Búið að semja við kröfuhafana um frábæra niðurstöðu

18576903176_f22faba780_z.jpg
Auglýsing

For­dæma­lausar aðgerðir íslenskra stjórn­valda til að losa um fjár­magns­höft voru kynntar í dag. Þjóð sem hefur verið föst í á sjö­unda ár í mjög hörðum höftum getur bráðum átt í eðli­legum gjald­eyr­is­við­skiptum milli landa. Hún getur átt erlendan gjald­eyri, keypt sér bíla eða fast­eignir erlend­is, lánað pen­inga til útlend­inga og fjár­fest í hluta- eða skulda­bréfum í erlendri mynt. Sömu sögu er að segja af íslenskum fyr­ir­tækj­um. Meira að segja líf­eyr­is­sjóðir lands­ins munu fá að fjár­festa erlend­is, þótt sú fjár­fest­ing verði tak­mörk­unum háð. Þeir mega sam­eig­in­lega kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna á ári frá byrjun árs 2016 og til loka árs 2020.

Sam­hliða munu skuldir rík­is­sjóðs minnka um allt að þriðj­ung og vaxta­kostn­aður hans, sem í ár er áætl­aður 77 millj­arðar króna, drag­ast tölu­vert sam­an. Rík­is­sjóður mun þar af leið­andi borga minna af pen­ingum í skuldir og getur eytt meira af pen­ingum í ann­að, t.d. inn­viða­upp­bygg­ingu. Þetta ætti sam­hliða að bæta láns­hæfi íslenska rík­is­ins sem mun bæta láns­hæf­is­mat íslenskra fyr­ir­tækja og tryggja þeim betri lána­kjör á alþjóða­mörk­uð­um.

Nið­ur­staðan er afrakstur samn­inga­við­ræðna milli stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna og fram­kvæmda­hóps um losun hafta, sem staðið hafa yfir frá því í des­em­ber 2014. Þeim við­ræðum lauk með því að kröfu­haf­arnir lögðu fram til­lögu sem búið var að sam­þykkja áður en kynn­ingin í Hörpu fór fram. Það er því búið að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um að þeir megi slíta búum sínum og borga sér út erlendar eignir þeirra ef þeir gefa eftir inn­lendu eign­irn­ar. Þeir eiga síðan eftir að leggja samn­ing­inn fyrir kröfu­hafa­fund. Lík­urnar á því að grípa þurfi til stöð­ug­leika­skatts eru hverf­andi.

Auglýsing

glæra 26

Tvö stór vanda­mál



Til að hægt væri að losa um höft þurfti að leysa tvö mjög stór vanda­mál. Annað er krónu­eignir slita­búa föllnu bank­anna Glitn­is, Kaup­þings og Lands­banka, sem áætl­aðar eru um 900 millj­arðar króna. Hitt eru aflandskrónur upp á 300 millj­arða króna í eigu útlend­inga. Til að útskýra hvernig þessi vandi varð til þarf að fara aftur fyrir hrun­ið.

Íslensku bank­arnir sem hrundu haustið 2008 voru rúm­lega tíu sinnum stærri en þjóð­ar­fram­leiðsla Íslands. Saman voru þeir eitt stærsta gjald­þrot sög­unn­ar. Íslenskt hag­kerfi var troð­fullt af íslenskum krónum í eigu útlend­inga eftir fall þeirra, vegna þess að pen­inga­magn hafði fjór­fald­ast á nokkrum árum, og nauð­syn­legt var að setja fjár­magns­höft til að halda þessum krónum inni. Ísland átti ein­fald­lega ekki gjald­eyri til að skipta þessum krónum í.

Staðan í dag er sú að umfang vand­ans er um 1.200 millj­arðar króna. Fallnar fjár­mála­stofn­anir eiga um 500 millj­arða króna í krónu­eignum og um 400 millj­arða króna í öðrum inn­lendum eign­um. Þess til við­bótar eiga útlend­ingar um 300 millj­arða króna í svoköll­uðum aflandskrón­um.

Búið að baka vöfl­urnar



Kynn­ing­ar­fund­ur­inn sem hald­inn var í dag fjall­aði um lausn­ina á þessum vanda. Þar var farið yfir svokölluð stöð­ug­leika­skil­yrði sem slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans þyrftu að upp­fylla til að fá að klára nauða­samn­inga sína og greiða kröfu­höfum erlendar eignir búanna. Í stuttu máli ganga þau skil­yrði út á að slita­búin gefi eftir um 900 millj­arða króna af inn­lendum eignum sín­um.

Í 88 blað­síðna kynn­ingu á áætlun rík­is­stjórn­ar­innar var einnig eytt miklu púðri í að kynna 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt sem á að leggj­ast á allar eignir slita­bú­anna ef þau myndu ekki gang­ast við skil­yrð­unum sem sett yrðu fyrir und­an­þágum vegna gerð nauða­samn­ings. Raunar er ekk­ert eitt orð sem er nefnt oftar í kynn­ing­unni en stöð­ug­leika­skatt­ur. Hann á að skila 850 millj­örðum króna ef skatt­ur­inn yrði lagður á.

Á glæru 57 var það hins vegar nefnt, í fram­hjá­hlaupi, að stærstu kröfu­hafar allra slita­bú­anna hafi allir lýst því yfir að þeir vilji ganga að stöð­ug­leika­skil­yrð­un­um. Síðar kom í ljós að fram­kvæmda­hópur um losun hafta hefði stað­fest að til­lögur slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda falli innan þess ramma sem stýri­hópur um losun hafta hafði sam­þykkt. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn mæli því með því að slita­búin fái und­an­þágu­heim­ild frá höftum til að ljúka nauða­samn­ingum á grund­velli til­lagna sinna. Til­lög­urnar voru lagðar fram í gær og í dag, áður en kynn­ing­ar­fund­ur­inn í Hörpu var hald­inn.

glæra 57

Þetta lá allt fyrir áður en kynn­ingin í Hörpu fór fram. Það var búið að semja um lausn, sem felur í sér eft­ir­gjöf inn­lendra eigna til að fá erlendar eignir greiddar út, og allar líkur eru á því að það þurfi aldrei að leggja stöð­ug­leika­skatt á nokk­urt bú.

Vert er að taka fram að þeir full­trúar slita­bú­anna sem lögðu fram til­lög­urnar eru ein­ungis full­trúar hluta kröfu­hafa, en þeirra stærstu í hverju búi fyrir sig. Enn á eftir að leggja til­lög­urnar fyrir á kröfu­hafa­fundi og sækja sam­þykki auk­ins meiri­hluta kröfu­hafa um að fara þá leið sem nú hefur verið lögð fram.

Það má líkja stöð­unni við það þegar búið er að und­ir­rita kjara­samn­inga, og baka vöfl­urn­ar, en félags­menn eiga enn eftir að greiða atkvæði um þá.

Skil­yrði um hvernig pen­ing­unum verði eytt



Stöð­ug­leika­fram­lag­ið, sem slita­bú­unum ber að greiða til að upp­fylla skil­yrði stjórn­valda, er sam­sett úr sex þátt­um. Þeir þættir snú­ast að mestu um hvernig rík­is­sjóður hyggst ráð­stafa því fé sem til fellur vegna fram­lags­ins. Það skiptir slita­búin eða kröfu­hafa þeirra varla miklu máli hvernig því fé sem þeir greiða fyrir und­an­þágur sínar frá höftum er eytt. Þeir ein­blína vænt­an­lega ein­ungis á hversu mikið af fé þeir þurfa að gefa eftir til að láta þær und­an­þágur verða að veru­leika.

Ljóst er að fram­lag­inu verður að stórum hluta ráð­stafað til að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs. Meðal þeirra skulda sem verða greiddar niður eru gjald­eyr­is­lán rík­is­sjóðs og Seðla­banka Íslands sem veitt voru nýju bönk­un­um. Auk þess verður beint fram­lag greitt í reiðufé til rík­is­sjóðs.

glæra 52

Losna við aflandskrón­ustabbann



Til við­bótar við lausn á vand­anum vegna slita­bú­anna kynntu stjórn­völd hvernig ætti að takast end­an­lega á við þann vanda sem aflandskrónur í eigu útlend­inga innan hafta hefur vald­ið. Eignir þeirra eru nú um 300 millj­arðar króna. Vand­inn verður leystur með gjald­eyr­is­út­boði sem verður þannig að eig­endur þeirra geta valið á milli þriggja kosta: að skipta þeim í evrur með afslætti í útboði í haust sem munu ekki hafa nein áhrif á gengi krónu, fjár­festa í rík­is­skulda­bréfum til 20 ára eða geyma pen­ing­anna sína áfram á vaxta­lausum og læstum reikn­ing­um. Með þessu leysir ríkið ekki bara aflandskrónu­vand­ann heldur getur líka náð í láns­fjár­magn á góðum kjörum til langs tíma. Hvat­inn fyrir eig­endur aflandskrón­anna verður auð­vitað sá að ef þeir ganga ekki að þessum fjár­fest­inga­kostum munu þeir sitja eftir með pen­ing­anna sína á vaxta­lausum reikn­ing­um.

Athygli vakti að í kynn­ing­unni kom fram að tíu fag­fjár­festar eiga meg­in­þorra þess­arra 300 millj­arða króna.

Góð nið­ur­staða sem margir komu að



Báðar aðgerð­irn­ar, sam­komu­lagið við slita­búin og lausn á aflandskrónu­vand­an­um, skila því að staða Íslands í upp­hafi árs 2016 verður allt önnur en hún hefur verið lengi. Áhrifin við losun hafta, og þeirrar skulda­upp­hreins­unar sem ráð­ist verður í sam­hliða, verða gríð­ar­lega jákvæð. Stórt skref verður stígið úr þeirri gervi­ver­öld skil­yrtra og ójafnra tæki­færi sem höftin skópu í átt að eðli­legri og jafn­ari veru­leika.

Það skiptir líka miklu máli að það tak­ist að semja um nið­ur­stöðu við kröfu­hafanna, líkt og nú hefur verið gert. Það tryggir að nið­ur­staða liggi fyrir fljótt og örugg­lega í stað þess að framundan gæti verið lang­vinn deila fyrir dóm­stólum vegna álagn­ingar sérstæks skatts á borð við stöð­ug­leika­skatt­inn sem var kynntur í dag.

Þegar er byrjað ein­hvers konar kapp­hlaup milli póli­tíkusa um að eigna sér nið­ur­stöð­una. Við blasir hins vegar að aðgerðir síð­ustu þriggja rík­is­stjórna skiptu allar miklu máli við að ná þeirri nið­ur­stöðu sem nú liggur fyr­ir. Neyð­ar­lögin bjuggu til grunn­inn að við­spyrnu íslensks sam­fé­lags, síð­asta rík­is­stjórn færði allar eignir slita­bú­anna undir höftin og fjar­lægði sól­ar­lags­á­kvæði haft­anna og sitj­andi rík­is­stjórn er að klára málið með þeim aðgerðum sem nú hafa verið opin­ber­að­ar. Seðla­banki Íslands hefur líka unnið sleitu­laust að þess­ari nið­ur­stöðu frá árinu 2011 og á hrós skilið fyrir þá vinnu. Sömu sögu er að segja um þá sér­fræð­inga sem unnið hafa í, og með, fram­kvæmda­hópi um losun hafta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None