Jafngott að enginn lofaði að éta hattinn

h_52016134.jpg
Auglýsing

"Jafn­gott að eng­inn lof­aði að éta hatt­inn sinn." Þessi orð lét Lars Løkke Rasmus­sen for­maður Ven­stre flokks­ins  í Dan­mörku falla í við­tali við blaða­mann Ekstra Blaðs­ins í gær.  Þar vís­aði Lars Løkke til þess að hans eigin flokkur og hinir flokk­arnir sem hann hefur rætt við um stjórn­ar­myndun geti engan veg­inn staðið við kosn­inga­lof­orðin ef takast á að mynda sam­steypu­stjórn undir for­ystu Ven­stre.

Hún er óneit­an­lega ein­kenni­leg og snúin staðan í dönskum stjórn­málum eftir kosn­ing­arnar í síð­ustu viku. Lars Løkke Rasmus­sen, for­maður flokks­ins sem tap­aði flestum þing­mönnum (13) og auk þess óvin­sæl­asti flokks­for­maður lands­ins, hefur í tvígang fengið umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Fyrst fékk hann umboð Mar­grétar Þór­hildar drottn­ingar til mynd­unar meiri­hluta­stjórn­ar. Í slíkri meiri­hluta­stjórn bláu blokk­ar­innar svo­nefndu hefðu átt sæti Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn (Dansk Fol­ke­parti) Frjáls­ræð­is­banda­lagið (Li­beral Alli­ance) og Íhalds­flokk­ur­inn (Det Konservative Fol­ke­parti) auk Ven­stre flokks­ins sjálfs.

Það tók ekki langan tíma fyrir Lars Løkke að finna út að myndun slíkrar stjórnar tæk­ist ekki. Til þess voru stefnu­mál og kosn­inga­lof­orð flokk­anna allt of ólík og Íhalds­flokk­ur­inn, sem er minnsti flokk­ur­inn á þing­inu (með sex þing­menn, tap­aði tveim­ur) treysti sér ekki til þátt­töku í rík­is­stjórn.

Auglýsing

Opna umboðiðÞegar þetta lá fyrir fékk Lars Løkke nýtt umboð. Það er svo­kallað opið umboð sem ekki er bundið við myndun meiri­hluta­stjórn­ar, en í  Dan­mörku er löng hefð fyrir minni­hluta­stjórn­um. Fyrsta verk Lars Løkke í þess­ari annarri umferð var að ræða við Krist­ian Thulesen Dahl for­mann Danska Þjóð­ar­flokks­ins sem var ótví­ræður sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna, bætti við sig 15 þing­mönnum og er nú næst stærsti flokk­ur­inn á þingi með 37 full­trúa, þremur fleiri en Ven­stre. Saman hafa flokk­arnir tveir 71 þing­mann, vantar því 19 til að ná meiri­hluta.

For­ystu­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins lýstu því reyndar margoft yfir í aðdrag­anda kosn­ing­anna að flokk­ur­inn ætl­aði sér ekki í rík­is­stjórn. For­menn­irnir tveir, Lars Løkke og Krist­ian Thulesen rædd­ust lengi við í gær, þriðju­dag, þótt heita ætti að hlé væri á stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m.  Þær við­ræður halda áfram í dag en full­trúar Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins og Íhalds­flokks­ins munu einnig hitta Lars Løkke.

Mögu­leik­arnirLars Løkke hefur nokkra mögu­leika í stöð­unni. Í fyrsta lagi stjórn Ven­stre án beinnar þátt­töku ann­arra flokka. Í ljósi þess að Ven­stre hefur aðeins 34 þing­menn yrði sú stjórn algjör­lega að reiða sig á stuðn­ing ann­arra flokka til að koma málum í gegnum þing­ið. Áður en slík stjórn tæki við völdum yrði Lars Løkke að vera búinn að ganga frá ítar­legu sam­komu­lagi við aðra flokka í bláu blokk­inni. Vitað er að þeir flokkar selja sig dýrt.

Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn er, sökum þing­styrks síns, í sterkri aðstöðu til að gera kröf­ur. Stefna hans er um margt mjög ólík stefnu Ven­stre, það á við um afstöð­una og sam­starfið innan Evr­ópu­sam­bands­ins, landamæra­eft­ir­lit og vöxt í opin­bera geir­an­um. Á þessum þremur sviðum er afstaða flokk­anna tveggja mjög ólík og ljóst að mjög erfitt getur orði að ná sam­komu­lagi sem báðir gætu sætt sig við. Þeir þing­menn Ventre sem styðja hug­mynd­ina um eins flokks stjórn flokks­ins hafa efa­semdir um að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn sé í raun til­bú­inn til stjórn­ar­setu, ekki síst með til­liti til yfir­lýs­inga Krist­ian Thulesen Dahl og ann­arra í flokks­for­yst­unni fyrir kosn­ing­ar.

Formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, nýtur  mikilla persónulegra vinsælda og það er talið vega þungt í útkomu flokksins. For­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins, Krist­ian Thulesen Dahl, nýtur mik­illa per­sónu­legra vin­sælda og það er talið hafa vegið þungt í útkomu flokks­ins.

Ven­stre og Dansk Fol­ke­partiSlík stjórn hefði 71 þing­mann og stæði þannig langtum traust­ari fótum en hrein Ven­stre stjórn. Lars Løkke hefur síð­ustu daga talað mikið um að virða vilja kjós­enda. Margir túlka þau orð sem svo að hann sé til­bú­inn að semja við Danska Þjóð­ar­flokk­inn um mörg mál. En líka hefur verið bent á að með þessum orðum sé hann að viðra mögu­leika á sam­starfi yfir miðj­una eins og það er kall­að. það er að segja sam­starf um til­tekna mála­flokka við Jafn­að­ar­manna­flokk­inn (Soci­alde­mokra­ter­ne) sem eru stærsti flokkur lands­ins með 47 þing­menn. Slíkt sam­starf væri lík­lega mun auð­veld­ara með Danska Þjóð­ar­flokk­inn innan stjórn­ar.

Ven­stre og Frjáls­ræð­is­banda­lagiðMögu­leik­arnar á myndun slíkrar stjórnar eru ekki taldir miklir en þó ekki algjör­lega úti­lok­að­ir. Slík stjórn hefði sam­tals 47 þing­menn og yrði því að reiða sig á stuðn­ing ann­arra flokka í hverju máli. Helstu bar­áttu­mál Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins fyrir kosn­ingar voru minni umsvif hins opin­bera og skatta­lækk­an­ir. Flokks­for­ystan hefur sagt að þetta tvennt sé lyk­il­at­riði og ófrá­víkj­an­leg krafa.

Margir tóku hins­vegar eftir því að And­ers Samu­el­sen for­maður flokks­ins sagði í sjón­varps­um­ræðum eftir kosn­ingar að það væri ekki síður mik­il­vægt hvað feng­ist fyrir pen­ing­ana í opin­berum rekstri. "Ef meira fæst fyrir pen­ing­ana er það auð­vitað skatta­lækkun í sjálfu sér" sagði for­mað­ur­inn. Þetta töldu stjórn­mála­skýrendur til marks um ákveð­inn samn­inga­vilja.

Ven­stre, Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn og Frjáls­ræð­is­banda­lagiðStjórn þess­ara þriggja flokka verður að telj­ast fremur ólík­leg. Hún hefði 84 þing­menn og væri því á papp­írnum sterk­ari en önnur stjórn­ar­mynstur sem Lars Løkke hefur mögu­leika á. Stefnumið Danska Þjóð­ar­flokks­ins og Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins eru hins­vegar mjög ólík og því yrðu báðir að slá veru­lega af ætti slík stjórn að verða að veru­leika.

Fram­haldiðLjóst er að Lars Løkke leggur höf­uð­á­herslu á sam­starf við Danska Þjóð­ar­flokk­inn. Þeir Krist­ian Thulesen Dahl halda við­ræðum síum áfram en sá síð­ar­nefndi er undir miklum þrýst­ingi frá kjós­endum Danska Þjóð­ar­flokks­ins sem vilja flokk­inn í stjórn. Yfir­lýs­ingar flokks­for­yst­unn­ar, fyrir kosn­ing­ar, um að flokk­ur­inn hafi meiri áhrif utan stjórnar en innan breyta engu þar um. Stjórn­mála­skýrendur telja að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður geti tekið marga daga og kannski vik­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None