Skjáskot: RÚV Flóttafólk flutt úr landi nóvember 2022
Skjáskot: RÚV

41 lögreglumaður flaug með fimmtán manneskjur úr landi

Það er Ríkislögreglustjóri sem ákveður hvenær og hvernig brottvísun hælisleitenda frá landinu er framkvæmd, segir Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Verkbeiðnin kom frá Útlendingastofnun, segir lögreglan. Áleitnar spurningar hafa vaknað um hvers vegna hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd var vísað frá landinu með miklum tilkostnaði á sama tíma og kærunefnd útlendingamála er með beiðnir um endurupptökur verndarmála margra þeirra til skoðunar. Fólks frá Afganistan. Írak. Palestínu. Löndum þar sem sannarlega eru átök og umrót. Öryggi þeirra ógnað.

Lög­reglu­menn að leita að fólki á heim­ilum og á sam­komu­stöð­um. Hand­tök­ur. Gæslu­varð­hald. Fólk hand­járn­að. Símar þess tekn­ir. Rútur með dregið fyrir glugga og skær ljós til að blinda fjöl­miðla­menn. Já, og far­þega­þota tekin á leigu til að fljúga með fimmtán mann­eskjur til Aþenu í fylgd 41 lög­reglu­manns. Þar voru þær skildar eftir á flug­vell­in­um, að minnsta kosti í ein­hverjum til­fellum án þess að hafa fengið að taka með sér föt til skipt­anna eða nokkuð ann­að.

Með miklum, skipu­lögðum og kostn­að­ar­sömum aðgerðum stjórn­valda var fólk sem hingað hefur komið í leit að alþjóð­legri vernd flutt með valdi úr landi aðfara­nótt fimmtu­dags. Fólkið á, eftir því sem Kjarn­inn kemst næst, það sam­eig­in­legt að hafa dvalið hér í langan tíma, jafn­vel tvö ár, en fengið þá nið­ur­stöðu í kerf­inu að hér fái það ekki að vera á þeirri for­sendu að það hafi áður hlotið hæli í Grikk­landi. Í landi sem er legu sinnar vegna fyrsti við­komu­staður fólks á flótta undan átök­um, ofsókn­um, áhrifum lofts­lags­ham­fara af manna­völdum og í leit að betra lífi. Sæmi­legri lífs­kjör­um. Vinnu. Friði.

Ekk­ert af þessu er tryggt í Grikk­landi, þar á flótta­fólk undir högg að sækja, enda þrá flestir á flótta að fara þaðan og til ann­arra Evr­ópu­landa. Sumt endar flótt­ann á Íslandi. Eða von­ast að minnsta kosti til þess að hann endi hér. En þar sem þau hafa neyðst til að þiggja hæli í Grikk­landi, sem stjórn­völd hér skil­greina sem öruggt land þrátt fyrir ábend­ingar fjöl­margra mann­úð­ar­sam­taka um allt ann­að, eru þau oft­ast send til baka.

Þannig eru lög­in, þannig eru regl­urn­ar, sem íslensk stjórn­völd hafa sett og segj­ast verða að fara eft­ir. Hins vegar hafa í gegnum tíð­ina verið veittar und­an­þágur frá þessum reglum í ákveðnum mál­um, t.d. ef aðstæður fólks, bak­grunnur eða staða, eru með sér­stökum hætti. Ef afgreiðsla mála þeirra hefur til að mynda taf­ist af ein­hverjum ástæð­um.

For­dæmið

Fólkið sem vísað var frá Íslandi á fimmtu­dags­nótt­ina er í sér­stakri stöðu. Það hefur vissu­lega fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu í sínar umsóknir um vernd, en er margt hvert í sam­bæri­legri stöðu og ungur Palest­ínu­maður sem fór með mál sitt fyrir dóm­stóla og hafði sigur í því gegn íslenska rík­inu.

Hann hafði fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu í sitt vernd­ar­mál en ekki var hægt að vísa honum frá land­inu er hún lá fyrir vegna tak­mark­ana sem settar voru á í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Grísk stjórn­völd tóku ekki við „end­ur­send­ing­um“, líkt og það er oft orð­að, við þær hættu­legu aðstæður sem voru uppi.

Yfir­völd á Íslandi sögðu hann og aðra hæl­is­leit­endur sem svo var ástatt fyrir hins vegar hafa tafið mál sín vilj­andi, m.a. með því að neita að und­ir­gang­ast COVID-­próf, sem var um tíma for­senda þess að mega fara á milli landa.

Þessum ásök­unum vís­aði Palest­ínu­mað­ur­inn ungi á bug, kærði rík­ið, og tók dóm­ari undir með hon­um: Stjórn­völdum var óheim­ilt að synja honum um end­ur­upp­töku máls­ins vegna ásak­ana um taf­ir.

Hæl­is­leit­endur sem dvalið hafa hér á landi í tólf mán­uði eða leng­ur, af hvaða ástæðum sem það svo sem er, eiga almennt rétt á slíkri end­ur­upp­töku. Það þýðir ekki að þeir fái hér sjálf­krafa skjól, en það eykur líkur á því.

Eftir svo langa dvöl hefur fólk tengst sam­fé­lag­inu. Hafið skóla­göngu. Fengið fasta vinnu. Slíkt átti við um fólkið í hópnum sem fluttur var með valdi úr land­inu í vik­unni.

Og það er þessi nýlega fallni dómur sem flótta­fólkið sem hér hefur verið lengi taldi for­dæm­is­gef­andi. Þess vegna bað margt þeirra, að minnsta kosti rúm­lega þrjá­tíu manns, um að mál þess yrðu end­ur­upp­tekin á sömu for­sendum og mál unga Palest­ínu­manns­ins.

Báðu um frest

Beiðnir þeirra voru sendar til kæru­nefndar útlend­inga­mála strax í kjöl­far dóms­ins. Að sama skapi voru sendar beiðnir til Útlend­inga­stofn­unar og stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra að fram­kvæmd frá­vís­ana yrði frestað þar til nefndin hefði fjallað um beiðn­irn­ar. Lög­menn fólks­ins fengu engin svör við þeim beiðn­um. Fyrr en á fimmtu­dag. Nokkrum klukku­stundum áður en fólkið var sett upp í flug­vél, margt hvert í fjötrum, og sent úr landi.

Útlend­inga­stofnun ákvað að fram­kvæmd frá­vís­unar yrði aðeins frestað í til­viki tveggja ein­stak­linga. Ekki var vilji til að slíkt hið sama myndi gilda um alla hina sem telja sig í svip­aðri stöðu og unga Palest­ínu­mann­inn. Jafn­vel þótt lík­lega sé það aðeins daga­spurs­mál hvenær kæru­nefndin skilar nið­ur­stöðu í end­ur­upp­töku­beiðnum þeirra. „Það tapar eng­inn á því að bíða,“ sagði Magnús Norð­da­hl, lög­maður margra úr hópn­um, við Kjarn­ann á mið­viku­dag er þrír skjól­stæð­ingar hans, sem flytja átti úr landi, höfðu verið hand­teknir og settir í gæslu­varð­hald í fang­els­inu á Hólms­heiði.

En stjórn­völd vildu ekki bíða.

Fjöl­margar spurn­ingar

Allt frá því að greint var frá því í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum að verið væri að flytja fólk með valdi út af heim­ilum sínum og til Kefla­vík­ur­flug­vallar hefur Kjarn­inn unnið að því að fá svör frá stjórn­völdum við þeim fjöl­mörgu spurn­ingum sem hafa vakn­að. Um lög­reglu­að­gerð­irnar og tíma­setn­ingu þeirra. Hvers vegna málið þoldi enga bið, hvers vegna fólki sem hér hefur dvalið lengur en í tólf mán­uði var vísað á brott áður en kæru­nefndin fjall­aði um beiðnir þess um end­ur­upp­töku.

Hvers vegna núna?

Og hver er kostn­að­ur­inn sem fellur á ríkið af þess­ari umfangs­miklu aðgerð? Hver ákvað að ljós yrðu notuð á Kefla­vík­ur­flug­velli til að blinda fjöl­miðla­menn sem voru að vinna vinn­una sína? Var það lög­reglan, eins og ISA­VIA heldur fram, eða er það málum bland­ið, líkt og rík­is­lög­reglu­stjóri virð­ist vera að meina með óskýru orða­lagi í til­kynn­ingu um mál­ið?

Flóttafólk sefur á götum úti í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
EPA

Skemmst er frá því að segja að Kjarn­anum hefur ekki tek­ist að fá svör við öllum sínum spurn­ing­um. Kæru­nefnd útlend­inga­mála, Útlend­inga­stofnun og Rík­is­lög­reglu­stjóri hafa þó sent skrif­leg svör, þau er mörg hver stofn­ana­leg og eru engan veg­inn tæm­andi. Vekja oft enn fleiri spurn­ing­ar.

Voru símar teknir af fólk­inu?

„Já, símar voru teknir af fólki til að tryggja örygg­i,“ segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra.

Var fólk í hópnum hand­járn­að?

„Það voru aðilar sem fylgt var til Grikk­lands sem voru í hand­járnum um tíma, mis­lang­an. Hand­járnum er beitt til þess að tryggja öryggi fólks, sem og ann­arra en ekki lengur en þörf kref­ur. Vald­beit­ing getur verið nauð­syn­leg þegar flytja á fólk gegn vilja þess en mark­mið lög­reglu er koma fólki með sem öruggustum hætti á áfanga­stað.“

Var fólk­inu boðið að hafa sam­band við lög­mann eða annan stuðn­ings­að­ila?

„Það er í verk­lagi stoð­deildar að ein­stak­lingar fá að láta vita af sér og einnig tala við lög­mann. Ein­stak­ling­ur­inn sem þarf að styðj­ast við hjóla­stól fékk að tala við rétt­inda­gæslu­mann fatl­aðs fólks, sinn tals­mann sím­leið­is, sem og lög­mann. Lög­menn fá ekki að fylgja sínum skjól­stæð­ingum í fylgd úr landi en skýrt var af hálfu stoð­deildar að aðilar áttu rétt á að fá að tala við sína lög­menn.“

Áður en lengra er haldið skal tekið fram að fólkið sem var flutt af landi brott á fimmtu­dags­nótt­ina sætir frá­vísun en ekki brott­vísun en á þessu tvennu er skil­grein­ing­ar­mun­ur. Sá sem sætir frá­vísun fer ekki sam­hliða í end­ur­komu­bann. Sé umsókn mann­eskju um alþjóð­lega vernd ber­sýni­lega til­hæfu­laus að mati stjórn­valda getur við­kom­andi hins vegar verið brott­vísað og þarf þá að sæta end­ur­komu­banni. Það er að segja: Hann getur ekki komið aftur til lands­ins innan tveggja ára eða lengur eftir atvik­um. Sú ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar er kær­an­leg.

Beiðn­irnar enn í vinnslu

End­ur­komu­bannið breytir því hins vegar ekki því að fái við­kom­andi mál sitt end­ur­upp­tekið og í kjöl­farið þá nið­ur­stöðu að það skuli tekið til efn­is­með­ferð­ar, honum veitt alþjóð­leg vernd eða dval­ar­leyfi hér á landi, getur hann snúið aft­ur. „Ef nið­ur­staða end­ur­upp­töku­beiðni er jákvæð þá eru fyrri ákvarð­anir í mál­inu felldar úr gildi þannig að end­ur­komu­bann sem slíkt hefur ekki áhrif á nið­ur­stöð­una,“ segir í skrif­legu svari Þor­steins Gunn­ars­son­ar, for­manns kæru­nefndar útlend­inga­mála, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Það er því ekki þannig að með flutn­ingi fólks­ins úr landi nú, fólki sem var frá­vísað en ekki brott­vís­að, falli beiðni þeirra um end­ur­upp­töku niður hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. Þeim verður svarað með úrskurði frá nefnd­inni, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Þor­steins. Tekið skal fram að hann getur ekki tjáð sig um ein­stök mál heldur aðeins almennt.

„Hafi kær­andi lagt fram beiðni um end­ur­upp­töku eftir að hafa fengið synjun á umsókn sinni og þar af leið­andi frá­vísun eða eftir atvikum brott­vísun og end­ur­komu­bann þá er afstaða tekin til end­ur­upp­töku­beiðn­innar þrátt fyrir að við­kom­andi hafi verið fluttur til við­töku­ríkis eða heima­rík­is,” segir hann.

Það er ekkert sem bannar einstaklingum í þeirri stöðu að koma aftur til landsins.
Starfsmenn ISAVIA beindu skærum ljósum að fréttamönnum til að koma í veg fyrir að þeir gætu fylgst með aðgerðum lögreglu á Keflavíkurflugvelli.
Skjáskot: RÚV

Hag­nýt atriði varð­andi það að snúa til baka geta að sögn Þor­steins verið leyst með sam­starfi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Þau sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í öðru aðild­ar­ríki Schen­gen-­sam­starfs­ins þá hafa þeir ferða­heim­ild innan Schen­gen-­ríkj­anna, þar með talið til Íslands.

Íris Krist­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vernd­ar­sviðs Útlend­inga­stofn­unar segir við Kjarn­ann að þar sem end­ur­komu­bann fylgi ekki frá­vísun sé „ekk­ert sem bannar ein­stak­lingum í þeirri stöðu að koma aftur til lands­ins að því gefnu að reglur um ferða­frelsi innan Schengen ríkj­anna sé virt.“

Útrunnin leyfi og skil­ríki

En málið er ekki svo ein­falt ef þú ert flótta­mað­ur. Í fyrsta lagi liggur í augum uppi að fæstir hafa efni á að fljúga hingað aft­ur. Dæmi eru um að fólk sé árum saman að safna sér fyrir flug­miða. Þannig að með end­ur­send­ingu til Grikk­lands, þar sem fólkið er komið með hæli eða vernd, og fær því ekki fjár­stuðn­ing líkt og þeir sem slíks leita, fær mjög ólík­lega atvinnu miðað við reynsl­una almennt hingað til, hafa stjórn­völd búið svo um hnúta að ólík­legt er að fólk geti snúið aft­ur.

Í öðru lagi þá fá flótta­menn í Grikk­landi útgefin ferða­skil­ríki með tak­mörk­un­um. Þau eru ekki eins og fag­ur­bláu vega­bréfin okkar sem opna heim­inn að mestu upp á gátt. Þau gilda í stuttan tíma í einu og eru í til­fellum fólks­ins sem vísað var frá land­inu í vik­unni að öllum lík­indum útrunnin enda fólkið dvalið hér á landi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í jafn­vel tvö ár eða leng­ur. Og að sækja um ný ferða­skil­ríki er tíma­frekt ferli.

Þá er enn fremur lík­legt að dval­ar­leyfi þeirra í Grikk­landi sé útrunn­ið. Og að sækja um það að nýju er einnig tíma­frekt.

Þannig að sam­an­tek­ið: Jú, þar sem fólk­inu er frá­vísað en ekki sett í end­ur­komu­bann er því frjálst að koma hingað aft­ur. En getur það oft ekki.

Um þrjár vikur eru liðnar síðan að í það minnsta stærstur hluti hóps­ins lagði inn beiðni um end­ur­upp­töku til kæru­nefnd­ar­inn­ar.

21 dag­ur.

Að sögn Þor­steins, for­manns kæru­nefnd­ar, var með­al­máls­með­ferð­ar­tími í málum sem varða end­ur­upp­töku fyrir nefnd­inni fyrstu níu mán­uði þessa árs 44 dag­ar. Það má því ætla að nið­ur­stöður í málum fólks­ins muni liggja fyrir eftir um það bil þrjár vik­ur.

Í til­felli íra­skrar fjöl­skyldu sem vísað var frá land­inu í lög­reglu­fylgd í gær, er aðal­með­ferð í máli fatl­aðs manns sem henni til­heyrir gegn íslenska rík­inu á dag­skrá hér­aðs­dóms eftir þrettán daga. Hann getur því ekki verið við­staddur hana og skýrt mál sitt.

Af hverju var ekki hægt að bíða með fram­kvæmd frá­vís­ananna?

Því getur kæru­nefndin ekki svarað og Kjarn­inn hefur ekki feng­ið, enn sem komið er, skýr svör við því frá öðrum stofn­un­um. Því það er í þessu máli eins og svo mörgum að ýmist vilja stofn­anir ekki tjá sig nema mjög almennt með vísun í lög og reglu­gerðir eða vísa hver á aðra.

Það væri nú það minnsta sem við gátum gert, að leyfa honum að hafa helvítis stólinn með sér.

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­morgun um aðgerðir sín­ar. Í þeirri til­kynn­ingu var aðeins að finna svör við fáum þeirra spurn­inga sem brenna á almenn­ingi. Fyr­ir­sögn hennar var: Vegna fylgdar til Grikk­lands.

Í henni kom fram að aðgerð­irnar hefðu verið í und­ir­bún­ingi í rúm­lega mán­uð. Til hafi staðið að „fylgja“ 28 manns til Grikk­lands en þrettán ein­stak­lingar „fund­ust ekki þegar þeirra var leit­að“. Einnig sagði að engin börn hefðu verið í flug­inu og að hjóla­stóll hefði fylgt fatl­aða Írak­anum til áfanga­stað­ar.

Þar sem ekki kom fram var hvaða hjóla­stóll fylgdi hon­um. Og að hleðslu­tæki til að hlaða raf­hlöðu stóls­ins, hefði ekki verið tekið með.

Hel­vítis stól­inn

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sem hefur talað fyrir hert­ari útlend­inga­lög­gjöf, m.a. viðrað hug­myndir um lok­aðar flótta­manna­búð­ir, var spurður út í þennan þátt aðgerða lög­reglu í útvarps­þætt­inum Reykja­vík síð­degis í fyrra­dag. „Það fylgdi honum svo raf­magns­hjóla­stóll til Grikk­lands sem svo varð eftir þar,“ sagði ráð­herr­ann.

Takið eft­ir: Raf­magns­hjóla­stóll. Ekki „stóll­inn“, með ákveðnum greini. Því ungi, fatl­aði Írak­inn, Hussein Hassa­in, hafði fengið að láni hér á landi hjóla­stól sem hent­aði hans þörfum sér­stak­lega. Sá stóll fór hvergi og er enn á íslenskri grundu. „Ég tala nú ekki um ef þú átt að fara að búa á göt­unni í Grikk­landi, þá þarftu að minnsta kosti að eiga góðan hjóla­stól,“ sagði Anna Lára Stein­dal, verk­efna­stjóri Þroska­hjálp­ar, við RÚV í morgun „Það væri nú það minnsta sem við gátum gert, að leyfa honum að hafa hel­vítis stól­inn með sér.“

Yasameen Hussi­en, systir Hussein, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í fyrra­dag að hleðslu­tæki hefði ekki fylgt raf­magns­hjóla­stólnum sem fór með til Grikk­lands. „Þegar hleðslan klár­ast þá vitum við ekki hvað við eigum að ger­a,“ sagði hún. „Hussein er mjög þreyttur og hefur ekk­ert borðað frá því að honum var vísað frá Ísland­i,“ bætti hún við.

Lögreglumenn tóku Hussein Hussien úr hjólastólnum og báru hann inn í bíl.
Skjáskot: Sema Erla

Lög­reglan og dóms­mála­ráð­herra hafa ítrekað sagt að fólk­inu hafi verið gef­inn kostur á að yfir­gefa landið sjálf­vilj­ugt og án lög­reglu­fylgd­ar. „Ef umsækj­andi er met­inn ósam­vinnu­þýður eða hættu­legur hefur lög­regla vald­heim­ildir til að tryggja að lög­reglu­fylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi við­kom­andi og almenn­ings í fram­kvæmd­inn­i,“ sagði í til­kynn­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra í fyrra­dag. „Vald­heim­ildum er ekki beitt nema nauð­syn þyki til.“

Miðað við myndir og mynd­bönd sem birt hafa verið af fólki sem sá til aðferða lög­reglu var valdi beitt. Fólk var hand­tek­ið, það hafa lög­menn stað­fest, og það fjötrað, að því er Yasameen lýsti m.a. í sam­tali við Kjarn­ann er hún var komin til Grikk­lands. Það hefur emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra líkt og fyrr greinir stað­fest.

En hver ákvað hvað og hvenær? Hver ákvað hverjum skyldi vísað úr landi og af hverju núna?

Það er á valdi lög­regl­unnar að ákveða hvenær og hvernig frá­vís­unum fólks er hátt­að, líkt og Íris, sviðs­stjóri hjá Útlend­inga­stofn­un, bendir á í sínum svörum við spurn­ingum Kjarn­ans. „Hvað spurn­ingar þínar varðar er lúta að fram­kvæmd flutn­ings­ins vísar stofn­unin á Rík­is­lög­reglu­stjóra. Stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ann­ast fram­kvæmd frá­vís­ana og brott­vís­ana úr landi og skipu­leggur allar slíkar aðgerð­ir. Það er á for­ræði stoð­deildar að ákvarða ferða­leiðir og tíma­setn­ingu slíkra flutn­inga úr land­i.“

End­ur­upp­töku­beiðnir vegna að minnsta kosti margra, ef ekki allra, í þessum hópi hafa verið sendar kæru­nefnd útlend­inga­mála fyrir um þremur vik­um. Hvers vegna var ákveðið að vísa því fólki úr landi áður en að nefndin hefur kom­ist að nið­ur­stöðu?

Íris Kristinsdóttir.

„Beiðni um end­ur­upp­töku frestar ekki rétt­ar­á­hrifum frá­vís­unar frá land­i,“ segir ein­fald­lega í svari Írisar. „Í málum sem þessum þá liggur fyrir end­an­leg nið­ur­staða stjórn­valda um frá­vísun frá landi og því verður fram­kvæmd­ar­beiðni í slíkum málum ekki aft­ur­kölluð nema það liggi fyrir úrskurður frá kæru­nefnd útlend­inga­mála sem mælir fyrir um breytta stöðu við­kom­andi hér á land­i.“

Kjarn­inn bað um frek­ari svör hvað þetta atriði varð­ar.

Hvers vegna var ákveðið að fram­kvæma brott­vísun akkúrat núna? Þegar mál fólks­ins eru í vinnslu hjá kæru­nefnd­inni?

„Ég vísa í fyrri svör mín en bæti þó við að það er á for­ræði Rík­is­lög­reglu­stjóra að ákveða hvenær og hvernig frá­vísun frá land­inu er fram­kvæmd,“ svar­aði Íris þá. „Það er ekki í höndum Útlend­inga­stofn­unar að ákvarða um tíma­setn­ingar slíkra flutn­inga.“

Var rætt að bíða með það þar til nið­ur­stöður kæru­nefndar liggja fyr­ir?

„Í verk­lagi stoð­deildar er það ávallt kannað áður en til flutn­ings kemur hvort eitt­hvað standi því í vegi að flutn­ingur úr landi geti farið fram,“ sagði Íris. „Slík upp­lýs­inga­öflun getur verið með ýmsum hætti, bæði öflun gagna og eins að óska eftir upp­lýs­ingum frá Útlend­inga­stofn­un.“

Ljóst er nú að ákveðið var að fresta fram­kvæmd frá­vís­unar tveggja ein­stak­linga úr hópnum sem til stóð að flytja úr landi. Þannig gat stofn­unin aug­ljós­lega haft áhrif á hverjir yrðu fluttir og hvenær.

Kjarn­inn spurði enn fremur hvort það væri ekki á for­ræði Útlend­inga­stofn­unar að svara spurn­ingum um sam­setn­ingu hóps­ins; þjóð­erni, aldur og fleira.

„Út­lend­inga­stofnun er ekki með raun­tíma­upp­lýs­ingar frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra þegar flutn­ingar eru fram­kvæmd­ir,“ svar­aði Íris. „Stofn­unin fékk upp­lýs­ingar um að til stæði að flytja ákveð­inn fjölda ein­stak­linga til Grikk­lands en er því miður ekki komin með nákvæmar upp­lýs­ingar hvaða ein­stak­lingar stigu um borð í flug­vél­ina.“ Gagna um þetta atriði sé beð­ið.

Hver fyr­ir­skip­aði að fólk­inu skyldi vísað úr landi akkúrat núna?

„Þessi fylgd hefur verið í und­ir­bún­ingi í nokkrar vikur og er ákvörðun um tíma­setn­ing tekin út frá vinnu stoð­deildar við und­ir­bún­ing,“ sagði í svörum Gunn­ars Harðar Garð­ars­son­ar, sam­skipta­stjóra Rík­is­lög­reglu­stjóra við spurn­ingum Kjarn­ans. „Þegar verk­beiðni um flutn­ing berst frá Útlend­inga­stofn­un, á að hefja flutn­ing sem fyrst, en slíkt er t.d. háð reglum um máls­með­ferð­ar­tíma.

Fyr­ir­skipun um tíma­setn­ingu á fylgd kom ekki frá rík­is­lög­reglu­stjóra heldur var tekin af starfs­mönnum stoð­deildar vegna fjölda þeirra aðila sem á að fylgja úr landi og hafa ekki yfir­gefið landið sjálf.“

Gunnar Hörður Garðarsson.

Hversu margir lög­reglu­menn tóku þátt í þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir síð­ustu daga við að hafa uppi á og flytja fólkið úr landi?

„Þessar upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir að svo stödd­u,“ svar­aði Gunn­ar. „Það voru 45 aðilar í vél­inni í heild sem höfðu hlut­verki að gegna í vél­inni. Þar af 41 lög­reglu­mað­ur, almennur starfs­maður rík­is­lög­reglu­stjóra, lækn­ir, túlk­ur. Einnig var með í för óháður eft­ir­lits­að­ili með aðgerðum lög­regl­unnar (mon­itor).“

Hver leigir flug­vél til að flytja fólkið úr landi og af hverj­um?

„Stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra leigir vél­ina. Vélin var leigð af tékk­neska flug­fé­lag­inu Smartwings í gegnum evr­ópskt leigu­fé­lag sem ann­ast flug­véla­leig­u.“

Í hópnum var m.a. fatl­aður maður sem not­ast við hjóla­stól. Fékk lög­reglan vit­neskju um stöðu þessa manns fyr­ir­fram?

„Vitað var að mað­ur­inn not­að­ist við hjóla­stól,“ svar­aði Gunn­ar. „Skyndi­legar breyt­ingar á vett­vangi urðu til þess að flytja þurfti fólkið fyrr frá hót­el­inu sem það dvaldi á til að tryggja öryggi allra á vett­vangi. Því miður tókst ekki, þrátt fyrir til­raun­ir, að útvega við­eig­andi bif­reið til þess að flytja mann­inn í hjóla­stólnum á þeim tíma og var mað­ur­inn því fluttur í óbreyttri bif­reið. Rík­is­lög­reglu­stjóri mun fara yfir verk­lag stoð­deildar í tengslum við þetta.“

ISAVIA sagði í tilkynningu að lögreglan hefði beðið starfsfólk um að beina ljósum að fjölmiðlamönnum.

Var haft sam­band við ISA­VIA og starfs­menn á þeirra vegum beðnir um að beina ljósum að fjöl­miðla­mönnum til að koma í veg fyrir að þeir gætu fylgst með aðgerðum á flug­vell­in­um?

„Á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær­morgun var not­ast við ljós til þess að byrgja sýn fjöl­miðla og ann­ara sem stóðu utan girð­ingar Kefla­vík­ur­flug­vall­ar,“ svar­aði Gunn­ar. „Lög­regla leggur ríka áherslu á að fjöl­miðlar hafi gott aðgengi að störfum lög­reglu, ekki síður þeim verk­efnum sem eru sér­stak­lega krefj­andi. Lög­regla mun funda með ISA­VIA í þeim til­gangi að fara yfir atvik máls­ins til að varpa ljósi á hvar ákvarð­ana­taka ligg­ur. Ekki stóð til að hindra störf fjöl­miðla en fjöl­miðlar höfðu mun greið­ara aðgengi að myndun aðgerða lög­reglu á fyrri stigum sama máls.“

Hver er kostn­aður við aðgerð­irn­ar?

„Liggur ekki fyrir að svo stöddu en verður tekið sam­an.“

Gunnar bætir svo við að „vegna frétta­flutn­ings um aðgerðir lög­reglu er vert að taka fram að þó það hafi komið til vald­beit­ing­ar, fólk fært í hand­járn eftir þörfum til að mynda, þá sló eða lamdi lög­regla eng­an. Hins vegar var ráð­ist að lög­reglu­mönn­um.“

Þarna er Gunnar að vísa í frétta­flutn­ing Kjarn­ans.

Yasameen Hussien sagði í við­tali að lög­reglan hefði lagt hendur á bróður henn­ar. Það er upp­lifun hennar af þeim nauð­ung­ar­flutn­ingi sem átti sér stað, sem sam­ræm­ist ekki upp­lifun lög­regl­unnar sem er vön að fást við aðstæður sem þess­ar, þar sem fólk er tekið gegn vilja sínum úr aðstæðum sem það taldi sig öruggt í, til að flytja í aðstæður sem það telur sig ekki öruggt í. Jafn­vel í fjötr­um.

Mat „allra aðila“

„Það er nú helst að geta varð­andi Grikk­land að hér hafa bæði Útlend­inga­stofn­un, kæru­nefnd útlend­inga­mála og reyndar dóm­stólar stað­fest það að Grikk­land sé ekk­ert und­an­skilið því að það eigi að senda þangað fólk. Það er mat allra aðila sem hafa fjallað um þessi mál og kynnt sér aðstæð­ur.“

Þetta sagði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra m.a. í við­tali við Reykja­vík síð­degis á fimmtu­dag. Nokkrum klukku­stundum eftir að flug­vélin tók á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli með fimmtán manns á flótta og 41 lög­reglu­mann inn­an­borðs.

Jón er þarna vænt­an­lega að vísa í aðila á vegum stjórn­valda sem kynnt hafa sér aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi. Ekki „allra aðila“ sem það hafa gert. Því það er engan veg­inn rétt.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Bára Huld Beck

Óboð­legar aðstæður

Líkt og Rauði kross­inn hefur ítrekað bent á ber fjölda heim­ilda saman um að aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi séu heilt yfir mjög slæm­ar.

Umsækj­end­ur, sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og seinna leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóð­legri vernd, hafa jafn­framt und­an­tekn­ing­ar­laust greint frá óvið­un­andi aðstæðum í Grikk­landi. Hefur yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra búið í yfir­fullum flótta­manna­búðum þar sem öryggi, hrein­læti og aðbún­aði er veru­lega ábóta­vant, benti Rauði kross­inn á Íslandi á í yfir­lýs­ingu vegna flutn­ings fólks­ins frá land­inu fyrr í vik­unni.

Þegar umsækj­endur hafi hlotið vernd „neyð­ast þeir til að yfir­gefa búð­irn­ar, auk þess sem þeir missa þá lágu fram­færslu sem þeim er tryggð á meðan þeir bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd,“ benti Rauði kross­inn enn­fremur á. „Vegna kerf­is­bund­inna hind­r­ana og afar mik­ils atvinnu­leysis meðal flótta­fólks í land­inu ná umsækj­endur ekki að fram­fleyta sér og fjöl­skyldum sínum en fjár­hags­legur og félags­legur stuðn­ingur frá yfir­völdum er eng­inn.“

Flóttamannabúðir á grísku eyjunni Lesbos.
EPA

Þá sé aðgengi flótta­fólks að hús­næði í Grikk­landi alvar­legt vanda­mál og þurfa margir hverjir af þeim sökum að haf­ast við í óvið­un­andi og/eða ólög­legu hús­næði eða á göt­unni. Þar að auki sé aðgengi flótta­fólks að grísku heil­brigð­is­kerfi veru­lega skert.

„Rauði kross­inn ítrekar fyrri til­mæli sín til hér­lendra stjórn­valda og hvetur rík­is­stjórn Íslands ein­dregið til að end­ur­skoða þá stefnu að senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, sem fengið hafa stöðu sína við­ur­kennda í Grikk­landi, aftur þang­að. Ástandið í Grikk­landi hefur um nokk­urt skeið verið óboð­legt fyrir flótta­fólk en fólk á flótta á að njóta mann­rétt­inda á sama hátt og annað fólk.“

Versti dagur lífs míns

Yasameen, tveir bræður henn­ar, systir og móð­ir, eru nú komin aftur inn í þessar óboð­legu aðstæður sem Rauði kross­inn lýs­ir. Fjöl­skyldan flúði heima­land sitt Írak, fékk hæli í Grikk­landi en hélt flótt­anum áfram til Íslands. Hingað komu þau fyrir tveimur árum. Á þeim tíma fékk Hussein, sem er alvar­lega veikur og not­ast við hjóla­stól, nauð­syn­lega lækn­is­að­stoð. Hann vildi ekki snúa aftur til Grikk­lands enda bíður hann þess að fá nið­ur­stöðu í kæru sína gagn­vart íslenska rík­inu. Kæru sem snýst um það sem hann telur brot á ákvæðum samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks sem og brot gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­laga.

Hann var tek­inn með valdi, bor­inn af lög­reglu­mönnum inn í bíl og færður upp í flug­vél, aðeins örfáum dögum áður en dóm­stólar munu fjalla um mál­ið.

Yasameen systir hans átti afmæli í gær, „við verstu aðstæður sem hugs­ast get­ur,“ sagði hún við Kjarn­ann. „Þetta er versti dagur lífs míns.“

Á undan var gengin versta nótt lífs henn­ar. Þegar hún og aðrir í fjöl­skyld­unni voru teknir gegn vilja sínum og fluttir til Grikk­lands.

Flóttafólk í Grikklandi býr við óboðlegar aðstæður að mati fjölmargra mannréttindasamtaka. Mynd: EPA

Leik­ur­inn og regl­urnar

„Við skulum bara rifja það upp að Grikk­land er eitt af Evr­ópu­sam­bands­lönd­un­um,“ sagði dóms­mála­ráð­herra í við­tal­inu við Reykja­vík síð­deg­is. „Það eru ekki neinar ómann­úð­legar aðstæður sem er hægt að halda fram [að séu] í Grikk­landi. En hvort að lífs­skil­yrðin séu jafn­góð og á Íslandi, ég er ekk­ert viss um það enda eru þau hvað best hér á landi af öllum þjóðum sem við berum okkur saman við.“

Jón sagð­ist ekki hafa „kynnt sér það sér­stak­lega“ hvort að lög­reglan hefði farið offari í aðgerðum sín­um. „Ég er alveg sann­færður um að svo er ekki. Ég treysti lög­regl­unni í þessum málum sem öðr­um. Svona mál lit­ast oft af miklum til­finn­ingum og maður getur haft mikla samúð með öllu þessu fólki sem er í þessum erf­iðu aðstæð­um. En ein­hvers staðar verða að vera skýrar leik­reglur í þessu.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar