Allir prentmiðlar utan DV döluðu í lestri í júlí

19266378666_d106a87471_b.jpg
Auglýsing

Lestur allra dag­blaða lands­ins nema DV dróst saman í júlí­mán­uði. Mestur var sam­drátt­ur­inn hjá Frétta­tím­an­um, en lestur hans minnk­aði um 1,26 pró­sentu­stig í mán­uð­in­um. Morg­un­blaðið tap­aði 0,6 pró­sentu­stig­um, Frétta­blaðið 0,35 pró­sentu­stigum og Við­skipta­blaðið 0,42 pró­sentu­stig­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum um þróun á lestri prent­miðla frá Gallup sem birtar voru á föstu­dag.

 

DV spyrnir sér af botn­inum

Lestur DV heldur áfram að bragg­ast lít­il­lega eftir að hafa hrunið í kjöl­far eig­enda­skipta í fyrra­haust. Nú lesa 9,22 pró­sent lands­manna á aldr­inum 18-80 ára blað­ið. Í maí og júní var það hlut­fall 8,6 pró­sent. DV er samt sem áður tölu­vert frá því sem hann var á meðan að Reynir Trausta­son, fyrrum aðal­eig­andi DV og rit­stjóri blaðs­ins, og sam­starfs­menn hans stýrðu blað­inu. Í mars 2014 lásu 12,34 pró­sent lands­manna blað­ið.

Auglýsing

Í dag er stærsti eig­andi og útgef­andi DV Björn Ingi Hrafns­son. Útgáfu­fé­lag hans heldur líka úti vef­miðl­unum DV.is, Eyj­an.is, Press­an.is og Bleikt.­is. Blaðið hefur aðeins verið að rétta út kútnum í síð­ustu lestr­ar­könn­unum eftir að hafa náð sögu­legum botni í lestri í apríl síð­astl­inum þegar lestur þess mæld­ist ein­ungis 7,44 pró­sent.

Frétta­blaðið misst rúm­lega fimmt­ung á fimm árumFrétta­tím­inn kom fyrst út í októ­ber 2014 og er dreift frítt í 83 þús­und ein­tökum á heim­ili fólks. Þegar Frétta­tím­inn kom fyrst inn í mæl­ingar Gallup í mars 2011 mæld­ist með­al­lestur blaðs­ins 41,75 pró­sent. Þorra þess tíma sem liðið hefur frá fyrstu mæl­ing­unni hefur blaðið mælst með yfir 40 pró­sent lest­ur. Í mars 2014 varð breyt­ing þar á þegar lest­ur­inn fór niður í 39,78 pró­sent.

Í kjöl­farið féll hann skarpt og í sept­em­ber það ár var hann 36,95 pró­sent. Eftir að hafa tekið stökk upp á við í lestr­ar­könn­unum í vor hefur lestur Frétta­tím­ans dalað á ný í síð­ustu könn­un­um. Nú lesa 37,42 pró­sent lands­manna á aldr­inum 18 til 80 blaðið og lest­ur­inn nálg­ast þá lægð sem hann var komin í fyrir ári síð­an.

Hitt frí­blað­ið, Frétta­blað­ið, heldur áfram að dala hægt og rólega í lestri. Nú lesa 51,01 pró­sent lands­manna það. Lestur blaðs­ins fallið skarpt þegar litið er yfir lengra tíma­bil og alls um rúm­lega 20 pró­sent á síð­ustu fimm árum. Frétta­blað­inu er dreift frítt inn á heim­ili lands­ins í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar.Helm­ingi færri lesa Morg­un­blaðiðMorg­un­blaðið er elsta starf­andi dag­blað lands­ins. Það kom fyrst út í nóv­em­ber 1913 og hefur verið risi á íslenskum dag­blaði nán­ast alla tíð síð­an. Þ.e. fyrir utan allra síð­ustu ár þegar fjarað hefur hratt undan sterkri stöðu blaðs­ins.

Í maí 2006 var með­al­lestur á Morg­un­blaðið 54,3 pró­sent, sam­kvæmt mæl­ingum Gallup sem þá mældu lestur Íslend­inga á aldr­inum 12 til 80 ára. Í dag mælir Gallup lestur Íslend­inga á aldr­inum 18 til 80 ára.

Í jan­úar 2009, tæpum þremur árum síð­ar, var lest­ur­inn kom­inn niður í 42,72 pró­sent og í sept­em­ber 2014 28,9 pró­sent. Í nýliðnum júlí var hann 28,74 pró­sent. Les­endur Morg­un­blaðs­ins voru því tæp­lega helm­ingi fleiri árið 2006 en þeir eru í dag.

Lang­mesta brott­fallið hefur verið í hópi les­enda undir fimm­tugu. Nú lesa ein­ungis rúm­lega 19 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18 til 49 ára Morg­un­blað­ið.

Við­skipta­blað­ið, áskrift­ar­blað sem kemur út einu sinni í viku og ein­blínir á umfjöllun um við­skipti og efna­hags­mál, heldur áfram að sýna stöð­ug­leika og mælist nú með 11,84 pró­sent lest­ur. Lestur þess hefur tekið kipp það sem af er ári og í maí mæld­ist hann 12,4 pró­sent, sem er mesti lestur sem blaðið hefur mælst með síðan að það kom aftur inn í mæl­ingar Gallup í júní 2011.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None