Paulson enn tengdur inn í kröfuhafahóp Glitnis

john-paulson.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að vog­un­ar­sjóður banda­ríska fjár­fest­is­ins John Paul­son, Paul­son Credit Opportunities Master, hafi selt allar kröfur sínar á slitabú Glitnis í ágúst 2014 er hann enn mjög tengdur stórum kröfu­hafa. Í sama mán­uði og Paul­son seldi keypti PAC Credit Fund Limited mikið magn krafna á Glitni og er nú fjórði stærsti kröfu­hafi bús­ins. Annar stjórn­enda PAC Credit Fund Limited er lyk­il­stjórn­andi vog­un­ar­sjóðs Paul­sons.

Keyptu mikið í ágúst 2014Írski sjóð­ur­inn PAC Credit Fund er sá aðili sem hefur bætt mest af kröfum á Glitni við sig á und­an­förnum miss­er­um. Sjóð­ur­inn keypti sig upp­haf­lega inn í kröfu­hafa­hóp Glitnis í febr­úar þegar hann eign­að­ist kröfur upp á 20 millj­arða króna að nafn­virði. Hann bætti svo við sig 63 millj­örðum í kröfum þann 28. ágúst síð­ast­lið­inn. Annar hlut­hafi PAC er starfs­stöð banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans J.P. Morgan í Írlandi.

Í gögnum frá írsku fyr­ir­tækja­skránn­i,­sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um,  má hins vegar sjá að annar tveggja stjórn­enda PAC Credit Fund er Stu­art Leslie Merz­er. Hann er lyk­il­stjórn­andi hjá vog­un­ar­sjóðnum Paul­son&Co.

Sjóður Paul­son, Paul­son Credit Oportunities Master, keypti kröfur á slitabú Glitnis í mars 2013. Í apríl síð­ast­liðnum var umfang krafna sem hann átti á Glitni orðið um 53 millj­arðar króna að nafn­virði.

Auglýsing

Í nýrri kröfu­hafa­skrá Glitn­is, frá 20. nóv­em­ber 2014, kemur hins vegar fram að sjóð­ur­inn hafi selt allar kröfur sínar á Glitni. Það gerð­ist, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, í ágúst síð­ast­liðn­um, sama mán­uði og PAC Credit Fund keypti þorra þeirra krafna sem hann á á Glitni. PAC Credit Fund er eftir upp­kaupin fjórði stærsti kröfu­hafi Glitn­is.Hagn­að­ist mikið á stöðu­töku fyrir hrunLíkt og áður sagði er stofn­andi og stjórn­andi Paul­son&Co John Paul­son. Um hann hafa verið skrif­aðar bæk­ur, á meðal þeirra „The big­gest trade ever“, sem fjall­aði um stöðu­töku hans gegn hús­næð­is­bólunni í Banda­ríkj­unum sem gerði hann óheyri­lega rík­an. Einn fimm aðal­sjóða hans, Paul­son Credit Opportunities Master, hóf að kaupa kröfur á Glitni af miklum móð vorið 2013.

Sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki Paul­son var sjö­undi stærsti vog­un­ar­sjóður Banda­ríkj­anna í árs­lok 2012. Það e með um sex millj­arði dala, um 750 millj­arða króna, í stýr­ingu.

Síð­asta ár var hins vegar ekki gott ár fyrir Paul­son. Businessweek greindi frá því í gær að afkoma vog­un­ar­sjóðs hans var sú næst versta frá því að hann var stofn­aður árið 1994. Í raun hefur fátt gengið upp hjá Paul­son frá því að hann græddi 15 millj­arði dala, tæp­lega 2.000 millj­arða króna, á stöðu­töku sinni gegn hús­næð­is­bólunni í Banda­ríkj­un­um. Eignir sjóðs­ins eru í dag taldar vera um 19 millj­arðar dala, um 2.500 millj­arðar króna. Þær hafa lækkað um helm­ing frá árinu 2011, þegar þær voru sem mest­ar.

Burlington og Deutsche Bank sanka að sér kröfumStærsti ein­staki kröfu­hafi Glitnis er Burlington Loan Mana­gement, sem er í eigu banda­ríska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Dav­id­son Kempner. Sjóð­ur­inn, sem er stór kröfu­hafi margra ann­arra íslenskra slita­búa, og eig­andi ýmissa íslenskra fyr­ir­tækja, er stærsti ein­staki kröfu­hafi íslensks atvinnu­lífs.

Þýski bankaris­inn Deutsche Bank er skráður eig­andi að kröfum í þrotabú Glitnis upp á 157,1 millj­arð króna að nafn­virði. Það gerir hann að þriðja stærsta kröfu­hafa bank­ans.

Deutsche Bank er þriðji stærsti kröfuhafi Glitnis. Talið er að hann haldi að mestu á kröfum sínum fyrir aðra. Deutsche Bank er þriðji stærsti kröfu­hafi Glitn­is. Talið er að hann haldi að mestu á kröfum sínum fyrir aðra.

Sam­kurl Burlington við Deutsche Bank hefur verið nokkuð mik­ið. Dótt­ur­fyr­ir­tæki þýska bankarisans, Deutsche Bank AG í Amster­dam, heldur til að mynda á 99 pró­sent af hlut­deild­ars­kirteinum í ALMC. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Burlington eða sjóðir Dav­id­son Kempner séu end­an­legir eig­endur hluta þeirra skirteina. Þá keypti Burlington 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar af Deutsche Bank skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja að Deutsche Bank sé að halda á þeim kröfum sem bank­inn er skráður fyrir á Glitni fyrir ein­hverja aðra. Bank­inn sé milli­lið­ur, ekki end­an­legur eig­andi þeirra.

Næst stærsti kröfu­hafi Glitnis er vog­un­ar­sjóð­ur­inn Sil­ver Point. Hann var á sínum tíma stofn­aður af tveimur fyrrum starfs­mönnum fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs og er í dag í 79. sæti yfir stærstu vog­un­ar­sjóði heims. Sjóð­ur­inn hefur bætt við sig kröfum upp á 25,2 millj­arða króna að nafn­virði und­an­farið eitt og hálft ár og á kröfur upp á 157,1 millj­arð króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None