Bensínlítrinn hækkað um sjö krónur á tveimur mánuðum og kostar nú 322 krónur

Bensínverð hefur hækkað um tæplega 21 prósent það sem af er ári. Ríkið tekur til sín tæplega helming af hverjum seldum lítra í allskyns gjöld. Til stendur að auka álögur á bifreiðaeigendur á næsta ári til að afla milljarða í nýjar tekjur.

Bensín
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni hækk­aði um 1,9 krónur milli mán­aða og var 322,1 krónur á lítra um miðjan nóv­em­ber. Frá miðjum sept­­em­ber­mán­uði hefur það hækkað um næstum sjö krónur á lítra og er nú 320,20 krón­­ur. Það sem af er þessu ári hefur verðið hækkað um tæp 21 pró­­sent.

Verðið í júlí var það hæsta sem það hefur nokkru sinni verið í krónum talið, eða 341,9 krónur á lítra. Það hafði þá hækkað um 71 pró­­­­sent á tveimur árum og um 28 pró­­­­sent frá því í jan­ú­­­­ar. Upp­­­­­­­­­­­reiknað miðað við þróun vísi­­­­­­tölu neyslu­verðs á bens­ín­lítr­inn þó nokkuð í land með að ná sínu hæsta verði, en það náð­ist í apríl 2012. 

Þetta má lesa út úr nýj­­­­­­ustu bens­ín­vakt Kjarn­ans.

Verð­­­­lækk­­­­unin sem varð síðsum­­­ars var þó ekki í neinum takti við þá þróun sem hefur orðið á heims­­­­mark­aði með olíu, en heims­­­­mark­aðs­verðið á tunnu af hrá­olíu hafði lækkað um tæp­­­lega 30 pró­­­­sent milli júní og miðs sept­­em­ber á meðan að verðið lækk­­aði um 7,5 pró­­­­sent hér­­­­­­­lend­­­­is. 

Auglýsing
Síðla í sept­­em­ber fór heims­­mark­aðs­verðið að lækka nokkuð skarpt en hækk­aði á ný þegar leið á októ­ber­mánuð og fram í byrjun nóv­em­ber. Í lið­inni viku féll það skarpt á ný og er nú á svip­uðum stað og um miðjan októ­ber.

Lík­­­legt inn­kaupa­verð olíu­­­­­fé­lag­anna á lítra af bens­íni er nú 120,5 krónur sam­­­kvæmt útreikn­ingum bens­ín­vakt­­­ar­inn­­­ar, sem ákvarð­­­ast einkum ann­­­ars vegar af heims­­­mark­aðs­verði á olíu og hins vegar gengi krón­unnar gagn­vart Banda­­ríkja­­dal. Lík­­­legt inn­kaupa­verð fór í fyrsta sinn síðan í febr­­­ú­­­ar, áður en stríðið í Úkra­ínu skall á, undir 100 krónum á lítra í sept­em­ber­mán­uði. Frá því að það náði hámarki á þessu ári, í júní, hefur lík­­­­­legt inn­kaupa­verð lækkað um 19 pró­sent.

Hlutur olíu­­­fé­laga far­inn að minnka á ný

Hlutur olíu­fé­laga er nú 49,79 krón­ur. Hann hefur lækkað um rúm­lega 23 pró­sent á tveimur mán­uð­um. Alls taka olíu­­­­­fé­lögin nú til sín 15,5 pró­­­sent af sölu­and­virði hvers selds lítra. Hlut­­falls­­lega tóku þau mest af hverjum lítra, 30,3 pró­­sent, í apríl 2020, þegar bens­ín­verð var hærra en nokkru sinni í Íslands­­­sög­unni. Það er eina skiptið sem hlutur olíu­­­fé­laga hefur farið yfir 30 pró­­sent síðan í nóv­­em­ber 2008. 

Hlutur olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra jókst frá maí og fram í sept­em­ber. Hann rúm­lega tvö­fald­að­ist í krónum talið, en hefur síðan farið lækk­andi á ný. 

Að hluta til má skýra þessa breyt­ingu með því að olíu­­­­­fé­lögin voru ekki að velta hækk­­­­­unum á heims­­­­­mark­aðs­verði að fullu út í verð­lag­ið framan af ári. Með því héldu þau að ein­hverju leyti aftur af hækk­­­unum og minn­k­uðu hagnað sinn af elds­­­neyt­is­­­sölu. Þetta breytt­ist í sum­ar. Sam­hliða því að inn­kaupa­verðið lækk­aði kropp­uðu olíu­­­­­fé­lögin til baka þá álagn­ingu sem þau gáfu eftir fyrr á árinu 2022.  

Álögur rík­­­is­ins hækka á næsta ári

Hlutur rík­­­­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra, sem sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­­­­­­­­­­­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi er nú 151,74 krónur á hvern lítra af seldu bens­íni. Það þýðir að 47 pró­­­­­­sent af hverjum lítra fer í rík­­­­­­is­­­­­­sjóð.

Bif­­­reið­­­ar­eig­endur geta búist við því að greiða meira í rík­­­is­­­sjóð á næsta ári en þeir gera í ár. Sam­­­kvæmt fjár­­­laga­frum­varpi næsta árs er áætl­­­­­­að að tekjur rík­­­­­­is­­­­­­sjóðs vegna vöru­gjalda af öku­tækjum auk­ist um 2,7 millj­­­­arða króna og verði 8,2 millj­­­­arðar króna á næsta ári. 

Vöru­­­­gjöld af bens­íni aukast um 440 millj­­­­ónir króna milli ára og verða 9,3 millj­­­­arðar króna, kolefn­is­­­­gjöld aukast um 560 millj­­­­ónir og verða 7,5 millj­­­­arðar króna og olíu­­­­gjaldið eykst um tæpan millj­­­­arð króna og verður rúm­­­­lega 13,5 millj­­­­arðar króna. 

Kíló­­­­metra­­­­gjald mun skila rúm­­­­lega 1,6 millj­­­­arð króna í rík­­­­is­­­­sjóð og bif­­­­reiða­­­­gjöld 10,6 millj­­­­örðum króna.

Gögn og aðferða­fræði

Hér að ofan er birt nið­­­ur­­­staða útreikn­inga og áætl­­­unar á því hvernig verð á lítra af bens­íni skipt­ist milli aðila í fram­­­setn­ingu GRID.

  • Við­mið­un­­­ar­verð er fengið frá hug­­­bún­­­að­­­ar­­­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­­­ars heldur úti síð­­­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­­­stöðum lands­ins dag­­­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­­­tölu í yfir­­­lit­inu til að forð­­­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­­­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­­­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­­­­­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­­­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.
  • Hlutur rík­­­is­ins liggur ljós fyrir út frá sköttum sem eru ýmist fastir og hlut­­­falls­­­leg­­­ir. Upp­­­lýs­ingar um breyt­ingar á skatta­lögum eru fengnar frá Við­­­skipta­ráði sem fylgst hefur með slíkum breyt­ingum um ára­bil.
  • Lík­­­­­legt inn­­­­­kaupa­verð er reiknað útfrá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­­­hafi mán­aðar frá banda­rísku orku­­­stofn­un­inni EIA og mið­­­gengi doll­­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­banka Íslands. Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­punkti vegna lag­er­­­stöðu, skamm­­­tíma­­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­­upp­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­um. Mis­­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­­­leitt mjög lít­ill.
  • Hlutur olíu­­­­­fé­lags er loks reikn­aður sem afgangs­­­stærð enda hald­­­góðar upp­­­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­­­ar­liði olíu­­­­­fé­lag­anna ekki opin­ber­­­ar. Hafa ber í huga að þar sem við­mið­un­­­ar­verð er með lægstu verðum á hverjum tíma er þessi liður ef til vill ein­hverju hærri sé litið til heild­­­ar­við­­­skipta með bensín á Íslandi.

Verð­­­upp­­­lýs­ingar mið­­­ast við verð­lag hvers tíma. Gögnin eru upp­­­­­færð mán­að­­­ar­­­lega í kringum 15. hvers mán­að­­­ar. Fyr­ir­vari er gerður um skekkju­­­mörk sem þó ættu í mesta lagi að nema fáeinum krónum á útreikn­aða liði. Ábend­ingar um vill­­­ur, lag­­­fær­ingar og betrumbætur skal senda á gogn@kjarn­inn.is og er tekið fagn­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar