Bláa lónið blómstrar sem blómi í eggi við bestu mögulegu aðstæður

Blue_Lagoon_Main_Building.jpg
Auglýsing

Bláa lónið hagn­að­ist um 1.352 millj­ónir króna árið 2013, ef miðað er við með­al­gengi árs­ins. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins jókst um fimm­tíu pró­sent á milli ára, en vöxtur þess á und­an­förnum árum hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Árið 2013 var metár í tutt­ugu ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins hvað varðar rekstr­ar­tekj­ur, rekstr­ar­ár­angur og gesta­fjölda, en það ár heim­sóttu um 647 þús­und gestir Bláa lón­ið. Árið 2013 störf­uðu um 330 manns hjá félag­inu.

Tekjur Bláa lóns­ins af sölu aðgangs­eyris ofan í lónið eru und­an­þegnar virð­is­auka­skatti, en sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt er íþrótta­starf­semi, svo og leiga á aðstöðu til íþrótta­starf­semi, aðgangs­eyrir að sund­stöð­um, skíða­lyft­um, íþrótta­mót­um, íþrótta­sýn­ingum og heilsu­rækt­ar­stof­um, und­an­þegin virð­is­auka­skatti. Þess ber þó að geta að Bláa lónið greiðir virð­is­auka­skatt af annarri starf­semi sinni, svo sem veit­inga- og versl­un­ar­rekstri, gisti­þjón­ustu og spa með­ferð­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans þarf hins vegar að greiða aðgangs­eyr­inn að lón­inu til að kom­ast í spa með­ferðir Bláa lóns­ins.

Rekstr­ar­tekjur Bláa lóns­ins vegna aðgangs­eyris í lónið námu ríf­lega átján millj­ónum evra árið 2013, eða tæp­lega þremur millj­örðum króna. Til sam­an­burðar má nefna að rekstr­ar­tekjur lóns­ins vegna aðgangs­eyris árið 2012 námu ríf­lega 13,5 millj­ónum evra, eða tæp­lega 2,2 millj­arðar króna. Ódýr­asti aðgöngu­mið­inn að Bláa lón­inu kostar 5.400 yfir vetr­ar­tím­ann og 6.900 krónur yfir háanna­tím­ann á sumr­in, sam­kvæmt verð­skrá sem finna má á heima­síðu félags­ins.

Auglýsing

Vilja að und­an­þágum verði fækkað - en ekk­ert ger­ist



For­svars­menn Bláa lóns­ins hafa ítrekað sagst vera fylgj­andi því að und­an­þágum verði fækkað í virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Grímur Sæmund­sen, for­stjóri Bláa lóns­ins og for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, hefur sagt að ein­földun muni gera kerfið skil­virkara og stemma stigu við svartri atvinnu­starf­semi. Þrátt fyrir þetta, og umræðu um hvort ekki eigi að hækka álögur á ferða­þjón­ust­una, er und­an­þágan sem aðgangs­eyrir að Bláa lón­inu fellur und­ir, enn við lýði. Á sama tíma hækka stjórn­völd mat­ar­skatt­inn, afleggja auð­legð­ar­skatt og lækka veiði­gjöld­in.

Á aðal­fundi félags­ins, sem haldin var 4. apríl síð­ast­lið­inn var sam­þykkt að greiða hlut­höfum félags­ins 931,3 millj­ónir króna í arð vegna árs­ins 2013. Við árs­lok 2013 var eig­in­fjár­hlut­fall Bláa lóns­ins 30 pró­sent, hand­bært fé frá rekstri nam ríf­lega 1.800 millj­ónum króna og eignir félags­ins hljóð­uðu upp á tæpar 7.300 millj­ónir króna.

Bláa_lónið_Bridge

Líf­eyr­is­sjóðir áber­andi á meðal hlut­hafa



Stærstu hlut­hafar Bláa lóns­ins eru Hvatn­ing slhf. með 43 pró­senta hlut, HS Orka hf. sem á 33 pró­senta hlut, Hof­garðar ehf. á 6,7 pró­sent, M4 ehf. á 3,6 pró­sent, Saffron Hold­ing ehf. er skráð með sama eigna­hlut og Bog­mað­ur­inn ehf. á 3,2 pró­sent.

Hvatn­ing slhf. er í ríf­lega 70 pró­senta eigu einka­hluta­fé­lags­ins Kólfs og tæp­lega 30 pró­senta eigu Horns II slhf. Kólfur ehf. er í 68,5 pró­senta eigu Gríms Sæmund­sens og 31,5 pró­senta eigu Eðvards Júl­í­us­son­ar. Eðvard er fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Grinda­vík og átti sæti í stjórn Hita­veitu Suð­ur­nesju (fyr­ir­renn­ara HS Orku) á árunum 1990 til 1992. Horn II slhf. er fram­taks­sjóður sofn­aður af Lands­bréf­um. Hlut­hafar sjóðs­ins eru þrjá­tíu tals­ins og sam­an­standa af líf­eyr­is­sjóð­um, fjár­mála­fyr­ir­tækjum og fag­fjár­fest­um.

HS Orka, sem er næst stærsti hlut­haf­inn í Bláa lón­inu, er í 66,6 pró­senta eigu Magma Energy Sweden og 33,4 pró­sent orku­fyr­ir­tæk­is­ins eru í eigu Jarð­varma slhf., sem er sam­lags­hluta­fé­lag í eigu 14 líf­eyr­is­sjóða.

Þriðji stærsti hlut­haf­inn í Bláa lón­inu, Hof­garðar með 6,7 pró­senta hlut, er í eigu Helga Magn­ús­sonar fjár­fest­is, sem er vara­for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og stjórn­ar­for­maður Bláa lóns­ins.

Tæpar sjö millj­ónir króna á mán­uði fyrir lóns­vökvann, hita og raf­magn



Bláa lónið hefur einka­leyfi til árs­loka 2044 frá HS Orku til notk­unar á jarð­hita­vökva, hinn svo­kall­aða Bláa lóns vökva, í Svarts­engi til afþrey­ing­ar, heilsu­baða, lækn­inga og einnig til fram­leiðslu hvers konar húð og heilsu­vara þar sem notuð eru stein­efni og líf­ræn efni jarð­hita­vökva­ns. Greiðslur félags­ins til HS Orku vegna samn­ings­ins námu 224 þús­und evrum árið 2013, eða sem sam­svarar ríf­lega 36 millj­ónum króna, eða um þremur millj­ónum á mán­uði.

Þá keypti Bláa lónið heitt og kalt vatn og raf­magn af HS Veitum fyrir 270 þús­und evrur árið 2013, eða sem sam­svarar um 43,7 millj­ónum króna. Það gera um 3,6 millj­ónir króna á mán­uði. Kostn­aður félags­ins vegna jarð­hita­vökva­ns, hita og raf­magns nemur því tæpum sjö millj­ónum króna á mán­uði.

Bláa lónið hyggur á mikla upp­bygg­ingu á næstu árum. TIl stendur að reisa lúx­us­hótel og stækka lónið sjálft, áætlað er að fram­kvæmd­irnar taki tvö ár og kosti um sex millj­arða króna. Mann­virki stað­ar­ins munu tvö­fald­ast í stærð á fram­kvæmda­tím­an­um.

Upp­fært 8. jan­úar klukkan 14:21.

Í sam­ræmi við breyt­ingar sem gerðar voru á lögum um virð­is­auka­skatt í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um, mun Bláa lónið greiða virð­is­auka­skatt í lægra þrepi af bað­gjöldum lóns­ins frá og með 1. jan­úar 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None