Makrílkvóta úthlutað til smábáta - Gæti umbreyst í mikil verðmæti

13223647734_9b7d6a5fec_k-1.jpg
Auglýsing

Á dög­unum ákvað Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra með sér­stakri reglu­gerð að breyta fyr­ir­komu­lagi við veiðar smá­báta á mak­ríl. Fyrir kom­andi ver­tíð sem hefst nú innan skamms verður mak­ríl­kvóta í fyrsta sinn úthlutað niður á ein­staka báta. Úthlut­unin mun byggja á afla­reynslu áranna 2009-2014 eftir ákveð­inni for­múlu.  Á síð­ustu árum hefur gilt svo­kallað „ólympískt“ fyr­ir­komu­lag.  Það felst í því að smá­báta­flokknum í heild er úthlutað heild­ar­kvóta fyrir kom­andi ver­tíð og svo hefur smá­bátum með gild veiði­leyfi verið frjálst að veiða þangað til heild­ar­kvót­anum er náð.

Þetta fyr­ir­komu­lag hefur haft það í för með sér að fjöl­margir útgerð­ar­menn smá­báta hafa verið kapp­samir að veiða sem allra mest þangað til heild­ar­kvót­anum er náð. Sókn­ar­þung­inn hefur því verið tals­vert mik­ill. Alls fá nú 192 smá­bátar úthlut­uðum mak­ríl­kvóta fyrir kom­andi ver­tíð. Um 86 af þessum bátum fá þó ein­ungis tíu tonn og minna í sinn hlut.  Tutt­ugu stærstu kvóta­haf­arnir munu verða með um 50 pró­sent af kvóta smá­bát­anna. Flestir stærstu kvóta­haf­arnir koma af sunn­an- og vest­an­verðu land­inu þar sem veiðin hefur verið best.  Ef þessi úthlutun nú niður á ein­staka báta mun leiða til þess að var­an­leg afla­hlut­deild muni í fram­tíð­inni byggja á henni er ljóst að umtals­verð verð­mæti verða til fyrir við­kom­andi útgerð­ir. Of snemmt er að segja til um hvernig þau mál þró­ast þar sem mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra er í mik­illi óvissu á þing­inu.

Hlut­deild smá­báta nálægt 5% af heildÚt­gerð­ar­menn smá­báta hafa á síð­ustu árum náð sífellt betri tökum á veiðum á mak­ríl á sér­stak­lega útbúin veið­ar­færi. Afla­hæstu bát­arnir hafa veitt nokkur hund­ruð tonn á hverri ver­tíð og afl­inn hefur nán­ast allur farið til mann­eld­is­vinnslu. Útgerð­ar­menn bát­anna hafa smám saman þróað og fjár­fest fyrir umtals­verðar fjár­hæðir í veið­ar­færum fyrir veið­arnar með góðum árangri. Hlut­deild smá­báta í heildar mak­ríl­kvót­anum hefur hækkað á und­an­gengnum árum og nam í fyrra tæpum 5 pró­sent en þá veiddu smá­bátar um 7.400 tonn.  Líkt og hjá stóru upp­sjáv­ar­skip­unum hefur til­koma mak­ríls verið mikil lyfti­stöng fyrir margar byggðir og hafa margar smá­báta­út­gerðir fengið umtals­vert meiri verk­efni á sína báta fyrir vik­ið.

Lands­sam­band smá­báta­eig­anda ósátt við ráð­herraAt­hygli vekur að stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda seg­ist veru­lega ósátt við þessa úthlutun á mak­ríl­kvóta niður á ein­staka báta og telur ákvörðun Sig­urðar Inga for­kast­an­lega í til­kynn­ingu. Stjórn Lands­sam­bands­ins vill hafa fyr­ir­komu­lagið óbreytt frá fyrra ári – þ.e.a.s. „ólympískt“ fyr­ir­komu­lag en vill að heild­ar­kvóti smá­báta­flokks­ins verði stór­auk­inn og hefur horft til þess að í Nor­egi nemur hlut­deild smá­báta í heildar mak­ríl­veið­inni um 16 pró­sent­um. Þá telur stjórnin að með þess­ari reglu­gerð ráð­herra muni kvóta­setn­ingin sér­stak­lega gagn­ast þeim útgerðum smá­báta sem allra mest hafa veitt á und­an­gengnum árum en síður þeim sem síðar hófu veið­arnar og hafa nýlega fjár­fest í dýrum veið­ar­færa­út­bún­aði.

Mak­ríl­frum­varpið í óvissuÞessi reglu­gerð um fyr­ir­komu­lag við veiðar smá­báta hefur verið gefin út þótt óvíst sé nú hvernig mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra muni á end­anum líta út.  Frum­varpið hefur nú um nokk­urt skeið verið í með­förum atvinnu­vega­nefndar og ýmsar breyt­ing­ar­til­lögur hafa verið ræddar en nið­ur­staða liggur ekki fyr­ir. Svo gæti farið að frum­varpið næði ein­fald­lega ekki fram að ganga.  Ef svo verður mun veið­unum verða stýrt með útgáfu reglu­gerða sem gilda til árs í senn líkt og verið hefur und­an­farin ár.

Tutt­ugu stærstu með um 50% kvót­ansSmá­bátar af Snæ­fells­nesi eru fyr­ir­ferð­ar­miklir á list­anum yfir þá sem fá mestan kvóta fyrir kom­andi ver­tíð enda hafa þeir náð mjög góðum árangri við mak­ríl­veið­arnar á síð­ustu árum. Sá bátur sem fær mestan mak­ríl­kvóta smá­báta fyrir ver­tíð­ina í ár er Fjóla GK með 331 tonn. Fjóla er með heima­höfn í Sand­gerð­i.  Útgerð­ar­maður þess báts er Davíð F. Jóns­son.  Vís­ir.is greindi nýlega frá því að Davíð hefði átt sæti í sjáv­ar­út­vegs­nefnd Fram­sókn­ar­flokks­ins.  Bát­arnir Sæhamar SH og Litli Hamar SH, báðir í eigu Krist­ins J. Frið­þjófs­sonar ehf. á Rifi , fá sam­tals 445 tonnum úthlutað eða 6,3% af heild­ar­kvót­an­um.  Þá fær Tryggvi Eðvarðs­son SH á Rifi 131 tonnum úthlutað en hann er í eigu fjöl­skyldu Ásbjarnar Ótt­ars­sonar fyrr­ver­andi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Heild­ar­sölu­and­virð­i ­vegna mak­ríls í fyrra nam meira en tutt­ugu millj­örðum í fyrra, en helsti mark­aður fyrir mak­ríl er Aust­ur-­Evr­ópa, einkum Rúss­land.

Auglýsing

 

Mak­rílút­hlutun smá­báta 2015Nafn Útgerð Heima­höfn Úthlut­un, tonn Hlut­deild í smá­báta­flokki í %
1 Fjóla GK Arctic ehf Sand­gerði 331 4,72%
2 Siggi Bessa SF Erpur ehf Horna­fjörður 306 4,36%
3 Sæhamar SH Krist­inn J. Frið­þjófs­son ehf Rif 260 3,71%
4 Álfur SH Útgerð­ar­fé­lagið Álfar ehf Arn­ar­stapi 216 3,07%
5 Brynja II SH Bjart­sýnn ehf Ólafs­vík 199 2,84%
6 Litli Hamar SH Krist­inn J. Frið­þjófs­son ehf Rif 185 2,63%
7 Ólafur HF Rjúpna­fell ehf Hafn­ar­fjörður 176 2,50%
8 Særif SH Mel­nes ehf Rif 163 2,32%
9 Ingi­björg SH Ingi­björg ehf Rif 159 2,27%
10 Dögg SU Ölduós ehf Stöðv­ar­fjörður 158 2,24%
11 Pálína Ágústs­dóttir GK K & G ehf Sand­gerði 155 2,21%
12 Ísak AK Eiður Ólafs­son ehf Akra­nes 149 2,12%
13 Mangi á Búðum SH Útgerð­ar­fé­lagið okkar ehf Ólafs­vík 149 2,12%
14 Fjóla SH Þór­is­hólmi ehf Stykk­is­hólmi 144 2,05%
15 Tryggvi Eðvarðs SH Nes­ver ehf Rif 131 1,86%
16 Addi afi GK Útgerð­ar­fé­lag Íslands ehf Sand­gerði 119 1,69%
17 Blíða SH Royal Iceland ehf Stykk­is­hólmi 116 1,65%
18 Máni II ÁR Máni ÁR 70 ehf Eyr­ar­bakki 116 1,65%
19 Hlöddi VE Búhamar ehf Vest­manna­eyjar 112 1,59%
20 Strekk­ingur HF Stormur Seafood ehf Hafn­ar­fjörður 108 1,54%
21 Herja ST Hlökk ehf Hólma­vík 102 1,46%
Sam­tals 3.554 50,6%
Heim­ild: Lands­sam­band smá­báta­eig­enda

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None