Mynd: 123rf.com

Hönd Icelandair fer sífellt dýpra ofan í vasa almennings

Á síðustu metrunum fyrir hlutafjárútboð Icelandair Group bættist ýmislegt við úr hendi opinberra aðila sem ætlað er að hjálpa samstæðunni að lifa af. Framlag almennings, beint og óbeint, í formi lána og mögulegra hlutabréfakaupa, hleypur á tugum milljarða króna.

Hluta­fjár­út­boð Icelandair Group fer fram í næstu viku. Þar ætlar félagið að safna að lág­marki 20 millj­örðum króna í nýtt hluta­fé, en hver hlutur verður seldur á eina krónu. Ef umfram­eft­ir­spurn skap­ast eftir hlutum verður hægt að stækka útgáf­una um þrjá millj­arða króna auk þess sem að kaup á hverjum hlut mun fylgja áskrift­ar­rétt­indi sem svara til 25 pró­sent af skrán­ingu nýrra hluta. Það þýðir að þeir sem kaupa hlut mega bæta við fjár­fest­ing­una sína á sama gengi sem nemur fjórð­ungi af upp­haf­legri fjár­fest­ingu. Verði þessi rétt­indi full­nýtt mun Icelandair Group að hámarki safna 28,75 millj­örðum króna.

Þótt íslenska rík­ið, eða almenn­ingur í land­inu, séu ekki að ger­ast beinir hlut­hafar í Icelandair Group þá hefur ansi margt verið gert und­an­farna daga, vikur og mán­uði til að liðka fyrir mögu­leikum sam­stæð­unnar til að lifa af. Þar er bæði um bein­harðar aðgerðir sem hafa fært fjár­muni úr opin­berum sjóðum til Icelandair Group en líka ýmis­legt annað sem er ætlað að hjálpa sam­stæð­unni að ná í þá fjár­muni sem hún er að leit­ast eftir að ná í.

Neyð­ar­að­gerðir rík­is­ins

Icelandair ehf., flug­rekstur sam­stæð­unn­ar, var í sér­flokki þegar kom að því að þiggja svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki. Alls fékk félagið tæp­lega 2,9 millj­arða króna til að segja upp alls 1.889 manns í slíka styrki. Því til við­bótar fengu Icelandair Hot­els, sem Icelandair Group á 25 pró­sent í, 452 millj­ónir króna í styrki til að segja upp alls 480 manns. 

Auglýsing

Þá fékk ferða­skrif­stofan Iceland Tra­vel, sem er að öllu leyti í eigu Icelandair Group, 116 millj­ónir króna. Sam­tals fóru því rúm­lega 3,4 millj­arðar króna af upp­sagn­ar­styrkj­un­um, sem sam­tals námu átta millj­örðum króna, til Icelandair Group eða tengdra aðila, eða um 43 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 

Icelandair Group var líka það ein­staka fyr­ir­tæki sem nýtti mest allra hluta­bóta­leið stjórn­valda. Í mars og apríl fengu launa­menn hjá þeim félögum sem mynda Icelanda­ir-­sam­stæð­una alls um 1,1 millj­arð króna í greiðslur frá Vinnu­mála­stofnun vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls. Icelandair Group nýtti líka leið­ina í maí en ekki hefur verið greint frá því hversu háar greiðslur Vinnu­mála­stofn­unar vegna starfs­manna sam­stæð­unnar námu þann mán­uð.

Þá gerði ríkið þjón­ustu­samn­inga við Icelandair Group á meðan að far­ald­ur­inn hefur geisað sem tryggðu sam­stæð­unni 272 millj­ónir króna í tekjur á fyrri helm­ingi yfir­stand­andi árs. 

Sölu­trygg­ing

Þann 1. sept­em­ber var greint frá því að Icelandair Group hefði náð sam­komu­lagi við rík­is­bank­ana tvo, Íslands­banka og Lands­bank­ann, um að þeir sölu­tryggðu sam­tals sex millj­arða króna í kom­andi hluta­fjár­út­boði. Hvor um sig mun sölu­tryggja þrjá millj­arða króna.

Sam­komu­lagið veltur á því að það náist að selja að lág­marki 14 millj­arða króna af nýjum hlutum í útboð­in­u. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mynd: Skjáskot/Stöð2

Á manna­máli þýðir þetta að ef það næst ekki að selja fyrir millj­arð­ana sex, eða lægri upp­hæð, þá munu rík­is­bank­arnir kaupa það sem upp á vantar svo að Icelandair Group nái að safna þeim 20 millj­örðum króna sem félagið þarf að lág­marki að ná í útboð­in­u. 

Rekstr­ar­lína ofan á gömul lán

Rík­is­bank­arnir Íslands­banki og Lands­bank­inn hafa báðir lánað Icelandair Group miklar fjár­hæð­ir. Sá fyrr­nefndi hefur lengi verið helsti við­skipta­banki flug­fé­lags­ins. Þótt heild­ar­um­fang lána hans til Icelandair Group hafi ekki verið opin­berað er ljóst að upp­hæðin hleypur á millj­örðum króna. Íslands­banki á veð í ýmsum eignum Icelandair Group, meðal ann­ars fast­eignum og flug­herm­um. 

Lands­bank­inn lán­aði Icelandair Group 80 millj­ónir dala í mars 2019 og tók veð í tíu Boeing 757 flug­vélum sam­stæð­unn­ar. Þær eru, sam­kvæmt flestum við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekkja vel til í flug­heim­in­um, mun minna virði en sem nemur þeirri upp­hæð á mark­aðnum í dag. Umreiknað í íslenskar krónur á núver­andi gengi þá er lánið um ell­efu millj­arða króna virð­i. 

Auglýsing

Til við­bótar við þessa upp­hæð þá hafa rík­is­bank­arnir tveir heitið því að leggja fram rekstr­ar­línu upp á sam­tals sjö millj­arða króna sem Icelandair Group mun geta dregið á. Íslands­banki leggur til fjóra af þeim millj­örðum króna en Lands­bank­inn þrjá. 

Rík­is­á­byrgð sam­þykkt 

Icelandair Group mun auk þess fá þrauta­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­arða króna, sem félagið getur dregið á ef allur annar pen­ingur er búinn. Íslands­banki og Lands­bank­inn munu skipta því láni á milli sín, og lána 8,25 millj­arða króna hvor ef á lín­una reyn­ir. 

Alþingi sam­þykkti svo í lok síð­ustu viku að ábyrgj­ast 90 pró­sent lána­lín­unn­ar, eða tæp­lega 15 millj­arða króna. 

Í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram sam­hliða lögum um rík­is­á­byrgð fyrir Icelandair Group sagði að rík ástæða þurfi að liggja á bak­við aðgerð eins og þeirri að veita fyr­ir­tæki rík­is­á­byrgð, sem sé í senn veru­leg að fjár­hags­legu umfangi og afar sér­tæk. „Það leiðir af land­fræði­legri stöðu Íslands að nauð­syn ber til að tryggja traustar og sam­felldar sam­göngur fyrir vöru- og fólks­flutn­inga. Þá hefur vægi ferða­þjón­ustu í þjóð­ar­bú­skapn­um, þar sem starf­semi Icelandair hefur algjöra grund­vall­ar­þýð­ingu, vaxið óðfluga á síð­ustu árum. Umfang far­þega­flutn­inga á vegum félags­ins hefur skapað mik­il­vægan grund­völl fyrir vöxt og við­gang allra ann­arra greina ferða­þjón­ust­unn­ar. Því má segja að um sé að tefla veru­lega almenna sam­fé­lags­lega hags­muni, ásamt mjög umtals­verðum beinum fjár­hags­legum hags­munum á fjölda launa­manna og fyr­ir­tækja.“

Heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að kaupa afleiður auknar

Þann 3. sept­em­ber lagði meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis fram frum­varp fyrir til­stuðlan og í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Í frum­varp­inu fólst að breyta lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða þannig að þeim væri gert kleift að taka þátt í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group,­sam­kvæmt þeim for­sendum sem settar eru fyrir því útboði.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ákvað að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna.
mynd: Bára Huld Beck

Breyt­ingin felur í sér að heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í afleiðum eru aukn­ar. Ástæðan er sú að sam­kvæmt áformum Icelandair Group á að fylgja hverjum seldum hlut í hluta­fjár­út­boð­inu áskrift­ar­rétt­indi sem svara til 25 pró­sent af skrán­ingu nýrra hluta. Þar sem slík áskrift­ar­rétt­indi kunna að telj­ast afleiður í skiln­ingi laga um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða, og heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í afleiðum voru háðar því skil­yrði að þær dragi úr áhættu sjóðs. Því þótti meiri­hluta þing­nefnd­ar­inn­ar, sem er leidd af Óla Birni Kára­syni þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks, að það væri mik­il­vægt að „gera þá laga­breyt­ingu sem frum­varp þetta kveður á um áður en fram­an­greint hluta­fjár­út­boð fer fram.“

Engin vafi var á því að þessi laga­breyt­ing, sem kom skyndi­lega inn í þingið degi áður en hinum svo­kall­aða þing­stubbi lauk í síð­ustu viku, er ein­ungis til þess fall­inn að liðka fyrir þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í útboði Icelanda­ir. 

Frum­varpið var sam­þykkt tæpum sól­ar­hring eftir að mælt var fyrir því. 

Líf­eyr­is­sjóðir þurfa að kaupa

Líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings eru þeir fjár­festar sem horft er til að kaupa stærstan hluta þess hluta­fjár sem Icelandair Group þarf að afla sér. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á fjóra stærstu sjóði lands­ins að taka þátt. Þeir eru Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Gildi og Birta. Stjórn­ar­menn þess­arra sjóða hafa fylgt helstu stjórn­endum þeirra á kynn­ing­ar­fundi vegna vænt­an­legs hluta­fjár­út­boðs Icelandair Group, sem er afar óvenju­legt og sýnir hversu mik­ill titr­ingur er vegna máls­ins. 

Auglýsing

Taki þessir fjórir þátt er talið lík­legra að aðrir smærri sjóðir geri það líka, og að sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem ávaxta meðal ann­ars óbeint fé líf­eyr­is­sjóða, geti tekið góðan skerf af aukn­ing­unni lík­a. 

Ára­tugur er síðan að Icelandair fór síð­ast í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu og á því tíma­bili hefur ávöxtun sjóð­anna ekki verið beys­in. Tveir þeirra hafa raunar tapað veru­lega á þeirri fjár­fest­ingu, líkt og Kjarn­inn greindi frá nýver­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar