Af hverju var Al Thani ekki ákærður?

al-thani-myndir.jpg
Auglýsing

Kaup Mohamed bin Khalifa Al Thani á rúm­lega fimm pró­sent hlut í Kaup­þingi í sept­em­ber 2008 hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér. Í síð­ustu viku voru fjórir menn dæmdir í fjög­urra til fimm og hálfs árs fang­els­is­vistar fyrir sína aðkomu að við­skipt­un­um. Menn­irnir fjórir voru dæmdir Í Hæsta­rétti fyrir mark­aðs­mis­notk­un, umboðs­svik eða hlut­deild í þeim brot­um.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, fékk fimm og hálfs árs dóm, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans,  fengu fjögur og hálf ár hvor og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, fékk fjög­urra ára dóm.

Hvað með Al Thani?Í stuttu máli þá snýst málið um að út á við var látið í það skina að Al Thani hefði ákveðið að kaupa hlut­inn í Kaup­þingi vegna þess að hann hefði svo rosa­lega mikla trú á bank­an­um. Síðar kom hins vegar í ljós að kaupin voru teiknuð upp af stjórn­endum Kaup­þings og bank­inn sjálfur fjár­magn­aði þau og borið alla mark­aðs­á­hættu að kaup­un­um. Þeir létu því rang­lega líta út að þekktur fjár­festir hefði keypt 5.01 pró­sent í bank­an­um.

Frá því að til­kynnt var um kaupin 22. sept­em­ber 2008 og þangað til að við­skiptum með bréf Kaup­þings var hætt 8. októ­ber sama ár urðu alls um 2.700 við­skipti með bréf í Kaup­þingi. Velta þeirra var tæp­lega 34 millj­arðar króna.

Auglýsing

Sam­kvæmt dómnum beindust brot mann­anna fjög­urra að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­aðnum hér á landi í held. Tjónið sem brotin leiddu af sér, bæði beint og óbeint, verður sam­kvæmt Hæsta­rétti ekki metið til fjár. Hann segir um að ræða alvar­leg­ustu efna­hags­brot sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[...]Á­kærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur“.

Margir hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað valdi því að mað­ur­inn sem málið er óop­in­ber­lega nefnt eft­ir, Al Thani sjálf­ur, sé ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru? Tók hann ekki þátt í blekk­ing­unni?

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson hlutu báðir þunga dóma í Al Thani málinu. Sig­urður Ein­ars­son og Ólafur Ólafs­son hlutu báðir þunga dóma í Al Thani mál­in­u.

Tveir menn, ekki einnÍ fyrsta lagi er vert að taka fram að Al Thani er ekki einn maður heldur tveir. Ann­ars vegar er um að ræða Sjeik Mohamed bin Khalifa Al Thani, bróður emírs­ins af Qatar sem var um tíma aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra þess ríkis en hefur stundað við­skipti síð­ast­lið­inn rúman ára­tug. Það er sá Al Thani sem „keypti“ hlut­inn í Kaup­þingi.

Hinn heitir Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani og er frændi hins fyrr­nefnda. Hann vann  fyrir frænda sinn og kom að allri skipu­lagn­ingu við­skipt­anna.

Skýrslur teknar og lagðar framEmb­ætti sér­staks sak­sókn­ara tók skýrslur af báðum mönn­unum á meðan að á rann­sókn máls­ins stóð. Emb­ættið ræddi við Sultan Al Thani strax í upp­hafi rann­sóknar og við Sjeik Mohamed bin Khalifa Al Thani á árinu 2011. Báðir fund­irnir áttu sér stað í London og var komið á í gegnum lög­mann þeirra, Simon Sout­hall. Þeir mættu sjálf­vilj­ugir til fund­anna og báðir fund­irnir voru teknir upp. Upp­tökur af þeim voru svo lögð fram sem máls­gögn í máli sér­staks sak­sókn­ara gegn mönn­unum fjór­um.

Al Thani frænd­urnir neit­uðu hins vegar að koma til Íslands og svara hlið­stæðum spurn­ingum fyrir hér­aðs­dómi. Ákveðið var að sækja það ekki frek­ar.

Snýst ekki um frið­helgiEn af hverju voru menn­irnir tveir ekki ákærðir fyrir sína aðkomu að mál­inu? Margir virð­ast halda að það snú­ist um að þeir njóti ein­hvers­konar frið­helgi vegna stöðu sinnar innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar í Qatar

Í fyrsta lagi var Sjeik Al Thani að hluta til í sjálf­skuld­ar­á­byrð fyrir lán­inu sem honum var veitt. Hann, og aðilar tengdum hon­um, gerðu sam­komu­lag við slita­stjórn Kaup­þings, um upp­gjör þeirra skulda í febr­úar 2013 sem fól meðal ann­ars í sér að Kaup­þing hætti öllum mála­rekstri gegn honum fyrir íslenskum dóm­stól­um.

Hin ástæðan er sú að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur ein­skorðað ákærur sínar í umboðs­svika- og mark­aðs­mis­notk­un­ar­málum við þá sem hafa stöðu til að skuld­binda banka til fjár­mála­gjörn­inga sem emb­ættið telur ólög­mæta.

Því hafa þeir sem eru á úthlið­inni af þeim gjörn­ingum ekki verið ákærðir í stórum mark­aðs­mis­notk­un­ar- og umboðs­svika­málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur ákært í. Í Imon-­mál­inu var Magnús Ármann, eig­andi Imon ehf., ekki ákærð­ur. Í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu á hendur níu fyrrum starfs­mönnum Kaup­þings, eru eig­endur þeirra félaga sem keyptu bréf í bank­anum með fé frá honum ekki ákærð­ir.

Aurum og BK-44 und­an­tekn­ingarUnd­an­tekn­ing­arnar eru helst tvær. Ann­ars vegar er um að ræða Aur­um-­málið svo­kall­aða, þar sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son var ákærður fyrir hlut­deild í umboðs­svikum fyrir að hafa beitt stjórn­endur Glitnis „for­tölum og þrýst­ingi og hvatt til þess“ að bank­inn myndi veita félagi í eigu Pálma Har­alds­sonar sex millj­arða króna lán „honum sjálfum og Fons hf. til hags­bóta“.Jón Ásgeir réð á þessum tíma, sam­kvæmt ákæru, yfir um 40 pró­sent af hlutafé Glitnis í gegnum félög sem hann, fjöl­skylda hans eða við­skipta­fé­lagar áttu meiri­hluta í eða stjórn­uðu. Hér­aðs­dómur sýkn­aði alla sak­born­inga í mál­inu í fyrra en það verður tekið fyrir í Hæsta­rétti í apr­íl.

Hin und­an­tekn­ingin er BK-44 mál­ið. Þar ákærði sér­stakur sak­sókn­ari fjóra fyrrum starfs­menn Glitnis fyrir umboðs­svik, mark­aðs­mis­notkun og brot á lögum um árs­reikn­inga í tengslum við 3,8 millj­arða króna lán­veit­ingu bank­ans til félags sem hét BK-44 í nóv­em­ber 2007. Lánið var notað til að kaupa bréf í Glitni af Glitni. Í því máli voru þrír mann­anna dæmdir í fimm ára fang­elsi og einn í fjög­urra ára fang­elsi í hér­aðs­dómi. Málið bíður áfrýj­un­ar.

Í BK-44 mál­inu var eig­andi félags­ins sem keypti bréf­in, Birkir Krist­ins­son, líka ákærður en hann var auk þess starfs­maður Glitn­is. Hann var ákærður fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None