Búast við áætlun um afnám hafta síðustu vikuna í nóvember

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Vænt­ingar eru til þess að áætlun um afnám fjár­magns­hafta verði kynnt á allra næstu vik­um. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa gefið það sterkt í skyn að und­an­förnu og á meðal kröfu­hafa fall­ina íslenskra banka er búist við því að skil­yrði fyrir sam­þykkt á nauða­samn­ingum þeirra verði kynnt mjög fljót­lega, mögu­lega í síð­ustu viku nóv­em­ber­mán­að­ar.

Fyrst þarf hins vegar að lengja í skuldum Lands­bank­ans við þrotabú fyr­ir­renn­ara hans. Skil­yrði stjórn­valda fyrir að það verði mögu­legt þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að ganga frá þeirri leng­ingu. Vonir standa til að skil­yrði fyrir lausn verði kynnt í næstu viku.

Byrj­aðir að tala um aukið svig­rúm



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í Kast­ljósi á mánu­dag að svig­rúmið sem muni mynd­ast við upp­gjör þrota­búa sé miklu meira en þeir 80 millj­arðar króna sem fóru í skulda­nið­ur­fell­ingar hjá þeim sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Í þætt­inum sagði hann: „Nú er staða rík­is­sjóðs, vegna aðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, orðin slík að menn sjá fyrir sér að það sé hægt að ráð­ast í upp­bygg­ingu. Meðal ann­ars í heil­brigð­is­kerf­inu, meðal ann­ars í mennta­kerf­in­u[...]Þeir pen­ing­ar, ekki lán­taka, heldur raun­veru­leg verð­mæta­sköpun sem fellur rík­inu í skaut, þeir eru að verða til núna og gera okkur kleift að koma til móts við aðra hópa.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fór svo í við­tal við Bloomberg-frétta­veit­una í vik­unni og sagði að það væri sitt per­sónu­lega mark­mið að áætlun um losun fjár­magns­hafta yrði kynnt opin­ber­lega fyrir jól.

Auglýsing

Fyrst þarf að leysa vanda­mál Lands­bank­ans



Bjarni hefur raunar hægt og rólega verið að feta sig að þess­ari tíma­setn­ingu. Í sam­tali við Kjarn­ann í sumar sagði hann til að mynda að vilji væri fyrir því að selja allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á næstu tveimur árum og að salan ætti helst að hefj­ast á því næsta.

Skrifað var undir nýtt samkomulag milli nýja og gamla Landsbankans í maí 2014. Það fellur úr gildi ef ekki semst um undanþágur vegna samkomulagsins í þessari viku. Skrifað var undir nýtt sam­komu­lag milli nýja og gamla Lands­bank­ans í maí 2014. Það fellur úr gildi ef ekki semst um und­an­þágur vegna sam­komu­lags­ins í þess­ari viku.

Til þess að selja Lands­bank­ann þarf hins vegar að lengja í skuld nýja Lands­bank­ans við þrotabú þess gamla, sem er um 228 millj­arðar króna í erlendum gjald­eyri. Eins og staðan er í dag þarf að greiða þá skuld upp fyrir lok októ­ber 2018 og það gerir nýja Lands­bank­ann í raun ósölu­hæf­an. Til að lengja í skuld­inni þarf að veita und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum og slík und­an­þága er stórt skref á far­veg­inum í átt að afnámi fjár­magns­hafta.

Talið að óein­ing hindri fram­lagn­ingu



Lands­bank­inn og þrotabú gamla Lands­bank­ans náðu sam­komu­lagi um breyt­ingar á skil­málum skulda­bréf­anna 8. maí síð­ast­lið­inn. Það fól í sér að lengt yrði í greiðslum til árs­ins 2025 gegn því að vaxta­kjör myndu hækka eftir árið 2018. Sam­komu­lagið var hins vegar bundið því að Seðla­banki Íslands myndi veita und­an­þágur frá lögum um gjald­eyr­is­mál, enda höft á fjár­mags­flutn­inga milli landa í gildi í land­inu.

Þrotabú Lands­bank­ans hefur þó nokkra ein­hliða fresti sem það vill fá svar fyrir um hvort und­an­þágur fáist. Stjórn­völd hafa ekki mætt þessum frestum og því hafa þeir verið fram­lengd­ir. Nýjasti frest­dag­ur­inn er 17. nóv­em­ber, á mánu­dag­inn kem­ur.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að mikil vinna hafi verið lögð í að útfæra skil­yrði sem þrota­búið verði að mæta til að und­an­þága fáist og að hægt verði að leggja þau fyrir þrotabú Lands­bank­ans innan skamms.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að mikil vinna hafi verið lögð í að útfæra skil­yrði sem þrota­búið verði að mæta til að und­an­þága fáist og að hægt verði að leggja þau fyrir þrotabú Lands­bank­ans innan skamms.

Á meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna, og raunar einnig innan úr stjórn­ar­flokk­unum tveim­ur, hefur verið full­yrt að ástæða þess að skil­yrðin hafi ekki verið lögð fram sé sú að óein­ing sé á milli for­svars­manna Sjálf­stæð­is­flokks og Seðla­bank­ans ann­ars veg­ar, og for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­gjafa hennar hins veg­ar, um hvernig eigi að ljúka mál­inu. Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafa neitað þeim fregnum opin­ber­lega.

Dregur til tíð­inda?



En nú virð­ist vera að draga til tíð­inda.  Vænt­ingar standa til þess að til­laga að lausn verði kynnt þrota­búi Lands­bank­ans í næstu viku. Í kjöl­farið verði hægt að kynna aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gagn­vart þrota­búum Glitnis og Kaup­þings. Búist er við því að sú áætlun verði kynnt síð­ustu vik­una í nóv­em­ber.

Nú er talið að um ein­hliða aðgerð af hálfu stjórn­valda verði að ræða. Það er, ekki verði samið um mála­lok sem gætu leitt til afnáms hafta heldur muni stjórn­völd leggja fyrir for­svars­menn þrota­bú­anna þá leið sem þeim þau  verði að mæta til að hægt verði að leysa þennan risa­stóra, og þjóð­hags­lega mik­il­væga, hnút.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur lengi talað um að mikið svigrúm muni myndast við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Samkvæmt áætlun um afnám hafta ætti það að ganga eftir og mikið fé að renna í ríkissjóð. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur lengi talað um að mikið svig­rúm muni mynd­ast við upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna. Sam­kvæmt áætlun um afnám hafta ætti það að ganga eftir og mikið fé að renna í rík­is­sjóð.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búist sé við að um verði að ræða svo­kall­aðan flatan útgöngu­skatt á eignir þrota­bú­anna. Ef kröfu­hafar vilji út þurfi þeir að greiða flatan skatt af öllu fjár­magni sem þeir fái að fara með út úr íslensku efna­hags­kerfi. Sam­hliða verði kynntar hug­myndir um hvernig leyst verði úr eign­ar­haldi Íslands­banka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfu­hafa.

Gangi kröfu­haf­arnir ekki að þessu muni stjórn­völd vera til­búin að halda þeim áfram í höftum á meðan að öllum öðrum: t.d. íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, verði hleypt út.

Einn við­mæl­andi orð­aði það þannig að þeim yrði þá síð­ust út og í milli­tíð­inni yrðu þrota­búin „mjólk­uð“ með sér­stakri skatt­lagn­ingu á þau.

Einn við­mæl­andi orð­aði það þannig að þeim yrði þá síð­ust út og í milli­tíð­inni yrðu þrota­búin „mjólk­uð“ með sér­stakri skatt­lagn­ingu á þau. Þarna virð­ast kylf­urnar og gul­ræt­urn­ar, sem Sig­mundur Davíð sagði í aðdrag­anda kosn­inga að ætti að nota gegn kröfu­höf­un­um, vera að raun­ger­ast.

Hund­ruð millj­arða í rík­is­sjóð



Ljóst er að eftir miklu er að slægj­ast. Eignir þrota­bús Glitnis eru 944 millj­arðar króna. Eignir þrota­bús Kaup­þings eru 789 millj­arðar króna. Þrotabú Lands­bank­ans á um 218 millj­arða króna í eignum umfram for­gangs­kröf­ur.  AL­MC, áður þrotabú Straums Burða­r­áss fjár­fest­inga­banka, á eignir upp á 97 millj­arða króna.  Eignir SPB hf., sem áður hét Spari­sjóða­bank­inn/Ice­bank, eru 106 millj­arðar króna. Svo fátt eitt sé nefnt.

Ef útgöngu­skatt­ur­inn yrði til dæmis tíu pró­sent er ljóst að mörg hund­ruð millj­arðar króna myndu skila sér í ríkissjóð.

Þá er hin snjó­hengj­an, skamm­tímakrónu­eignir erlendra aðila. Þær eru nú um 307 millj­arðar króna. Þessi hópur hefur þegar haft útgöngu­leið í gegnum gjald­eyr­is­út­boð Seðla­bank­ans og hina svoköll­uðu fjár­fest­inga­leið hans. Þá selja þeir krónur sínar fyrir gjald­eyri þeirra sem vilja koma inn í íslenskt efna­hagslif með afslætti.

Ef útgöngu­skatt­ur­inn yrði til dæmis tíu pró­sent er ljóst að mörg hund­ruð millj­arðar króna myndu skila sér í rík­is­sjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None