Búið að semja við kröfuhafana um frábæra niðurstöðu

18576903176_f22faba780_z.jpg
Auglýsing

For­dæma­lausar aðgerðir íslenskra stjórn­valda til að losa um fjár­magns­höft voru kynntar í dag. Þjóð sem hefur verið föst í á sjö­unda ár í mjög hörðum höftum getur bráðum átt í eðli­legum gjald­eyr­is­við­skiptum milli landa. Hún getur átt erlendan gjald­eyri, keypt sér bíla eða fast­eignir erlend­is, lánað pen­inga til útlend­inga og fjár­fest í hluta- eða skulda­bréfum í erlendri mynt. Sömu sögu er að segja af íslenskum fyr­ir­tækj­um. Meira að segja líf­eyr­is­sjóðir lands­ins munu fá að fjár­festa erlend­is, þótt sú fjár­fest­ing verði tak­mörk­unum háð. Þeir mega sam­eig­in­lega kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna á ári frá byrjun árs 2016 og til loka árs 2020.

Sam­hliða munu skuldir rík­is­sjóðs minnka um allt að þriðj­ung og vaxta­kostn­aður hans, sem í ár er áætl­aður 77 millj­arðar króna, drag­ast tölu­vert sam­an. Rík­is­sjóður mun þar af leið­andi borga minna af pen­ingum í skuldir og getur eytt meira af pen­ingum í ann­að, t.d. inn­viða­upp­bygg­ingu. Þetta ætti sam­hliða að bæta láns­hæfi íslenska rík­is­ins sem mun bæta láns­hæf­is­mat íslenskra fyr­ir­tækja og tryggja þeim betri lána­kjör á alþjóða­mörk­uð­um.

Nið­ur­staðan er afrakstur samn­inga­við­ræðna milli stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna og fram­kvæmda­hóps um losun hafta, sem staðið hafa yfir frá því í des­em­ber 2014. Þeim við­ræðum lauk með því að kröfu­haf­arnir lögðu fram til­lögu sem búið var að sam­þykkja áður en kynn­ingin í Hörpu fór fram. Það er því búið að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um að þeir megi slíta búum sínum og borga sér út erlendar eignir þeirra ef þeir gefa eftir inn­lendu eign­irn­ar. Þeir eiga síðan eftir að leggja samn­ing­inn fyrir kröfu­hafa­fund. Lík­urnar á því að grípa þurfi til stöð­ug­leika­skatts eru hverf­andi.

Auglýsing

glæra 26

Tvö stór vanda­málTil að hægt væri að losa um höft þurfti að leysa tvö mjög stór vanda­mál. Annað er krónu­eignir slita­búa föllnu bank­anna Glitn­is, Kaup­þings og Lands­banka, sem áætl­aðar eru um 900 millj­arðar króna. Hitt eru aflandskrónur upp á 300 millj­arða króna í eigu útlend­inga. Til að útskýra hvernig þessi vandi varð til þarf að fara aftur fyrir hrun­ið.

Íslensku bank­arnir sem hrundu haustið 2008 voru rúm­lega tíu sinnum stærri en þjóð­ar­fram­leiðsla Íslands. Saman voru þeir eitt stærsta gjald­þrot sög­unn­ar. Íslenskt hag­kerfi var troð­fullt af íslenskum krónum í eigu útlend­inga eftir fall þeirra, vegna þess að pen­inga­magn hafði fjór­fald­ast á nokkrum árum, og nauð­syn­legt var að setja fjár­magns­höft til að halda þessum krónum inni. Ísland átti ein­fald­lega ekki gjald­eyri til að skipta þessum krónum í.

Staðan í dag er sú að umfang vand­ans er um 1.200 millj­arðar króna. Fallnar fjár­mála­stofn­anir eiga um 500 millj­arða króna í krónu­eignum og um 400 millj­arða króna í öðrum inn­lendum eign­um. Þess til við­bótar eiga útlend­ingar um 300 millj­arða króna í svoköll­uðum aflandskrón­um.

Búið að baka vöfl­urnarKynn­ing­ar­fund­ur­inn sem hald­inn var í dag fjall­aði um lausn­ina á þessum vanda. Þar var farið yfir svokölluð stöð­ug­leika­skil­yrði sem slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans þyrftu að upp­fylla til að fá að klára nauða­samn­inga sína og greiða kröfu­höfum erlendar eignir búanna. Í stuttu máli ganga þau skil­yrði út á að slita­búin gefi eftir um 900 millj­arða króna af inn­lendum eignum sín­um.

Í 88 blað­síðna kynn­ingu á áætlun rík­is­stjórn­ar­innar var einnig eytt miklu púðri í að kynna 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt sem á að leggj­ast á allar eignir slita­bú­anna ef þau myndu ekki gang­ast við skil­yrð­unum sem sett yrðu fyrir und­an­þágum vegna gerð nauða­samn­ings. Raunar er ekk­ert eitt orð sem er nefnt oftar í kynn­ing­unni en stöð­ug­leika­skatt­ur. Hann á að skila 850 millj­örðum króna ef skatt­ur­inn yrði lagður á.

Á glæru 57 var það hins vegar nefnt, í fram­hjá­hlaupi, að stærstu kröfu­hafar allra slita­bú­anna hafi allir lýst því yfir að þeir vilji ganga að stöð­ug­leika­skil­yrð­un­um. Síðar kom í ljós að fram­kvæmda­hópur um losun hafta hefði stað­fest að til­lögur slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda falli innan þess ramma sem stýri­hópur um losun hafta hafði sam­þykkt. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn mæli því með því að slita­búin fái und­an­þágu­heim­ild frá höftum til að ljúka nauða­samn­ingum á grund­velli til­lagna sinna. Til­lög­urnar voru lagðar fram í gær og í dag, áður en kynn­ing­ar­fund­ur­inn í Hörpu var hald­inn.

glæra 57

Þetta lá allt fyrir áður en kynn­ingin í Hörpu fór fram. Það var búið að semja um lausn, sem felur í sér eft­ir­gjöf inn­lendra eigna til að fá erlendar eignir greiddar út, og allar líkur eru á því að það þurfi aldrei að leggja stöð­ug­leika­skatt á nokk­urt bú.

Vert er að taka fram að þeir full­trúar slita­bú­anna sem lögðu fram til­lög­urnar eru ein­ungis full­trúar hluta kröfu­hafa, en þeirra stærstu í hverju búi fyrir sig. Enn á eftir að leggja til­lög­urnar fyrir á kröfu­hafa­fundi og sækja sam­þykki auk­ins meiri­hluta kröfu­hafa um að fara þá leið sem nú hefur verið lögð fram.

Það má líkja stöð­unni við það þegar búið er að und­ir­rita kjara­samn­inga, og baka vöfl­urn­ar, en félags­menn eiga enn eftir að greiða atkvæði um þá.

Skil­yrði um hvernig pen­ing­unum verði eyttStöð­ug­leika­fram­lag­ið, sem slita­bú­unum ber að greiða til að upp­fylla skil­yrði stjórn­valda, er sam­sett úr sex þátt­um. Þeir þættir snú­ast að mestu um hvernig rík­is­sjóður hyggst ráð­stafa því fé sem til fellur vegna fram­lags­ins. Það skiptir slita­búin eða kröfu­hafa þeirra varla miklu máli hvernig því fé sem þeir greiða fyrir und­an­þágur sínar frá höftum er eytt. Þeir ein­blína vænt­an­lega ein­ungis á hversu mikið af fé þeir þurfa að gefa eftir til að láta þær und­an­þágur verða að veru­leika.

Ljóst er að fram­lag­inu verður að stórum hluta ráð­stafað til að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs. Meðal þeirra skulda sem verða greiddar niður eru gjald­eyr­is­lán rík­is­sjóðs og Seðla­banka Íslands sem veitt voru nýju bönk­un­um. Auk þess verður beint fram­lag greitt í reiðufé til rík­is­sjóðs.

glæra 52

Losna við aflandskrón­ustabbannTil við­bótar við lausn á vand­anum vegna slita­bú­anna kynntu stjórn­völd hvernig ætti að takast end­an­lega á við þann vanda sem aflandskrónur í eigu útlend­inga innan hafta hefur vald­ið. Eignir þeirra eru nú um 300 millj­arðar króna. Vand­inn verður leystur með gjald­eyr­is­út­boði sem verður þannig að eig­endur þeirra geta valið á milli þriggja kosta: að skipta þeim í evrur með afslætti í útboði í haust sem munu ekki hafa nein áhrif á gengi krónu, fjár­festa í rík­is­skulda­bréfum til 20 ára eða geyma pen­ing­anna sína áfram á vaxta­lausum og læstum reikn­ing­um. Með þessu leysir ríkið ekki bara aflandskrónu­vand­ann heldur getur líka náð í láns­fjár­magn á góðum kjörum til langs tíma. Hvat­inn fyrir eig­endur aflandskrón­anna verður auð­vitað sá að ef þeir ganga ekki að þessum fjár­fest­inga­kostum munu þeir sitja eftir með pen­ing­anna sína á vaxta­lausum reikn­ing­um.

Athygli vakti að í kynn­ing­unni kom fram að tíu fag­fjár­festar eiga meg­in­þorra þess­arra 300 millj­arða króna.

Góð nið­ur­staða sem margir komu aðBáðar aðgerð­irn­ar, sam­komu­lagið við slita­búin og lausn á aflandskrónu­vand­an­um, skila því að staða Íslands í upp­hafi árs 2016 verður allt önnur en hún hefur verið lengi. Áhrifin við losun hafta, og þeirrar skulda­upp­hreins­unar sem ráð­ist verður í sam­hliða, verða gríð­ar­lega jákvæð. Stórt skref verður stígið úr þeirri gervi­ver­öld skil­yrtra og ójafnra tæki­færi sem höftin skópu í átt að eðli­legri og jafn­ari veru­leika.

Það skiptir líka miklu máli að það tak­ist að semja um nið­ur­stöðu við kröfu­hafanna, líkt og nú hefur verið gert. Það tryggir að nið­ur­staða liggi fyrir fljótt og örugg­lega í stað þess að framundan gæti verið lang­vinn deila fyrir dóm­stólum vegna álagn­ingar sérstæks skatts á borð við stöð­ug­leika­skatt­inn sem var kynntur í dag.

Þegar er byrjað ein­hvers konar kapp­hlaup milli póli­tíkusa um að eigna sér nið­ur­stöð­una. Við blasir hins vegar að aðgerðir síð­ustu þriggja rík­is­stjórna skiptu allar miklu máli við að ná þeirri nið­ur­stöðu sem nú liggur fyr­ir. Neyð­ar­lögin bjuggu til grunn­inn að við­spyrnu íslensks sam­fé­lags, síð­asta rík­is­stjórn færði allar eignir slita­bú­anna undir höftin og fjar­lægði sól­ar­lags­á­kvæði haft­anna og sitj­andi rík­is­stjórn er að klára málið með þeim aðgerðum sem nú hafa verið opin­ber­að­ar. Seðla­banki Íslands hefur líka unnið sleitu­laust að þess­ari nið­ur­stöðu frá árinu 2011 og á hrós skilið fyrir þá vinnu. Sömu sögu er að segja um þá sér­fræð­inga sem unnið hafa í, og með, fram­kvæmda­hópi um losun hafta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None