Bournemouth verður minnsta lið úrvalsdeildar - Á pari við ævintýri eftir H.C. Andersen

harryarterpromotion.jpg
Auglýsing

Bour­nemouth er ekki knatt­spyrnu­fé­lag sem margir íslenskir knatt­spyrnu­að­dá­endur vita mikið um. Það mun þó ugg­laust breyt­ast á næstu mán­uðum því félagið mun leika í ensku úrvalds­deild­inni á næstu leik­tíð eftir að hafa unnið Champ­ions­hip-­deild­ina í ár. Það hafa nokkur „lít­il“ lið náð þeim árangri síðan að enska úrvalds­deildin var sett á lagg­irnar árið 1992 og pen­ingar og erlendir leik­menn hófu að streyma í þessa vin­sæl­ustu knatt­spyrnu­deild ver­ald­ar. Þau vekja alltaf athygli enda verður alltaf erf­ið­ara og erf­ið­ara fyrir lið frá litlum borgum og bæj­um, með lítil fjár­ráð og fámennan stuðn­ings­manna­hóp að keppa við lið sem eru að borga árlegan launa­kostn­að þeirra fyrir staka leik­menn sem síðan vart kom­ast á bekk­inn. Á meðal liða sem falla í þennan flokk eru til dæmis Swindon (1993), Burnley (2009 og 2014),Wigan (2005 til 2013), Barns­ley (1997), Black­pool (2010), Brad­ford City (1999) og Rea­d­ing (2006).

En Bour­nemouth er lík­lega minnsta liðið sem náð hefur þessum árangri. Það er alla­vega á hreinu að leik­vangur liðs­ins, Goldsands Stadi­um, verður sá minnsti sem leikið hefur verið á í úrvalds­deild­inni. Hann tekur ein­ungis 11.700 áhorf­end­ur. Á síð­asta tíma­bili var leik­vang­ur­inn meira að segja ekki alltaf full­ur. Með­al­tal áhorf­enda var um 10.500 á leik.

Goldsands Stadium verður sá minnsti sem leikið hefur verið á í ensku úrvaldsdeildinni. Goldsands Stadium verður sá minnsti sem leikið hefur verið á í ensku úrvalds­deild­inn­i.

Auglýsing

„Stór­kost­leg­asta ævin­týrið síðan að Hans Christ­ian And­er­sen skrif­aði sitt síð­asta“



Næsta tíma­bil verður það fyrsta sem Bour­nemouth leikur í efstu deild í Englandi í 126 ára sögu félags­ins. Það sem gerir árangur félags­ins enn ótrú­legri er að það hóf tíma­bilið 2008-2009 með 17 stig í mínus í næstu deild ensku deild­ar­keppn­innar eftir að hafa lent í greiðslu­stöðvum vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Ef liðið hefði fallið úr neðstu deild á því tíma­bili voru uppi áform um að leggja það ein­fald­lega nið­ur. Það var ekki talið mögu­legt að reka það í utandeild­inni.

Jeff Mostyn, stjórn­ar­for­maður Bour­nemouth, sagði í við­tali við The Tel­egraph í apríl að félagið hafi þrí­vegis verið sól­ar­hring frá því að verða gjald­þrota á und­an­förnum árum. Það að Bour­nemouth sé nú á leið í úrvalds­deild­ina sé „stór­kost­leg­asta ævin­týrið síðan að Hans Christ­ian And­er­sen skrif­aði sitt síð­asta“.

En hvað gerð­ist? Hvernig getur lið í fjár­hags­legum glund­roða, með 17 stig í mínus í neðstu deild, frá litlum bæ á suð­ur­strönd Bret­lands, með engar stór­stjörnur inn­an­borðs, náð þessum mikla árangri ein­ungis sex árum síð­ar? Svarið liggur fyrst og síð­ast í tveimur mönn­um: Maxim Demin og Eddie Howe.

Rúss­neskur huldu­maður sem féll fyrir Bour­nemouth



Rúss­neski fjár­festir­inn Maxim Denim er ekki þekkt nafn. Og hann virð­ist kunna vel við það. Demin hefur aldrei talað við bresku press­una og fátt er vitað um hvað hann hefur verið að sýsla í líf­inu annað en að hann býr í Sviss.

Sagan segir að fyrrum eig­andi Bour­nemouth, Eddie Mitchell, hafi byggt hús fyrir Dem­in. Eftir að þeirri vinnu lauk hafi Mitchell boðið Rúss­anum á leik hjá Bour­nemouth og Demin hafi í kjöl­farið fallið kylli­flatur fyrir félag­inu. Hann kom inn sem með­eig­andi árið 2011 og eign­að­ist það að fullu árið 2013. Síðan þá hefur hann lánað Bour­nemouth 15,5 millj­ónir punda.

Maxim Demin. Maxim Dem­in.

 

Þeim pen­ingum hefur þó ekki verið varið í neina vit­leysu. Félagið er með einn lægsta ­launa­kostn­að­inn í Champ­ions­hip deild­inni og hefur ein­ungis keypt tvo leik­menn í sögu sinni sem hafa kostað meira en eina milljón pund. Tap félags­ins á leik­tíð­inni 2013-2014 var um átta millj­ónir punda. Til að setja þá tölu í sam­hengi má rifja upp að QPR, sem komst upp á því tíma­bili, tap­aði um 70 millj­ónum punda fyrir utan eig­enda­lán sem voru afskrif­uð. Bour­nemouth hefur því alltaf haldið sig innan ramma fjár­hags­reglna FIFA sem eiga að jafna stöðu liða í alþjóða­knatt­spyrn­unni sem er troð­full af allskyns „syk­ur­pöbbum“ sem dæla óheyri­legum fjár­hæðum í félög til að reyna að ná árangri á skömmum tíma. Demin er sem­sagt ekki einn þeirra.

Hinn ótrú­legi Eddie Howe



En stóra ástæðan fyrir því að Bour­nemouth er nú að fara að upp­lifa stóra draum­inn er þjálf­ar­inn Eddie Howe. Hann gekk fyrst til liðs við félagið þegar hann var tíu ára og var gríð­ar­lega vin­sæll leik­maður hjá lið­inu um ára­bil, þegar það barð­ist í neðstu deildum deild­ar­keppn­inn­ar. Hann spil­aði alls 271 leik með lið­inu á þrettán ára ferli. Eina beygjan sem hann tók á þeim tíma var þegar Howe var keyptur til Portsmouth af fyrrum Bour­nemout­h-­þjálf­ar­anum Harry Red­knapp árið 2002 fyrir 400 þús­und pund. Tvenn alvar­leg hné­meiðsli gerðu það að verkum að Howe lék ein­ungis tvo leiki með Portsmouth á tveimur árum. Árið 2004 var hann lán­aður aftur til Bour­nemouth og sló aftur í gegn. Félagið átti hins vegar engan pen­ing til að kaupa hann, sem leiddi til þess að stuðn­ings­menn settu á fót söfn­un, kölluð „Eddies­hare“ til að skrapa saman nægj­an­legum pen­ing til að fjár­magna kaup­in. Á nokkrum dögum söfn­uð­ust 21 þús­und pund og Howe var keyptur „heim“.

Þegar Howe var 29 ára var hann gerður að þjálf­ara vara­liðs­ins en var síðar rek­inn ásamt Kevin Bond, þáver­andi aðal­þjálf­ara liðs­ins, í sept­em­ber 2008. Hann snéri aftur nokkrum vikum síðar sem þjálf­ari ung­linga­liðs félags­ins og tók við sem aðal­þjálf­ari í jan­úar 2009. Þetta var, eins og áður hefur verið greint frá, tíma­bilið sem Bour­nemouth byrj­aði með 17 stig í mín­us.

Eddie Howe kom til Bournemouth þegar hann var tíu ára. Í dag er hann lifandi goðsögn hjá félaginu. Eddie Howe kom til Bour­nemouth þegar hann var tíu ára. Í dag er hann lif­andi goð­sögn hjá félag­in­u.

Howe bjarg­aði félag­inu frá falli og kom þeim upp um deild árið 2010. Í jan­úar 2011 réð hann sig sem þjálf­ara Burnley og var þar í rúm tvö og hálft ár. Í októ­ber 2012 sagði hann upp störfum og sagði að „per­sónu­legar ástæð­ur“ væru fyrir brott­hvarf­inu. Hann réð sig strax aftur sem aðal­þjálf­ari Bour­nemouth. Og kom þeim beint upp í Champ­ions­hip deild­ina á fyrsta tíma­bil­inu eftir end­ur­kom­una. Liðið lenti svo í tíunda sæti á síð­asta tíma­bili og sigr­aði loks ­deild­ina á því sem nú er að ljúka.

Sókn­ar­bolti, skipu­lag, töl­fræði og hug­ar­far



Howe, sem er ein­ungis 37 ára gam­all, er í guða­tölu hjá stuðn­ings­mönnum Bour­nemouth. Hann er sjálfur gall­harður stuðn­ings­maður félags­ins og hefur verið í ára­tugi. Líkt og Bret­arnir segja oft þá étur hann, sefur og andar fyrir félag­ið.

Howe þykir líka sér­stakur þjálf­ari. Hann leggur mikið upp úr töl­fræði og allar æfingar eru not­aðar til að und­ir­búa næsta leik, með  til­liti til hverjum liðið er að mæta. Hann tekur allar æfingar upp á mynd­band og fylgist náið með þróun leik­manna sinna með því að skrá upp­lýs­ingar um þá dag­lega. Á æfing­un­um, sem þykja oft á tíðum mjög óhefð­bundn­ar, setur hann upp allskyns aðstæður sem gætu komið upp í næsta leik. Út frá öllum mögu­legum sjón­ar­horn­um. Og þessi aðferð­ar­fræði virð­ist vera að virka afar vel.

Liðið spilar líka ákafan sókn­ar­bolta, sem fellur alltaf vel í kramið hjá stuðn­ings­mönn­um. Á liðnu tíma­bili skor­aði það meira en tvö mörk að með­al­tali í leik, var það lið sem var mest allra í deild­inni með bolt­ann (58,37 pró­sent að með­al­tali í hverjum leik) og átti flest skot á markið (253). Bour­nemouth sat í efstu tveimur sætum deild­ar­innar lengur en nokk­urt annað lið í deild­inni og töp­uðu ein­ungis átta leikjum allt tíma­bil­ið.

Annað sem sér­fræð­ingar hafa nefnt sem lyk­il­at­riði hjá lið­inu er hug­ar­far­ið. Þegar Bour­nemouth lék fimm leiki í röð án sig­urs í febr­úar á þessu ári fóru margir að afskrifa mögu­leika þeirra á að fara upp. Liðið brást við með því að vinna átta og gera þrjú jafn­tefli í næstu ell­efu ­leikj­um. Það brotnar því ekki undir pressu.

Að mestu óþekktir og ódýrir leik­menn



Það eru ekki margir þekktir leik­menn í Bour­nemouth lið­inu. Þeir þekkt­ustu eru lík­lega Kenwyne Jones, sem lék áður með Sout­hampton og Car­diff, og pólski mark­vörð­ur­inn Artur Bor­uc, sem lék lengi með Celt­ic, Fior­ent­ina og Sout­hampton. Jones er þó ekki einu sinni aðal­fram­herji liðs­ins. Í fram­herja­stöð­unum eru oft­ast Callum Wil­son, Frakk­inn Yann Kermorgant og Brett Pitt­man, sem kemur oft­ast inn af bekkn­um. Á meðal ann­arra lyk­il­manna eru Simon Francis, Matt Ritchie, Charlie Dani­els, Marc Pugh, Tommy Elp­hick, Steve Cook, Andrew Sur­man, Dan Gos­l­ing og Harry Art­er. Ekki stærstu nöfnin í enska bolt­an­um.

Kenwyne Jones er líklega þekktasti leimaður liðsins í dag. Kenwyne Jones er lík­lega þekkt­asti leimaður liðs­ins í dag.

Ljóst er að Bour­nemouth mun þurfa að fjár­festa tölu­vert fyrir átök næsta árs, og þeir tugir millj­óna punda sem félagið fær fyrir að leika í efstu deild munu nýt­ast vel í þeirri bar­áttu. Í bresku press­unni í dag er félagið meðal ann­ars orðað við Búlgar­ann óvið­jafn­an­lega Dimitar Ber­batov, sem er orð­inn 34 ára gam­all.

Hvernig sem fer og hverjir sem keyptir verða þá er ljóst að hug­mynda­fræði Howe verður áfram ráð­andi hjá lið­inu. Og hið mikla ævin­týri, sem ein­ungis hug­ar­flug H.C. And­er­sen á að jafn­ast við, heldur áfram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None