Yfirmenn lögreglu lugu að ráðherrum

h_51801576-1.jpg
Auglýsing

Yfir­menn dönsku leyni­þjón­ust­unnar sögðu for­sæt­is- og dóms­mála­ráð­herrum lands­ins ósatt um fjöl­margt varð­andi við­brögð lög­regl­unnar eftir hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn 14. og 15. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Yfir­maður leyni­þjón­ust­unn­ar, PET, til­kynnti um upp­sögn sína klukku­stund  áður en skýrslan var gerð opin­ber og hættir 1. júní nk.

Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra kynnti skýrslu rann­sókn­ar­nefndar lög­regl­unnar á fundi með frétta­mönnum sl. fimmtu­dag. Rann­sókn­ar­nefndin starfar algjör­lega sjálf­stætt og heyrir beint undir ráð­herr­ann.

Hryðju­verkinEins og mörgum er lík­lega í fersku minni réðst ungur mað­ur, Omar El- Hussein að nafni, til atlögu við sam­komu­húsið Krudttønden á Aust­ur­brú laug­ar­dagionn 14. febr­ú­ar. Þá stóð þar yfir fundur um tján­ing­ar­frelsi og meðal fund­ar­manna var sænski teikn­ar­inn Lars Wilks sem meðal ann­ars hafði teiknað Múhameð spá­mann í hunds­gervi. Einn maður lést, danski kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Finn Nörgaard.

Þetta gerð­ist um hálf­fjögur síð­deg­is. Til­ræð­is­mað­ur­inn komst und­an. Rúmum níu klukku­stundum síð­ar, skömmu fyrir klukkan eitt aðfara­nótt sunnu­dags­ins 15. febr­úar kom Omar El- Hussein að bæna­húsi gyð­inga við Krystal­gade í Kaup­manna­höfn. Þar skaut hann einn mann til bana, sá var vörður við hús­ið, Dan Uzan að nafni. Aftur komst Omar El- Hussein undan en rétt fyrir klukkan fimm á sunn­dags­morgn­inum skaut lög­reglan hann til bana fyrir utan hús í norð­ur­hluta ­Kaup­manna­hafn­ar.

Auglýsing

Árásin átti sér stað á Krudttønden. Árásin átti sér stað á Krudttønden.

For­sæt­is­ráð­herr­ann brást skjótt við    Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra brást skjótt við, kall­aði saman sér­staka neyð­ar­nefnd rík­is­stjórn­ar­innar og hélt frétta­manna­fund strax á laug­ar­dags­kvöld­in­u.  Það var áður en til­ræð­is­mað­ur­inn lét til skarar skríða í seinna skipt­ið.  Þar fór hún yfir atburða­rás­ina eins og yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar hafði lýst henn­i.  For­sæt­is­ráð­herr­ann þótti standa sig vel við þessar erf­iðu og óvana­legu aðstæð­ur, vera lands­föð­ur­leg eins og það var orð­að.

Um nótt­ina komu svo frétt­irnar af seinna til­ræð­inu og á sunnu­dags­morgn­inum þau tíð­indi að til­ræð­is­mað­ur­inn, sem hefði verið að verki í bæði skipt­in, hefði fallið fyrir byssu­kúlum lög­reglu. Lög­reglan hand­tók síðar þann dag fimm menn sem voru taldir vit­orðs­menn, eða sam­verka­menn til­ræð­is­manns­ins.  Þrír þeirra sitja enn í gæslu­varð­haldi og sömu­leiðis tveir sem hand­teknir voru síð­ar.

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, þótti standa sig afar vel við erfiðar aðstæður sem sköpuðust eftir árásirnar. MYND:EPA Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, þótti standa sig afar vel við erf­iðar aðstæður sem sköp­uð­ust eftir árás­irn­ar. MYND:EPA

Skýrslan         Nokkrum dögum eftir þessa atburði, sem eiga sér vart, eða ekki, hlið­stæðu í Dan­mörku óskaði Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra eftir skýrslu rann­sókn­ar­nefndar lög­regl­unn­ar. Ráð­herr­ann óskaði eftir að nefndin ynni hratt og skýrslan, 142 blað­síð­ur, barst ráð­herr­anum fyrir nokkrum dög­um.

Óhætt er að segja að skýrsl­unnar hafi verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu  því spurst hafði út að þar kæmi ýmis­legt fram sem ekki væri bein­línis í sam­ræmi við það sem lög­reglu­yf­ir­völd hefðu áður greint for­sæt­is- og dóms­mála­ráð­herr­unum frá. Það reynd­ust orð að sönn­u.  Atburða­rás­in, og við­brögð lög­reglu voru um margt mjög frá­brugðin því sem greint var frá í upp­hafi.

Engin gæsla við sam­komu­húsið   Vitni greindu frá því að til­ræð­is­mað­ur­inn hafi komi gang­andi að sam­komu­hús­inu Krudttønden. Þegar hann átti eftir tutt­ugu til þrjá­tíu metra að hús­inu dró hann upp byss­una og skrúf­aði hlaupið á. Síðan gekk hann rak­leiðis að hús­inu án þess að verð­irnir tveir sem voru í and­dyr­inu veittu honum minnstu athygli.

­Sam­kvæmt frá­sögnum vitnis sat annar varð­anna, með kaffi­bolla í hendi, og snéri baki að inn­gang­in­um. Hinn var að skoða eitt­hvað í sím­an­um. Vitnið sagði að þessir tveir hefðu ein­fald­lega sofið á verðinum.

Sam­kvæmt frá­sögnum vitnis sat annar varð­anna, með kaffi­bolla í hendi, og snéri baki að inn­gang­in­um. Hinn var að skoða eitt­hvað í sím­an­um. Vitnið sagði að þessir tveir hefðu ein­fald­lega sofið á verð­in­um. Fleiri verðir voru á staðnum en þeir voru inni í sam­komusalnum og sáu þess vegna ekki hvað fram fór. Kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn sem lést skaut Omar El- Hussein af stuttu færi eftir stutt orða­skipti og komst svo und­an, eng­inn vissi hvert hann fór. Ráð­herr­arnir fengu í upp­hafi mjög tak­mark­aðar upp­lýs­ingar um verð­ina og vitn­is­burður manns­ins sem sá til varð­anna var ekki skráður í skýrslur lög­reglu í upp­hafi.

Á frétta­manna­fundi dag­inn eftir til­ræðin sagði Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra að strax og fréttir hefðu borist af til­ræð­inu við sam­komu­húsið hefði lög­reglan sent verði að bæna­húsi gyð­inga við Krystal­ga­de. Þessar upp­lýs­ingar fékk ráð­herr­ann frá leyni­þjón­ust­unni. Síðar kom í ljós að þetta var víðs­fjarri sann­leik­an­um.

Engin gæsla fyrr en fjórum klukku­stundum seinnaÞað var ekki fyrr en tæpum fjórum klukku­stundum síðar sem verðir komu að bæna­hús­inu en þá höfðu for­svars­menn gyð­inga marg­sinnis hringt til lög­regl­unnar og óskað eftir örygg­is­gæslu við bæna­hús­ið.  For­maður sam­taka gyð­inga sagði að gyð­ingar hefðu verið þess full­vissir að þeir væru skot­markið og ótt­ast um líf sitt.

Eng­inn vissi hvar til­ræð­is­mað­ur­inn var nið­ur­kom­inn en stór hluti mið­borgar Kaup­manna­hafnar var nán­ast lok­aður af og mörg hund­ruð lög­reglu-og her­menn á göt­un­um.

Hvernig komst til­ræð­is­mað­ur­inn að bæna­hús­inu?  Þess­ari spurn­ingu hefur ekki verið svarað með full­nægj­andi hætti. Fram hefur komið að sam­tals voru sex lög­reglu­menn við bæna­hús­ið. Tveir í garð­in­um, innan við hliðið sem snýr að göt­unni og fjórir á götu­hornum í næsta nágrenni.

Engin skýr­ing hefur feng­ist á því hvernig Omari El- Hussein tókst að kom­ast fram­hjá þeim og að hlið­inu við bæna­hús­ið. Þegar vörður sem starf­aði sem sjálf­boða­liði við bæna­húsið ávarp­aði hann dró Omar El- Hussein upp byssu og skaut vörð­inn, sem lést af sárum sín­um.

Sann­ar­lega víti til varn­aðarÞegar Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra kynnti skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar lagði hún meg­in­á­herslu á þrennt. Í fyrsta lagi að við (eins og hún orð­aði það) hefðum brugð­ist gyð­ingum með því að bregð­ast allt of seint við og lög­reglan og leyni­þjón­ustan hrein­lega ekki verið við því búnar að atburðir sem þessir gætu átt sér stað.

 

Mette Fredriksen dómsmálaráðherra Danmerkur. Mette Fred­rik­sen dóms­mála­ráð­herra Dan­merk­ur.

Í öðru lagi væri það mjög alvar­legt að leyni­þjón­ustan hefði bein­línis sagt ráð­herrum ósatt, slíkt væri  algjör­lega óvið­un­andi. Stjórn­völd yrðu að geta treyst yfir­stjórn lög­regl­unnar og þótt sann­leik­ur­inn væri kannski óþægi­legur á stundum þýddi það ekki að honum mætti hag­ræða til að fegra hlut­ina.

Í þriðja lagi væri svo það að hér væri um að ræða hryðju­verk þess eðlis sem Danir hefðu bless­un­ar­lega ekki áður kynnst og það kalli á önnur vinnu­brögð. Með því sagð­ist ráð­herr­ann eiga við að í sam­fé­lag­inu vaxi upp ein­stak­lingar sem víli ekki fyrir sér að ráð­ast gegn sam­borg­urum sínum með þeim hætti sem hér gerð­ist. "Hvernig við getum komið í veg fyrir slíkt er stór og erfið spurn­ing sem við verðum að takast á við" sagði ráð­herr­ann og bætti við "Hvað er það í sam­fé­lagi okkar og upp­vexti ung­menna sem verður til þess að búa til slíkt hatur í garð sam­borgar­anna ?"

Yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar til­kynnti afsögnÞótt Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra væri kurt­eis og gætin í orða­vali þegar hún kynnti skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar gat engum dulist tónn­inn í orðum henn­ar. Þegar frétta­manna­fund­ur­inn hófst var rúm klukku­stund frá því að yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar Jens Mad­sen til­kynnti um upp­sögn sína. Hvorki hann né ráð­herr­ann vildu bein­línis tengja upp­sögn­ina við skýrsl­una en "við skiljum nú áður en skellur í tönn­um" sagði einn frétta­manna þegar ráð­herr­ann vildi ekki tala um upp­sögn­ina.

Jens Madsen hafði aðeins verið yfirmaður leyniþjónustunnar í rúma sextán mánuði þegar hann sagði af sér. Hann var áður yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Jens Mad­sen hafði aðeins verið yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar í rúma sextán mán­uði þegar hann sagði af sér. Hann var áður yfir­maður rann­sókn­ar­deildar lög­regl­unn­ar.

Jens Mad­sen sem hafði aðeins verið yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar í rúma sextán mán­uði var áður yfir­maður rann­sókn­ar­deildar lög­regl­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None