Djarfasta kosningaloforð Trumps fuðraði upp

Vonir Donalds Trump um að bóluefni gegn COVID-19 komi á markað fyrir kosningadag vestanhafs eru að nær engu orðnar og lyfjafyrirtækin ætla ekki að láta pólitískan þrýsting ráða för.

Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Auglýsing

„Við munum fá bólu­efni fljót­lega, kannski fyrir mjög sér­staka dag­setn­ingu. Þið vitið hvaða dag­setn­ingu ég er að tala um,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti í byrjun vik­unn­ar. Hann ítrek­aði svo enn einu sinni að bólu­efnið kæmi á markað fljótt – kannski þegar í októ­ber­mán­uði.

Þarna er for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa löndum sínum vernd gegn veiru á undra skömmum tíma. Skemmri tíma en áður hefur nokkru sinni þekkst að bólu­efni hafi verið þróað á. Þarna er líka for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa kjós­endum þess­ari vernd. Því hin „mjög sér­staka dag­setn­ing“ sem hann nefndi er kjör­dag­ur­inn 3. nóv­em­ber.

„Þetta er kapp­hlaupið um bólu­efnið – enda­markið nálgast“ segir í nýrri kosn­inga­her­ferð Trumps. Í aug­lýs­ing­unni er mynda­vél­inni rennt yfir tóm með­alaglös sem á stend­ur: „COVID-19 kór­ónu­veiru bólu­efn­i“. 

Auglýsing

Hvorki Trump né nokkur annar getur með vissu sagt hvenær bólu­efni gegn COVID-19 verður til­bú­ið. Þó að vonir allra standi vissu­lega til þess að það verði til­búið sem fyrst hafa vís­inda­menn ítrekað bent á að ekki sé hægt að flýta þró­un­ar­ferl­inu um of. Þegar sé verið að reyna að fram­leiða bólu­efni við veiru­sýk­ingu hraðar en nokkru sinni hefur verið gert. En að eng­inn afsláttur verði gef­inn þegar kemur að vinnu­brögðum og öryggi efn­is­ins.

Trump hafði varla sleppt orð­inu á blaða­manna­fund­inum á mánu­dag en skýrt var frá því að til­raunum með það bólu­efni sem þykir lofa hvað bestu, var hætt tíma­bundið þar sem einn sjálf­boða­lið­inn sem tekur þátt til­raun­inni fór að sýna óvænt og alvar­leg ein­kenni út frá tauga­kerf­inu. Heim­ildir New York Times herma að veik­indin lýsi sér í bólgum sem hafi áhrif á mænu manns­ins. 

Enn er óvíst hvort ein­kennin tengj­ast bólu­efni sem breska lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca er að þróa í sam­starfi við vís­inda­menn við Oxfor­d-há­skóla. Ef í ljós kemur að bólu­efnið hafi eitt­hvað að gera með veik­indi sjálf­boða­lið­ans myndi það valda stóru bakslagi í þróun þess. Hins vegar hefur sú ákvörðun lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins að hætta þegar í stað til­raunum á meðan málið verður rann­sakað til hlýtar lík­lega aukið til­trú almenn­ings á því ferli sem lyf og bólu­efni þurfa að fara í gegnum áður en þau eru sett á mark­að.

Donald Trump hefur sagt að bóluefni komi mögulega fyrir kosningadaginn 3. nóvember. Mynd: EPA

Þegar Don­ald Trump sagði að ferlið yrði stutt og að bólu­efnis væri að vænta á næstu vikum vökn­uðu enn á ný þær áhyggjur að póli­tískur þrýst­ingur gæti orðið til þess að efni sem ekki væri nægi­lega prófað og mögu­lega ekki öruggt yrði mark­aðs­sett í flýti. En aðeins örfáir mán­uðir eru síðan kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 tók sér fyrst ból­festu í manns­lík­ama. COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem hún veld­ur, er því enn ráð­gáta að mörgu leyt­i. 

For­stjórar níu stórra lyfja­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars Astr­aZen­ica, drógu veru­lega úr þessum áhyggjum í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem þeir sendu út í vik­unni. Þar hétu þeir því að „stóla á vís­ind­in“ og hétu því að skuld­binda sig áfram til þess að þróa og prófa mögu­legt bólu­efni gegn COVID-19 í sam­ræmi við ítr­ustu siða­reglur og á grunni heil­brigðra, vís­inda­legra lög­mála.

Tugir bóluefna eru í þróun víða um heim en bóluefni Oxford-háskóla er eitt þeirra sem lengst er komið í prófunum. Mynd: EPA

Vissu­lega urðu margir fyrir von­brigðum með að Astr­aZeneca hafi þurft að hætta tíma­bundið próf­unum með bólu­efni sitt. En hins vegar þykir sú ákvörðun styrkja trú fólks á því að vel eigi að standa að verki. Ant­hony Fauci, helsti sér­fræð­ingur Banda­ríkj­anna í smit­sjúk­dómum og einn af ráð­gjöfum Trumps, kall­aði ákvörð­un­ina „ör­ygg­is­ventil“. Paul Duprex, yfir­maður bólu­efna­rann­sókna við Háskól­ann í Pitts­burgh, segir að klínískar próf­anir séu nokkuð oft stöðv­að­ar. „Tíma­bundin stöðvun klínískrar rann­sóknar er val­kvæð en sýnir í raun að ferlið er að virka. Það er ekki keyrt áfram á fullu án þess að hafa brems­ur.“

Lyfja­fyr­ir­tækið hefur fengið óháða nefnd sér­fræð­inga til að leggja mat á það hvort að ein­kenni sjálf­boða­lið­ans teng­ist bólu­efn­inu eða ekki. Sjúkra­saga sjálf­boða­lið­ans verður könnuð ofan í kjöl­inn og farið verður í gegnum ógrynni upp­lýs­inga úr rann­sókn­inni. Í kjöl­farið verður svo tekin ákvörðun um hvort og þá hvenær rann­sóknin heldur áfram. Ekki er vitað hversu langan tíma sér­fræð­ing­arnir þurfa til að kom­ast að nið­ur­stöðu. Þá er lík­legt að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið muni einnig safna gögnum og leggja sitt mat á mál­ið. Á meðan þess­ari rann­sókn stendur verður fleirum ekki gefið bólu­efn­ið. 

Líf­töl­fræð­ing­ur­inn Susan Ellen­berg, sem hefur átt sæti í mörgum eft­ir­lits­nefndum vegna lyfja­þró­un­ar, segir í við­tali við Was­hington Post að hún hafi litlar áhyggjur af stöðvun prófan­anna. „Í raun er ég rólegri en áður. Þetta segir mér að fólk er að gæta sín mjög mik­ið.“

Til­raunir með bólu­efni Astr­aZeneca voru komnar á loka­stig. Á því stigi tekur stór hópur sjálf­boða­liða þátt, sem sam­anstendur af fólki frá ólíkum lönd­um, á mis­mun­andi aldri, öllum kynjum og þar fram eftir göt­un­um. Sjálf­boða­lið­inn sem veikt­ist var í hópi 10 þús­und sjálf­boða­liða í Bret­landi sem tóku þátt í próf­un­unum á bólu­efn­in­u. 

Í sumar voru próf­an­irnar einnig stöðv­að­ar, þó að það hafi ekki farið hátt. Þá hafði annar sjálf­boða­liði veikst en óháð nefnd sér­fræð­inga komst að því að veik­indi hans höfðu ekki orsakast af bólu­efn­inu heldur vegna ógreinds tauga­sjúk­dóms sem sjálf­boða­lið­inn var með. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar