Aðsend Kristín Marín Siggeirsdóttir
Aðsend

Í samskiptum við nemendur á nóttunni

Þegar samkomubann var sett á og fjarnám hófst í framhaldsskólum hafði Kristín Marín Siggeirsdóttir kennari í Kvennaskólanum ímyndað sér að hún gæti prjónað og bakað – dúllað sér heima við. En eitthvað varð lítið úr því. Vinnudagarnir urðu langir og hún vann margar helgar, flest kvöld og stundum langt fram á nótt.

Þetta byrj­aði með ósköp­um,“ segir Kristín Marín Sig­geirs­dótt­ir, kenn­ari við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík um loka­próf sem hún hafði nýverið lagt fyrir nem­endur sína. „Þegar prófið átti að byrja þá fékk ég marga pósta og sím­hring­ingar frá nem­endum sem komust ekki inn í INNU. Ég sagði þeim að hinkra, þetta myndi hrökkva í lag, sem það gerð­i.“

Þessa önn­ina eru prófin í Kvenna­skól­anum raf­ræn. Nem­endur eru heima hjá sér og Kristín sömu­leið­is. „Það voru smá hnökrar í upp­hafi en þetta tókst allt saman vel að lokum og allir nem­endur skil­uð­u.“ Nem­endur hennar hafa að hennar mati staðið sig gríð­ar­lega vel í gjör­breyttum aðstæðum – sumir jafn­vel betur en fyrir sam­komu­bann. Sjálf seg­ist hún hafa lært mjög margt og að eitt af því sé að ein­hverjum nem­endum gæti í fram­tíð­inni gagn­ast að fá að stunda nám sitt heima frekar en að mæta í kennslu­stundir í skól­an­um.



Auglýsing

Kristín er líf­fræð­ing­ur. Eftir að hún útskrif­að­ist úr því háskóla­námi ákvað hún að prófa að kenna þó að það hafi nú ekki verið planið í upp­hafi, eftir að hafa sjálf setið á skóla­bekk í mörg ár. Þetta var haustið 1985 og vinnu­stað­ur­inn var Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­lands á Sel­fossi. Sam­hliða kennsl­unni fyrstu árin tók hún kennslu­rétt­indi. Haustið 1987 færði hún sig um set og hóf störf við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík. „Og ég er búin að vera þar síð­an,“ segir hún og bætir hlæj­andi við: „Þannig að það má segja að ég sé kona með reynslu!“

Starfsand­inn í Kvenna­skól­anum er að mati Krist­ínar fram­úr­skar­andi. Margir kenn­arar starfa þar árum sam­an. „Mér hefur ekki einu sinni dottið í hug á þessum rúm­lega þrjá­tíu árum að hætta. Það segir sína sög­u.“

Kristín hefur kennt líf­fræði alla tíð en einnig stundum önnur fög svo sem nær­ing­ar­fræði, heil­brigð­is­fræði, erfða­fræði, stærð­fræði, efna­fræði, umhverf­is­fræði og svo mætti áfram telja. Raun­grein­arnar eru því hennar sér­svið. „Ég hef aldrei kennt eðl­is­fræð­i,“ segir hún hugsi.

Þú átt það eft­ir...

„Nei, ég held ekki,“ segir hún og hlær. „Ég á nú ekki mörg ár eftir í kennslu. Þetta fer að verða komið gott.“



Kristín Marín í sófahorninu heima sem varð hennar vinnustöð í samkomubanni. Yfir sér hefur hún teppi sem hún prjónaði í síðasta kennaraverkfalli.
Aðsend

Við upp­haf skóla­árs­ins í haust mætti Kristín Marín til starfa með nýtt kennslu­efni í fartesk­inu. „Það er alltaf mikil vinna að byrja að kenna nýtt efni, þannig að þó að skóla­árið hafi byrjað með hefð­bundnum hætti þá var haustönnin svo­lítið þung.“

Hún von­aði að vor­önnin yrði auð­veld­ari, „en það varð nú ekki alveg þannig. En það er eins og það er og maður tekur því sem að höndum ber“.

Þegar fréttir hófu að ber­ast af skæðri veiru­sýk­ingu í Kína í byrjun árs nýtti Kristín tæki­færið og tengdi atburð­ina inn í kennsl­una. „Ég og nem­end­urnir fylgd­umst vel með og vorum mjög áhuga­söm og jafn­vel svo­lítið spennt yfir öllu sem var að ger­ast þarna. Ég tal­aði sér­stak­lega um veir­ur, bólu­setn­ing­ar, smit­varnir og þess háttar í tím­um. Og ég er ekki frá því að nem­endur hafi tekið óvenju­lega vel eftir að þessu sinn­i.“

 En þegar far­ald­ur­inn bloss­aði upp á Ítalíu þá fóru að renna tvær grímur á Krist­ínu og nem­end­urna. „Þetta varð allt saman raun­veru­legra þegar veiran fór að grein­ast í Evr­ópu þar sem eru sam­bæri­leg heil­brigð­is­kerfi og hér á Ísland­i,“ segir Krist­ín. „Á meðan far­ald­ur­inn var í Kína gat ég ekki ímyndað mér að hann ætti eftir að verða jafn alvar­legur á Vest­ur­lönd­um. En svo varð ástandið ekk­ert skárra hér í okkar heims­hluta. Veirur virða engin landa­mæri.“



Auglýsing

Nokkrum dögum áður en sam­komu­bann var sett á voru kenn­arar í Kvenna­skól­anum undir það búnir að þannig gæti far­ið. Þegar það var til­kynnt um miðjan mars og allir nem­endur þurftu að fara heim að læra ákvað Kristín að halda sínu striki og mæta í skól­ann þar sem hún er með góða vinnu­að­stöðu. En svo veikt­ist kenn­ari af COVID-19 og margir kenn­arar urðu að fara í sótt­kví. „Og ég var ein af þeim.“

Kristín veikt­ist ekki en það gerðu nokkrir sam­starfs­menn henn­ar. „Þannig að ég kom mér bara fyrir í sófa­horn­inu heima og hef verið þar síð­an,“ segir hún hlæj­andi. „Það hefur verið mín vinnu­að­staða.“

Ein hefur hún þó ekki verið því kött­ur­inn Grettir hefur haldið henni félags­skap. Hann hefur legið við hlið hennar í sóf­anum en helst vill hann þó leggj­ast ofan á lykla­borð­ið. Það fær hann ekki en stundum hefur hann „mjálmað svo­lítið inn á glær­urn­ar,“ segir Kristín um þá „að­stoð“ sem Grettir hefur veitt.

Á árum áður vann Kristín oft heima en hætti því að mestu eftir að góðri vinnu­að­staða var komið upp í skól­an­um. „Þannig að núna varð ég að rifja upp gamla heima­vinnu­takta.“



Kristínu finnst nemendur sínir hafa staðið sig ótrúlega vel við þessar gjörbreyttu aðstæður.
EPA

Fjar­kennslan óx henni alls ekk­ert í aug­um. Hún hefur kennt í ára­tugi og seg­ist hafa lent í ýmsu á þeim tíma. „Ég hef lent í löngum verk­föll­um. Í verk­falli má maður ekki sinna nem­endum en þó að ég hitti ekki nem­end­urna í eigin per­sónu núna þá má ég þó sinna þeim. Þannig að ég hugs­aði með mér að fyrst við hefðum kom­ist í gegnum sex vikna verk­fall á sínum tíma, með því að bæta nem­endum upp tapið með því að kenna á laug­ar­dög­um, í páska­fríi, fram á sum­ar, breyta náms­mati og þar fram eftir göt­un­um, þá getur nú kennsla í gegnum netið varla verið mikið mál.“

