Aldursmerkingar kvikmynda eru enn ekki í lagi

MadMaxFuryRoad.jpg
Auglýsing

Enn upp­fylla ald­urs­merk­ingar á kvik­mynd­um, sem segja til um hversu gam­all áhorf­andi þarf að vera til að mega horfa á þær, ekki ­kröfur Fjöl­miðla­nefndar þrátt fyrir að end­ur­bætt­ur vefur félags rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði, kvik­mynda­skod­un.is, hafi verið opn­aður á ný í byrjun viku. Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að fram­kvæmd ald­urs­merk­inga á kvik­myndum hafi ekki verið í sam­ræmi við lög frá árinu 2006, sam­kvæmt mati Fjöl­miðla­nefnd­ar. Þetta kom fram í bréfum sem nefndin hafði sent mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu á und­an­förnum árum og Kjarn­inn fékk afhent á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Fjöl­miðla­nefnd segir að vef­síðan hafi verið sett í loftið án þess að allt hafi verið komið inn á hana og að ýmsar breyt­ingar verða gerða á henni á næstu vik­um. Málið sé því enn í vinnslu.

Til­kynntu um end­ur­bætta síðu á mánu­dag



FRÍSK, félag rétta­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði, sendi frá sér til­kynn­ingu á mánu­dag þar sem fram kom að nýr og end­ur­bættur vefur hefði verið opn­aður á slóð­inni kvik­mynda­skod­un.­is. Þar mætti nálg­ast „ít­ar­legar upp­lýs­ingar um ald­urs­tak­mörk á kvik­myndum og tölvu­leikjum á Íslandi. Vef­ur­inn er sér­stak­lega hann­aður með for­eldra og for­ráða­menn í huga og þar er m.a. hægt að leita í gagna­grunni af kvik­mynd­um, sjón­varps­þáttum og tölvu­leikjum og sjá ald­urs­tak­mörk við­kom­andi efnis ásamt upp­lýs­ingum um hvaða efn­is­þættir ráða ald­urs­merk­ing­unn­i.“

Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­spurn til Fjöl­miðla­nefndar með spurn­ingum um hvort vef­ur­inn upp­fyllti þau skil­yrði sem nefndin set­ur. Í svari nefnd­ar­innar segir að hún hafi fundað á þriðju­dag með FRÍSK til að fara yfir end­ur­bætta vef­síðu félags­ins. Á þeim fundi var upp­lýst að ákveðið hefði verið að setja vef­síð­una í loftið án þess að allt væri komið inn á hana.

Auglýsing

Í skrif­legu svari  við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fjöl­miðla­nefnd­ar, að FRÍSK muni á næstu vik­um, í sam­ráði við nefnd­ina, gera ýmsar breyt­ingar á síð­unni. „Meðal ann­ars að upp­færa og breyta verk­lags­reglum félags­ins, skoða með hvaða hætti kynn­inga­stiklur verði ald­urs­metnar og ald­urs­mat birt, setja inn upp­lýs­inga um mót­t­töku og afgreiðslu erinda frá almenn­inga og fleira.“

Málið sé því enn í vinnslu en gott sé að vita til þess að loks sé búið að ganga frá samn­ingi við NICAM í Hollandi.

Að horfa á mynd­band er góð skemmtun



Fram til árs­ins 2006 sá Kvik­mynda­skoðun rík­is­ins um að ald­urs­meta þær kvik­myndir sem sýndar voru á Íslandi. Flestir kvik­mynda­á­huga­menn muna eftir Gylfa Páls­syni til­kynna sér um að það að horfa á mynd­band sé góð skemmtun áður en myndin sjálf hófst.

Með laga­breyt­ingu árið 2006 var ald­urs­matið fært til aðild­ar­fé­laga SMÁÍS, sam­taka myndrétt­hafa á Íslandi. Sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu átti SMÁÍS að gera sam­komu­lag við alþjóð­lega við­ur­kenndan mats­að­ila við að meta ald­urs­hæfi kvik­mynda­efn­is. Látið var í það skína að gerður hefði verið full­gildur samn­ingur við hol­lenska fyr­ir­tækið NICAM í ágúst 2007 um að sjá þeim fyrir slíkri þjón­ustu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=O0TAQWY6BRc

Þannig hélt fjöl­miðla­nefnd að staðan væri þegar Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri henn­ar, flutti erindi á nor­rænni ráð­stefnu í Helsinki í maí 2012. Á meðal þess sem kom fram í erindi hennar var hvernig ald­urs­mats­málum væri fyr­ir­komið hér­lend­is. Eftir erindið til­kynnti fram­kvæmda­stjóri NICAM, sem var í salnum og hafði hlustað á það, að fyr­ir­komu­lagið væri alls ekki með þeim hætti sem Elfa hafði lýst. Síðar hafði Við­skipta­blaðið eftir fram­kvæmda­stjór­an­um, Wim Bekk­ers, að SMÁÍS hefði aldrei greitt neitt vegna samn­ings­ins og frá und­ir­ritun hans hefði ekki verið neitt sam­bandi milli samn­ings­að­il­anna. „Ég hugs­aði með mér að það væri vegna vanda­mála sem eyjan átti við að etja á þeim tíma,“ sagði Bekk­ers við Við­skipta­blað­ið.

Með laga­breyt­ingu árið 2006 var ald­urs­matið fært til aðild­ar­fé­laga SMÁÍS, sam­taka myndrétt­hafa á Íslandi. Sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu átti SMÁÍS að gera sam­komu­lag við alþjóð­lega við­ur­kenndan mats­að­ila við að meta ald­urs­hæfi kvik­mynda­efn­is. Látið var í það skína að gerður hefði verið full­gildur samn­ingur við hol­lenska fyr­ir­tækið NICAM í ágúst 2007 um að sjá þeim fyrir slíkri þjón­ustu.

Þannig hélt fjöl­miðla­nefnd að staðan væri þegar Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri henn­ar, flutti erindi á nor­rænni ráð­stefnu í Helsinki í maí 2012. Á meðal þess sem kom fram í erindi hennar var hvernig ald­urs­mats­málum væri fyr­ir­komið hér­lend­is. Eftir erindið til­kynnti fram­kvæmda­stjóri NICAM, sem var í salnum og hafði hlustað á það, að fyr­ir­komu­lagið væri alls ekki með þeim hætti sem Elfa hafði lýst. Síðar hafði Við­skipta­blaðið eftir fram­kvæmda­stjór­an­um, Wim Bekk­ers, að SMÁÍS hefði aldrei greitt neitt vegna samn­ings­ins og frá und­ir­ritun hans hefði ekki verið neitt sam­bandi milli samn­ings­að­il­anna. „Ég hugs­aði með mér að það væri vegna vanda­mála sem eyjan átti við að etja á þeim tíma,“ sagði Bekk­ers við Við­skipta­blað­ið.

Þá segir einnig að veru­lega skorti upp á að kynn­ing­ar­efni sé ald­urs­merkt, gagna­grunn­ur­inn kvik­mynda­skod­un.is hafi verið langt í frá tæm­andi og mikið vanti upp á að allar kvik­myndir sem gefnar eru út hér á landi séu ald­urs­merktar líkt og lög gera ráð fyr­ir. Þá seg­ir: „Fjöl­miðla­nefnd er kunn­ugt um að ábyrgð­ar­að­ilar geri ýmsar und­an­tekn­ingar frá mati um ald­urs­merk­ingu sem á sér enga stoð í lög­um, m.a. eru kvik­myndir á kvik­mynda­há­tíðum ekki ald­urs­merkt­ar“.

Ekki rétt að kerfið hafi verið við lýði í ára­tug



SMÁÍS gerði loks samn­ing við NICAM haustið 2013, sjö árum eftir að lögin sem færðu ábyrgð­ina á ald­urs­mat­inu til sam­tak­ana voru sett. Tals­menn SMÁÍS höfðu þá haldið því fram að kerfið hafi verið við lýði á Íslandi allt frá árinu 2006. Og skömmu síðar varð SMÁÍS gjald­þrota.

Í bréfi sem fjöl­miðla­nefnd sendi til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í byrjun des­em­ber 2014 vegna máls­ins seg­ir: „Fjöl­miðla­nefnd vill árétta að SMÁÍS gerði ekki samn­ing við NICAM um notkun Kijkwi­jzer kerf­is­ins fyrr en haustið 2013, þ.e. sjö árum eftir að lögin voru sett. Það var jafn­framt í fyrsta sinn sem mats­menn á vegum ábyrgð­ar­að­ila fóru á nám­skeið hjá sér­fræð­ingum NICAM um hvernig eigi að nota skoð­un­ar­kerf­ið. Það er því ekki alls­kostar rétt stað­hæf­ing að kerfið hafi verið við lýði hér á landi í hátt í ára­tug“.

Stofnað eftir gjald­þrot SMÁÍS



Fé­lag rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði (FRÍSK) var stofnað á síð­asta ári í kjöl­far gjald­þrots SMÁÍS. Að félag­inu standa 365 miðlar ehf., Skjár­inn, Sena, Mynd­form, RÚV og Sam-­fé­lag­ið., eða sömu aðilar og stóðu að SMÁÍS. ­Sam­hliða var upp­lýst að nýja félagið myndi sinna því hlut­verki að halda utan um form­legan samn­ing um erlent við­ur­kennt skoð­un­ar­kerfi og sam­ræma inn­leið­ingu til félags­manna og ann­arra ábyrgð­ar­að­ila.

Hall­grímur Krist­ins­son, starf­andi stjórn­ar­for­maður FRÍSK, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í febr­úar að nýr samn­ingur við NICAM væri til­bú­inn og að lík­lega yrði skrifað undir hann í þeim mán­uði. Það gekk ekki alveg eftir en í dag er slíkur samn­ingur í höfn.

Sam­kvæmt honum er ald­urs­hæfi ákveðið af mat­skrefi frá NICAM. Ábyrgð­ar­að­il­ar, til dæmis kvik­mynda­hús og sjón­varps­stöðv­ar, flokka sitt efni sjálfir með því að nota spurn­inga­lista sem NICAM setur sam­an. Í til­kynn­ingu sem FRÍSK sendi frá sér vegna end­ur­opn­unar vefs­ins kvik­mynda­skod­un.is sagði að sér­þjálfaðir starfs­menn „svo­kall­aðir mats­menn, horfa gaum­gæfi­lega á myndefni og svara sex­tíu spurn­ingum á matsvefnum net­inu um það sem þeir sáu.­Tölvu­for­rit sem NICAM bjó til reiknar svo út hvaða flokkun til­greint myndefni fær. Allir félags­menn FRÍSK hafa sér­þjálf­aða mats­menn á sínum snær­um. Spurn­inga­list­inn var settur saman af hópi þekktra sér­fræð­inga á sviði fjöl­miðl­unar og ung­menna. Þar nýttu þeir sér ára­tuga rann­sóknir á skað­legum áhrifum hljóð- og myndefnis á börn og ung­menn­i. Einnig var tekið ríkt til­lit til óska for­eldra og fræðslu­að­ila. Á heild­ina litið hefur spurn­inga­list­inn reynst áreið­an­legur mælikvarði og þykir hol­lenska kerfið eitt það besta í ver­öld­inni. Þess má geta að ald­urs­merk­ingar á tölvu­leikjum í Evr­ópu (svo­kallað PEG­I-­kerfi) er einnig byggt á hol­lenska kerf­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None