Allir prentmiðlar utan DV döluðu í lestri í júlí

19266378666_d106a87471_b.jpg
Auglýsing

Lestur allra dag­blaða lands­ins nema DV dróst saman í júlí­mán­uði. Mestur var sam­drátt­ur­inn hjá Frétta­tím­an­um, en lestur hans minnk­aði um 1,26 pró­sentu­stig í mán­uð­in­um. Morg­un­blaðið tap­aði 0,6 pró­sentu­stig­um, Frétta­blaðið 0,35 pró­sentu­stigum og Við­skipta­blaðið 0,42 pró­sentu­stig­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum um þróun á lestri prent­miðla frá Gallup sem birtar voru á föstu­dag.

 

DV spyrnir sér af botn­inum

Lestur DV heldur áfram að bragg­ast lít­il­lega eftir að hafa hrunið í kjöl­far eig­enda­skipta í fyrra­haust. Nú lesa 9,22 pró­sent lands­manna á aldr­inum 18-80 ára blað­ið. Í maí og júní var það hlut­fall 8,6 pró­sent. DV er samt sem áður tölu­vert frá því sem hann var á meðan að Reynir Trausta­son, fyrrum aðal­eig­andi DV og rit­stjóri blaðs­ins, og sam­starfs­menn hans stýrðu blað­inu. Í mars 2014 lásu 12,34 pró­sent lands­manna blað­ið.

Auglýsing

Í dag er stærsti eig­andi og útgef­andi DV Björn Ingi Hrafns­son. Útgáfu­fé­lag hans heldur líka úti vef­miðl­unum DV.is, Eyj­an.is, Press­an.is og Bleikt.­is. Blaðið hefur aðeins verið að rétta út kútnum í síð­ustu lestr­ar­könn­unum eftir að hafa náð sögu­legum botni í lestri í apríl síð­astl­inum þegar lestur þess mæld­ist ein­ungis 7,44 pró­sent.

Frétta­blaðið misst rúm­lega fimmt­ung á fimm árumFrétta­tím­inn kom fyrst út í októ­ber 2014 og er dreift frítt í 83 þús­und ein­tökum á heim­ili fólks. Þegar Frétta­tím­inn kom fyrst inn í mæl­ingar Gallup í mars 2011 mæld­ist með­al­lestur blaðs­ins 41,75 pró­sent. Þorra þess tíma sem liðið hefur frá fyrstu mæl­ing­unni hefur blaðið mælst með yfir 40 pró­sent lest­ur. Í mars 2014 varð breyt­ing þar á þegar lest­ur­inn fór niður í 39,78 pró­sent.

Í kjöl­farið féll hann skarpt og í sept­em­ber það ár var hann 36,95 pró­sent. Eftir að hafa tekið stökk upp á við í lestr­ar­könn­unum í vor hefur lestur Frétta­tím­ans dalað á ný í síð­ustu könn­un­um. Nú lesa 37,42 pró­sent lands­manna á aldr­inum 18 til 80 blaðið og lest­ur­inn nálg­ast þá lægð sem hann var komin í fyrir ári síð­an.

Hitt frí­blað­ið, Frétta­blað­ið, heldur áfram að dala hægt og rólega í lestri. Nú lesa 51,01 pró­sent lands­manna það. Lestur blaðs­ins fallið skarpt þegar litið er yfir lengra tíma­bil og alls um rúm­lega 20 pró­sent á síð­ustu fimm árum. Frétta­blað­inu er dreift frítt inn á heim­ili lands­ins í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar.Helm­ingi færri lesa Morg­un­blaðiðMorg­un­blaðið er elsta starf­andi dag­blað lands­ins. Það kom fyrst út í nóv­em­ber 1913 og hefur verið risi á íslenskum dag­blaði nán­ast alla tíð síð­an. Þ.e. fyrir utan allra síð­ustu ár þegar fjarað hefur hratt undan sterkri stöðu blaðs­ins.

Í maí 2006 var með­al­lestur á Morg­un­blaðið 54,3 pró­sent, sam­kvæmt mæl­ingum Gallup sem þá mældu lestur Íslend­inga á aldr­inum 12 til 80 ára. Í dag mælir Gallup lestur Íslend­inga á aldr­inum 18 til 80 ára.

Í jan­úar 2009, tæpum þremur árum síð­ar, var lest­ur­inn kom­inn niður í 42,72 pró­sent og í sept­em­ber 2014 28,9 pró­sent. Í nýliðnum júlí var hann 28,74 pró­sent. Les­endur Morg­un­blaðs­ins voru því tæp­lega helm­ingi fleiri árið 2006 en þeir eru í dag.

Lang­mesta brott­fallið hefur verið í hópi les­enda undir fimm­tugu. Nú lesa ein­ungis rúm­lega 19 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18 til 49 ára Morg­un­blað­ið.

Við­skipta­blað­ið, áskrift­ar­blað sem kemur út einu sinni í viku og ein­blínir á umfjöllun um við­skipti og efna­hags­mál, heldur áfram að sýna stöð­ug­leika og mælist nú með 11,84 pró­sent lest­ur. Lestur þess hefur tekið kipp það sem af er ári og í maí mæld­ist hann 12,4 pró­sent, sem er mesti lestur sem blaðið hefur mælst með síðan að það kom aftur inn í mæl­ingar Gallup í júní 2011.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None