Arion banka tókst að selja evruskuldabréf í annarri tilraun

9954305546_4be01ea51c_z-1.jpg
Auglýsing

Arion banki til­kynnti fyrr í dag að hann hefði gefið út skulda­bréf fyrir 500 millj­ónir evra, um 45 millj­arða króna,  og að umfram­eft­ir­spurn hefði verið eftir bréf­un­um. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja skulda­bréfa­út­gáfu í erlendri mynt til breiðs hóps fjár­festa. Á manna­máli þýðir það að ein­staka bankar kaupa hana ekki alla.

Það er afar mik­il­vægt fyrir íslensku bank­anna að fjár­magna sig erlend­is. Og að fá meiri fjöl­breytni í því hvernig þeir fjár­magna sig, enda uppi­staðan af fjár­mögn­un­inni síð­ustu ár verið inn­lán frá íslenskum fyr­ir­tækjum og almenn­ingi, víkj­andi lán frá íslenska rík­inu og sétryggð skulda­bréf sem íslenskir fag­fjár­festar (að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir) hafa keypt.

Af 771 millj­arða króna skuldum Arion banka um síð­ustu ára­mót voru til dæmis 454 milj­arðar inn­lán,  129 millj­arðar króna sér­tryggð skulda­bréf, 8,5 millj­arðar óverð­tryggð skulda­bréf í norskum krón­um, 1,7 millj­arður króna óverð­tryggð skulda­bréf í evrum og 2,1 millj­arður króna. Auk þess skuld­aði Arion banki Seðla­bank­anum 55 millj­arða króna.

Auglýsing

Í annað sinn sem Arion banki reynirÞótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjár­festa“ skulda­bréfa­út­gáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.

ótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjár­festa“ skulda­bréfa­út­gáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.

Um miðjan april 2014 til­kynnti Arion banki að hann ætl­aði sér í skulda­bréfa­út­gáfu í evr­um. Und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma, enda fyrsta slika útgáfan sem bank­inn ætl­aði að ráð­ast í eftir banka­hrun.

Áður hafði Arion banki gefið út skulda­bréf í norskum krón­um, í upp­hafi árs 2013, til þriggja ára. Vextir þeirra bréfa voru fimm pró­sent ofan á NIBOR vexti, sem þykir mjög dýr fjár­mögn­un. Til­gangur útgáf­unnar var þó miklu fremur sá að sýna fram á að íslenskt fjár­mála­fyr­ir­tæki gæti gefið út skulda­bréf á erlendum vett­vangi og nyti nægj­an­legs trausts til að kaup­endur væru af því. Í raun var mark­miðið að opna aðganga að erlendum láns­fjár­mörk­uðum og bæta gæði fjár­mögn­unar bank­ans.­Arion banki þurfti enda ekki á fjár­mögnun að halda á þessum tíma. Umfang þeirrar útgáfu var 500 millj­ónir norskra króna, eða um 11,2 millj­arðar króna á þeim tíma.

Í jan­úar síð­ast­liðnum til­kynnti Arion banki að hann hefði keypt til baka hluta þeirra skulda­bréfa, fyrir alls 59 millj­ónir norskra króna. Þau skulda­bréf voru keypt á verð­inu 102,5 sem sam­svarar 2,79 pró­sent álagi yfir NIBOR. Arion banki er því byrj­aður að kaupa til baka dýru fjár­mögn­un­ina.

Of dýr fjár­mögnunÍ vik­unni eftir páska í fyrra fóru for­svars­menn Arion banka í fjár­festa­heim­sóknir til London, Stokk­hólms, Helsinki og Kaup­manna­hafn­ar.  Í sömu viku fór gríski bank­inn NBG á markað með fimm ára skulda­bréfa­út­gáfu sem seld­ist illa. Þessi  mis­heppn­aða útgáfa NBG olli nokkrum óróa á fjár­mála­mörk­uð­um. Auk þess hafði

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka.

ástandið í Úkra­ínu nei­kvæð áhrif á kjör á þessum tíma.

Þau kjör sem Arion banka buð­ust voru því 350 punktar yfir Euri­bor vöxt­um, sem var hærra en lagt var upp með. Því var til­kynnt um það í byrjun mai að Arion hefði frestað útgáf­unni.

Sú fjár­mögnun sem Arion er að ná í núna er um 310 punktar yfir milli­banka­vöxtum og því er um mun betri kjör að ræða en buð­ust síð­ast.

Ýmis­legt sem þurfti að ger­astKjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessa til­raun Arion banka til útgáfu í maí 2014. Í þeirri umfjöllun var haft eftir Har­aldi Guðna Eiðs­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Arion banka, að bank­inn hefði fengið þau skila­boð að tvennt þyrfti að ger­ast til að þau kjör sem væru ásætt­an­leg yrðu í boði. Ann­ars vegar væru það mark­aðs­að­stæð­ur. Ef kjör mynd batna almennt, til dæmis ef það drægi úr ólgu í sam­skiptum Úkra­ínu og Rúss­lands, þá myndi það hafa áhrif á kjör Arion banka. „Hins vegar er það staða íslenskra banka og þess umhverfis sem þeir starfa í. Það er til dæmis mik­il­vægt að auk­inn stöð­ug­leiki sé í efna­hags­líf­inu hér á landi og að óvissu­þáttum haldi áfram að fækka. Þar erum við ekki síst að horfa til mik­il­vægis þess að áætlun um losun gjald­eyr­is­hafta verði hrint í fram­kvæmd. Einnig myndi hækk­andi láns­hæf­is­mat íslenskra rík­is­ins geta leitt til betri kjara“.

Ljóst má vera að ekki hefur dregið neitt sér­lega mikið úr ólgu í sam­skiptum Úkra­ínu og Rúss­land. Og áætlun um losun hafta hefur alls ekki verið hrint í fram­kvæmd. En láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs hefur batnað vegna betri afkomu rík­is­sjóðs og hag­vaxt­ar.

Íslands­banki var fyrsturNokkrum dögum eftir að Arion banki frestaði sinni útgáfu til­kynnti Íslands­banki um fyrstu skulda­bréfa­út­gáfu sína í evr­um. Kjörin voru 300 punktar ofan á Euri­bor vext­i.  Um var að ræða fyrstu útgáfu íslensks banka í evrum sem hefur selst eftir banka­hrun.

Hún  var þó bæði mun minni, 100 millj­ónir evra, um 15 millj­arðar króna, og til styttri tíma, tveggja ára, en sú sem Arion banki réðst í nú og var til­kynnt um í dag.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None