Borgun seld í trássi við eigendastefnu ríkisins - og öllum virðist sama

landsinn.jpg
Auglýsing

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá í lok nóv­em­ber seldi Lands­banki Íslands, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, tæp­lega þriðj­ungs­hlut í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar slf. fyrir 2,2 millj­arða króna á bak­við luktar dyr. Salan á hlutnum hefur verið ítar­lega til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, enda fór ekk­ert form­legt sölu­ferli fram áður en hann var seldur þeim sem sýndu hlutnum áhuga. Banka­ráð Lands­bank­ans var með­vitað um sölu hluts­ins og að hann hafi ekki farið í gegnum form­legt sölu­ferli.

Auk þessa eru margir innan við­skipta­lífs­ins þeirrar skoð­unar að ­kaup­verð­ið, sem Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. greiddi fyrir hlut­inn í Borgun hafi ver­ið lágt, bæði í inn­lendum og erlendum sam­an­burði. Þá var salan á Borgun valin verstu við­skipti árs­ins 2014 hjá Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Umdeild sala sem var harð­lega gagn­rýndSala rík­is­bank­ans á hlutnum í Borgun var harð­lega gagn­rýnd. Lands­bank­inn var gagn­rýndur fyrir ógagn­sætt sölu­ferlið og fyrir að tryggja ekki að hæsta mögu­lega verð feng­ist fyrir hlut­inn. Í skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dóttur þing­manns Vinstri grænna, ­segir að engin athugun hafi farið fram hjá ráðu­neyti hans um hvort það verð sem greitt var fyrir hlut Lands­bank­ans í Borgun hafi verið hæsta verðið sem hægt hafi verið að fá fyrir hlut­inn. Þá sé það á for­ræði Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, að svara fyrir söl­una og hvort sölu­ferlið á hlutnum hafi verið í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Kjarn­inn sagði svo frá því 13. jan­úar að Banka­sýsla rík­is­ins hafi rætt við Lands­bank­ann vegna söl­unnar á hlutnum í Borg­un, en hafi ann­ars ekk­ert aðhafst í mál­inu og stofn­unin hafi engin áform um að grípa til neinna frek­ari aðgerða vegna söl­unn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Jón Gunnar Jóns­son for­stjóri Banka­sýsl­unnar að betra hefði verið ef hlut­ur­inn í Borgun hefði farið í opið sölu­ferli í steð þess að vera seldur til valdra aðila bakið luktar dyr, án þess að öðrum áhuga­sömum hafi gef­ist tæki­færi til að bjóða í hlut­inn.

Auglýsing

Eig­enda­stefna rík­is­ins kveður á um mik­il­vægi gagn­sæisSam­kvæmt heima­síðu Banka­sýsl­unnar er hlut­verk hennar meðal ann­ars að „leggja áherslu á end­ur­reisn og upp­bygg­ingu öfl­ugs inn­lends fjár­mála­mark­aðar og stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni á þeim mark­aði, tryggja gagn­sæi í allri ákvarð­ana­töku varð­andi þátt­töku rík­is­ins í fjár­mála­starf­semi og tryggja virka upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings.“

Eins og áður segir fer Banka­sýsla rík­is­ins með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, og þá í sam­ræmi við lög, góða stjórn­sýslu- og við­skipta­hætti og eig­enda­stefnu rík­is­ins á hverjum tíma.

Í eig­enda­stefnu rík­is­ins, þar sem fjallað er um kröfur og við­mið fjár­mála­stofn­ana, nánar til­tekið stefnu­mörkun og vinnu­lag, seg­ir: „Fjár­mála­fyr­ir­tæki skulu koma sér upp innri verk­ferlum um lyk­il­þætti í starf­semi sinni, svo ­sem end­ur­skipu­lagn­ingu skuld­settra fyr­ir­tækja, úrlausn skulda­vanda ein­stak­linga, sölu eigna o.fl. Mik­il­vægt er að slíkir ferlar séu skil­virkir og gagn­sæir og birtir á heima­síðum fyr­ir­tækj­anna. Við þetta ættu fjár­mála­fyr­ir­tæki að hafa til hlið­sjónar álit Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 3/2008, ákvarð­anir banka og stjórn­valda um fram­tíð fyr­ir­tækja á sam­keppn­is­mörk­uð­u­m.“

Í fyrr­greindu áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem vísað er til í eig­enda­stefnu rík­is­ins, beinir eft­ir­litið því til við­skipta­banka í eigu rík­is­ins að við ákvarð­anir sem áhrif geta haft á fram­tíð fyr­ir­tækja og sam­keppni á Íslandi verði höfð hlið­sjón af ­tíu megin regl­um.

Í 1. grein regln­anna seg­ir: „Ef tvær eða fleiri ráð­staf­an­ir, sem t.d. tengj­ast end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja, koma til greina sé sú leið valin sem eflir sam­keppni eða raskar henni sem minnst.“

Þá segir í 6. grein áður­nefndra reglna: „Ef fyr­ir­tæki eða eignir þeirra eru boðnar til sölu sé tryggt að allir lík­legir kaup­endur hafi jafnan mögu­leika á því að gera til­boð og hlut­lægni í vali milli kaup­enda tryggð. Eftir því sem kostur er skal leit­ast við að hafa ferlið opið og gagn­sætt.“

Í 7. grein regln­anna segir svo enn­frem­ur: „Að skapa mögu­leika fyrir nýja aðila, eftir atvikum erlenda fjár­festa, að koma inn á sam­keppn­is­mark­að, t.d. með kaupum á fyr­ir­tækjum eða eign­um.“

Salan með blessun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­insÞrátt fyrir ofan­greint tekur Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki afstöðu til þess hvort Lands­bank­inn hafi, vegna eign­ar­halds rík­is­ins á hon­um, átt að selja hlut­inn í Borgun í opnu sölu­ferli. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur lagt á það áherslu við bank­ana að gerðar yrðu breyt­ingar á eign­ar­haldi stóru greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, þannig að bank­arnir eigi þau ekki sam­an, og í því ljósi telur eft­ir­litið jákvætt að Lands­bank­inn hafi selt sig út úr Borg­un. Breyt­ingin sé til þess fallin að auka sam­keppni á greiðslu­korta­mark­aði.

Afstöðu­leysi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til sölu Lands­bank­ans á hlutnum í Borgun er ekki alveg í takt við til­mæli stofn­un­ar­inn­ar, sem birt­ust meðal ann­ars í skýrsl­unni „Sam­keppni eftir hrun“ frá árinu 2011, þar sem seg­ir að mik­il­vægt sé að bank­arnir selji fyr­ir­tæki í gagn­sæju ferli eftir því sem kostur er. Þá sé vandi atvinnu­lífs­ins meðal ann­ars fólgin í skorti á trausti og gagn­sæi.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hefur Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ekki sett sér reglur um það hvernig bankar skuli standa að sölu eigna, en FME mat Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. hæft til að fara með virkan eign­ar­hlut í Borgun í lok des­em­ber.

Sala Lands­bank­ans, sem er í 98 pró­senta eigu íslenska rík­is­ins, á hlutnum í Borgun er umdeil­an­leg í besta falli. Þó rík­is­bank­inn hafi við­ur­kennt að hafa selt áhuga­sömum hlut­inn á bak­við luktar dyr, og mögu­lega í trássi við eig­enda­stefnu rík­is­ins, ætlar Banka­sýsla rík­is­ins ekk­ert að aðhaf­ast í mál­inu. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætlar sömu­leiðis að láta söl­una óátalda þrátt fyrir að hafa talað fyrir mik­il­vægi gagn­sæis og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vísar á banka­sýsl­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None