Aðildarríkin ákveða sjálf hvort tekið er á móti fólki frá „öruggum löndum“

Stjórn ESB segist velja „örugg lönd“ út frá heilbrigðissjónarmiðum. Listinn er engu að síður sagður málamiðlun því mjög skiptar skoðanir eru innan sambandsins á því hvernig standa eigi að opnun ytri landamæranna.

Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Auglýsing

Hvaðan fólk er að koma en ekki hvar það er með rík­is­borg­ara­rétt mun skera úr um hvort því verður hleypt inn fyrir landa­mæri ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­bandið birti í gær lista yfir  fimmtán lönd utan ESB sem sögð eru örugg og geta aðild­ar­rík­in, ef þau kjósa, byrjað að taka á móti gestum frá þeim í dag.Banda­rík­in, Brasilía og Rúss­land eru ekki í þeim hópi.Stjórn ESB seg­ist byggja ákvörðun sína á heil­brigð­is­sjón­ar­miðum en ekki póli­tík. Við­miðin sem eru notuð eru fyrst og fremst sögð þrenns konar: Fjöldi nýrra COVID-19 til­fella síð­ustu fjórtán daga, þróun til­fella frá upp­hafi far­ald­urs­ins og hvernig stjórn­völd hvers lands eru að takast á við far­sótt­ina.

Auglýsing


Um mikla jafn­væg­is­list er að ræða: Að auka ferða­lög fólks að nýju til að ýta við efna­hags­líf­inu á sama tíma og hóp­sýk­ingar eru enn að koma upp í mörgum Evr­ópu­löndum og víða ann­ars staðar í heim­in­um. Að úti­loka ferða­menn frá Banda­ríkj­unum þykir svo áfell­is­dómur yfir því hvernig Don­ald Trump for­seti og hans stjórn hefur tekið á far­aldr­in­um.Ytri landa­mæri ESB verða frá og með deg­inum í dag, 1. júlí, opin fyrir ferða­mönnum sem eru að koma frá eft­ir­far­andi fjórtán ríkjum: Alsír, Ástr­al­íu, Kana­da, Georg­íu, Jap­an, Svart­fjalla­landi, Marokkó, Nýja-­Sjá­landi, Rúanda, Serbíu, Suð­ur­-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúg­væ.Gestir sem eru að koma frá fimmt­ánda land­inu, Kína, verða einnig boðnir vel­komnir ef kín­versk stjórn­völd opna sín landa­mæri með sama hætti fyrir fólki frá löndum ESB.Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum voru þau fyrstu til að banna ferða­lög fólks frá ESB-löndum í far­aldri COVID-19. Þá til­kynn­ingu gaf Trump út þann 11. mars. Þá var far­ald­ur­inn í hámarki í Ítalíu og var að breið­ast hratt út í öðrum löndum Evr­ópu. ESB for­dæmdi í fyrstu þá ákvörðun en ákvað svo sjálft nokkru síðar að setja á ferða­bönn. Í dag verða ytri landa­mæri sam­bands­ins opnuð og á list­anum sem gef­inn var út í dag eru þau lönd utan ESB (og Schen­gen-landa eins og Íslands) sem telj­ast „ör­ugg“. List­inn verður í stöðugri end­ur­skoð­un.  Á síð­ustu vikum hefur ýmsum ferða­tak­mörk­unum á ferðum fólks milli ákveð­inna ríkja innan ESB verið aflétt. Sum lönd hafa tekið sig saman og opnað landa­mæri sín á milli eða gefið út sína eigin lista yfir „ör­ugg lönd“ eða öllu heldur lista yfir „áhættu­svæði“ sem ekki er tekið á móti ferða­mönnum frá.Þó að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi nú gefið út list­ann yfir „ör­ugg lönd“ er ekki þar með sagt að öllum 26 aðild­ar­ríkj­unum beri skylda til að taka á móti ferða­mönnum frá þessum lönd­um. Í gær hafði rétt rúmur meiri­hluti þeirra þó sam­þykkt að gera það.Lönd sunnar í álf­unni vilja fleiri á list­annRík­is­stjórnir sumra landa innan ESB, svo sem Þýska­lands, hafa viljað fara sér­stak­lega var­lega. Þar hafa síð­ustu vikur komið upp hóp­sýk­ing­ar, m.a. meðal starfs­manna kjöt­vinnslu­fyr­ir­tækja. Vildu þær hafa list­ann styttri frekar en lengri og að á honum væru lönd þar sem fjöldi dag­legra smita væri lít­ill og færi lækk­andi, lönd sem byggju yfir góðu heil­brigð­is­kerfi og gæfu út áreið­an­leg gögn um gang far­ald­urs­ins. Stjórn­völd landa sunnar í álf­unni svo sem Grikk­lands og í Portú­gal, landa sem reiða sig gríð­ar­lega mikið á ferða­menn, vildu gera hið gagn­stæða og hafa list­ann eins langan og mögu­legt væri. Heim­ildir fjöl­miðla herma að í síð­ustu viku, er drög að list­anum voru enn í skoð­un, hafi hann talið yfir 50 lönd.Frönsk yfir­völd vildu svo að kröfur yrðu gerðar til þeirra landa sem lentu á list­anum að þau opn­uðu einnig sín landa­mæri fyrir fólki frá ESB. Það var almennt ekki gert, en þó í til­felli Kína.Stjórn­mála­skýrendur segja fyrstu útgáfu list­ans, sem birt var í gær, því mikla mála­miðl­un. Hann verður í stöðugri end­ur­skoðun og er aðeins ráð­gef­andi fyrir aðild­ar­ríkin sem þurfa ekki að fara eftir honum frekar en þau kjósa.Það eru ekki aðeins áhyggjur af því að ferða­menn utan ESB komi með ný smit til Evr­ópu eftir þessa opnun landamær­anna. Ekki eru minni áhyggjur af því að fólk sem heim­sæki lönd á borð við Sví­þjóð, Bret­land og Portú­gal, þar sem far­ald­ur­inn er enn útbreidd­ur, smit­ist þar.Birta á end­ur­skoð­aðan lista á tveggja vikna fresti. Á list­ann munu smám saman bæt­ast fleiri lönd en sá mögu­leiki er einnig fyrir hendi að ein­hver verði tekin af hon­um. Allar þessar ákvarð­anir ætlar stjórn ESB að taka út frá heil­brigð­is­sjón­ar­mið­um, það er að segja hvernig far­ald­ur­inn þró­ast.

Víða um heim hafa síðustu vikur komið upp hópsmit. Og í sumum ríkjum er faraldurinn enn í hámarki. Mynd: EPAFyrir utan löndin fimmtán (fjórtán + Kína á hlið­ar­lín­unni) hafa smá­ríki á borð við And­orra, Móna­kó, San Mar­ínó og Vatíkan­ið, einnig sinn sess á list­anum yfir „ör­uggu lönd­in“.Þá fylgja ákvörð­un­inni um opnun landamæra ESB fjöl­margar und­an­þágu­heim­ildir. Heil­brigð­is­starfs­menn, fólk í hjálp­ar­starfi, erind­rekar erlendra ríkja, far­þegar í tengiflugi, hæl­is­leit­endur og náms­menn eru meðal þeirra sem geta fengið und­an­þágur til ferða­laga þó að þeir séu að koma frá löndum sem ekki hafa unnið sér inn sess á list­an­um.En Banda­ríkin þurfa að bíða enn um sinn eins og fyrr seg­ir. Þar breidd­ist far­ald­ur­inn aðeins seinna út en í Evr­ópu. Hann er enn í hámarki á mörgum stöðum og dag­legur fjöldi greindra smita er enn að aukast. Í gær, þriðju­dag, greindust þar yfir 48 þús­und manns með COVID-19. Það var fjórði dag­ur­inn á einni viku þar sem mesti fjöldi smita var greindur frá upp­hafi far­ald­urs­ins.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar