Aðildarríkin ákveða sjálf hvort tekið er á móti fólki frá „öruggum löndum“

Stjórn ESB segist velja „örugg lönd“ út frá heilbrigðissjónarmiðum. Listinn er engu að síður sagður málamiðlun því mjög skiptar skoðanir eru innan sambandsins á því hvernig standa eigi að opnun ytri landamæranna.

Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Auglýsing

Hvaðan fólk er að koma en ekki hvar það er með rík­is­borg­ara­rétt mun skera úr um hvort því verður hleypt inn fyrir landa­mæri ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­bandið birti í gær lista yfir  fimmtán lönd utan ESB sem sögð eru örugg og geta aðild­ar­rík­in, ef þau kjósa, byrjað að taka á móti gestum frá þeim í dag.Banda­rík­in, Brasilía og Rúss­land eru ekki í þeim hópi.Stjórn ESB seg­ist byggja ákvörðun sína á heil­brigð­is­sjón­ar­miðum en ekki póli­tík. Við­miðin sem eru notuð eru fyrst og fremst sögð þrenns konar: Fjöldi nýrra COVID-19 til­fella síð­ustu fjórtán daga, þróun til­fella frá upp­hafi far­ald­urs­ins og hvernig stjórn­völd hvers lands eru að takast á við far­sótt­ina.

Auglýsing


Um mikla jafn­væg­is­list er að ræða: Að auka ferða­lög fólks að nýju til að ýta við efna­hags­líf­inu á sama tíma og hóp­sýk­ingar eru enn að koma upp í mörgum Evr­ópu­löndum og víða ann­ars staðar í heim­in­um. Að úti­loka ferða­menn frá Banda­ríkj­unum þykir svo áfell­is­dómur yfir því hvernig Don­ald Trump for­seti og hans stjórn hefur tekið á far­aldr­in­um.Ytri landa­mæri ESB verða frá og með deg­inum í dag, 1. júlí, opin fyrir ferða­mönnum sem eru að koma frá eft­ir­far­andi fjórtán ríkjum: Alsír, Ástr­al­íu, Kana­da, Georg­íu, Jap­an, Svart­fjalla­landi, Marokkó, Nýja-­Sjá­landi, Rúanda, Serbíu, Suð­ur­-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúg­væ.Gestir sem eru að koma frá fimmt­ánda land­inu, Kína, verða einnig boðnir vel­komnir ef kín­versk stjórn­völd opna sín landa­mæri með sama hætti fyrir fólki frá löndum ESB.Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum voru þau fyrstu til að banna ferða­lög fólks frá ESB-löndum í far­aldri COVID-19. Þá til­kynn­ingu gaf Trump út þann 11. mars. Þá var far­ald­ur­inn í hámarki í Ítalíu og var að breið­ast hratt út í öðrum löndum Evr­ópu. ESB for­dæmdi í fyrstu þá ákvörðun en ákvað svo sjálft nokkru síðar að setja á ferða­bönn. Í dag verða ytri landa­mæri sam­bands­ins opnuð og á list­anum sem gef­inn var út í dag eru þau lönd utan ESB (og Schen­gen-landa eins og Íslands) sem telj­ast „ör­ugg“. List­inn verður í stöðugri end­ur­skoð­un.  Á síð­ustu vikum hefur ýmsum ferða­tak­mörk­unum á ferðum fólks milli ákveð­inna ríkja innan ESB verið aflétt. Sum lönd hafa tekið sig saman og opnað landa­mæri sín á milli eða gefið út sína eigin lista yfir „ör­ugg lönd“ eða öllu heldur lista yfir „áhættu­svæði“ sem ekki er tekið á móti ferða­mönnum frá.Þó að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi nú gefið út list­ann yfir „ör­ugg lönd“ er ekki þar með sagt að öllum 26 aðild­ar­ríkj­unum beri skylda til að taka á móti ferða­mönnum frá þessum lönd­um. Í gær hafði rétt rúmur meiri­hluti þeirra þó sam­þykkt að gera það.Lönd sunnar í álf­unni vilja fleiri á list­annRík­is­stjórnir sumra landa innan ESB, svo sem Þýska­lands, hafa viljað fara sér­stak­lega var­lega. Þar hafa síð­ustu vikur komið upp hóp­sýk­ing­ar, m.a. meðal starfs­manna kjöt­vinnslu­fyr­ir­tækja. Vildu þær hafa list­ann styttri frekar en lengri og að á honum væru lönd þar sem fjöldi dag­legra smita væri lít­ill og færi lækk­andi, lönd sem byggju yfir góðu heil­brigð­is­kerfi og gæfu út áreið­an­leg gögn um gang far­ald­urs­ins. Stjórn­völd landa sunnar í álf­unni svo sem Grikk­lands og í Portú­gal, landa sem reiða sig gríð­ar­lega mikið á ferða­menn, vildu gera hið gagn­stæða og hafa list­ann eins langan og mögu­legt væri. Heim­ildir fjöl­miðla herma að í síð­ustu viku, er drög að list­anum voru enn í skoð­un, hafi hann talið yfir 50 lönd.Frönsk yfir­völd vildu svo að kröfur yrðu gerðar til þeirra landa sem lentu á list­anum að þau opn­uðu einnig sín landa­mæri fyrir fólki frá ESB. Það var almennt ekki gert, en þó í til­felli Kína.Stjórn­mála­skýrendur segja fyrstu útgáfu list­ans, sem birt var í gær, því mikla mála­miðl­un. Hann verður í stöðugri end­ur­skoðun og er aðeins ráð­gef­andi fyrir aðild­ar­ríkin sem þurfa ekki að fara eftir honum frekar en þau kjósa.Það eru ekki aðeins áhyggjur af því að ferða­menn utan ESB komi með ný smit til Evr­ópu eftir þessa opnun landamær­anna. Ekki eru minni áhyggjur af því að fólk sem heim­sæki lönd á borð við Sví­þjóð, Bret­land og Portú­gal, þar sem far­ald­ur­inn er enn útbreidd­ur, smit­ist þar.Birta á end­ur­skoð­aðan lista á tveggja vikna fresti. Á list­ann munu smám saman bæt­ast fleiri lönd en sá mögu­leiki er einnig fyrir hendi að ein­hver verði tekin af hon­um. Allar þessar ákvarð­anir ætlar stjórn ESB að taka út frá heil­brigð­is­sjón­ar­mið­um, það er að segja hvernig far­ald­ur­inn þró­ast.

Víða um heim hafa síðustu vikur komið upp hópsmit. Og í sumum ríkjum er faraldurinn enn í hámarki. Mynd: EPAFyrir utan löndin fimmtán (fjórtán + Kína á hlið­ar­lín­unni) hafa smá­ríki á borð við And­orra, Móna­kó, San Mar­ínó og Vatíkan­ið, einnig sinn sess á list­anum yfir „ör­uggu lönd­in“.Þá fylgja ákvörð­un­inni um opnun landamæra ESB fjöl­margar und­an­þágu­heim­ildir. Heil­brigð­is­starfs­menn, fólk í hjálp­ar­starfi, erind­rekar erlendra ríkja, far­þegar í tengiflugi, hæl­is­leit­endur og náms­menn eru meðal þeirra sem geta fengið und­an­þágur til ferða­laga þó að þeir séu að koma frá löndum sem ekki hafa unnið sér inn sess á list­an­um.En Banda­ríkin þurfa að bíða enn um sinn eins og fyrr seg­ir. Þar breidd­ist far­ald­ur­inn aðeins seinna út en í Evr­ópu. Hann er enn í hámarki á mörgum stöðum og dag­legur fjöldi greindra smita er enn að aukast. Í gær, þriðju­dag, greindust þar yfir 48 þús­und manns með COVID-19. Það var fjórði dag­ur­inn á einni viku þar sem mesti fjöldi smita var greindur frá upp­hafi far­ald­urs­ins.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar