Aðsend Illviðri 1991
Aðsend

Fárviðri suðvestanlands – við hverju má búast?

Illviðrið sem gekk yfir Suðvesturland í febrúar árið 1991 og olli gríðarlegu tjóni á höfuðborgarsvæðinu kom að óvörum því ekki hafði tekist að spá fyrir um hversu svakalegt það yrði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um hamfaraveðrið og bendir á að mörg ný hverfi hafa ekki enn orðið fyrir þeirri vindáraun sem mest getur orðið.

Í fyrri umfjöllun um ill­viðri suð­vest­an­lands, sem birt var í Kjarn­anum 14. febr­ú­ar, var sjónum beint að svoköll­uðu Engi­hjalla­veðri sem olli miklu foktjóni 16. febr­úar 1981. Tíu árum seinna gerði áþekkt fár­viðri 3. febr­úar 1991. Eigna­tjón í því veðri var meira ef eitt­hvað var. Ekk­ert þeirra óveðra á síð­ari árum suð­vest­an­lands kom­ast í hálf­kvisti við þessi tvö. Litlu mátti þó muna í ill­viðri 14. mars 2015. Sú lægð var áþekk, reyndar ekki eins djúp. Leið hennar lá einnig fyrir vestan land. 

Mun­ur­inn var hins vegar sá að miðjan var lengra frá landi og þar með mesta vindröstin. Samt hlut­ust af tals­verðir fokskaðar og hund­ruð tjóna til­kynnt. 10 mín­útna með­al­vindur mæld­ist mestur á Reykja­vík­ur­flug­velli í 31,7 m/s sam­an­borið við 40,7 m/s árið 1991. Sá sam­an­burður er kannski ekki sann­gjarn því vind­mælir­inn var áður í heldur meiri hæð. Hann var líka af annarri gerð og átti það jafn­framt til að ofmeta vind­inn lítið eitt. Sam­an­burður mæl­inga er því ekki eins ein­faldur og ætla mætti, jafn­vel þótt mælt sé á sama stað.



Auglýsing

Hvell­ur­inn sunnu­dag­inn 3. febr­úar 1991 er mörgum afar eft­ir­minni­leg­ur. Sjálfur var ég úti í Nor­egi að klára veð­ur­fræði­námið þennan vet­ur, en fylgd­ist með beinni frétta­út­send­ingu útvarps með sér­stöku stutt­bylgju­tæki. Mynd­skeiðið fræga af bílnum sem tókst á loft við bens­ín­dæl­una í Kefla­vík var síðan sýnt í norsku frétt­unum dag­inn eft­ir. Krist­ján Már Unn­ars­son, sem kalla má með réttu ham­fara­f­rétta­mann Íslands, var heima hjá sér í blokk í Háleit­is­hverf­inu. Hann hélt að glugg­a­rnir áveð­urs færu og sagð­ist aldrei hafa skynjað jafn áþreif­an­lega afl vinds­ins. Klár­lega mesta ógn af veðri sem hann man eftir inni í borg eins og hann orð­aði það.



List­inn yfir tjón er langur og í rann­sókn á foksköðum á vegum Rann­sókn­ar­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins var áætlað að fár­viðrið hefði valdið tjóni á 4.550 hús­eign­um, frá Eyja­fjöll­um, vestur og norður um allt austur á Bakka­fjörð. Gríð­ar­legt tjón var á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hvað mesta athygli vakti útvarpsmastrið á Vatns­enda­hæð sem féll í veðr­inu. Þar með rofn­uðu lang­bylgju­út­send­ingar á ögur­stundu. Trausti Jóns­son veð­ur­fræð­ingur hefur tekið saman langan lista ásamt grein­ar­góðri umfjöllun um óveðr­ið.



Forsíða Tímans 5. febrúar árið 1991.

Lægðin var um 940 hPa þegar hún var hvað dýpst hér við land­ið. End­ur­grein­ing ERA5 segir 942,0 hPa kl. 12 og er það í góðu sam­ræmi við mældan loft­þrýst­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þar fór lægð­ar­miðjan yfir skömmu og á eftir suð­austan ofsa­veðr­inu um morg­un­inn datt því allt í dúna­logn um stund. Sann­kallað svika­logn því röstin með suð­vestan átt sunnan lægð­ar­miðj­unnar var ekki umflúin og með henni varð veð­ur­ham­urinn hvað verstur sam­fara lægð­inni. Hvergi mæld­ist meiri vindur en á Stór­höfða, 56,6 m/s (10 mín vind­ur), sem þá var mesta mælda veð­ur­hæð á land­inu. Á kort­inu er sýndur vind­hraði í 850 hPa þrýstiflet­in­um, en hann gefur all­góða vís­bend­ingu hvers megi vænta nær jörðu. End­ur­grein­ingin gefur til kynna um og yfir 50 m/s og fyrr um morg­un­inn mátti sjá 60-80 m/s undan Suð­ur­landi, en það er fáheyrður vindur í þess­ari hæð. Veðr­inu var illa spáð og kom því að óvör­um. Tölvu­spár náðu ekki dýpkun lægðar­inn­ar, en veð­ur­fræð­ingar spáðu eins vel og kostur var eins og það var orðað í Morg­un­blað­inu.



Mat á tjóni



For­síður blað­anna voru slá­andi. Álitið var að tjónið hefði á þávirði numið meira en einum millj­arði króna og þá var lang­bylgjumastrið ekki talið með. Margir voru ótryggðir en trygg­ing­ar­fé­lögin urðu líka fyrir þungu höggi. Hús­eig­enda­trygg­ing eða fast­eigna­trygg­ing bættu tjónið að miklu leyti. Nokkru seinna gerði Tómas Jóhann­es­son á Veð­ur­stof­unni sam­an­burð á sköðum vegna nátt­úru­ham­fara hér á landi. Í þeirri sam­an­tekt var álitið að foktjón af völdum veð­urs­ins 3. febr­úar hefði sam­svarað um 0,3% af vergri lands­fram­leiðslu. Svipað og metið eigna­tjón af völdum fyrri Suð­ur­lands­skjálft­anna árið 2000. Sé þessi tala heim­færð til lands­fram­leiðslu 2019 sam­svarar hún um 9 millj­örðum króna. Mætti því ætla að vænt eigna­tjón af slíkum veð­urofsa nú gæti orðið af stærð­argráðunni 10 millj­arð­ar, einna mest í þétt­býl­inu suð­vest­an­lands. Slíkt mat er auð­vitað háð mik­illi óvissu.



Engu að síður hafa orðið gríð­ar­legar breyt­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá 1991. Íbúum suð­vest­an­lands, frá Suð­ur­nesjum til Akra­ness, hefur þannig fjölgað um 100 þús­und á þessum tæpu 30 árum. Fjöl­mörg ný hverfi hafa risið og sum þeirra liggja hærra í land­inu þar sem við vitum vel að stormar herja af heldur meiri krafti. Í því sam­bandi má nefna að öll byggðin í Kópa­vogi austan Reykja­nes­brautar og upp undir Elliða­vatn hefur orðið til síðan þá. Sama má segja um norð­ur­hluta Graf­ar­vogs, Norð­linga­holt og Graf­ar­holt. Úlf­arsár­dal og mörg hverfi í Mos­fellsbæ sem og Áslandið og Vell­irnir í Hafn­ar­firði. Og þannig mætti áfram telja. 

Færa má rök fyrir því að mann­virki þess­ara hverfa hafi ekki enn orðið fyrir þeirri vind­áraun sem mest getur orð­ið. Í nýju byggð­unum eru 4 til 10 hæða fjöl­býl­is­hús nokkuð algeng og reyndar sum tals­vert hærri. Margar þess­ara blokka standa hátt og teygja sig upp í röstina sem blæs af meiri styrk eftir því sem ofar er far­ið. Eðli­lega taka þau á sig meiri vind en lægri hús.



Lægðin var um 940 hPa þegar hún var hvað dýpst hér við landið. Endurgreining ERA5 segir 942,0 hPa kl. 12 og er það í góðu samræmi við mældan loftþrýsting á Keflavíkurflugvelli.

Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hús, klæðn­ingar og þök séu hönnuð til að stand­ast mestu storma, en ýmis­legt í frá­gangi á seinni árum er vekur manni samt ákveð­inn ugg. Til dæmis lausu svala­lok­an­irnar og sól­stof­urnar sem sjá má víða og ekki síður þá tísku í arki­tektúr sem hér hefur rutt sér til rúms að klæða þök með lausum efn­um. Sjá má á þökum nýbygg­inga tún­þökur eða hell­ur. Eflaust er frá­gangur þess­ara útlits­klæðn­inga mis­jafn. 

Frægt var þegar Veð­ur­stofu­húsið á Bústaða­veg­inum var tekið í notkun gekk um það leyti yfir felli­bylja­lægðin Ellen snemma hausts­ins 1973. Möl hafði verið komið fyrir undir lausa tré­palla þar sem gengið er út til veð­ur­at­hug­ana á 3. hæð. Eldri starfs­menn sögðu mér að pall­arnir hefðu dansað til og frá og mölin sóp­að­ist öll í burtu í veð­urofs­an­um. Eðli­lega var hún aldrei end­ur­nýj­uð.



Mesti vindhraði sem mælst hefur sagði m.a. í frétt Morgunblaðsins.

Við hverju má búast?



Hönn­un­ar­við­mið mann­virkja suð­vest­an­lands sam­kvæmt staðli í þjóð­ar­skjali eins og það er kall­að, er 36 m/s. Gildið sam­svarar áætl­uðum 50 ára end­ur­komu­tíma 10 mín­útna vinds í 10 metra hæð yfir til­tölu­lega flötu landi. End­ur­komu­tími vinds hefur verið reikn­aður en sam­an­burður vind­mæl­inga yfir lengra tíma­bil er langt frá því að vera ein­faldur í Reykja­vík af ýmsum ástæð­um. M.a. hefur ekki gert fár­viðri í Reykja­vík eftir að vind­mæla­væð­ing hófst fyrir alvöru um og upp úr 1995. 

Hólms­heiði austan Reykja­víkur gefur hins vegar ágæta mynd af ótrufl­uðum vindi. Þar hefur verið mælt í um 15 ár. Guð­rún Nína Pet­er­sen ofl. gerðu útreikn­ing 50 ára end­ur­komu­tíma vinds þar (Kort­lagn­ing aftaka­vinda á Suð­vest­ur­landi – fyrstu skref, 2017). Fleiri hafa lagt hönd á plóg­inn, s.s. Jónas Þór Snæ­björns­son vind­verk­fræð­ing­ur. Nið­ur­staða þeirra er að 50 ára mesta vind megi áætla þar á bil­inu 38,5 – 40,0 m/s. En verstu óveðrin sem hér er fjallað um urðu áður en farið var að mæla vind á Hólms­heið­inni. Reikn­ing­arnir hafa samt ákveðið for­spár­gildi.



Ný byggð á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1991.


Með réttu má samt segja að fjögur fár­viðri hafi orðið í Reykja­vík á um 80 árum og eru þau í talin upp í töflu hér að neðan ásamt hæsta mælda með­al­vindi, oft­ast á Reykja­vík­ur­flug­velli. Talan frá 1981 er úr mæli­reit Veð­ur­stofu Íslands við Bústaða­veg. Taflan gæti hugs­an­lega verið lengri, sér­stak­lega ef við horfum til óveðra sem eru meira stað­bundin eða afmörkuð á ein­hvern hátt. Höfða­torgs­veðrið með norðan hvelli 2. nóv­em­ber 2012 er dæmi um slíkt. Það var stað­bund­ið. Ekki er óhugs­andi að fár­viðri með miklu tjóni suð­vest­an­lands verði á bil­inu 3 til 6 á 100 árum. Fá má betra mat með því að leggj­ast skipu­lega yfir þessi mál.

Tafla: Einar SveinbjörnssonEn fyrr en seinna hittir okkur illa fyrir ein af þessum skæð­ustu ill­viðr­is­lægð­un­um. Þá er viss­ara að þekkja vel ein­kennin og við hverju megi búast. Nákvæmar spár geta vit­an­lega auð­veldað allt við­bragð. Í dag er áætlað að ríf­lega helm­ingur íbúð­ar­hús­næðis sé tryggt fyrir foktjóni en ekki nema um fjórð­ungur atvinnu­hús­næð­is. Til þess eru líka bóta­sjóðir trygg­inga­fé­lag­anna, að mæta meiri­háttar og víð­tækum skaða sem verstu óveður geta valdið á tryggðum eigum manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit