Staðan versnar í Danmörku en batnar í Svíþjóð

Fleiri ný smit greinast flesta daga í Danmörku en Svíþjóð þó sveifla sé á milli daga. Á meðan Danir hafa ákveðið að herða samkomutakmarkanir telur sóttvarnalæknir Svíþjóðar að bráðlega verði óhætt að aflétta einangrun aldraðra sem mælt hefur verið með.

Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Auglýsing

Danir frest­uðu nýverið aflétt­ingu tak­mark­ana á sam­kom­um. Þess í stað voru þær hertar á vissum svæð­um, m.a. í Kaup­manna­höfn, þar sem hröð fjölgun smit­aðra hefur átt sér stað und­an­far­ið. Staðan er nú sú að fleiri til­felli af COVID-19 grein­ast þar dag­lega en í nágranna­rík­inu Sví­þjóð sem var gagn­rýnt harð­lega í upp­hafi far­ald­urs­ins fyrir að stefna að hjarð­ó­næmi frekar en því að fletja kúr­f­una. Dan­ir, sem voru einna fyrstir í Evr­ópu til að setja á harðar sam­komu- og ferða­tak­mark­an­ir, lok­uðu landa­mær­unum að Sví­þjóð þegar útbreiðslan var þar hvað mest. Nú hefur dæmið snú­ist við.Sam­dráttur í efna­hags­lífi vegna far­ald­urs COVID-19 hefur komið illa niður á ríkjum heims en þó mis­jafn­lega mik­ið. Ef litið er til Evr­ópu hefur sam­dráttur á evru­svæð­inu í heild verið 12 pró­sent frá upp­hafi far­ald­urs­ins en í Sví­þjóð, sem hefur ekki tekið upp evru þrátt fyrir að vera í Evr­ópu­sam­band­inu, hefur sam­drátt­ur­inn numið 9 pró­sent­um. Á þessu tíma­bili hefur Sví­þjóð einnig færst frá því að vera það land þar sem far­ald­ur­inn er hvað útbreiddastur á heims­vísu í að vera í hópi örugg­ari landa.

AuglýsingAllt frá miðjum apríl hefur alvar­lega veikum sjúk­lingum fækkað sem og dauðs­föllum af völdum veiru­sýk­ing­ar­inn­ar. Þetta segja þeir sem styðja hina umdeildu „sænsku leið“ vera til marks um að rétt hafi verið að setja ekki á stífar umgengn­is­reglur milli fólks heldur treysta hinum lög­hlýðna sænska almenn­ingi til að við­hafa per­sónu­legar smit­varnir en ná sam­tímis ónæmi í sam­fé­lag­inu.Um 5.900 manns hafa dáið vegna COVID-19 í Sví­þjóð. Það skipar land­inu í ell­efta sæti á heims­vísu þegar kemur að fjölda dauðs­falla á hverja 100 þús­und íbúa. Aðeins einu sæti ofar er að finna Banda­rík­in, sem einnig hafa verið gagn­rýnd fyrir aðgerða­leysi en þó helst mis­vísandi skila­boð til fólks frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Anders Tegnell hefur þurft að svara fyrir tölvupósta sem hann sendi kollega sínum í mars þar sem hann viðraði hugmyndir um að láta ungt fólk smitast til að mynda ónæmi í samfélaginu. Mynd: EPAAnd­ers Tegn­ell, sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, hefur sagt að mik­il­vægt sé að líta til þess að nú fari smitum fækk­andi dag frá degi. Hann segir útbreitt ónæmi fyrir veirunni skýra þetta að stórum hluta að hans mati. Nýverið sagði hann í við­tali við sænska rík­is­út­varpið að ef fram haldi sem horfir verði hægt að aflétta ein­angrun aldr­aðra sem mælt hefur verið með síð­ustu vik­ur.Aðrir hafa bent á að sé það raunin hafi fórn­ar­kostn­að­ur­inn engu að síður verið gríð­ar­leg­ur. Um 9 af hverjum tíu sem lét­ust í Sví­þjóð í vetur og vor vegna COVID-19 var fólk sem var sjö­tugt eða eldra. Helm­ing­ur­inn bjó á hjúkr­un­ar­heim­ili.Staðan í Dan­mörku er allt önnur enda þar snemma í far­aldr­inum gripið til harðra aðgerða, m.a. var skólum lok­að, opin­berir starfs­menn beðnir um að vinna heima og þröngar skorður settar á ferða­lög yfir landa­mær­in. Í heild hafa 628 lát­ist vegna COVID í land­inu sem eru mun færri dauðs­föll á hverja 100 þús­und íbúa en í Sví­þjóð. Danir hafa verið grimmir í sýna­tökum og tekið hlut­falls­lega flest sýni af Norð­ur­landa­þjóð­un­um. Hafa þeir tekið 466 sýni á hverja 100 þús­und íbúa á meðan Svíar hafa tekið um 60.

Spurt verður að leikslokum

En smit­unum fjölgar nú hraðar í Dan­mörku en handan Eyr­ar­sunds­ins og því hafa stjórn­völd ákveðið að herða stað­bundið aðgerðir og m.a. hvatt opin­bera starfs­menn í Kaup­manna­höfn og í Óðins­véum til að vinna heima þar til tek­ist hafi að koma böndum á hóp­sýk­ing­ar. Frá síð­asta föstu­degi og til mánu­dags greindust 566 ný til­felli. Þá fjölg­aði sjúk­lingum með COVID-19 á sjúkra­húsum einnig úr 18-29 á sama tíma­bil­i.  Danski smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ing­ur­inn Jens Lund­gren bendir á að Dan­mörku hafi vissu­lega tek­ist betur upp heilsu­fars­lega séð en Svíum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. En spyrja verði að leikslok­um.Alls staðar eru vonir bundnar við þróun bólu­efnis gegn COVID-19. Þess er vænst að það komi jafn­vel á markað í lok þessa árs þó að ekki sé hægt að segja til um það með vissu á þess­ari stundu. Þar til bólu­efni kemur er hjarð­ó­næmi á heims­vísu mjög langt und­an­.  Þá ótt­ast sumir að far­ald­ur­inn geti blossað upp aftur í vetur sam­hliða meiri kulda og inni­veru fólks. Tegn­ell ótt­ast hins vegar ekki aðra stóra bylgju í Sví­þjóð. Hann segir hópsmit eiga eftir að koma upp en að þau verði von­andi stað­bund­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar