Arion banki tilkynnti fyrr í dag að hann hefði gefið út skuldabréf fyrir 500 milljónir evra, um 45 milljarða króna, og að umframeftirspurn hefði verið eftir bréfunum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt til breiðs hóps fjárfesta. Á mannamáli þýðir það að einstaka bankar kaupa hana ekki alla.
Það er afar mikilvægt fyrir íslensku bankanna að fjármagna sig erlendis. Og að fá meiri fjölbreytni í því hvernig þeir fjármagna sig, enda uppistaðan af fjármögnuninni síðustu ár verið innlán frá íslenskum fyrirtækjum og almenningi, víkjandi lán frá íslenska ríkinu og sétryggð skuldabréf sem íslenskir fagfjárfestar (aðallega lífeyrissjóðir) hafa keypt.
Af 771 milljarða króna skuldum Arion banka um síðustu áramót voru til dæmis 454 miljarðar innlán, 129 milljarðar króna sértryggð skuldabréf, 8,5 milljarðar óverðtryggð skuldabréf í norskum krónum, 1,7 milljarður króna óverðtryggð skuldabréf í evrum og 2,1 milljarður króna. Auk þess skuldaði Arion banki Seðlabankanum 55 milljarða króna.
Í annað sinn sem Arion banki reynir
Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjárfesta“ skuldabréfaútgáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.
ótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjárfesta“ skuldabréfaútgáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.
Um miðjan april 2014 tilkynnti Arion banki að hann ætlaði sér í skuldabréfaútgáfu í evrum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma, enda fyrsta slika útgáfan sem bankinn ætlaði að ráðast í eftir bankahrun.
Áður hafði Arion banki gefið út skuldabréf í norskum krónum, í upphafi árs 2013, til þriggja ára. Vextir þeirra bréfa voru fimm prósent ofan á NIBOR vexti, sem þykir mjög dýr fjármögnun. Tilgangur útgáfunnar var þó miklu fremur sá að sýna fram á að íslenskt fjármálafyrirtæki gæti gefið út skuldabréf á erlendum vettvangi og nyti nægjanlegs trausts til að kaupendur væru af því. Í raun var markmiðið að opna aðganga að erlendum lánsfjármörkuðum og bæta gæði fjármögnunar bankans.Arion banki þurfti enda ekki á fjármögnun að halda á þessum tíma. Umfang þeirrar útgáfu var 500 milljónir norskra króna, eða um 11,2 milljarðar króna á þeim tíma.
Í janúar síðastliðnum tilkynnti Arion banki að hann hefði keypt til baka hluta þeirra skuldabréfa, fyrir alls 59 milljónir norskra króna. Þau skuldabréf voru keypt á verðinu 102,5 sem samsvarar 2,79 prósent álagi yfir NIBOR. Arion banki er því byrjaður að kaupa til baka dýru fjármögnunina.
Of dýr fjármögnun
Í vikunni eftir páska í fyrra fóru forsvarsmenn Arion banka í fjárfestaheimsóknir til London, Stokkhólms, Helsinki og Kaupmannahafnar. Í sömu viku fór gríski bankinn NBG á markað með fimm ára skuldabréfaútgáfu sem seldist illa. Þessi misheppnaða útgáfa NBG olli nokkrum óróa á fjármálamörkuðum. Auk þess hafði
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
ástandið í Úkraínu neikvæð áhrif á kjör á þessum tíma.
Þau kjör sem Arion banka buðust voru því 350 punktar yfir Euribor vöxtum, sem var hærra en lagt var upp með. Því var tilkynnt um það í byrjun mai að Arion hefði frestað útgáfunni.
Sú fjármögnun sem Arion er að ná í núna er um 310 punktar yfir millibankavöxtum og því er um mun betri kjör að ræða en buðust síðast.
Ýmislegt sem þurfti að gerast
Kjarninn fjallaði ítarlega um þessa tilraun Arion banka til útgáfu í maí 2014. Í þeirri umfjöllun var haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, að bankinn hefði fengið þau skilaboð að tvennt þyrfti að gerast til að þau kjör sem væru ásættanleg yrðu í boði. Annars vegar væru það markaðsaðstæður. Ef kjör mynd batna almennt, til dæmis ef það drægi úr ólgu í samskiptum Úkraínu og Rússlands, þá myndi það hafa áhrif á kjör Arion banka. „Hins vegar er það staða íslenskra banka og þess umhverfis sem þeir starfa í. Það er til dæmis mikilvægt að aukinn stöðugleiki sé í efnahagslífinu hér á landi og að óvissuþáttum haldi áfram að fækka. Þar erum við ekki síst að horfa til mikilvægis þess að áætlun um losun gjaldeyrishafta verði hrint í framkvæmd. Einnig myndi hækkandi lánshæfismat íslenskra ríkisins geta leitt til betri kjara“.
Ljóst má vera að ekki hefur dregið neitt sérlega mikið úr ólgu í samskiptum Úkraínu og Rússland. Og áætlun um losun hafta hefur alls ekki verið hrint í framkvæmd. En lánshæfismat ríkissjóðs hefur batnað vegna betri afkomu ríkissjóðs og hagvaxtar.
Íslandsbanki var fyrstur
Nokkrum dögum eftir að Arion banki frestaði sinni útgáfu tilkynnti Íslandsbanki um fyrstu skuldabréfaútgáfu sína í evrum. Kjörin voru 300 punktar ofan á Euribor vexti. Um var að ræða fyrstu útgáfu íslensks banka í evrum sem hefur selst eftir bankahrun.
Hún var þó bæði mun minni, 100 milljónir evra, um 15 milljarðar króna, og til styttri tíma, tveggja ára, en sú sem Arion banki réðst í nú og var tilkynnt um í dag.