Borgun seld í trássi við eigendastefnu ríkisins - og öllum virðist sama

landsinn.jpg
Auglýsing

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá í lok nóv­em­ber seldi Lands­banki Íslands, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, tæp­lega þriðj­ungs­hlut í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar slf. fyrir 2,2 millj­arða króna á bak­við luktar dyr. Salan á hlutnum hefur verið ítar­lega til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, enda fór ekk­ert form­legt sölu­ferli fram áður en hann var seldur þeim sem sýndu hlutnum áhuga. Banka­ráð Lands­bank­ans var með­vitað um sölu hluts­ins og að hann hafi ekki farið í gegnum form­legt sölu­ferli.

Auk þessa eru margir innan við­skipta­lífs­ins þeirrar skoð­unar að ­kaup­verð­ið, sem Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. greiddi fyrir hlut­inn í Borgun hafi ver­ið lágt, bæði í inn­lendum og erlendum sam­an­burði. Þá var salan á Borgun valin verstu við­skipti árs­ins 2014 hjá Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Umdeild sala sem var harð­lega gagn­rýndSala rík­is­bank­ans á hlutnum í Borgun var harð­lega gagn­rýnd. Lands­bank­inn var gagn­rýndur fyrir ógagn­sætt sölu­ferlið og fyrir að tryggja ekki að hæsta mögu­lega verð feng­ist fyrir hlut­inn. Í skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dóttur þing­manns Vinstri grænna, ­segir að engin athugun hafi farið fram hjá ráðu­neyti hans um hvort það verð sem greitt var fyrir hlut Lands­bank­ans í Borgun hafi verið hæsta verðið sem hægt hafi verið að fá fyrir hlut­inn. Þá sé það á for­ræði Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, að svara fyrir söl­una og hvort sölu­ferlið á hlutnum hafi verið í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Kjarn­inn sagði svo frá því 13. jan­úar að Banka­sýsla rík­is­ins hafi rætt við Lands­bank­ann vegna söl­unnar á hlutnum í Borg­un, en hafi ann­ars ekk­ert aðhafst í mál­inu og stofn­unin hafi engin áform um að grípa til neinna frek­ari aðgerða vegna söl­unn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Jón Gunnar Jóns­son for­stjóri Banka­sýsl­unnar að betra hefði verið ef hlut­ur­inn í Borgun hefði farið í opið sölu­ferli í steð þess að vera seldur til valdra aðila bakið luktar dyr, án þess að öðrum áhuga­sömum hafi gef­ist tæki­færi til að bjóða í hlut­inn.

Auglýsing

Eig­enda­stefna rík­is­ins kveður á um mik­il­vægi gagn­sæisSam­kvæmt heima­síðu Banka­sýsl­unnar er hlut­verk hennar meðal ann­ars að „leggja áherslu á end­ur­reisn og upp­bygg­ingu öfl­ugs inn­lends fjár­mála­mark­aðar og stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni á þeim mark­aði, tryggja gagn­sæi í allri ákvarð­ana­töku varð­andi þátt­töku rík­is­ins í fjár­mála­starf­semi og tryggja virka upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings.“

Eins og áður segir fer Banka­sýsla rík­is­ins með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, og þá í sam­ræmi við lög, góða stjórn­sýslu- og við­skipta­hætti og eig­enda­stefnu rík­is­ins á hverjum tíma.

Í eig­enda­stefnu rík­is­ins, þar sem fjallað er um kröfur og við­mið fjár­mála­stofn­ana, nánar til­tekið stefnu­mörkun og vinnu­lag, seg­ir: „Fjár­mála­fyr­ir­tæki skulu koma sér upp innri verk­ferlum um lyk­il­þætti í starf­semi sinni, svo ­sem end­ur­skipu­lagn­ingu skuld­settra fyr­ir­tækja, úrlausn skulda­vanda ein­stak­linga, sölu eigna o.fl. Mik­il­vægt er að slíkir ferlar séu skil­virkir og gagn­sæir og birtir á heima­síðum fyr­ir­tækj­anna. Við þetta ættu fjár­mála­fyr­ir­tæki að hafa til hlið­sjónar álit Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 3/2008, ákvarð­anir banka og stjórn­valda um fram­tíð fyr­ir­tækja á sam­keppn­is­mörk­uð­u­m.“

Í fyrr­greindu áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem vísað er til í eig­enda­stefnu rík­is­ins, beinir eft­ir­litið því til við­skipta­banka í eigu rík­is­ins að við ákvarð­anir sem áhrif geta haft á fram­tíð fyr­ir­tækja og sam­keppni á Íslandi verði höfð hlið­sjón af ­tíu megin regl­um.

Í 1. grein regln­anna seg­ir: „Ef tvær eða fleiri ráð­staf­an­ir, sem t.d. tengj­ast end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja, koma til greina sé sú leið valin sem eflir sam­keppni eða raskar henni sem minnst.“

Þá segir í 6. grein áður­nefndra reglna: „Ef fyr­ir­tæki eða eignir þeirra eru boðnar til sölu sé tryggt að allir lík­legir kaup­endur hafi jafnan mögu­leika á því að gera til­boð og hlut­lægni í vali milli kaup­enda tryggð. Eftir því sem kostur er skal leit­ast við að hafa ferlið opið og gagn­sætt.“

Í 7. grein regln­anna segir svo enn­frem­ur: „Að skapa mögu­leika fyrir nýja aðila, eftir atvikum erlenda fjár­festa, að koma inn á sam­keppn­is­mark­að, t.d. með kaupum á fyr­ir­tækjum eða eign­um.“

Salan með blessun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­insÞrátt fyrir ofan­greint tekur Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki afstöðu til þess hvort Lands­bank­inn hafi, vegna eign­ar­halds rík­is­ins á hon­um, átt að selja hlut­inn í Borgun í opnu sölu­ferli. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur lagt á það áherslu við bank­ana að gerðar yrðu breyt­ingar á eign­ar­haldi stóru greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, þannig að bank­arnir eigi þau ekki sam­an, og í því ljósi telur eft­ir­litið jákvætt að Lands­bank­inn hafi selt sig út úr Borg­un. Breyt­ingin sé til þess fallin að auka sam­keppni á greiðslu­korta­mark­aði.

Afstöðu­leysi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til sölu Lands­bank­ans á hlutnum í Borgun er ekki alveg í takt við til­mæli stofn­un­ar­inn­ar, sem birt­ust meðal ann­ars í skýrsl­unni „Sam­keppni eftir hrun“ frá árinu 2011, þar sem seg­ir að mik­il­vægt sé að bank­arnir selji fyr­ir­tæki í gagn­sæju ferli eftir því sem kostur er. Þá sé vandi atvinnu­lífs­ins meðal ann­ars fólgin í skorti á trausti og gagn­sæi.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hefur Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ekki sett sér reglur um það hvernig bankar skuli standa að sölu eigna, en FME mat Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. hæft til að fara með virkan eign­ar­hlut í Borgun í lok des­em­ber.

Sala Lands­bank­ans, sem er í 98 pró­senta eigu íslenska rík­is­ins, á hlutnum í Borgun er umdeil­an­leg í besta falli. Þó rík­is­bank­inn hafi við­ur­kennt að hafa selt áhuga­sömum hlut­inn á bak­við luktar dyr, og mögu­lega í trássi við eig­enda­stefnu rík­is­ins, ætlar Banka­sýsla rík­is­ins ekk­ert að aðhaf­ast í mál­inu. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætlar sömu­leiðis að láta söl­una óátalda þrátt fyrir að hafa talað fyrir mik­il­vægi gagn­sæis og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vísar á banka­sýsl­una.

Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None