Mynd: Pexels.com

Þrátt fyrir samkomubann standa akstursgreiðslur til þingmanna nánast í stað

Ásmundur Friðriksson er áfram sem áður sá þingmaður sem kostar skattgreiðendur mest vegna aksturs. Alls hafa fimm þingmenn rukkað Alþingi um yfir eina milljón króna í endurgreiðslur vegna aksturs á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Starfs­á­ætlun Alþingis var tekin úr sam­bandi frá 19. mars og fram í byrjun maí­mán­að­ar. Afleið­ing­arnar urðu þær öllum málum sem voru ekki sér­stak­lega skil­greind sem COVID-19 mál var frestað,  þing­fund­ar­dagar voru að hámarki tveir í viku, við­vera þing­manna var aðlöguð í sam­ræmi við sam­komu­bann og tveggja metra nálægð­ar­regl­una. Auk þess fóru allir nefnd­ar­fundir á þessum tíma fram í gegnum fjar­funda­búnað með þeim skil­yrðum að ekki yrðu fleiri að jafn­aði en tveir fundir í gangi á sama tíma.

Þrátt fyrir að þing­störfin hafi verið tak­mörkuð með þessum hætti, og að íslenskt sam­fé­lag hafi meira og minna verið án sam­neytis við aðra en nán­ustu fjöl­skyldu svo vikum skipti í vor þá var akst­urs­kostn­aður þing­manna á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2020 nán­ast sá sami og á sama tíma og í fyrra. 

Auglýsing

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum um greiðslur til þing­manna frá byrjun árs og út júlí­mán­uð. 

Á móti kemur að þing­störfin teygð­ust vegna aðstæðna um nokkrar vikur og lauk ekki fyrr en seint í júní.

Fjögur pró­sent minni kostn­aður en í fyrra

Í fyrra fengu þing­menn sam­tals 2,4 millj­ónir króna greiddar á því tíma­bili vegna notk­unar á eigin bíl­um, 11,1 milljón króna fyrir notkun á bíla­leigu­bílum og 1,8 millj­ónir króna vegna elds­neytis­kostn­að­ar, greiðslna vegna notk­unar á jarð­göngum og töku leigu­bíla. Sam­tals var kostn­aður við akstur þing­manna þá 15,3 millj­ónir króna. Hann jókst þegar leið á árið og varð á end­anum 31,1 milljón króna allt árið 2019.

Á fyrstu sjö mán­uðum yfir­stand­andi árs hafa þing­menn fengið 2,9 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna notk­unar á eigin bíl­um, 10,3 millj­ónir króna vegna kostn­aðar við leigu á bíla­leigu­bílum og 1,5 millj­ónir króna vegna elds­neytis­kostn­að­ar, greiðslna vegna notk­unar á jarð­göngum og töku leigu­bíla.

Sam­tals var kostn­aður vegna akst­urs þing­manna frá byrjun árs og til loka júlí­mán­aðar því 14,7 millj­ónir króna, eða um fjögur pró­sent minni en á sama tíma­bili í fyrra.

Ásmundur áfram dýrastur

Akst­ur­greiðsl­urnar koma til við­bótar við hefð­bundnar launa­greiðslur og ýmsar aðrar kostn­að­ar­greiðsl­ur, en venju­legur þing­maður fær 1,170 þús­und krónur í laun á mán­uði. Auk þess getur þing­maður sem gegnir for­mennsku eða vara­for­mennsku í fengið álag ofan á þing­fara­kaup­ið. 

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Mynd: Bára Huld Beck

Í til­felli for­manns nemur það um 175 þús­und krónum á mán­uði. Þá fá lands­byggð­ar­þing­menn hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar­greiðslu, álag á hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar­greiðslu, fastan greiddan ferða­kostnað í kjör­dæmi og fastan starfs­kostn­að. 

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, er að venju sá þing­maður sem kostar mest vegna akst­urs. Sam­tals hefur Ásmundur keyrt fyrir tæp­lega 1,3 milljón króna það sem af er ári. Sá kostn­aður er ann­ars vegar vegna bíla­leigu­bíla og hins vegar vegna elds­neyt­is. 

Ásmundur keyrði líka allra þing­manna mest í fyrra, eða fyrir alls 3,8 millj­ónir króna. Það þýðir að Ásmundur keyrði fyrir rúm­lega 320 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði í fyrra. Þorri þess kostn­aðar féll til á síð­ustu fimm mán­uðum árs­ins en frá byrjun árs 2019 og út júlí keyrði hann fyrir 1,4 milljón króna, eða mjög sam­bæri­lega upp­hæð og á sama tíma­bili í ár. 

Þegar kostn­aður vegna akst­urs­greiðslna til þing­manna voru opin­ber­aðar í byrjun árs 2018 kom í ljós að Ásmundur hafði keyrt alls 47.644 kíló­metra á árinu 2017 og fengið rúm­lega 4,6 millj­ónir króna end­ur­greitt vegna þessa. Frá 2013 og út árið 2017 námu end­ur­greiðslur til Ásmundar alls 23,5 millj­ónum króna vegna notk­unar hans á eigin bif­reið. 

Síð­ustu ár hefur því kostn­aður almenn­ings vegna akst­urs Ásmund­ar, sem býr á Suð­ur­nesjum, dreg­ist saman sam­hliða því að hann hefur notað bíla­leigu­bíla í stað þess að fá end­ur­greitt fyrir notkun á eigin bif­reið. 

Fjórir aðrir yfir milljón

Fjórir aðrir þing­menn hafa keyrt fyrir meira en milljón krónur það sem af er ári. Næstur á eftir Ásmundi í kostn­aði kemur Har­aldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann hefur keyrt fyrir 1.194 þús­und krónur á tíma­bil­inu og er um að ræða kostnað við leigu á bíla­leigu­bílum og elds­neytis­kostn­að.

Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, kemur næstur með kostnað upp á 1.071 þús­und krón­ur. Vil­hjálmur sker sig úr í hópi þeirra sem keyra mest þar sem hann kýs, þrátt fyrir að skrif­stofa Alþingis hafi árum saman beint þeim til­mælum til þing­manna að taka frekar bíla­­leig­u­bíla en að nota eigin bif­­reið­­ar, að keyra eigin bíl og rukka svo fyrir þann kostnað sem af hlýst. Þetta er breyt­ing á akst­urs­hátt­erni Vil­hjálms, en í fyrra var 35 pró­sent af end­ur­greiddum akst­urs­kostn­aði hans vegna notk­unar á eigin bif­reið. Nú er hins vegar öll upp­hæðin sem hann hefur fengið end­ur­greidda vegna þessa. 

Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er með akst­urs­kostnað upp á 1.039 þús­und krónur á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins og er hann allur til kom­inn vegna bíla­leigu­bíla og elds­neytis­kostn­að­ar. Sig­urður Páll Jóns­son, þing­maður Mið­flokks­ins, er sá síð­asti sem nær að fara yfir milljón krónur í akst­urs­kostn­að, en heild­ar­kostn­aður hans er 1.034 þús­und krónur á tíma­bil­inu. Hann er allur vegna bíla­leigu­bíla og elds­neyt­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar