Heimilin í landinu, hrægammar og íslenski kúrinn allt dæmi um popúlíska orðræðu

14428296416_594c7b9d02_z.jpg
Auglýsing

Orð­ræða ýmissa fram­sókn­ar­manna um Ices­a­ve, gegn Evr­ópu­sam­band­inu, um íslenska kúr­inn, hrægamma­sjóði, heim­ilin í land­inu og gegn inn­flytj­end­um, nú síð­ast múslim­um, ber ein­kenni þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé orð­inn þjóð­ern­ispopúl­ískur flokk­ur. Þetta kemur fram í fræði­grein Eiríks Berg­mann, „Pop­u­l­ism in Iceland: Has the Progressive Party tur­ned pop­u­list?“ sem birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál og stjórn­sýsla í dag. Ei­ríkur kemst að þeirri nið­ur­stöðu að flokk­ur­inn sé að minnsta kosti mjúk útgáfa af popúl­ískum flokki.

Popúl­ism­inn ekki ein­faldurEi­ríkur segir að þjóð­ern­is­hyggja hafi lengi verið und­ir­liggj­andi í evr­ópskum stjórn­málum og popúl­ismi sé „ná­skyldur ætt­ingi“ þjóð­ern­is­hyggj­unn­ar. Popúl­ismi sé hins vegar ekki ein­hver vel afmörkuð og rök­rétt stefna og að minnsta kosti þrjár bylgjur popúl­isma hafi riðið yfir á und­an­förnum 40 til 50 árum og alltaf í tengslum við kreppur eða miklar félags­legar breyt­ing­ar. Þær hafi allar verið ólíkar rétt eins og flokk­arnir sem hafa talist til popúlista.

Í grein­inni kemur fram að ekki er sam­hljómur um það í fræð­unum hver skil­grein­ingin á popúl­isma eigi að vera, en Eiríkur tekur fram tíu ein­kenni sem nútíma popúl­ískir stjórn­mála­flokkar í Evr­ópu bera.

Þessir flokkar eru iðu­lega á móti inn­flytj­endum og elít­um. Þeir eru fullir efa­semda um Evr­ópu­sam­run­ann, í þeim eru siða­predik­arar sem aðhyll­ast vernd­un­ar­stefnu í efna­hags­mál­um, tala fyrir lögum og reglu og eru á móti fjöl­menn­ing­ar­þróun í Evr­ópu. Þeir vilji heldur höfða til til­finn­inga en raka, geri grein­ar­mun á „okk­ur“ og „hin­um“ og treysti á sterka leið­toga sem séu gæddir per­sónu­töfrum og tali í ein­földum lausnum á flóknum málum sem íþyngi almenn­ingi. Hann segir að hægt sé að finna dæmi um öll þessi ein­kenni hjá Fram­sókn­ar­flokknum und­an­farin ár.

Auglýsing

Breytti um stefnu mjög hratt eftir að Sig­mundur tók viðEi­ríkur segir að þrátt fyrir að þjóð­ern­is­hyggja sé og hafi alltaf verið sterk á Íslandi hafi þjóð­ern­ispopúl­ískir flokkar ekki, svip­aðir þeim sem hafi rutt sér til rúms ann­ars staðar í Evr­ópu, ekki náð mik­illi fót­festu fyrr en eftir hrun­ið. Það hafi verið í því umhverfi sem ný for­ysta komst til valda í gamla land­bún­að­ar­flokkn­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi átt rætur sínar að rekja til land­bún­að­ar­sam­fé­lags­ins og hafi alla tíð verið byggður á þjóð­ern­is­kennd. Flokk­ur­inn hafi þó reynt að nútíma­væð­ast fyrir hrunið og reynt að ná til kjós­enda í þétt­ari byggðum lands­ins. Hann hefði alltaf verið efa­semd­ar­flokkur þegar kom að Evr­ópu­sam­band­inu en þetta hafi breyst og á árunum 2000 til 2004 hafi hann jafn­vel verið í for­ystu þeirra flokka sem töl­uðu fyrir Evr­ópu­sam­bands­að­ild.

Þegar Sig­mundur Davíð hafi tekið við stjórn­ar­taumunum eftir kreppu hafi hins vegar fljótt verið snúið aftur til stjórn­mála fyrri tíma. Ný for­ysta flokks­ins hafi hoppað yfir frjáls­lyndu tím­ana og farið aftur í að sam­sama sig með þjóð­ern­issinn­uðum for­verum eins og Jónasi Jóns­syni frá Hriflu. Flokk­ur­inn hafi fljótt breytt um stefnu og fært sig í popúl­ísk­ari átt.

Hann sé þannig eitt mjög fárra dæma um hefð­bundna flokka sem færi sig yfir í popúl­is­mann. Hinir flokk­arnir séu Þjóð­ar­flokk­ur­inn í Sviss og Frels­is­flokk­ur­inn í Aust­ur­rík­i. Ei­ríkur bendir einnig á að flokk­ur­inn sé þá fyrsti popúl­íski flokk­ur­inn á Norð­ur­lönd­unum til að vera í for­svari rík­is­stjórn­ar.

Orð­ræðan passar við öll ein­kenni popúl­ismaEi­ríkur rekur dæmi um orð­ræðu fram­sókn­ar­manna, ekki síst Sig­mundar Dav­íðs, gegn ESB og gegn Ices­a­ve. Þá fjallar hann um ummæli fram­sókn­ar­manna um erlenda kröfu­hafa, sem hafi kerf­is­bundið verið kall­aði hrægammar, og um ummæli gegn inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og múslim­um.

Eiríkur rekur einnig óánægju meðal fram­sókn­ar­manna sem sögðu sig úr flokknum vegna stefnu­breyt­inga. Frjáls­lynd­ari með­limir eins og Guð­mundur Stein­gríms­son hafi farið úr flokkn­um, og þá hafi Sig­mundur Davíð orðið óum­deildur og vel lið­inn leið­togi, sem sé eitt merkj­anna um popúl­isma. Gagn­rýni frá öðrum um að flokk­ur­inn væri að fær­ast í popúl­íska átt hafi verið mætt með því að segja það taktík vinstri­s­inn­aðrar elítu og ein­elti.

Eiríkur fjallar einnig um sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar, og það að þjóð­ern­is­kennd hafi alltaf verið rík hér á landi. Þetta lit­ist af því að vilja vera sjálf­stæð og full­valda þjóð en á sama tíma vera við­ur­kennd sem jafn­ingi ann­arra ríkja. Einn hluti sjálfs­mynd­ar­innar togi Ísland frá öðrum ríkjum með því að leggja áherslu á hversu ein­stakir Íslend­ingar séu, en annar ýti á þátt­töku í alþjóða­hag­kerf­inu. Þetta valdi oft spennu, nú síð­ast í hrun­inu og eftir það.

Ennþá frekar þjóð­ern­is­flokkur en ein­göngu popúl­ískurFlokk­ur­inn er þrátt fyrir allt ekki ein­göngu popúl­ískur að mati Eiríks, heldur enn meiri þjóð­ern­is­flokkur en nokkuð ann­að. Samt sem áður segir hann ekki annað hægt en að flokka Fram­sókn­ar­flokk­inn með „að minnsta kosti“ mýkri útgáfum af popúlista­flokkum í Evr­ópu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None