Staðan versnar í Danmörku en batnar í Svíþjóð

Fleiri ný smit greinast flesta daga í Danmörku en Svíþjóð þó sveifla sé á milli daga. Á meðan Danir hafa ákveðið að herða samkomutakmarkanir telur sóttvarnalæknir Svíþjóðar að bráðlega verði óhætt að aflétta einangrun aldraðra sem mælt hefur verið með.

Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Auglýsing

Danir frestuðu nýverið afléttingu takmarkana á samkomum. Þess í stað voru þær hertar á vissum svæðum, m.a. í Kaupmannahöfn, þar sem hröð fjölgun smitaðra hefur átt sér stað undanfarið. Staðan er nú sú að fleiri tilfelli af COVID-19 greinast þar daglega en í nágrannaríkinu Svíþjóð sem var gagnrýnt harðlega í upphafi faraldursins fyrir að stefna að hjarðónæmi frekar en því að fletja kúrfuna. Danir, sem voru einna fyrstir í Evrópu til að setja á harðar samkomu- og ferðatakmarkanir, lokuðu landamærunum að Svíþjóð þegar útbreiðslan var þar hvað mest. Nú hefur dæmið snúist við.


Samdráttur í efnahagslífi vegna faraldurs COVID-19 hefur komið illa niður á ríkjum heims en þó misjafnlega mikið. Ef litið er til Evrópu hefur samdráttur á evrusvæðinu í heild verið 12 prósent frá upphafi faraldursins en í Svíþjóð, sem hefur ekki tekið upp evru þrátt fyrir að vera í Evrópusambandinu, hefur samdrátturinn numið 9 prósentum. Á þessu tímabili hefur Svíþjóð einnig færst frá því að vera það land þar sem faraldurinn er hvað útbreiddastur á heimsvísu í að vera í hópi öruggari landa.

Auglýsing


Allt frá miðjum apríl hefur alvarlega veikum sjúklingum fækkað sem og dauðsföllum af völdum veirusýkingarinnar. Þetta segja þeir sem styðja hina umdeildu „sænsku leið“ vera til marks um að rétt hafi verið að setja ekki á stífar umgengnisreglur milli fólks heldur treysta hinum löghlýðna sænska almenningi til að viðhafa persónulegar smitvarnir en ná samtímis ónæmi í samfélaginu.


Um 5.900 manns hafa dáið vegna COVID-19 í Svíþjóð. Það skipar landinu í ellefta sæti á heimsvísu þegar kemur að fjölda dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa. Aðeins einu sæti ofar er að finna Bandaríkin, sem einnig hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi en þó helst misvísandi skilaboð til fólks frá upphafi faraldursins.

Anders Tegnell hefur þurft að svara fyrir tölvupósta sem hann sendi kollega sínum í mars þar sem hann viðraði hugmyndir um að láta ungt fólk smitast til að mynda ónæmi í samfélaginu. Mynd: EPA


Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að mikilvægt sé að líta til þess að nú fari smitum fækkandi dag frá degi. Hann segir útbreitt ónæmi fyrir veirunni skýra þetta að stórum hluta að hans mati. Nýverið sagði hann í viðtali við sænska ríkisútvarpið að ef fram haldi sem horfir verði hægt að aflétta einangrun aldraðra sem mælt hefur verið með síðustu vikur.


Aðrir hafa bent á að sé það raunin hafi fórnarkostnaðurinn engu að síður verið gríðarlegur. Um 9 af hverjum tíu sem létust í Svíþjóð í vetur og vor vegna COVID-19 var fólk sem var sjötugt eða eldra. Helmingurinn bjó á hjúkrunarheimili.


Staðan í Danmörku er allt önnur enda þar snemma í faraldrinum gripið til harðra aðgerða, m.a. var skólum lokað, opinberir starfsmenn beðnir um að vinna heima og þröngar skorður settar á ferðalög yfir landamærin. Í heild hafa 628 látist vegna COVID í landinu sem eru mun færri dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa en í Svíþjóð. Danir hafa verið grimmir í sýnatökum og tekið hlutfallslega flest sýni af Norðurlandaþjóðunum. Hafa þeir tekið 466 sýni á hverja 100 þúsund íbúa á meðan Svíar hafa tekið um 60.

Spurt verður að leikslokum

En smitunum fjölgar nú hraðar í Danmörku en handan Eyrarsundsins og því hafa stjórnvöld ákveðið að herða staðbundið aðgerðir og m.a. hvatt opinbera starfsmenn í Kaupmannahöfn og í Óðinsvéum til að vinna heima þar til tekist hafi að koma böndum á hópsýkingar. Frá síðasta föstudegi og til mánudags greindust 566 ný tilfelli. Þá fjölgaði sjúklingum með COVID-19 á sjúkrahúsum einnig úr 18-29 á sama tímabili.  


Danski smitsjúkdómasérfræðingurinn Jens Lundgren bendir á að Danmörku hafi vissulega tekist betur upp heilsufarslega séð en Svíum í fyrstu bylgju faraldursins. En spyrja verði að leikslokum.


Alls staðar eru vonir bundnar við þróun bóluefnis gegn COVID-19. Þess er vænst að það komi jafnvel á markað í lok þessa árs þó að ekki sé hægt að segja til um það með vissu á þessari stundu. Þar til bóluefni kemur er hjarðónæmi á heimsvísu mjög langt undan.  


Þá óttast sumir að faraldurinn geti blossað upp aftur í vetur samhliða meiri kulda og inniveru fólks. Tegnell óttast hins vegar ekki aðra stóra bylgju í Svíþjóð. Hann segir hópsmit eiga eftir að koma upp en að þau verði vonandi staðbundin.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar