Staðan versnar í Danmörku en batnar í Svíþjóð

Fleiri ný smit greinast flesta daga í Danmörku en Svíþjóð þó sveifla sé á milli daga. Á meðan Danir hafa ákveðið að herða samkomutakmarkanir telur sóttvarnalæknir Svíþjóðar að bráðlega verði óhætt að aflétta einangrun aldraðra sem mælt hefur verið með.

Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Auglýsing

Danir frest­uðu nýverið aflétt­ingu tak­mark­ana á sam­kom­um. Þess í stað voru þær hertar á vissum svæð­um, m.a. í Kaup­manna­höfn, þar sem hröð fjölgun smit­aðra hefur átt sér stað und­an­far­ið. Staðan er nú sú að fleiri til­felli af COVID-19 grein­ast þar dag­lega en í nágranna­rík­inu Sví­þjóð sem var gagn­rýnt harð­lega í upp­hafi far­ald­urs­ins fyrir að stefna að hjarð­ó­næmi frekar en því að fletja kúr­f­una. Dan­ir, sem voru einna fyrstir í Evr­ópu til að setja á harðar sam­komu- og ferða­tak­mark­an­ir, lok­uðu landa­mær­unum að Sví­þjóð þegar útbreiðslan var þar hvað mest. Nú hefur dæmið snú­ist við.Sam­dráttur í efna­hags­lífi vegna far­ald­urs COVID-19 hefur komið illa niður á ríkjum heims en þó mis­jafn­lega mik­ið. Ef litið er til Evr­ópu hefur sam­dráttur á evru­svæð­inu í heild verið 12 pró­sent frá upp­hafi far­ald­urs­ins en í Sví­þjóð, sem hefur ekki tekið upp evru þrátt fyrir að vera í Evr­ópu­sam­band­inu, hefur sam­drátt­ur­inn numið 9 pró­sent­um. Á þessu tíma­bili hefur Sví­þjóð einnig færst frá því að vera það land þar sem far­ald­ur­inn er hvað útbreiddastur á heims­vísu í að vera í hópi örugg­ari landa.

AuglýsingAllt frá miðjum apríl hefur alvar­lega veikum sjúk­lingum fækkað sem og dauðs­föllum af völdum veiru­sýk­ing­ar­inn­ar. Þetta segja þeir sem styðja hina umdeildu „sænsku leið“ vera til marks um að rétt hafi verið að setja ekki á stífar umgengn­is­reglur milli fólks heldur treysta hinum lög­hlýðna sænska almenn­ingi til að við­hafa per­sónu­legar smit­varnir en ná sam­tímis ónæmi í sam­fé­lag­inu.Um 5.900 manns hafa dáið vegna COVID-19 í Sví­þjóð. Það skipar land­inu í ell­efta sæti á heims­vísu þegar kemur að fjölda dauðs­falla á hverja 100 þús­und íbúa. Aðeins einu sæti ofar er að finna Banda­rík­in, sem einnig hafa verið gagn­rýnd fyrir aðgerða­leysi en þó helst mis­vísandi skila­boð til fólks frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Anders Tegnell hefur þurft að svara fyrir tölvupósta sem hann sendi kollega sínum í mars þar sem hann viðraði hugmyndir um að láta ungt fólk smitast til að mynda ónæmi í samfélaginu. Mynd: EPAAnd­ers Tegn­ell, sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, hefur sagt að mik­il­vægt sé að líta til þess að nú fari smitum fækk­andi dag frá degi. Hann segir útbreitt ónæmi fyrir veirunni skýra þetta að stórum hluta að hans mati. Nýverið sagði hann í við­tali við sænska rík­is­út­varpið að ef fram haldi sem horfir verði hægt að aflétta ein­angrun aldr­aðra sem mælt hefur verið með síð­ustu vik­ur.Aðrir hafa bent á að sé það raunin hafi fórn­ar­kostn­að­ur­inn engu að síður verið gríð­ar­leg­ur. Um 9 af hverjum tíu sem lét­ust í Sví­þjóð í vetur og vor vegna COVID-19 var fólk sem var sjö­tugt eða eldra. Helm­ing­ur­inn bjó á hjúkr­un­ar­heim­ili.Staðan í Dan­mörku er allt önnur enda þar snemma í far­aldr­inum gripið til harðra aðgerða, m.a. var skólum lok­að, opin­berir starfs­menn beðnir um að vinna heima og þröngar skorður settar á ferða­lög yfir landa­mær­in. Í heild hafa 628 lát­ist vegna COVID í land­inu sem eru mun færri dauðs­föll á hverja 100 þús­und íbúa en í Sví­þjóð. Danir hafa verið grimmir í sýna­tökum og tekið hlut­falls­lega flest sýni af Norð­ur­landa­þjóð­un­um. Hafa þeir tekið 466 sýni á hverja 100 þús­und íbúa á meðan Svíar hafa tekið um 60.

Spurt verður að leikslokum

En smit­unum fjölgar nú hraðar í Dan­mörku en handan Eyr­ar­sunds­ins og því hafa stjórn­völd ákveðið að herða stað­bundið aðgerðir og m.a. hvatt opin­bera starfs­menn í Kaup­manna­höfn og í Óðins­véum til að vinna heima þar til tek­ist hafi að koma böndum á hóp­sýk­ing­ar. Frá síð­asta föstu­degi og til mánu­dags greindust 566 ný til­felli. Þá fjölg­aði sjúk­lingum með COVID-19 á sjúkra­húsum einnig úr 18-29 á sama tíma­bil­i.  Danski smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ing­ur­inn Jens Lund­gren bendir á að Dan­mörku hafi vissu­lega tek­ist betur upp heilsu­fars­lega séð en Svíum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. En spyrja verði að leikslok­um.Alls staðar eru vonir bundnar við þróun bólu­efnis gegn COVID-19. Þess er vænst að það komi jafn­vel á markað í lok þessa árs þó að ekki sé hægt að segja til um það með vissu á þess­ari stundu. Þar til bólu­efni kemur er hjarð­ó­næmi á heims­vísu mjög langt und­an­.  Þá ótt­ast sumir að far­ald­ur­inn geti blossað upp aftur í vetur sam­hliða meiri kulda og inni­veru fólks. Tegn­ell ótt­ast hins vegar ekki aðra stóra bylgju í Sví­þjóð. Hann segir hópsmit eiga eftir að koma upp en að þau verði von­andi stað­bund­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar