Almenningur er að borga bankaskattinn að hluta

bankaskattur-1.jpg
Auglýsing

Þegar rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks kynnti áform sín um skulda­leið­rétt­ingu á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum fyrir um 80 millj­arða króna í nóv­em­ber 2013 kom í ljós að rík­is­sjóður myndi fjár­magna þær. Til að auka tekjur sínar svo hægt yrði að standa undir þessum aukna kostn­aði átti að hækka gjald á banka­starf­semi, oft­ast kall­aður hinn sér­staki banka­skatt­ur, sem leggst á skuld­ir, enn meira.  Á end­anum var hann hækk­aður úr 0,041 pró­sent skulda fjár­mála­fyr­ir­tækja í 0,376 pró­sent. Þessi hækk­un, sem var afgreidd á Alþingi í des­em­ber 2013, átti að skila því að skatt­ur­inn yrði 38,5 millj­arðar króna á árinu 2014.

Áður hafði skatt­ur­inn verið hækk­aður til að stoppa upp í fjár­lagagatið 2014 þannig að hann ­myndi skila 13,2 millj­örðum krónum meira í rík­is­kass­ann í fyrra en hann ­gerði árið áður. Þá hafði skatt­ur­inn skilað 1,1 millj­arði króna. Þessi skarpa hækkun átti að nást fram með því að láta skatt­inn ná til þrota­búa föllnu bank­anna líka og hækka pró­sentu­töl­una sem greiða ætti sam­hliða.

Skatt­lagn­ingin lítur mjög vel út á papp­ír. Í henni felst að láta fjár­mála­kerfi sem valdið hefur gríð­ar­legum skaða hér­lendis greiða fyrir þessi fok­dýru for­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þegar kafað er dýpra í hana kemur þó fljót­lega í ljós að banka­kerfi sem starfar á fákeppn­is­mark­aði innan gjald­eyr­is­hafta með rík­is­á­byrgð er í mjög góðri aðstöðu til að velta hluta þess kostn­aðar sem á það fellur yfir á við­skipta­vini sína. Og við­skipta­vinir bank­anna, það erum við öll.

Auglýsing



Þrota­búin borga langstærstan hluta



Stór hluti banka­skatts­ins er greiddur af þrota­búum föllnu bank­anna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá þeim greiddi Glitnir 8,3 millj­arða króna, Kaup­þing 9,9 millj­arða króna og Lands­bank­inn 7,7 millj­arða króna í skatt­inn á síð­asta ári. Það gera sam­tals 25,9 millj­arðar króna sem rík­is­sjóði tókst að ná úr þrota­bú­unum þremur á síð­asta ári.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Þrotabúið hefur kært bankaskattinn. Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, for­maður slita­stjórnar Glitn­is. Þrota­búið hefur kært banka­skatt­inn.

Þau ætla reyndar ekki að una skatt­lagn­ing­unni. Slita­stjórnir Glitnis og Kaup­þings hafa báðar kært banka­skatt­inn til emb­ættis Rík­is­skatt­stjóra. For­svars­menn þrota­bú­anna hafa líka sagt að þeir séu til­búnir að láta reyna á lög­mæti skatts­ins fyrir dóm­stól­um.

En þrota­búin hafa greitt skatt­inn. Það gerðu þau í nóv­em­ber og des­em­ber í fyrra. Pen­ing­arnir hafa því skilað sér í rík­is­sjóð, þótt enn eigi eftir að takast á um lög­mæt­ið.

Við­skipta­bank­arnir borg­uðu átta millj­arða



Sér­staki banka­skatt­ur­inn skil­aði 34,5 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann í fyrra, sam­kvæmt greiðslu­af­komu rík­is­sjóðs sem var birt í gær.  Það þýðir að önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki utan þrota­bú­anna þriggja borg­uðu 8,6 millj­arða króna.

Við­skipta­bank­arnir þrír: Lands­bank­inn (3,0 millj­arðar króna),  Arion banki (2,6 millj­arðar króna) og Íslands­banki (2,4 millj­arðar króna) borga þorra þeirrar upp­hæð­ar, eða sam­tals átta millj­arða króna.

Við fyrstu sýn virð­ast þeir hafa vel efni á að greiða þessa skatta. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að sam­eig­in­legur hagn­aður bank­anna þriggja frá hruni væri 370 millj­arðar króna.

Gefið í skyn að neyt­endur myndu borga



Eftir að til­kynnt hafði verið um veru­lega hækkun banka­skatts­ins fjall­aði Kjarn­inn ítar­lega um málið og beindi fyr­ir­spurnum til allra við­skipta­bank­anna þriggja um hvort þeir myndu auka vaxta­mun í kjöl­far álagn­ingar hans.

Þann 6. febr­úar 2014 birt­ist frétta­skýr­ing í Kjarn­anum þar sem svör bank­anna voru rak­in. Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, sagði að bank­inn hefði ekki tekið neina ákvörðun um að auka vaxta­mun til að mæta aukn­ingu á banka­skatt­in­um. Til að ná við­un­andi arð­semi þyrfti hins vegar annað hvort að auka tekjur eða lækka kostn­að. „Ef kostn­að­ar­lækk­unin fer öll í skatt, þá er ekki ósenni­legt að við myndum þurfa að auka vaxta­mun síð­ar.“

þessi stór­kost­lega skatt­lagn­ing sem felst í hinum sér­staka banka­skatti felur í sér mikla kostn­að­ar­aukn­ingu fyrir bank­ann og mun á end­anum hafa áhrif á þau kjör sem við getum boðið okkar við­skipta­vin­um. Hjá því verður ein­fald­lega ekki komist.

Har­aldur Guðni Eiðs­son, upp­lýs­ing­ar­full­trúi Arion banka,  sagði ljóst að „þessi stór­kost­lega skatt­lagn­ing sem felst í hinum sér­staka banka­skatti felur í sér mikla kostn­að­ar­aukn­ingu fyrir bank­ann og mun á end­anum hafa áhrif á þau kjör sem við getum boðið okkar við­skipta­vin­um. Hjá því verður ein­fald­lega ekki kom­ist.“

Þegar umfjöll­unin var birt hafði Íslands­banki þegar til­kynnt að hann ætl­aði að lækka inn­láns­vexti á nokkrum reikn­ingum við­skipta­vina sinna, með þeim afleið­ingum að við­skipta­vinir bank­ans myndu ávaxta fé sitt verr en áður.  Dögg Hjalta­lín, þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Íslands­banka, sagði við Kjarn­ann að bank­inn hefði þó ekki verið að bregð­ast við sér­staka banka­skatt­in­um. Að öðru leyti tjáði Íslands­banki sig ekki um mál­ið.

Vaxta­munur jókst á árinu 2014



En hvað hefur gerst síð­an? Íslenskt efna­hags­líf hefur upp­lifað eitt mesta stöð­ug­leika­skeið í manna minn­um, reyndar í skjóli hafta sem aftengja landið að mörgu leyti við alþjóð­legan veru­leika. Verð­bólga hefur nán­ast ekki verið til stað­ar. Kaup­máttur hefur auk­ist. Seðla­bank­inn hefur lækkað stýri­vexti. Van­skil hafa dreg­ist sam­an. En vaxta­munur við­skipta­bank­anna hefur samt auk­ist.

Í frétt sem birt­ist á vef stétt­ar­fé­lags­ins VR 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn kom fram að stóru við­skipta­bank­arnir þrír hefðu allir aukið vaxta­mun sinn á árinu 2014. Þannig hafi vaxta­munur Arion banka auk­ist um 0,2 pró­sent á árinu 2014 og um 0,15 pró­sent hjá Íslands­banka og Lands­bank­an­um.

stóru við­skipta­bank­arnir þrír hefðu allir aukið vaxta­mun sinn á árinu 2014. Þannig hafi vaxta­munur Arion banka auk­ist um 0,2 pró­sent á árinu 2014 og um 0,15 pró­sent hjá Íslands­banka og Landsbankanum.

Þegar stýri­vextir lækk­uðu í byrjun nóv­em­ber 2013 hafi bank­arnir meira að segja nýtt tæki­færið og aukið enn á mun á útláns- og inn­láns­vöxt­um.

Bank­arnir hafa lítið tjáð sig um ástæður þess­arrar aukn­ing­ar. Arion banki gaf reyndar út frétta­til­kynn­ingu 7. jan­úar 2015 vegna vaxta­hækk­anna á íbúð­ar­lánum bank­ans þar sem sagði meðal ann­ars að það væri ekki „hægt að líta fram­hjá því a ðbanka­skattur sem hjá Arion banka er áætl­aður tæpir þrír millj­arðar króna fyrir árið 2014 hefur áhrif til hækk­unar vaxta þar sem hann leggst á allar skuld­ir, m.ö.o. fjár­mögnun bank­ans, umfram 50 millj­arða króna“.

Sumir þurfa ekki að borga



Það þurfa ekki öll fjár­mála­fyr­ir­tæki að borga hinn sér­staka banka­skatt. Íbúða­lána­sjóð­ur, sem er rek­inn í sam­keppni við hina bank­anna á fast­eigna­lána­mark­aði, er til að mynda unda­skil­in. Auk þess var því bætt inn í lögin nokkrum dögum fyrir lok þings í des­em­ber 2013 að sér­stakt frískulda­mark upp á 50 millj­arða króna ætti að gilda. Engin grunn­vinna, útreikn­ingar eða beiðnu um slíkt frískulda­mark lág fyr­ir. Raunar hefur það aldrei verið útskýrt hvernig sú ákvörðun var tek­in, enda  báðu þau álit sem send voru inn til efna­hags- og við­skipta­nefndar við með­ferð máls­ins ein­ungis um þriggja og sjö millj­arða króna frískulda­mark.

MP banki borgaði ekkert í sérstakan bankaskatt á árinu 2014. MP banki borg­aði ekk­ert í sér­stakan banka­skatt á árinu 2014.

En frískulda­markið gerir það að verkum að MP banki, fjórði stærsti við­skipta­banki lands­ins, þurfti ein­ungis að borga nokkra tugi millj­óna króna í banka­skatt vegna árs­ins 2013 og önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki, meðal ann­ars fjár­fest­inga­bankar, kredit­korta­fyr­ir­tæki og spari­sjóð­ir, eru und­an­þegnir honum með öllu. Á árinu 2014 borg­aði MP banki ekk­ert í sér­staka banka­skatt­inn. Við­skipta­vinir hans þurftu því ekki að fá á sig aukin vaxta­mun til að borga fyrir hann.

Þegar breyt­ingi var gerð voru skuldir MP banka 55 millj­arðar króna. Margir í fjár­mála­geir­anum voru, og eru, sann­færðir um að frískulda­markið hefði verið sér­sniðið að stöðu MP banka. Því hefur ávallt verið neitað af stjórn­mála­mönn­unum sem tóku ákvörð­un­ina og stjórn­endum MP banka.

Að hluta til velt yfir á almenn­ing



Sér­staki banka­skatt­ur­inn, sem not­aður hefur verið til að stoppa upp í fjár­lagagatið og á að fjár­magna tug­millj­arða króna skaða­bætur til hluta þjóð­ar­innar sem var með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, kemur að langstærstu leyti úr þrota­búum föllnu bank­anna. Rík­is­stjórnin er því byrjuð að taka til sín hluta eigna „hrægammanna“, eða erlendra kröfu­hafa. Stand­ist sú skatt­lagn­ing lög mun þessi leið nýt­ast stjórn­völdum vel í bar­áttu sinni gagn­vart sliti búanna og ein­hverri losun fjár­magns­hafta, þótt lík­ast til verði tek­ist á um rétt­mæti þess hvernig pen­ing­unum var ráð­stafað næstu ára­tug­ina.

Það er hins vegar líka ljóst að átta millj­arðar króna koma út íslensku við­skipta­bönk­un­um. Og það er ljóst að kostn­að­inum vegna þess­arrar skatt­lagn­ingar hefur ver­ið, að minnsta kosti að hluta, velt yfir á almenn­ing sem hefur þurft að borga hærri vaxta­greiðslur af lánum sínum og fá minni ávöxtun af inn­lánum sín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None