjórnir vilja heim­ila flug­fé­lögum að gefa út inn­eign­ir 

Flug­fé­lög, rétt eins og ferða­skrif­stof­ur, glíma einnig við lausa­fjár­vanda vegna far­ald­urs­ins og reyna nú mörg hver að bjóða neyt­endum inn­eignir fremur en end­ur­greiðslur vegna ferða sem falla nið­ur. Vilji íslenskra stjórn­valda stendur til þess að létta undir með flug­fé­lögum að þessu leyt­i. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra lagði þannig áherslu á það, á fjar­fundi með öðrum evr­ópskum sam­göngu­ráð­herrum fyrir mán­aða­mót, að reglur um end­ur­greiðslu til neyt­enda vegna flugs sem falli niður verði aðlag­aðar að núver­andi aðstæð­um, til dæmis með því að fram­lengja end­ur­greiðslu­tíma­bil tíma­bundið eða leyfa flug­fé­lögum að gefa út inn­eign­ir.

Það er víðar deilt um þessi mál en bara á Íslandi, enda ferða­þjón­ustan í heim­inum öllum að ganga í gegnum algjört tekju­fall. Rík­is­sjóðir eru víða að pumpa fjár­magni inn í flug­fé­lög til þess að halda þeim gang­andi, með beinum hætti eða óbein­um, rétt eins og íslenska ríkið hefur gert fyrir Icelandair með hluta­bóta­úr­ræð­inu og greiðslu launa rúm­lega yfir 2.000 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á upp­sagn­ar­frest­i. 

Áður en fundur evr­ópskra sam­göngu­ráð­herra var hald­inn höfðu tólf sam­göngu­ráð­herrar ríkja innan ESB, með sam­göngu­ráð­herra Frakka og Hol­lend­inga í stafni, sent sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu til fram­kvæmda­stjórnar ESB um að gefa ætti flug­fé­lögum slaka hvað sam­evr­ópskar neyt­enda­reglur varð­ar, í ljósi for­dæma­lausra aðstæðna. Fleiri ríki hafa tekið undir þetta, til dæmis Þýska­land og Ítal­ía.

Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur lýst sig ósam­mála þessum til­lögum aðild­ar­ríkj­anna um að sveigja evr­ópska neyt­enda­reglu­verk­ið. Þess í stað hefur fram­kvæmda­stjórnin beint því til flug­fé­laga og ferða­skrif­stofa að end­ur­greiða þeim neyt­endum sem vilja fá end­ur­greiðslu eins og lög segja til um, eða gera inn­eign­arnót­urnar að svo aðlað­andi kosti að neyt­endur verði reiðu­búnir að þiggja þær.

Evr­ópsku neyt­enda­sam­tök­in, BEUC, hafa barist fyrir því að ekki verði gengið á rétt neyt­enda í þessum efn­um. Ekki síst þar sem neyt­endur séu þeg­ar, sem skatt­greið­end­ur, að veita mik­il­vægum fjár­vana fyr­ir­tækjum borð við flug­fé­lög fyr­ir­greiðslu. Neyt­enda­sam­tökin íslensku hafa tekið í sama streng.

„Það hefur sjaldan reynt eins mikið á að Neyt­enda­sam­tökin séu sterk og standi á rétti og vörnum fyrir neyt­end­ur,“ segir Breki Karls­son, for­maður þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar