bjor.jpg
Auglýsing

Und­arn­farna daga hefur rekstur rík­is­ins á Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) verið í sviðs­ljós­inu, eftir að grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Clever­Data birt­i ­skýrslu fyrir Vin­bu­din.com um rekst­ur­inn. Til­gangur skýrsl­unar var að gefa skýr­ari mynd af rekstri ÁTVR út frá kostn­að­ar­grein­ingu og yfir­liti opin­berra upp­lýs­inga. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að ekki var eig­in­legur hagn­aður af starf­semi ÁTVR.

ÁTVR hefur hafnað þess­ari nið­ur­stöðu og segir að hún eigi sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessa stöðu sum­arið 2014 og byggði röð frétta­skýr­inga á opin­berum gögnum um fjár­mál ÁTVR. Í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp und­an­farna daga verða þær skýr­ingar end­ur­birtar með upp­færsl­um.

Auglýsing

Löng sagaÍs­lenska ríkið hefur rekið einka­sölu áfengis hér­lendis frá árinu 1922. Ef núver­andi fyr­ir­komu­lagi verður haldið áfram mun það því eiga 100 ára afmæli eftir átta ár. Svo gæti hins vegar farið að fyr­ir­komu­lag­inu verði breytt. Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lagði síð­ast­liðið haust fram frum­varp um að leyfa sölu áfengis í versl­un­um.

Verði  frum­varpið að lögum mun það  breyta starf­semi ÁTVR gríð­ar­lega. Árið 2013 voru tekjur fyr­ir­tæk­is­ins vegna áfeng­is­sölu 22,8 millj­arðar króna.

Umræðan um þessi mál hefur að mestu snú­ist um það að með sölu léttra áfengra drykkja í versl­anir muni aðgengi aukast með nei­kvæðum áhrifum á drykkju, sér­stak­lega ung­menna, hagn­aður muni fær­ast frá rík­is­sjóði til einka­fyr­ir­tækja og að vöru­úr­val muni minnka.

En minna virð­ist hafa farið fyrir umræðu um hvort það sé eðli­legt að ríki reki risa­vaxið smá­sölu­veldi sem er með ein­okun á einni lög­regri vöru.

Risa­fyr­ir­tæki á íslenskum smá­sölu­mark­aðiÁTVR er nefni­lega ekk­ert smá­fyr­ir­tæki. Það rekur 48 versl­anir út um allt land. Árið 1986, þremur árum áður en bjór­inn var leyfður aftur með lög­um, voru þær 13 tals­ins. Fjöldi þeirra hefur því nær þre­fald­ast síðan þá. Til sam­an­burðar eru þjón­ustu­stöðvar og elds­neyt­is­af­greiðslur N1, sem er með stærsta net slíkra á meðal íslenskra elds­neyt­is­sala, 95 tals­ins. Sem­sagt ein vín­búð á hverjar tvær elds­neyt­is­af­greiðslur N1. Bón­us, stærsti mat­vöru­selj­andi lands­ins, rekur 29 versl­anir um land allt. Það eru 19 færri en vín­búðir ÁTVR.

Vín­búð­unum hefur ekki bara fjölg­að. Þær hafa aukið þjón­ustu sína veru­lega, meðal ann­ars með því að vera opnar miklu oftar og lengur en áður var. Margar þeirra eru nú opnar til 20:00 á virkum dögum og til klukkan 18:00 á laug­ar­dög­um. Aðgengi hefur því auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og ára­tug­um.

ÁTVR er smásölurisi. Alls eru verslanir fyrirtækisins 48 talsins á landinu öllu. ÁTVR er smá­sölurisi. Alls eru versl­anir fyr­ir­tæk­is­ins 48 tals­ins á land­inu öllu.

Þetta hefur gerst þrátt fyrir að sér­stak­lega sé tekið fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak frá árinu 2011 að eitt þriggja mark­miða lag­anna sé að „tak­marka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skað­legum áhrifum áfeng­is- og tóbaksneyslu“.

Þessi auknu umsvif hafa skilað því að ÁTVR er smá­sölurisi á íslenska mark­aðnum í öllum sam­an­burði. Rekstar­tekjur stofn­un­ar­innar voru 27,4 millj­arðar króna á árinu 2013. Til að setja þetta í sam­hengi þá voru tekjur trygg­inga­fé­lag­anna Sjóvá og Trygg­inga­mið­stöðv­ar­innar sam­an­lagt um 28 millj­arðar króna á árinu 2013, eða lítið eitt meiri en tekjur ÁTVR.

Tekjur ÁTVR hafa vaxið mjög sam­hliða auk­inni áfeng­is­neyslu þjóð­ar­innar (seldum áfeng­is­lítrum hjá ÁTVR hefur fjölgað úr 12,4 millj­ónum árið 1999 í 18,7 millj­ónir árið 2013). Rekstr­ar­tekjur ÁTVR voru í heild 11,8 millj­arðar króna árið 1999 og þar af komu um sjö millj­arðar króna af áfeng­is­sölu. Árið 2013 skil­aði áfeng­is­salan 18,2 millj­örðum króna. Hinir rúmu níu millj­arð­arnir sem skil­uðu sér í kass­ann voru vegna sölu tóbaks.

Pen­ing­arnir fara hvort sem er í rík­is­sjóðEn hvað verður um allar þessar tekj­ur? Þorri þeirra rennur í rík­is­sjóð í formi áfeng­is­gjalds, magn­gjalds tóbaks og virð­is­auka­skatts, enda álögur á áfengi á Íslandi þær hæstu í Evr­ópu að Nor­egi und­an­skildu.

Af þeim 21,5 millj­örðum króna sem runnu í rík­is­sjóð af brúttó­sölu ÁTVR á árinu 2013 var allt nema einn millj­arður króna vegna þess­arra gjalda og myndi því skila sér í rík­is­sjóð óháð því hver sölu­að­ili áfengis og tóbaks væri. Til við­bótar greiðir ÁTVR rík­is­sjóði arð upp á rúman millj­arð króna vegna frammi­stöðu rekstr­arsins á árinu.

Þrátt fyrir þessu miklu umsvif stofn­un­ar­inn­ar, og ÁTVR er skil­greind sem stofnun í lög­um, þá er engin stjórn yfir fyr­ir­tæk­inu. Slík hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofn­unin beint undir fjár­mála­ráð­herra. Yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem sam­anstendur af Ívari J. Arn­dal for­stjóra og fram­kvæmda­stjórum, tekur þess í stað ákvarð­anir tengdar rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið sker sig þannig frá öðrum stórum fyr­ir­tækjum í opin­berri eigu, eins og til dæmis orku­fyr­ir­tækj­um, þar sem eig­and­inn kemur ekki að beinni stjórn þess. Það er nokk­urs­konar ríki í rík­inu.

Neyt­endur ánægðir með ÁTVRÞótt mis­mun­andi mein­ingar séu um það á meðal þjóð­ar­innar að afnema ein­okun ÁTVR á áfeng­is­sölu þá er ljóst að það ríkir mikil ánægja með starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og þá þjón­ustu sem það býður upp á. ÁTVR hlaut til dæmis hæstu ein­kunn allra þeirra 21 fyr­ir­tækis sem tóku þátt í Ánægju­vog­inni, mæl­ingu á ánægju við­skipta­vina þeirra. Eitt af því sem skiptir þar miklu máli er breytt vöru­úr­val.

ÁTVR hefur enda verið að auka vöru­fram­boð sitt jafnt og þétt. Í lok árs 2013 voru 2.037 vöru­teg­undir fáan­legar hjá ÁTVR, annað hvort í versl­unum fyr­ir­tæk­is­ins eða hægt að panta þær sér­stak­lega. Þetta er gríð­ar­leg aukn­ing frá því sem áður var. Þegar fyrsta sjálfs­af­greiðslu­verslun ÁTVR var opnuð í Kringl­unni árið 1986, áður hafði áfengi ein­ungis verið afgreitt „yfir borð­ið“, bauð fyr­ir­tækið upp á 550 teg­und­ir. Þetta var áður en bjór­inn var leyfður en breytir því ekki að fjór­földun í vöru­fram­boði á þeim tíma sem lið­inn er síðan þá er tölu­verð­ur.

Heimsenda­spár um lyft­ingu bjór­banns rætt­ust ekkiFram til árs­ins 1989 var bannað að kaupa bjór á Íslandi. Þegar frum­varp um að afnema það bann var lagt fram á Alþingi komu fram mörg sömu rök og sett eru fram í umræð­unum í dag, þegar rætt er um að færa verslun með bjór og létt­vín inn í mat­vöru­versl­an­ir. Í BA-­rit­gerð Guð­jóns Ólafs­sonar í félags- og fjöl­miðla­fræði frá árinu 2012, sem ber nafnið „Bar­áttan um bjór­inn“, er fjallað ítar­lega um afnám bjór­banns­ins og afleið­ingar þess.

Steingrímur J. Sigfússon var ekkert sérstaklega hlynntur afléttingu bjórbannsins. Stein­grímur J. Sig­fús­son var ekk­ert sér­stak­lega hlynntur aflétt­ingu bjór­banns­ins.

Þar er meðal ann­ars vitnað í ræður þing­manna þess tíma. Einn þeirra sem var mjög á móti aflétt­ingu bjór­banns­ins var Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá þing­maður Alþýðu­banda­lags­ins en situr í dag sem þing­maður Vinstri grænna.  Hann flutti ræðu í neðri deild þings­ins árið 1988. Í henni sagði: „Ég ótt­ast að áfengt öl, sér­stak­lega létt­ara ölið, getið orðið fyrsta sporið inn á braut vímu­efn­anna, t.d. fyrir ung­ling­ana, geti leitt til þess að aldur áfeng­is­neysl­unnar fær­ist niður og þetta verði svo lágur þrösk­uldur að stíga yfir að mati gæslu­manna, for­eldr­anna og ann­arra slíkra aðila, að á því verði ekki tekið jafn­al­var­lega og ef um aðrar teg­undir vímu­gjafa, sterkara áfengi, væri að ræða“.

Geir Gunn­ars­son, sam­flokks­maður Stein­gríms, sagði í sömu umræðum að hann teldi „einnig að þau gögn, sem fyrir liggja, bendi jafn­framt til þess að sú við­bót­ar­neysla gæti komið fram í auk­inni hvers­dags­drykkju, jafn­vel vinnu­staða­drykkju í ein­hverjum mæli“.

Bjór í stað­inn fyrir kaffiAð­al­heiður Bjarn­freða­dótt­ir, þáver­andi þing­kona Borg­ara­flokks­ins, ótt­að­ist um að bjór kæmi í stað kaffi­drykkju. Í ræðu hennar sagði: „Ég er viss um að bjór­inn verður ákaf­lega mik­ill pen­inga­þjófur því að þegar hann verður leyfður eða ef hann verður leyfður verður keppst við að hafa hann í ísskápn­um. Þá verður boð­inn bjór í stað­inn fyrir kaffi. Við erum orðin allt of fínt fólk til að vera að bjóða þennan gamla þjóð­ar­drykk okk­ar. Það verður boð­inn bjór í stað­inn fyrir kaffi. Og hann verður miklu, miklu meiri freist­ing fyrir ung­ling­ana, mér liggur við að segja börn­in, en sterka vínið þó að það geti verið nógu slæmt á heim­il­u­m“.

Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Alþýðu­banda­lags­ins, var mikil tals­kona þess að bjór­inn yrði leyfð­ur. Í ræðu hennar sagði meðal ann­ars: „„Heild­ar­neysla áfengis segir nákvæm­lega ekki neitt um drykkjusiði þjóð­ar­inn­ar. Þeir verða ekki í lagi fyrr en þjóð­inni hefur lærst að fara með áfenga drykki eins og siðað fólk. Von okkar sem teljum æski­legra að fólk neyti léttra áfengra drykkja en sterkra er sú að einn góðan veð­ur­dag renni upp sú stund að það verði heldur litið niður á fólk sem sést á almanna­færi áber­andi drukk­ið. Það eru nefni­lega engir mannasið­ir.“

Síðar í umræð­unni sagði Guð­rún: „Sú er óbif­an­lega skoðun mín að gott og heil­brigt þjóð­fé­lag eigi að byggj­ast á því að sér­hver heil­brigður ein­stak­lingur beri ábyrgð á eigin lífi, að hann verði að axla þá ábyrgð að velja og hafna. Þann bikar hvorki vil ég né tel rétt að taka frá öðru fólki“.

Dró veru­lega úr ölv­un­arakstriSegja má að efa­semd­ar­fólkið sem vildi ekki sjá bjór­inn leyfðan hafi að ein­hverju leyti haft rétt fyrir sér, en að mörgu leyti mjög rangt. Neysla áfengis hefur vissu­lega auk­ist töl­ur­vert eftir að bjór­inn var leyfður en neysla á sterku áfengi hefur að sama skapi dreg­ist sam­an. Fólk virð­ist því drekka meira en minna ein­vörð­ungu til þess að verða mjög ölv­að.

Í rit­gerð Guð­jóns er vitnað í rann­sókn rann­sókn Þór­odds Bjarna­sonar frá árinu 2007 um neyslu 15 og 16 ára ung­menna sem sýndi að mark­tækt hefði dregið úr ung­linga­drykkju á milli áranna 1995 og 2007. Íslenskir ung­lingar drekka auk þess sjaldnar áfengi en jafn­aldrar þeirra í Evr­ópu.

Guð­jón fjallar einnig um áhrif aflétt­ingu bjór­banns­ins á ölv­un­arakstur í rit­gerð sinni. Nið­ur­staða þeirrar skoð­unar er sú að ölv­un­arakstur hafi farið minnk­andi eftir aflétt­ingu þess og  fari í raun minnk­andi með hverju árinu sem líð­ur. Á tíma­bil­inu 1970 til 1980 voru að með­al­tai 1.411 ein­stak­lingar á hverja 100 þús­und íbúa teknir ölv­aðir undir stýri. Á þeim ára­tug hélst ölv­un­arakstur í hendur við aukna áfeng­is­neyslu.

Á árunum 2000-2010 voru þeir mun færri, eða 638 að með­al­tali á ári. Og þeim fór fækk­andi eftir því sem á leið. Árið 2010 voru þeir ein­ungis 407. Á þessu tíma­bili hefur áfeng­is­neysla því auk­ist en dregið hefur úr ölv­un­arakstri.

Frétta­skýr­ingin er upp­færð útgáfa af annarri slíkri sem birt­ist í app-­út­gáfu Kjarn­ans í ágúst 2014.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None