Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi í tilvistarkreppu...nema Píratar

14097553020_256318782f_z.jpg
Auglýsing

Það hefur átt sér stað eðl­is­breyt­ing á fylgi stjórn­mála­flokka á und­an­förnum mán­uð­um. Og hún virð­ist vera að festa sig í sessi. Í henni felst að Píat­ar, flokkur sem stendur fyrst og fremst fyrir beint lýð­ræði og gagn­sæi, er langstærsti flokkur lands­ins. Hefð­bundnu valda­flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, mæl­ast með lægra fylgi en í verstu kosn­inga­nið­ur­stöðum sínum í sög­unni. Miðju- og vinstri­flokkar í stjórn­ar­and­stöðu græða hins vegar ekk­ert á þeim óvin­sæld­um. Sam­fylk­ingin glímir við svo stór­kost­lega til­vist­ar­kreppu að hún gæti gert út af við ­flokk­inn, Vinstri grænir eru með vin­sælan for­mann en lítið fylg­i og Björt fram­tíð er í frjálsu falli eftir að taugin við Besta flokk­inn rofn­aði.

Píratar eru eini flokkur lands­ins sem er ánægður með stöðu sína. Það eru sann­ar­lega áhuga­verðir tímar í íslenskri póli­tík þessi dægrin.

Stóru málin í höfn en fylgið lækkar

Það hlýtur að vera áhyggju­efni fyrir rík­is­stjórn sem hef­ur, að minnsta kosti að eigin mati, unnið mikla pólitiskra sigra með því að standa við kosn­inga­lof­orð um lækkun verð­tryggðra hús­næð­is­lána og sem virð­ist vera að sigla í höfn lausn á því gríð­ar­lega stóra vanda­máli sem slitabú föllnu bank­anna eru fyrir íslenskt efna­hags­líf eru, séu ekki að skila henni neinu við­bót­ar­fylgi. Þegar við bæt­ist að á Ísland­i er hag­vöxt­ur, lág verð­bólga, afgangur af rík­is­rekstr­inum og lítið atvinnu­leysi þá virð­ist erfitt að sjá hvað það er, út frá hefð­bundum efna­hags­legum mæli­kvörð­um, sem valdi því að rík­is­stjórn njóti jafn lít­illa vin­sælda og raun bera vitni.

Auglýsing

Nú hafa birst tvær skoð­ana­kann­anir frá því að áætlun um losun hafta var kynnt. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lagt mikla áherslu á að nið­ur­staðan í því máli sé afleið­ing af harðri stefnu flokks­ins gagn­vart „er­lendum hrægamma­sjóð­u­m“. Fyrsta könn­un­in, sem Frétta­blaðið birti í síð­ustu viku, sýndi hins vegar 8,5 pró­sent fylgi við Fram­sókn­ar­flokk­inn sem myndi skila honum fimm þing­mönn­um. Hann hefur 19 slíka í dag.

Önnur könn­unin birt­ist síðan í dag, en hún var gerð af MMR.  Þar mæld­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins aðeins hærra, eða með tíu pró­sent fylgi. Það dróst hins vegar saman frá könnun MMR sem birt var 2. júní síð­ast­lið­inn, þegar Fram­sókn mæld­ist með 11,3 pró­sent fylgi.

Þegar miðað er við nið­ur­stöðu síð­ustu kosn­inga er fall Fram­sókn­ar­flokks­ins mest allra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi, en flokk­ur­inn fékk 24,4 pró­sent atkvæða í alþing­is­kosn­ing­unum vorið 2013. Í dag er fylgi flokks­ins ein­ungis 40 pró­sent af því sem það var þá.

Til að setja lágt fylgi flokks­ins í sögu­legt sam­hengi þá er hægt að benda á að lægsta fylgi sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur nokkru sinni fengið í alþing­is­kosn­ingum var árið 2007 þegar hann fékk 11,7 pró­sent atkvæða.

Með minna fylgi en árið 2009

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur nán­ast án und­an­tekn­inga verið stærsti flokkur lands­ins. Um ára­tuga­skeið var fylgi flokks­ins oft­ast yfir 35 pró­sent. Árið 1999, þegar Davíð Odds­son leiddi Sjálf­stæð­is­flokk­inn og rík­is­stjórn lands­ins, fékk flokk­ur­inn 40,7 pró­sent fylgi og í síð­ustu kosn­ing­unum fyrir hrun, árið 2007, fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, undir for­ystu Geirs H. Haar­de, 36,6 pró­sent atkvæða.

Eftir hrun hefur flokk­ur­inn hins vegar þurft að takast á við gjör­breyttan veru­leika. Hann fékk sína verstu kosn­ingu í sögu sinni árið 2009 þegar Bjarni Bene­dikts­son leiddi hann í fyrsta sinn í gegnum slík­ar. Þá fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 23,7 pró­sent atkvæða og ell­efu þús­und atkvæðum færri en Sam­fylk­ing­in.Nið­ur­staðan vorið 2013 varð aðeins skárri, 26,7 pró­sent atkvæða og flokk­ur­inn varð aftur stærstur í land­inu. Þetta var samt sem áður næst versta útkoma Sjálf­stæð­is­flokks­ins í alþing­is­kosn­ingum í rúm­lega 30 ár. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk minna fylgi í þessum tveimur kosn­ing­um, 2009 og 2013, en hann fékk árið 1987 þegar klofn­ings­fram­boðið Borg­ara­flokk­ur­inn fékk tæp­lega ell­efu pró­sent fylgi.

Fylgi flokks­ins hefur oft­ast nær mælst tölu­vert undir kjör­fylgi það sem af er því kjör­tíma­bili sem nú stendur yfir. Lægst mæld­ist það hjá MMR 21,2 pró­sent í könnun sem var birt 2. júní síð­ast­lið­inn. Það er raunar lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Í könn­un­inni sem var birt í dag eykst fylgið lit­il­lega en er enn langt frá því sem Sjálf­stæð­is­menn telja ásætt­an­legt. Nú mælist fylgið 23,3 pró­sent.

Í nið­ur­broti á fylgi við flokka eftir aldri og tekj­um, sem MMR birti í lok maí síð­ast­lið­ins kom í ljós ákveðið mynstur í kjós­enda­hópi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja. Þeir njóta mun meiri stuðn­ings hjá eldra og tekju­hærra fólki en því sem er yngra og tekju­lægra.

Stöðugir Píratar stand­ast árásirPírat­ar, sem eru með þrjá þing­menn, halda áfram að vera sá flokkur sem lang­flestir Íslend­ingar gætu hugsað sér að kjósa. Auknar vin­sældir flokks­ins á und­an­förnum mán­uðum eru raunar alveg ótrú­leg­ar. Píratar fengu 5,1 pró­sent atkvæða í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum og rétt skriðu yfir fimm pró­sent þrösk­uld­inn sem þarf til að fá menn inn á þing. Framan af kjör­tíma­bil­inu óx fylgi við flokk­inn nokkuð jafnt og þétt og í jan­úar 2015 mæld­ist það 12,8 pró­sent og hafði aldrei mælst hærra. Það átti þó eftir að breyt­ast.

Eftir að hafa tekið risa­stökk í könnun í mars (fylgið mæld­ist þá 23,9 pró­sent) hefur flokk­ur­inn nú mælst með yfir 30 pró­sent fylgi í fjórum könn­unum MMR í röð. Kann­anir Frétta­blaðs­ins og Gallup sýna einnig svip­aðar nið­ur­stöð­ur. Í nýj­ustu könnun MMR mæl­ast Píratar með 32,4 pró­sent fylgi sem þýðir að þeir yrðu langstærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins ef kosið yrði nú.

Sam­hliða auknum vin­sældum hefur gagn­rýni póli­tískra and­stæð­inga á Pírata þyngst mik­ið. Þeim hefur meðal ann­ars verið legið á hálsi að mæta illa á nefnd­ar­fundi og fyrir að hafa enga stefnu í lyk­il­mál­um. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði síð­ast í við­tali við DV í morgun að það væri mikið áhyggju­efni fyrir sam­fé­lagið allt ef bylt­ing­ar­flokkur eins og Píratar „með mjög óljósar hug­myndir um lýð­ræði og flokkar sem vilja umbylta grunn­stoðum sam­fé­lags­ins nái áhrif­um“. Þessi gagn­rýni virð­ist þó ekk­ert bitna á fylgi Pírata. Að minnsta kosti enn sem komið er.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, þykir hafa staðið sig vel að undanförnu og margir þakka ekki síst honum fylgisaukningu Pírata hér á landi. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, þykir hafa staðið sig vel að und­an­förnu og margir þakka ekki síst honum fylg­is­aukn­ingu Pírata hér á land­i.

 

Björt fram­tíð hrap­aði eftir að Jón Gnarr afneit­aði flokknumÞað eiga fleiri stjórn­mála­flokkar við til­vist­ar­kreppu að etja en stjórn­ar­flokk­arn­ir. Nýja­brumið og fersk­leik­inn sem Björt fram­tíð hafði hefur horfið mjög snögg­lega á und­an­förnum mán­uð­um. Flokk­ur­inn mæld­ist með tæp­lega 22 pró­sent fylgi í fyrra­haust en það sem af er árinu 2015 hefur fylgi hans verið í frjálsu falli. Nú mælist það 6,8 pró­sent, sem er undir kjör­fylgi flokks­ins í síð­ustu kosn­ingum (Björt fram­tíð fékk þá 8,2 pró­sent atkvæða).

Hvað valdi þessum fylg­is­flótta hjá flokki sem er í stjórn­ar­and­stöðu er erfitt að full­yrða um. Það er hins vegar stað­reynd að fylgið hefur dreg­ist mjög skarpt saman eftir að Heiða Kristín Helga­dótt­ir, fyrrum stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíðar og náinn sam­starfs­maður Jóns Gnarr í gegnum árin, hætti í des­em­ber og eftir að Jón Gnarr opin­ber­aði að hann væri ekki í Bjartri fram­tíð í mars, en Jón var í fimmta sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fyrir síð­ustu alþing­is­kosn­ing­ar. Jón, sem leiddi Besta flokk­inn til sig­urs í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík árið 2010, sagði þá í stöðu­upp­færslu á Face­book: „Björt fram­tíð er ekki Besti flokk­ur­inn þótt margir haldi því fram í ein­hverjum póli­tískum til­gangi að ég held. Ég er ekki með­limur í neinum stjórn­mála­flokki núna, svo ég viti. Ég er ekki með­limur í Bjartri fram­tíð. Ég fylgi engum sér­stökum flokki að málum frekar en öðr­um. Ég er heldur ekki á móti neinum flokki.“

Með brott­hvarfi Heiðu Krist­ínar og afneitun Jóns rofn­aði mjög hin sterka teng­ing Bjartrar fram­tíðar við Besta flokk­inn, sem naut fádæma vin­sælda á meðan hann var til. Per­sónu­fylgi Guð­mundar Stein­gríms­son­ar, for­manns flokks­ins, virð­ist líka vera lít­ið. Í nýlegri könnun MMR sögð­ust ein­ungis fjögur pró­sent aðspurðra telja hann vera fæddan leið­toga.

Jón Gnarr var gríðarlega vinsæll borgarstjóri í Reykjavík og Besti flokkur hans fékk 34,7 prósent atkvæða í sveitastjórnarkosningunum 2010. Margir tengdir því framboði tóku síðar þátt í að stofna stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð sem naut framan af töluverðs fylgis í könnunum. Svo virðist sem fylgið hafi dalað eftir því sem Besta flokks tengingin hefur dofnað. Jón Gnarr var gríð­ar­lega vin­sæll borg­ar­stjóri í Reykja­vík og Besti flokkur hans fékk 34,7 pró­sent atkvæða í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2010. Margir tengdir því fram­boði tóku síðar þátt í að stofna stjórn­mála­flokk­inn Bjarta fram­tíð sem naut framan af tölu­verðs fylgis í könn­un­um. Svo virð­ist sem fylgið hafi dalað eftir því sem Besta flokks teng­ingin hefur dofn­að.

 

Afar slæm staða ­Sam­fylk­ingarSá flokkur sem virð­ist í mestum vand­ræðum allra er Sam­fylk­ing­in, flokkur sem átti að sam­eina vinstri­menn lands­ins og mynda annan turn í íslenskum stjórn­málum til mót­vægis við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Flokk­ur­inn fékk 26,8 pró­sent atkvæða þegar hann bauð fyrst fram árið 1999, 31 pró­sent í kosn­ing­unum 2003, 26,8 pró­sent árið 2007 og 29,8 pró­sent í alþing­is­kosn­ing­unum árið 2009. Eftir þær kosn­ingar var Sam­fylk­ingin stærsti flokkur lands­ins og leiddi fyrstu hreinu vinstri­st­jórn­ina.Flokk­ur­inn beið hins vegar afhroð í kosn­ing­unum í apríl 2013 og fékk ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða. Aldrei nokkru sinni í sögu íslenskra stjórn­mála hefur einn flokkur tapað jafn miklu fylgi á milli kosn­inga og Sam­fylk­ingin gerði á milli áranna 2009 og 2013.

Þrátt fyrir miklar óvin­sældir sitj­andi rík­is­stjórn­ar, skarpar víg­línur innan stjórn­mál­anna á kjör­tíma­bíl­inu og hörð­ustu vinnu­mark­aðs­deilur sem átt hafa sér stað á Íslandi í ára­tugi hefur jafn­að­ar­manna­flokkur lands­ins ekki náð að höfða til kjós­enda. Þvert á móti. Fylgið mælist nú 11,6 pró­sent, eða minna en í síð­ustu kosn­ing­um.

Árni Páll Árna­son, for­maður flokks­ins, mælist með mjög lítið per­sónu­fylgi í könn­unum og virð­ist ekki trekkja kjós­endur að flokkn­um. Í könnun MMR sem birt var í lok apríl sögðu til dæmis þrjú pró­sent aðspurðra að hann væri fæddur leið­togi. Engin stjórn­málafor­ingi mæld­ist lægri í þeim flokki. Sex pró­sent svar­enda taldi að Árni Páll skil­aði árangri.

Innan flokks virð­ast líka ýmsir hafa áhyggjur af því að Árni Páll sé ekki rétti mað­ur­inn til að rífa upp fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dótt­ur, þing­manns flokks­ins, til for­manns flokks­ins í mars síð­ast­liðnum var til marks um það. Árni Páll sigr­aði kosn­ing­arnar með einu atkvæði og sat mun veik­ari eft­ir.

Vinstri græn á sínum sögu­lega slóðumVinstri græn er á svip­uðum slóðum í fylgi og flokk­ur­inn hefur að jafn­aði verið frá því að hann bauð fyrst fram árið 1999. Þá fékk hann 9,1 pró­sent atkvæða. Fjórum árum síðar fékk flokk­ur­inn 8,8 pró­sent og árið 2007 14,35 pró­sent.

Í kjöl­far bús­á­hald­ar­bylt­ing­ar­innar 2009 unnu Vinstri grænir sinn stærsta kosn­inga­sigur þegar flokk­ur­inn fékk 21,7 pró­sent atkvæða og fjórtán þing­menn kjörna. Sú mikla fylg­is­sveifla staldr­aði þó stutt við og í kosn­ing­unum 2013 var fylgið komið aftur niður í kunnu­lega stærð, 10,9 pró­sent.

Í dag mælist fylgið 10,5 pró­sent og hefur oft­ast verið á þeim slóðum á þessu kjör­tíma­bili sam­kvæmt mæl­ing­um.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur mikils persónufylgis. Það skilar sér hins vegar ekki til flokks hennar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, nýtur mik­ils per­sónu­fylg­is. Það skilar sér hins vegar ekki til flokks henn­ar.

Per­sónu­fylgi leið­toga flokks­ins, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, er hins vegar mjög mikið og ljóst virð­ist að margir kjós­endur gætu hugsað sér að kjósa hana en ekki flokk henn­ar. Rit­höf­und­ur­inn Jón Kalman Stef­áns­son skrif­aði grein sem birt­ist á Kjarn­anum í byrjun maí­mán­aðar þar sem hann kall­aði eftir því að vinstri- og jafn­að­ar­menn fylki sér á bak­við Katrínu Jak­obs­dóttir sem leið­toga nýs sam­eig­in­legs fram­boðs í anda R-list­ans. „Ef hún hefur áhuga á að hrifsa sam­fé­lagið úr járn­klóm hags­muna, nýfrjáls­hyggju og lýð­skrumara, þá verður hún að stíga fram og sam­eina vinstri– og miðju­menn að baki sér. Og aðrir for­ystu­menn eiga að víkja. Þeir eiga að taka hags­muni þjóðar fram yfir per­sónu­legan metnað og verða ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hennar tími er ein­fald­lega runn­inn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr,“ sagði Jón Kalman í grein­inni.

Áhuga­vert verður að sjá hvort stöðugt slök staða Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíðar og Vinstri grænna sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum muni leiða til ein­hvers­konar sam­starfs flokk­anna um fram­boð fyrir næstu kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tæp tvö ár. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja í dag er að minnsta kosti ekk­ert til að hrópa húrra yfir, eða 28,9 pró­sent. Það er umtals­vert lægra en fylgi Pírata og minna en Sam­fylk­ingin fékk ein og sér í kosn­ing­unum 2009. Það er líka minna en sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna tveggja, sem saman eru með 33,3 pró­sent fylgi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None