Mjög mikil vinna

Þegar Kristín lítur til baka segir hún síð­ustu vikur hafa gengið ágæt­lega en að fjar­kennslan hafi kostað mjög mikla vinnu. „Helgin eftir að til­kynnt var um sam­komu­bann fór í það að skipu­leggja næstu þrjár vikur fram að páska­fríi, setja nem­endum fyr­ir, útbúa verk­efni til að halda þeim við efnið í stað­inn fyrir dag­legar kennslu­stund­ir. Ég hef lært rosa­lega mikið en þetta hefur verið ofboðs­lega mikil vinna. Vinnu­dag­arnir hafa verið lang­ir. Ég hef unnið mörg kvöld, margar helgar og fram á næt­ur. Ég hafði ímyndað mér að ég myndi kannski getað prjón­að, bakað og dúllað mér heima í sam­komu­bann­inu en það hefur verið frekar lítið um það. Ég hef verið hlaðin verk­efnum tengdum kennsl­unn­i.“



Auglýsing

Skila­frestir verk­efna renna oft út á mið­nætti og Kristín hefur stundum farið á netið á þeim tíma og séð þá að ein­hverjir eru ekki búnir að skila og ýtt þá á eftir þeim. „Það hefur komið fyrir að ég hef fengið svar frá þeim á þessum tíma sól­ar­hrings, svo ég hef verið í tölvu­póst­sam­skiptum við nem­endur á nótt­unn­i,“ segir hún skellir upp úr.

Kristín hélt nokkrar fjar­kennslu­stundir í gegnum fjar­fund­ar­búnað en ann­ars not­aði hún, eins og áður glærur við kennsl­una. Fyr­ir­lestr­unum sem hún er vön að halda fækk­aði því stór­lega. „Mér til mik­illar undr­unar þá sögð­ust nokkrir nem­endur mínir sakna fyr­ir­lestr­anna minna en áður höfðu nú sumir hverjir kvartað yfir því að þeir væru of langir og of margir,“ segir Kristín og skellir upp úr.

Of mikið álag í fyrstu

Nokkra daga tók að finna takt­inn í fjar­kennsl­unni. Nem­endur kvört­uðu fyrst í stað yfir því að álagið væri alltof mik­ið. „Þá voru auð­vitað allir kenn­arar að leggja sig fram við að halda þeim að vinnu og senni­lega höfum við gengið aðeins of langt til að byrja með. Mér skilst að sumir nem­endur hafi setið við allan dag­inn og langt fram á kvöld sem var auð­vitað ekki ætl­un­in. En við lærðum öll af þessu og í annarri viku var kom­inn sæmi­legur takt­ur.“

Sjálf­stæð vinnu­brögð eru nauð­syn­leg í fjar­námi. Í stað­námi getur kenn­ari gengið á milli, aðstoðað og ýtt við en heima er því ekki að heilsa. „Mér finnst þetta hafa sýnt okkur að nem­endur eru ekki vanir að læra mikið heima,“ segir Krist­ín. „Þegar námi hvers dags sem áður fór fram í skóla­stof­unni var bætt við hefð­bundna heima­vinnu reynd­ist sumum það erfitt. Þetta er mjög mikil breyt­ing fyrir þau.“



Kötturinn Grettir hélt Kristínu félagsskap við heimavinnuna og mjálmaði stundum inn á glærurnar.
Aðsend

Á síð­ustu vikum hefur Kristín tvisvar sinnum lagt könnun fyrir nem­endur sína um fyr­ir­komu­lag kennsl­unn­ar. Nem­endur sem eru að útskrif­ast í vor voru nokkuð stress­aðir í upp­hafi og áttu erfitt með að sjá fyrir sér að geta kom­ist yfir allt náms­efnið við þessar breyttu aðstæð­ur. „En þegar á leið þá fór mörgum að líka vel við þetta. Þeim fannst gott að geta skipu­lagt dag­inn sjálf, vita hvað þau ættu að gera á hverjum degi og í hverri viku, gátu vaknað þegar þeim hent­aði og byrjað að vinna.“

Hluti nem­enda stóð sig betur

Fjar­námið hentar hins vegar alls ekki öll­um. Í nem­enda­hópi Krist­ínar eru ein­stak­lingar sem sögð­ust ekki vera ánægðir með fyr­ir­komu­lag­ið. „Þetta eru nem­endur sem eru vanir að mæta í tíma, hlusta og gera það sem þeim er sett fyrir en læra kannski ekki mikið utan skóla­stof­unn­ar. Þessum nem­endum gekk ekki sér­stak­lega vel að aðlaga sig þessum breytta takti, sér­stak­lega til að byrja með.“

Svo voru nokkrir nem­endur sem fram að sam­komu­banni höfðu mætt lítið í skól­ann og ekki skilað öllum verk­efnum af ýmsum ástæð­um, m.a. vegna veik­inda. „Þetta eru þeir nem­endur sem tóku mest við sér og fóru að skila verk­efnum betur en fyrir bann.“

Það er mikið álag að sitja í skóla allan dag­inn. Sumir hafa ekki heilsu til þess og „þá getur hentað þeim vel að haga sínum vinnu­tíma eftir eigin höfð­i,“ segir Krist­ín. Hún seg­ist halda að fyr­ir­komu­lag fjar­kennsl­unnar gæti gagn­ast þessum nem­endum áfram. „Ég hef sjálf lært mikið af þessu og sé núna fleiri mögu­leika í því að aðstoða þá nem­endur sem eiga erf­ið­ara með nám í skól­an­um.“



Auglýsing

Kristín hafði ekki hugsað sér að gjör­bylta sínum kennslu­háttum síð­ustu árin í starfi. „Ég var ekk­ert rosa­lega spennt fyrir því að fara að tala inn á glærur og nota fjar­fund­ar­bún­að,“ við­ur­kennir hún. „En þegar sam­komu­bannið var fram­lengt varð ég að til­einka mér þær aðferð­ir. Þannig að ég fór að tala inn á glærur sem ég sendi nem­end­unum og það reynd­ist vel.“

Hvað líðan nem­end­anna varðar segir Kristín það sína upp­lifun að hún sé almennt ágæt. „Þeim leið­ist svo­lítið og sakna hvers ann­ar­s.“

Ekk­ert brott­fall

Að mati Krist­ínar er frammi­staða þeirra í nám­inu almennt mjög góð. Hún veit ekki til þess að nokkur úr hennar nem­enda­hópi hafi hætt námi á vor­önn­inn­i.  Hún seg­ist hafa kynnst sumum nem­endum betur en í kennslu­stof­unni eða á annan hátt en öðrum minna. Nokkrum for­eldrum hefur hún hins vegar kynnst betur en áður.

Ekki í boði að gef­ast upp

Hún er þegar farin að hlakka til að mæta í skól­ann næsta haust og hitta nem­endur og sam­starfs­menn. Mögu­lega mun hún nota ein­hver verk­færi úr fjar­kennsl­unni áfram og seg­ist stuðn­ings­maður þess að kennslu­stundum í stunda­töflu sé fækk­að. Þá kemur fjar­kennslu­formið sterkt inn.

Eftir rúma þrjá ára­tugi í starfi er hún enn að til­einka sér nýja hluti og reyna að finna nýjar leiðir og lausnir í kennsl­unni. Eitt stykki sam­komu­bann sló hana því ekki út af lag­inu. „Í kennslu er það þannig að maður verður að ein­henda sér í verk­efni. Það þýðir ekk­ert að leggja árar í bát og gef­ast upp. Við verðum ein­fald­lega að taka því sem að höndum ber og leysa mál­in. Það er bara þannig.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal