Eftirspurn eftir vatni verður 40% meiri en framboð árið 2030

thurrkar_kalifornia.jpg
Auglýsing

Það lands­lag sem birt­ist í kvik­mynd­inni Mad Max: Fury Road, sem frum­sýnd var á Cann­es-há­tíð­inni á fimmtu­dag, er lands­lag fram­tíð­ar­innar ef við aðhöf­umst ekki vegna hnatt­rænnar hlýn­unn­ar. Þetta lét suð­ur­-a­fríska leik­konan Charlize Theron hafa eftir sér á frum­sýn­ing­ar­há­t­inni.

Myndin á að ger­ast eftir 45 ár, eftir atburð sem ætti að hafa bundið enda á jarð­líf manns­ins. Þarna stjórna grimmir alvalda kóngar öllu vatni sem er af skornum skammti, hneppa menn í þræl­dóm og fang­elsa kon­ur. Sögu­svið­ið er sand­ur, ekki sting­andi strá vex úr jörð­inni.

„Ég upp­lifði þetta sem byggt á raun­veru­leik­an­um,“ sagði Ther­on. „Hug­myndin um hnatt­væð­ing­una, hlýnun jarð­ar, þurrka og raun­veru­legt virði vatns, þar sem stjórn­völd fara langt framúr sér.“

Auglýsing

„Ég velti fyrir mér hvort þetta væri ekki svo­lítið langsótt, þessir sand­storm­ar, en átt­aði mig á að svona er raun­veru­leik­inn. Það eru myndir á Google sem sýna sand­storma í Sahara, og all­staðar í Afr­íku. Það er ógn­vekj­andi og það er enn meira ógn­vekj­andi að hugsa til þess að þetta er ekki fjar­læg fram­tíð ef við grípum ekki til aðgerða,“ sagði leik­kon­an.



Theron gæti hafa hitt naglan á höf­uðið þarna því þurrkar eru þegar farnir að hafa áhrif á jarð­vist fólks, ekki bara í Afr­ík­u. Þurrk­arn­ir ­sem ríkja á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hafa orðið til þess að umræða um lofts­lags­breyt­ingar og hlýnun jarðar hefur kom­ist í almenn­ari umræðu, einkum vest­an­hafs.

Vís­inda­menn hafa til dæmis reiknað það út að ef vatns­notkun í heim­inum verður áfram sú sama miðað við aukna fólks­fjölgun mun eft­ir­spurn eftir vatni verða 40 pró­sent meiri en fram­boðið árið 2030. Það er eftir 15 ár. Mad Max á að ger­ast 30 árum síðar og það má rétt ímynda sér hvernig ástandið verður þá.

Of seint í rass­inn gripið í Kali­forn­íu?



Eins og Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá í apríl eru þurrk­arnir í Kali­forn­íu­ríki orðnir að miklu vanda­máli. Rík­is­stjórnin er farin að skammta vatni enda er ráð­gert að vatns­bólin verði þurrausin strax á næsta ári. Til vara reiða íbúar sig á grunn­vatn sem fer þó jafn­framt þverr­andi.

Íbúar Kali­forníu eru því farnir að finna fyrir áhrifum hnatt­rænnar hlýn­unn­ar. Verð á vatni hefur til að mynda aldrei verið jafn hátt í rík­inu og uppi­stöðu­lón eins og Lake Orovil­le, sem venju­lega er iðandi af sprikk­landi fiski, eru ekki fyllt lengur til að bæta vatns­stöð­una. Orovil­le-­virkj­un, næst stærsta raf­orku­virkjun í Kali­forn­íu, fram­leiðir lítið raf­magn á með­an.

oroville Brúin yfir Fether-á í Kali­forníu stendur nú yfir gil­inu þar sem áður var gríðar stórt uppi­stöðu­lón fyrir Orovil­le-­virkj­un. 

Í byrjun árs til­kynntu umsjón­ar­menn vatns­linda alrík­is­ins að vatni verði ekki lengur skammtað til land­bún­aðar í Central Val­ley, annað árið í röð. Svæðið í Central Valley var talið eitt mik­il­væg­asta land­bún­að­ar­svæði í Banda­ríkj­unum en er nú ónot­hæft rækt­ar­land. Almenn­ingur upp­lifir tak­mark­anir á vatns­notkunn þannig að þeir til dæmis mega ekki vökva garð­inn sinn, nema undir vissum kring­um­stæð­um.

Annar staðar í Banda­ríkj­unum fylgj­ast stjórn­völd með vatns­bólum sín­um. Í Nevada, Kali­forn­íu, Arizona, Utah og Colorado er allt afl lagt í að finna nýjar leiðir til að nýta og fram­leiða vatn, til að leysa þá krísu sem óum­flýj­an­lega verður með auk­inni fólks­fjölgun og meiri vatns­notkunn á hverju ári.

Illa farið með gott vatn



Í Banda­ríkj­unum hefur verið bent á að þar sem vatn er af skornum skammti virð­ist því vera furðu­lega deilt. 80 pró­sent af vatni í Kali­forníu hefur til dæmis verið notað til land­bún­að­ar. Til að und­ir­strika hversu mikið vatn „fer til spillis“ í land­bún­aði má benda á að til að fram­leiða líf­elds­neyti, sem yfir­leitt er fram­leitt úr korni, þarf 100 lítra af vatni til að fram­leiða einn lítra af elds­neyti.

Sam­kvæmt könnun á vatns­notkun almenn­ings kemur í ljós að fólk drekkur eitt pró­sent þess krana­vatns sem dælt er inn á heim­ili. Restin fer í að sturta niður í kló­sett­um, böð og þvotta.

Singapúr er það land sem helst er litið til þegar hugað er að betri leiðum til að nýta vatn og fram­leiða drykkj­ar­hæft vatn. Þar í landi var það neyðin sem fékk fólk til að hugsa vatns­notkun sína upp á nýtt. Nýtt vatns­kerfi, sem fólst í því að fá fólk til að vera umhug­aðra um vatns­notkun sína, hefur sparað um 10 pró­sent af vatns­notkun á dag. Þetta hefur jafn­framt alið af sér meiri áhuga á vatni og nú starfa þar um 130 fyr­ir­tæki í vatns­iðn­aði og 26 rann­sókn­ar­setur rann­saka vatns­notkun á ein­hvern hátt.

SINGAPORE INTERNATIONAL WATER WEEK Vatns­kerfið í Singapúr er umfangs­mikið og flókið en það sinnir um 30 pró­sent af vatns­þörf íbúa þar. Mynd: EPA 

Hluti af þeirri lausn sem sett var upp í Singapúr var að safna regn­vatni í þétt­býli sem rennur svo til hreins­un­ar­stöðva í flóknu neti röra, affalla, skurða og lóna. Í þessu kerfi hefur tek­ist að safna allt að 90 pró­sent regn­vatns sem fellur innan borg­ar­inn­ar, sem leggur til­ um 30 pró­sent af vatns­fram­boði lands­ins.

Vatn er for­senda lífs­ins því ef við hefðum ekki vatn ­gætum við auð­vitað ekki lif­að. Sá vandi sem plagað hefur stór land­svæði í Afr­íku er nú að gera vart við sig á þétt­býlum svæðum á vest­ur­löndum og hefur vakið mikla athygli. Og það er einmitt það ­sem vanda­mál þurfa svo úr þeim meg­i ­leysa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar