Bræðslan til bjargar

Viðskiptabann Rússa hefur sett mikið strik í reikninginn hjá útgerðarfyrirtækjum hér á landi. Aukin bræðsla hefur þó minnkað slæm áhrif verulega.

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Eins dauði er annars brauð segir máltækið og það gæti vel átt við makrílbannið sem Rússar settu á Íslendinga. Bræðslustöðvar hafa haft nóg að gera í staðinn. Magn makríls sem farið hefur í bræðslu hefur ríflega tvöfaldast milli ára, fór úr tæpum nútján þúsund tonnum í fyrra en er komið í yfir fjörutíu þúsund tonn í ár. Í september s.l. fór fimmfalt meira magn af makríl í bræðslu en í sama mánuði í fyrra. Sem hlutfall af heildaraflanum hefur það magnið einnig tvöfaldast, fer úr ellefu prósent í fyrra og í 22 prósent það sem af er ári.

Heimsmarkaðsverð á mjöli er aftur á uppleið eftir að hafa fallið stöðugt frá áramótum, það hækkaði um rúmt prósent í september eftir að hafa lækkað stöðugt frá fyrsta ársfjórðungi.  Verð á lýsi hefur rokið upp á síðustu misserum og er komið í yfir 2.500 Bandaríkjadali á tonnið. Meðal þess sem veldur hækkandi verði á þessum afurðum eru erfiðleikar með ansjósuveiðar í Perú, sem standa undir yfir helmingnum af öllu seldu mjöli og lýsi í heiminum. Erfiðleikarnir í Perú eru sem fyrr vegna El Nino.  Það spilar einnig inn í dæmið að Perúmenn setja ansjósur í vaxandi mæli í aðra vinnslu, þ.e. til manneldis,  eins og niðursuðu. Einnig má nefna líkur á dræmum loðnuveiðum í vetur. Upphafskvótinn innan íslensku lögsögunnar er aðeins 44þúsund tonn og Norðmenn og Rússar hafa ákveðið að engin loðna verði veidd í Barnetshafi á komandi vertíð.

Bent hefur verið á hér á kjarninn.is að skellurinn af makrílbanni Rússa er snökktum minni en útgerðin hvað hann verða í byrjun. 

Auglýsing

Kjarninn hefur heimildir fyrir því að úitgerðir selji frystan makríl á í kringum rétt rúmlega 1.000 Bandaríkjadali á tonnið þessa dagana. Þetta er svipað afurðaverð og reikna má með að fáist úr tonninu af makríl til bræðslu. Fyrrgreindar tölur sýna að skellurinn af makrílbanninu er töluvert undir tíu milljörðum króna en ekki yfir 30 milljörðum eins og sagt var í fyrstu. SA gaf raunar út álit um að tapið yrði á bilinu ellefu til sautján milljarðar króna þær upphæðir eru í hærri kantinum miðað við þróunina á mjöl og lýsismörkuðum heimsins í augnablikinu.

skip-765x510.jpg

Gríðarleg aukning í mjölvinnslu

Útflutningsverðmæti mjöls jókst um tæp 90 prósent frá áramótum og til ágústloka m.v. sama tímabil í fyrra. Og verðmæti lýsis jókst um hátt í 30 prósent milli ára. Það var loðna sem var helsti bræðslufiskurinn á þessu tímabili en tölur um hlut makríls í bræðslu margfaldast milli ára. Ef svo heldur sem horfir eru líkur á að verðmæti mjöls og lýsis unnið úr makríl á þessu ári nemi gróflega reiknað um fjórðungi  til þriðjungi af heildinni.

Á vefsíðu Hagstofunnar má sjá tölur um útflutningsverðmæti mjöls og lýsis. Þar kemur fram að verðmæti mjölsins nam tæpum 22 milljörðum króna (fob verð) frá áramótum og til ágústloka í ár. Til samanburðar nam verðmætið tæpum 11,6 milljörðum kr. á sama tímabili í fyrra og jókst um 89,4 prósent. Verðmæti lýsis fór úr tæpum 6 milljörðum króna og í rúmlega 7,5 milljarða króna sem er aukning um 26,7 prósent.

Mikil auking á loðnu í bræðslu

Sem fyrr segir er það loðnan sem stendur að mestu leiti undir þessum tölum þar til í sumar enda meir en þrefaldaðist loðnuaflinn á fiskveiðaárinu 2014-2015 miðað við fyrra ár. Fór úr rúmlega 110.000 tonnum og í yfir 350.000 tonn.  Athygli vekur í tölum Fiskistofu að hlutfall loðnu til bræðslu fer úr rúmlega helming í fyrra og í yfir 80% í ár. Það er einkum tvennt sem veldur þessu. Verð á fiskmjöli var mjög hátt á fyrsta ársfjórðung þessa árs, eða yfir 2.000 dollurum á tonnið, og markaður fyrir frysta loðnu, einkum í Rússlandi, var á niðurleið. Ekki verður brætt meira af loðnu á þessu ári og því hefur mjöl og lýsi unnið úr makríl stöðugt aukið vægi sitt í heildinni í sumar.

Tölur um markaðsverð á mjöli og lýsi miðast við framleiðsluna í Perú enda stendur hún undir yfir helming af heimsmarkaðinum. Þær sýna lýsisverðið yfir 2.500 Bandaríkjadölum á tonnið og mjölverðið yfir 1.500 Bandaríkjadali. Íslensku afurðirnar eru verðmætari vegna hærra próteininnihalds og sem þumalfingurreglu eru óhætt að bæta 150 til 200 Bandaríkjadölum á tonnið til að reikna út íslenska verðið.

Auking makríls margfaldast

Tölur um afla sem ráðstafað er til bræðslu ná til septemberloka í ár en kjarninn.is fékk þær í framhaldi af fyrirspurn til Fiskistofu. Þar kemur greinilega fram viðbrögð útgerðarinnar við fréttunum af því í sumar að Rússar ætluðu sér að setja viðskiptabann á Íslendinga. Bannið var svo formlega sett á í ágúst.

Eins og áður hefur komið fram var markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir í Rússlandi orðinn þungur áður en bannið skall á. Það skýrir sennilega að stórum hluta mikla hlutfallslega aukningu á mjöl og lýsisvinnslu. Þannig jókst hlutdeild makríls í bræðslu um yfir 200 prósent í maí og um 269 prósent í júní.  Í september eftir að makrílbannið skall á fimmfaldaðist svo magnið milli ára. 

Það sem af er október er botninn síðan dottinn úr makrílbræðslunni enda veiðum lokið og enn fæst hærra verð fyrir frystar makrílafurðir en þær bræddu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None