Aldursmerkingar kvikmynda ekki í samræmi við lög í níu ár

movie-theater-audience.jpg
Auglýsing

Fram­kvæmd ald­urs­merk­inga á kvik­mynd­um, sem segja til um hversu gam­all áhorf­andi þarf að vera til að mega horfa á þeim, hefur ekki verið í sam­ræmi við lög hér­lendis frá árinu 2006. Þetta er mat fjöl­miðla­nefndar sem hefur eft­irlir með því að lög­unum sé fram­fylgt. Þetta kemur fram í bréfum sem fjöl­miðla­nefnd sendi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu á und­an­förnum árum.

Kjarn­inn óskaði eft­ir, á grund­velli upp­lýs­inga­laga, eftir öllum sam­skipt­um, bréfum og gögnum fjöl­miðla­nefndar sem varða eft­ir­lit með ald­urs­mati. Í kjöl­farið fékk hann afhent bréf sem fjöl­miðla­nefnd hefur sent mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Hægt er að lesa bréfin hér, hér, hér, hér og hér.

Að horfa á mynd­band er góð skemmtunFram til árs­ins 2006 sá Kvik­mynda­skoðun rík­is­ins um að ald­urs­meta þær kvik­myndir sem sýndar voru á Íslandi. Flestir kvik­mynda­á­huga­menn muna eftir Gylfa Páls­syni til­kynna sér um að það að horfa á mynd­band sé góð skemmtun áður en myndin sjálf hófst.

htt­p://yout­u.be/O0TAQWY6BRc

Auglýsing

Með laga­breyt­ingu árið 2006 var ald­urs­matið fært til aðild­ar­fé­laga SMÁÍS, sam­taka myndrétt­hafa á Íslandi. Sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu átti SMÁÍS að gera sam­komu­lag við alþjóð­lega við­ur­kenndan mats­að­ila við að meta ald­urs­hæfi kvik­mynda­efn­is. Látið var í það skína að gerður hefði verið full­gildur samn­ingur við hol­lenska fyr­ir­tækið NICAM í ágúst 2007 um að sjá þeim fyrir slíkri þjón­ustu.

Þannig hélt fjöl­miðla­nefnd að staðan væri þegar Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri henn­ar, flutti erindi á nor­rænni ráð­stefnu í Helsinki í maí 2012. Á meðal þess sem kom fram í erindi hennar var hvernig ald­urs­mats­málum væri fyr­ir­komið hér­lend­is. Eftir erindið til­kynnti fram­kvæmda­stjóri NICAM, sem var í salnum og hafði hlustað á það, að fyr­ir­komu­lagið væri alls ekki með þeim hætti sem Elfa hafði lýst. Síðar hafði Við­skipta­blaðið eftir fram­kvæmda­stjór­an­um, Wim Bekk­ers, að SMÁÍS hefði aldrei greitt neitt vegna samn­ings­ins og frá und­ir­ritun hans hefði ekki verið neitt sam­bandi milli samn­ings­að­il­anna. „Ég hugs­aði með mér að það væri vegna vanda­mála sem eyjan átti við að etja á þeim tíma,“ sagði Bekk­ers við Við­skipta­blað­ið.

Átti að vera bönnuð innan 16 en var alls ekki bönnuðÁ þessum tíma­punkti var ljóst að eft­ir­lit með því að börn væru ekki að horfa á efni sem sam­kvæmt lögum gæti „haft skað­leg áhrif á and­legan og sið­ferð­is­legan þroska þeirra“, var ekki í sam­ræmi við lög. Þegar fjöl­miðla­nefnd fór að skoða málið komu ýmsar brotala­mir fram. Í einu bréf­inu sem Kjarn­inn fékk afhent á grund­velli upp­lýs­inga­laga, og var sent til ráðu­neyt­is­ins síðla árs 2012, segir m.a.:

Fjöl­miðla­nefnd hefur upp­lýs­ingar um fjölda dæma þar sem um tvær ólíkar ald­urs­merk­ingar er að ræða fyrir sömu kvik­mynd, nokkur dæmi eru um þrjár ólíkar ald­urs­merk­ingar fyrir sömu kvik­mynd hér á land­i[...]­Fjöl­miðla­nefnd hefur fundið dæmi um það að kvik­myndir sem hafa fengið ald­urs­merk­ing­una 15-16 ára erlendis eru leyfðar öllum börnum gér á landi, t.d. kvik­myndin Black Swan frá árinu 2010.“

htt­p://yout­u.be/5ja­I1XOB-bs

Þá segir einnig að veru­lega skorti upp á að kynn­ing­ar­efni sé ald­urs­merkt, gagna­grunn­ur­inn kvik­mynda­skod­un.is hafi verið langt í frá tæm­andi og mikið vanti upp á að allar kvik­myndir sem gefnar eru út hér á landi séu ald­urs­merktar líkt og lög gera ráð fyr­ir. Þá seg­ir: „Fjöl­miðla­nefnd er kunn­ugt um að ábyrgð­ar­að­ilar geri ýmsar und­an­tekn­ingar frá mati um ald­urs­merk­ingu sem á sér enga stoð í lög­um, m.a. eru kvik­myndir á kvik­mynda­há­tíðum ekki ald­urs­merkt­ar“.

Ekki rétt að kerfið hafi verið við lýði í ára­tugSMÁÍS gerði loks samn­ing við NICAM haustið 2013, sjö árum eftir að lögin sem færðu ábyrgð­ina á ald­urs­mat­inu til sam­tak­ana voru sett. Tals­menn SMÁÍS höfðu þá haldið því fram að kerfið hafi verið við lýði á Íslandi allt frá árinu 2006. Og skömmu síðar varð SMÁÍS gjald­þrota.

Í bréfi sem fjöl­miðla­nefnd sendi til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í byrjun des­em­ber 2014 vegna náls­ins seg­ir: „Fjöl­miðla­nefnd vill árétta að SMÁÍS gerði ekki samn­ing við NICAM um notkun Kijkwi­jzer kerf­is­ins fyrr en haustið 2013, þ.e. sjö árum eftir að lögin voru sett. Það var jafn­framt í fyrsta sinn sem mats­menn á vegum ábyrgð­ar­að­ila fóru á nám­skeið hjá sér­fræð­ingum NICAM um hvernig eigi að nota skoð­un­ar­kerf­ið. Það er því ekki alls­kostar rétt stað­hæf­ing að kerfið hafi verið við lýði hér á landi í hátt í ára­tug“.

Skrifað undir í næstu vikuEn nú virð­ist loks vera að draga til tíð­inda. Félag rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði (FRÍSK) var stofnað á síð­asta ári í kjöl­far gjald­þrots SMÁÍS. Að félag­inu standa 365 miðlar ehf., Skjár­inn, Sena, Mynd­form, RÚV og Sam-­fé­lag­ið., eða sömu aðilar og stóðu að SMÁÍS. ­Sam­hliða var upp­lýst að nýja félagið myndi sinna því hlut­verki að halda utan um form­legan samn­ing um erlent við­ur­kennt skoð­un­ar­kerfi og sam­ræma inn­leið­ingu til félags­manna og ann­arra ábyrgð­ar­að­ila.

Hall­grímur Krist­ins­son, starf­andi stjórn­ar­for­maður FRÍSK, segir að nýr samn­ingur við NICAM sé til­bú­inn og að undir hann verði lík­lega skrifað í næstu viku. „FRÍSK er búið að semja við NICAM um notkun fyrir okkar félags­menn að nota þeirra kerfi. Við munum ekki skoða mynd­ir, heldur sam­ræmum ferlin í kringum það. Félögin sem gefa út eða sýna efni eru sjálf ábyrgð­ar­að­il­ar.“

Hann segir að FRÍSK túlki lögin ekki nákvæm­lega eins og fjöl­miðla­nefnd í ákveðnum til­vik­um. „Við höfum hins vegar reynt að vinna þetta mjög náið með fjöl­miðla­nefnd og tel að við séum komin ansi nálægt hvoru öðru í þessum mál­um. Ég er alveg sam­mála því að því að það hefði mátt gera margt betra. Það var svig­rúm til að gera betur og við erum að leggja það á okkur þessa dag­anna að kom­ast þang­að. Ég er þeirrar skoð­unar að við séum að fær­ast nær hvoru öðru, við og fjöl­miðla­nefnd.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None