Aðildarríkin ákveða sjálf hvort tekið er á móti fólki frá „öruggum löndum“

Stjórn ESB segist velja „örugg lönd“ út frá heilbrigðissjónarmiðum. Listinn er engu að síður sagður málamiðlun því mjög skiptar skoðanir eru innan sambandsins á því hvernig standa eigi að opnun ytri landamæranna.

Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Auglýsing

Hvaðan fólk er að koma en ekki hvar það er með rík­is­borg­ara­rétt mun skera úr um hvort því verður hleypt inn fyrir landa­mæri ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­bandið birti í gær lista yfir  fimmtán lönd utan ESB sem sögð eru örugg og geta aðild­ar­rík­in, ef þau kjósa, byrjað að taka á móti gestum frá þeim í dag.



Banda­rík­in, Brasilía og Rúss­land eru ekki í þeim hópi.



Stjórn ESB seg­ist byggja ákvörðun sína á heil­brigð­is­sjón­ar­miðum en ekki póli­tík. Við­miðin sem eru notuð eru fyrst og fremst sögð þrenns konar: Fjöldi nýrra COVID-19 til­fella síð­ustu fjórtán daga, þróun til­fella frá upp­hafi far­ald­urs­ins og hvernig stjórn­völd hvers lands eru að takast á við far­sótt­ina.

Auglýsing


Um mikla jafn­væg­is­list er að ræða: Að auka ferða­lög fólks að nýju til að ýta við efna­hags­líf­inu á sama tíma og hóp­sýk­ingar eru enn að koma upp í mörgum Evr­ópu­löndum og víða ann­ars staðar í heim­in­um. Að úti­loka ferða­menn frá Banda­ríkj­unum þykir svo áfell­is­dómur yfir því hvernig Don­ald Trump for­seti og hans stjórn hefur tekið á far­aldr­in­um.



Ytri landa­mæri ESB verða frá og með deg­inum í dag, 1. júlí, opin fyrir ferða­mönnum sem eru að koma frá eft­ir­far­andi fjórtán ríkjum: Alsír, Ástr­al­íu, Kana­da, Georg­íu, Jap­an, Svart­fjalla­landi, Marokkó, Nýja-­Sjá­landi, Rúanda, Serbíu, Suð­ur­-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúg­væ.



Gestir sem eru að koma frá fimmt­ánda land­inu, Kína, verða einnig boðnir vel­komnir ef kín­versk stjórn­völd opna sín landa­mæri með sama hætti fyrir fólki frá löndum ESB.



Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum voru þau fyrstu til að banna ferða­lög fólks frá ESB-löndum í far­aldri COVID-19. Þá til­kynn­ingu gaf Trump út þann 11. mars. Þá var far­ald­ur­inn í hámarki í Ítalíu og var að breið­ast hratt út í öðrum löndum Evr­ópu. ESB for­dæmdi í fyrstu þá ákvörðun en ákvað svo sjálft nokkru síðar að setja á ferða­bönn. Í dag verða ytri landa­mæri sam­bands­ins opnuð og á list­anum sem gef­inn var út í dag eru þau lönd utan ESB (og Schen­gen-landa eins og Íslands) sem telj­ast „ör­ugg“. List­inn verður í stöðugri end­ur­skoð­un.  



Á síð­ustu vikum hefur ýmsum ferða­tak­mörk­unum á ferðum fólks milli ákveð­inna ríkja innan ESB verið aflétt. Sum lönd hafa tekið sig saman og opnað landa­mæri sín á milli eða gefið út sína eigin lista yfir „ör­ugg lönd“ eða öllu heldur lista yfir „áhættu­svæði“ sem ekki er tekið á móti ferða­mönnum frá.



Þó að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi nú gefið út list­ann yfir „ör­ugg lönd“ er ekki þar með sagt að öllum 26 aðild­ar­ríkj­unum beri skylda til að taka á móti ferða­mönnum frá þessum lönd­um. Í gær hafði rétt rúmur meiri­hluti þeirra þó sam­þykkt að gera það.



Lönd sunnar í álf­unni vilja fleiri á list­ann



Rík­is­stjórnir sumra landa innan ESB, svo sem Þýska­lands, hafa viljað fara sér­stak­lega var­lega. Þar hafa síð­ustu vikur komið upp hóp­sýk­ing­ar, m.a. meðal starfs­manna kjöt­vinnslu­fyr­ir­tækja. Vildu þær hafa list­ann styttri frekar en lengri og að á honum væru lönd þar sem fjöldi dag­legra smita væri lít­ill og færi lækk­andi, lönd sem byggju yfir góðu heil­brigð­is­kerfi og gæfu út áreið­an­leg gögn um gang far­ald­urs­ins. Stjórn­völd landa sunnar í álf­unni svo sem Grikk­lands og í Portú­gal, landa sem reiða sig gríð­ar­lega mikið á ferða­menn, vildu gera hið gagn­stæða og hafa list­ann eins langan og mögu­legt væri. Heim­ildir fjöl­miðla herma að í síð­ustu viku, er drög að list­anum voru enn í skoð­un, hafi hann talið yfir 50 lönd.



Frönsk yfir­völd vildu svo að kröfur yrðu gerðar til þeirra landa sem lentu á list­anum að þau opn­uðu einnig sín landa­mæri fyrir fólki frá ESB. Það var almennt ekki gert, en þó í til­felli Kína.



Stjórn­mála­skýrendur segja fyrstu útgáfu list­ans, sem birt var í gær, því mikla mála­miðl­un. Hann verður í stöðugri end­ur­skoðun og er aðeins ráð­gef­andi fyrir aðild­ar­ríkin sem þurfa ekki að fara eftir honum frekar en þau kjósa.



Það eru ekki aðeins áhyggjur af því að ferða­menn utan ESB komi með ný smit til Evr­ópu eftir þessa opnun landamær­anna. Ekki eru minni áhyggjur af því að fólk sem heim­sæki lönd á borð við Sví­þjóð, Bret­land og Portú­gal, þar sem far­ald­ur­inn er enn útbreidd­ur, smit­ist þar.



Birta á end­ur­skoð­aðan lista á tveggja vikna fresti. Á list­ann munu smám saman bæt­ast fleiri lönd en sá mögu­leiki er einnig fyrir hendi að ein­hver verði tekin af hon­um. Allar þessar ákvarð­anir ætlar stjórn ESB að taka út frá heil­brigð­is­sjón­ar­mið­um, það er að segja hvernig far­ald­ur­inn þró­ast.

Víða um heim hafa síðustu vikur komið upp hópsmit. Og í sumum ríkjum er faraldurinn enn í hámarki. Mynd: EPA



Fyrir utan löndin fimmtán (fjórtán + Kína á hlið­ar­lín­unni) hafa smá­ríki á borð við And­orra, Móna­kó, San Mar­ínó og Vatíkan­ið, einnig sinn sess á list­anum yfir „ör­uggu lönd­in“.



Þá fylgja ákvörð­un­inni um opnun landamæra ESB fjöl­margar und­an­þágu­heim­ildir. Heil­brigð­is­starfs­menn, fólk í hjálp­ar­starfi, erind­rekar erlendra ríkja, far­þegar í tengiflugi, hæl­is­leit­endur og náms­menn eru meðal þeirra sem geta fengið und­an­þágur til ferða­laga þó að þeir séu að koma frá löndum sem ekki hafa unnið sér inn sess á list­an­um.



En Banda­ríkin þurfa að bíða enn um sinn eins og fyrr seg­ir. Þar breidd­ist far­ald­ur­inn aðeins seinna út en í Evr­ópu. Hann er enn í hámarki á mörgum stöðum og dag­legur fjöldi greindra smita er enn að aukast. Í gær, þriðju­dag, greindust þar yfir 48 þús­und manns með COVID-19. Það var fjórði dag­ur­inn á einni viku þar sem mesti fjöldi smita var greindur frá upp­hafi far­ald­urs­ins. 



 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar