Borgun seld í trássi við eigendastefnu ríkisins - og öllum virðist sama

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá í lok nóv­em­ber seldi Lands­banki Íslands, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, tæp­lega þriðj­ungs­hlut í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar slf. fyrir 2,2 millj­arða króna á bak­við luktar dyr. Salan á hlutnum hefur verið ítar­lega til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, enda fór ekk­ert form­legt sölu­ferli fram áður en hann var seldur þeim sem sýndu hlutnum áhuga. Banka­ráð Lands­bank­ans var með­vitað um sölu hluts­ins og að hann hafi ekki farið í gegnum form­legt sölu­ferli.

Auk þessa eru margir innan við­skipta­lífs­ins þeirrar skoð­unar að ­kaup­verð­ið, sem Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. greiddi fyrir hlut­inn í Borgun hafi ver­ið lágt, bæði í inn­lendum og erlendum sam­an­burði. Þá var salan á Borgun valin verstu við­skipti árs­ins 2014 hjá Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Umdeild sala sem var harð­lega gagn­rýndSala rík­is­bank­ans á hlutnum í Borgun var harð­lega gagn­rýnd. Lands­bank­inn var gagn­rýndur fyrir ógagn­sætt sölu­ferlið og fyrir að tryggja ekki að hæsta mögu­lega verð feng­ist fyrir hlut­inn. Í skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dóttur þing­manns Vinstri grænna, ­segir að engin athugun hafi farið fram hjá ráðu­neyti hans um hvort það verð sem greitt var fyrir hlut Lands­bank­ans í Borgun hafi verið hæsta verðið sem hægt hafi verið að fá fyrir hlut­inn. Þá sé það á for­ræði Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, að svara fyrir söl­una og hvort sölu­ferlið á hlutnum hafi verið í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Kjarn­inn sagði svo frá því 13. jan­úar að Banka­sýsla rík­is­ins hafi rætt við Lands­bank­ann vegna söl­unnar á hlutnum í Borg­un, en hafi ann­ars ekk­ert aðhafst í mál­inu og stofn­unin hafi engin áform um að grípa til neinna frek­ari aðgerða vegna söl­unn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Jón Gunnar Jóns­son for­stjóri Banka­sýsl­unnar að betra hefði verið ef hlut­ur­inn í Borgun hefði farið í opið sölu­ferli í steð þess að vera seldur til valdra aðila bakið luktar dyr, án þess að öðrum áhuga­sömum hafi gef­ist tæki­færi til að bjóða í hlut­inn.

Auglýsing

Eig­enda­stefna rík­is­ins kveður á um mik­il­vægi gagn­sæisSam­kvæmt heima­síðu Banka­sýsl­unnar er hlut­verk hennar meðal ann­ars að „leggja áherslu á end­ur­reisn og upp­bygg­ingu öfl­ugs inn­lends fjár­mála­mark­aðar og stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni á þeim mark­aði, tryggja gagn­sæi í allri ákvarð­ana­töku varð­andi þátt­töku rík­is­ins í fjár­mála­starf­semi og tryggja virka upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings.“

Eins og áður segir fer Banka­sýsla rík­is­ins með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, og þá í sam­ræmi við lög, góða stjórn­sýslu- og við­skipta­hætti og eig­enda­stefnu rík­is­ins á hverjum tíma.

Í eig­enda­stefnu rík­is­ins, þar sem fjallað er um kröfur og við­mið fjár­mála­stofn­ana, nánar til­tekið stefnu­mörkun og vinnu­lag, seg­ir: „Fjár­mála­fyr­ir­tæki skulu koma sér upp innri verk­ferlum um lyk­il­þætti í starf­semi sinni, svo ­sem end­ur­skipu­lagn­ingu skuld­settra fyr­ir­tækja, úrlausn skulda­vanda ein­stak­linga, sölu eigna o.fl. Mik­il­vægt er að slíkir ferlar séu skil­virkir og gagn­sæir og birtir á heima­síðum fyr­ir­tækj­anna. Við þetta ættu fjár­mála­fyr­ir­tæki að hafa til hlið­sjónar álit Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 3/2008, ákvarð­anir banka og stjórn­valda um fram­tíð fyr­ir­tækja á sam­keppn­is­mörk­uð­u­m.“

Í fyrr­greindu áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem vísað er til í eig­enda­stefnu rík­is­ins, beinir eft­ir­litið því til við­skipta­banka í eigu rík­is­ins að við ákvarð­anir sem áhrif geta haft á fram­tíð fyr­ir­tækja og sam­keppni á Íslandi verði höfð hlið­sjón af ­tíu megin regl­um.

Í 1. grein regln­anna seg­ir: „Ef tvær eða fleiri ráð­staf­an­ir, sem t.d. tengj­ast end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja, koma til greina sé sú leið valin sem eflir sam­keppni eða raskar henni sem minnst.“

Þá segir í 6. grein áður­nefndra reglna: „Ef fyr­ir­tæki eða eignir þeirra eru boðnar til sölu sé tryggt að allir lík­legir kaup­endur hafi jafnan mögu­leika á því að gera til­boð og hlut­lægni í vali milli kaup­enda tryggð. Eftir því sem kostur er skal leit­ast við að hafa ferlið opið og gagn­sætt.“

Í 7. grein regln­anna segir svo enn­frem­ur: „Að skapa mögu­leika fyrir nýja aðila, eftir atvikum erlenda fjár­festa, að koma inn á sam­keppn­is­mark­að, t.d. með kaupum á fyr­ir­tækjum eða eign­um.“

Salan með blessun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­insÞrátt fyrir ofan­greint tekur Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki afstöðu til þess hvort Lands­bank­inn hafi, vegna eign­ar­halds rík­is­ins á hon­um, átt að selja hlut­inn í Borgun í opnu sölu­ferli. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur lagt á það áherslu við bank­ana að gerðar yrðu breyt­ingar á eign­ar­haldi stóru greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, þannig að bank­arnir eigi þau ekki sam­an, og í því ljósi telur eft­ir­litið jákvætt að Lands­bank­inn hafi selt sig út úr Borg­un. Breyt­ingin sé til þess fallin að auka sam­keppni á greiðslu­korta­mark­aði.

Afstöðu­leysi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til sölu Lands­bank­ans á hlutnum í Borgun er ekki alveg í takt við til­mæli stofn­un­ar­inn­ar, sem birt­ust meðal ann­ars í skýrsl­unni „Sam­keppni eftir hrun“ frá árinu 2011, þar sem seg­ir að mik­il­vægt sé að bank­arnir selji fyr­ir­tæki í gagn­sæju ferli eftir því sem kostur er. Þá sé vandi atvinnu­lífs­ins meðal ann­ars fólgin í skorti á trausti og gagn­sæi.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hefur Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ekki sett sér reglur um það hvernig bankar skuli standa að sölu eigna, en FME mat Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. hæft til að fara með virkan eign­ar­hlut í Borgun í lok des­em­ber.

Sala Lands­bank­ans, sem er í 98 pró­senta eigu íslenska rík­is­ins, á hlutnum í Borgun er umdeil­an­leg í besta falli. Þó rík­is­bank­inn hafi við­ur­kennt að hafa selt áhuga­sömum hlut­inn á bak­við luktar dyr, og mögu­lega í trássi við eig­enda­stefnu rík­is­ins, ætlar Banka­sýsla rík­is­ins ekk­ert að aðhaf­ast í mál­inu. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætlar sömu­leiðis að láta söl­una óátalda þrátt fyrir að hafa talað fyrir mik­il­vægi gagn­sæis og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vísar á banka­sýsl­una.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Bærinn Roswell er ekki þekktur fyrir nokkuð annað en FFH-málið, en bæjarbúar skammast sín ekkert fyrir það. Í Roswell má nú t.d. finna safn um FFH.
Í þátíð... Roswell og FFH-fræðin
Dularfullt brak fannst í Roswell í Nýju Mexíkó og hefur síðan verið uppspretta kenninga um tilvist fljúgandi furðuhluta.
25. júní 2017
Vill að lífeyrissjóðir fjárfesti meira erlendis
Benedikt Jóhannesson segir að það komi til greina að þrýsta íslensku lífeyrissjóðunum í frekari erlendar fjárfestingar ef þeir færi sig ekki í slíkar í auknum mæli sjálfir. Hlutfall þeirra sé um 20 prósent af heildareignum en ætti að vera um 50 prósent.
25. júní 2017
Dennis Skinner er harður í horn að taka. Hann er ósammála því að stjórnmál eigi að vera siðuð og róleg umræða. „Ég var ekki alinn þannig upp“, segir hann.
Hefur gagnrýnt konungsveldið í 30 ár
Dennis Skinner hefur verið þingmaður í Bretlandi síðan 1970. Í nærri þrjá áratugi hefur hann gagnrýnt konungsveldið í Bretlandi og hefðirnar sem fylgja. Gagnrýni Skinners er á góðri leið með að verða jafn mikil hefð.
25. júní 2017
Danir eru þriðju mestu kaffisvelgir í heimi
Ef Íslendingar væru spurðir hvað einkenni Dani myndu margir nefna bjór, rauðar pylsur og „smörrebröd“. Fæstir myndu minnast á kaffi, eitt helsta þjóðareinkenni Íslendinga. En það drekka margar aðrar þjóðir mikið kaffi. Þar á meðal Danir.
25. júní 2017
Isabella Lövin, varaforsætisráðherra Svíþjóðar og ráðherra græningja, afgreiddi málið úr ríkisstjórn í febrúar. Undirritunin vakti athygli vegna uppstillingarinnar á myndinni; Þar eru bara konur og hún á að vera einskonar ádeila á Donald Trump.
Svíar lögfesta metnaðarfull loftslagsmarkmið
Sænska þingið samþykkti metnaðarfullar og lögbundnar áætlanir um kolefnishlutleysi Svíþjóðar árið 2045. Þetta er fyrsta allsherjarloftslagslöggjöfin í heiminum sem sett er fram í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015.
25. júní 2017
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None