Djarfasta kosningaloforð Trumps fuðraði upp

Vonir Donalds Trump um að bóluefni gegn COVID-19 komi á markað fyrir kosningadag vestanhafs eru að nær engu orðnar og lyfjafyrirtækin ætla ekki að láta pólitískan þrýsting ráða för.

Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Auglýsing

„Við munum fá bólu­efni fljót­lega, kannski fyrir mjög sér­staka dag­setn­ingu. Þið vitið hvaða dag­setn­ingu ég er að tala um,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti í byrjun vik­unn­ar. Hann ítrek­aði svo enn einu sinni að bólu­efnið kæmi á markað fljótt – kannski þegar í októ­ber­mán­uði.

Þarna er for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa löndum sínum vernd gegn veiru á undra skömmum tíma. Skemmri tíma en áður hefur nokkru sinni þekkst að bólu­efni hafi verið þróað á. Þarna er líka for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa kjós­endum þess­ari vernd. Því hin „mjög sér­staka dag­setn­ing“ sem hann nefndi er kjör­dag­ur­inn 3. nóv­em­ber.

„Þetta er kapp­hlaupið um bólu­efnið – enda­markið nálgast“ segir í nýrri kosn­inga­her­ferð Trumps. Í aug­lýs­ing­unni er mynda­vél­inni rennt yfir tóm með­alaglös sem á stend­ur: „COVID-19 kór­ónu­veiru bólu­efn­i“. 

Auglýsing

Hvorki Trump né nokkur annar getur með vissu sagt hvenær bólu­efni gegn COVID-19 verður til­bú­ið. Þó að vonir allra standi vissu­lega til þess að það verði til­búið sem fyrst hafa vís­inda­menn ítrekað bent á að ekki sé hægt að flýta þró­un­ar­ferl­inu um of. Þegar sé verið að reyna að fram­leiða bólu­efni við veiru­sýk­ingu hraðar en nokkru sinni hefur verið gert. En að eng­inn afsláttur verði gef­inn þegar kemur að vinnu­brögðum og öryggi efn­is­ins.

Trump hafði varla sleppt orð­inu á blaða­manna­fund­inum á mánu­dag en skýrt var frá því að til­raunum með það bólu­efni sem þykir lofa hvað bestu, var hætt tíma­bundið þar sem einn sjálf­boða­lið­inn sem tekur þátt til­raun­inni fór að sýna óvænt og alvar­leg ein­kenni út frá tauga­kerf­inu. Heim­ildir New York Times herma að veik­indin lýsi sér í bólgum sem hafi áhrif á mænu manns­ins. 

Enn er óvíst hvort ein­kennin tengj­ast bólu­efni sem breska lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca er að þróa í sam­starfi við vís­inda­menn við Oxfor­d-há­skóla. Ef í ljós kemur að bólu­efnið hafi eitt­hvað að gera með veik­indi sjálf­boða­lið­ans myndi það valda stóru bakslagi í þróun þess. Hins vegar hefur sú ákvörðun lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins að hætta þegar í stað til­raunum á meðan málið verður rann­sakað til hlýtar lík­lega aukið til­trú almenn­ings á því ferli sem lyf og bólu­efni þurfa að fara í gegnum áður en þau eru sett á mark­að.

Donald Trump hefur sagt að bóluefni komi mögulega fyrir kosningadaginn 3. nóvember. Mynd: EPA

Þegar Don­ald Trump sagði að ferlið yrði stutt og að bólu­efnis væri að vænta á næstu vikum vökn­uðu enn á ný þær áhyggjur að póli­tískur þrýst­ingur gæti orðið til þess að efni sem ekki væri nægi­lega prófað og mögu­lega ekki öruggt yrði mark­aðs­sett í flýti. En aðeins örfáir mán­uðir eru síðan kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 tók sér fyrst ból­festu í manns­lík­ama. COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem hún veld­ur, er því enn ráð­gáta að mörgu leyt­i. 

For­stjórar níu stórra lyfja­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars Astr­aZen­ica, drógu veru­lega úr þessum áhyggjum í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem þeir sendu út í vik­unni. Þar hétu þeir því að „stóla á vís­ind­in“ og hétu því að skuld­binda sig áfram til þess að þróa og prófa mögu­legt bólu­efni gegn COVID-19 í sam­ræmi við ítr­ustu siða­reglur og á grunni heil­brigðra, vís­inda­legra lög­mála.

Tugir bóluefna eru í þróun víða um heim en bóluefni Oxford-háskóla er eitt þeirra sem lengst er komið í prófunum. Mynd: EPA

Vissu­lega urðu margir fyrir von­brigðum með að Astr­aZeneca hafi þurft að hætta tíma­bundið próf­unum með bólu­efni sitt. En hins vegar þykir sú ákvörðun styrkja trú fólks á því að vel eigi að standa að verki. Ant­hony Fauci, helsti sér­fræð­ingur Banda­ríkj­anna í smit­sjúk­dómum og einn af ráð­gjöfum Trumps, kall­aði ákvörð­un­ina „ör­ygg­is­ventil“. Paul Duprex, yfir­maður bólu­efna­rann­sókna við Háskól­ann í Pitts­burgh, segir að klínískar próf­anir séu nokkuð oft stöðv­að­ar. „Tíma­bundin stöðvun klínískrar rann­sóknar er val­kvæð en sýnir í raun að ferlið er að virka. Það er ekki keyrt áfram á fullu án þess að hafa brems­ur.“

Lyfja­fyr­ir­tækið hefur fengið óháða nefnd sér­fræð­inga til að leggja mat á það hvort að ein­kenni sjálf­boða­lið­ans teng­ist bólu­efn­inu eða ekki. Sjúkra­saga sjálf­boða­lið­ans verður könnuð ofan í kjöl­inn og farið verður í gegnum ógrynni upp­lýs­inga úr rann­sókn­inni. Í kjöl­farið verður svo tekin ákvörðun um hvort og þá hvenær rann­sóknin heldur áfram. Ekki er vitað hversu langan tíma sér­fræð­ing­arnir þurfa til að kom­ast að nið­ur­stöðu. Þá er lík­legt að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið muni einnig safna gögnum og leggja sitt mat á mál­ið. Á meðan þess­ari rann­sókn stendur verður fleirum ekki gefið bólu­efn­ið. 

Líf­töl­fræð­ing­ur­inn Susan Ellen­berg, sem hefur átt sæti í mörgum eft­ir­lits­nefndum vegna lyfja­þró­un­ar, segir í við­tali við Was­hington Post að hún hafi litlar áhyggjur af stöðvun prófan­anna. „Í raun er ég rólegri en áður. Þetta segir mér að fólk er að gæta sín mjög mik­ið.“

Til­raunir með bólu­efni Astr­aZeneca voru komnar á loka­stig. Á því stigi tekur stór hópur sjálf­boða­liða þátt, sem sam­anstendur af fólki frá ólíkum lönd­um, á mis­mun­andi aldri, öllum kynjum og þar fram eftir göt­un­um. Sjálf­boða­lið­inn sem veikt­ist var í hópi 10 þús­und sjálf­boða­liða í Bret­landi sem tóku þátt í próf­un­unum á bólu­efn­in­u. 

Í sumar voru próf­an­irnar einnig stöðv­að­ar, þó að það hafi ekki farið hátt. Þá hafði annar sjálf­boða­liði veikst en óháð nefnd sér­fræð­inga komst að því að veik­indi hans höfðu ekki orsakast af bólu­efn­inu heldur vegna ógreinds tauga­sjúk­dóms sem sjálf­boða­lið­inn var með. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar