Er öryggi Bandaríkjanna ógnað meira en áður - eða kunna þau bara ekki fótum sínum forráð?

americaneagle.jpg
Auglýsing

For­stjóri CIA lét nýlega orð falla sem stjórn­mála­skýrendur telja tíma­mótaum­mæli um banda­ríska utan­rík­is­stefnu – sem hefur auð­vitað verið nefnt í almennri umræðu lengi vel – að íhlutun Banda­ríkja­manna í mál­efni ann­arra ríkja auki á ógn við þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna.

Eftir árás­irnar á Tví­bura­t­urn­ana árið 2001 héldu Banda­ríkja­menn í tvær her­far­ir. Fyrst inn í Afganistan – með víð­tækum stuðn­ingi alþjóða­sam­fé­lags­ins – þar sem stjórn Tali­bana, sem skotið hafði skjóls­húsi yfir Osama Bin Laden, var komið frá völd­um. Vorið 2003 réð­ust Banda­ríkin síðan inn í Írak, við mis­mik­inn stuðn­ing eða fögnuð banda­manna þeirra. Áður höfðu þau gegnt lyk­il­hlut­verki í íhlutun vest­ur­landa vegna átak­anna á Balkanskaga. Eftir kjör Baracks Obama árið 2008 hefur sýni­lega dregið úr sam­bæri­legum íhlut­un­um, sem voru órjúf­an­legur hluti utan­rík­is­stefn­unnar um ára­bil.

Ástæðan er að hluta til sparn­aður þar sem land­hern­aður er mjög kostn­að­ar­samur og nauð­syn­legt að stýra fjár­munum þangað sem þeirra er meiri þörf – auk þess sem hann er mjög áhættu­sam­ur. Þessi nýja stefna sýndi sig í Líbýu árið 2011 þar sem Banda­ríkja­menn höfðu haldið sig til hlés í fyrstu en tóku með sem­ingi við skipu­lagi og stjórn aðgerða – leiddu aft­an­frá.

Auglýsing

Tveimur árum seinna, í Malí, var sama upp á ten­ingnum en þá drógu Banda­ríkja­menn enn úr  fram­lagi sínu og íhlutun þegar þeir létu Frakka um beinar aðgerðir en studdu við þær að ofan eins og það var kall­að. Þá var brotið blað í sög­unni þegar Banda­ríkja­menn fóru fram á greiðslu frá Frökkum fyrir leigu á flug­vél vegna liðs­flutn­inga. Það varð þó ekki raunin á end­anum en sýnir glögg­lega þá stefnu sem Banda­ríkja­menn hafa verið að taka í NATO-­sam­starf­in­u—að kalla eftir meira frum­kvæði og fram­lagi ann­arra banda­lags­ríkja.

Þessi stefnu­breyt­ing Obama er í sam­ræmi við þá raun­hyggju sem birt­ist í banda­rískri utan­rík­is­stefnu – að Banda­ríkin blandi sér ekki í málin nema að beinir hags­munir þeirra séu í húfi. Þetta markast einnig af því að bein stríðs­á­tök eru núorðið frekar innan ríkja en milli þeirra, gjarnan milli upp­reisn­ar­hópa og vopn­aðra sveita sem styðja til­tek­inn mál­stað. Sam­fara því að horfið er frá beinni íhlutun aukast mögu­leikar fyrir ann­ars konar hernað, til dæmis notkun dróna til afmark­aðra árása á ein­stök skot­mörk eins og aðsetur skæru­liða­hópa.

Ólga meðal haukaÞetta er lík­lega skyn­sam­leg stefna en kallar á ólgu inn­an­lands því á sama tíma hafa ríki eins og Kína gert sig lík­leg til stór­ræða á alþjóða­svið­inu og stefna hrað­byri upp að Banda­ríkj­unum sem for­ystu­ríki í heim­in­um. Upp­gangur hryðju­verka­sam­taka sem hugsa vest­ur­lönd­um, og sér í lagi Banda­ríkja­mönn­um, þegj­andi þörf­ina veldur ýmsum hópum í Banda­ríkj­unum einnig áhyggj­um. Þessir hópar, m.a. þeir sem kall­aðir hafa verið haukar og ný-í­halds­menn (e. neocon), hafa því gagn­rýnt þá lin­kind sem Obama­stjórnin á að hafa sýnt—­með þeim afleið­ingum að Banda­ríkja­menn séu að missa stöðu sína sem for­ystu­ríki á heims­vísu.

Úr þessum ranni heyr­ist gjarnan að heim­ur­inn sé sífellt að verða hættu­legri og ógnir sem bein­ist gegn Banda­ríkj­unum hafi aldrei verið meiri. Frá­far­andi yfir­hers­höfð­ingi Banda­ríkj­anna, Martin Dempsey lýsti ástand­inu fyrir Banda­ríkja­þingi á þann veg að heim­ur­inn væri hættu­legri en nokkru sinni fyrr – og vís­aði þá til ógna af völdum hryðju­verka­sam­tak­anna Íslamska rík­ið. Á sama hátt hélt hinn þraut­reyndi Henry Kiss­in­ger því fram að Banda­ríkja­menn hefðu ekki staðið frammi fyrir jafn fjöl­breyttum og flóknum vanda­málum síðan í lok síð­ari heims­styrj­ald­ar.

Heimur versn­andi fer (Ekki)Kenn­ingar um örygg­i­s­væð­ingu segja orð­ræðu vera eitt grund­vall­ar­at­riðið og það hvernig gengur að koma ákveðnum hug­myndum inn í orð­ræð­una í byrjun skipti þar miklu. Ótti er lyk­il­at­riði í þessu sam­hengi því hann er sterkt afl og óör­yggi skapar ótta—og þá erum við komin með ansi öfl­ugt stjórn­tæki.

Gall­inn við banda­ríska stjórn­kerfið er sá að báðir aðilar (repúblikanar og demókrat­ar) hagn­ast á því að tala upp ógnir gagn­vart þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna. Repúblikanar nota var­færni demókrata gagn­vart meintum ógnum sem vönd til að berja á þeim. Að sama skapi vita demókratar að með því að blása í her­lúðra ná þeir fylgi frá hinum vængn­um. Stjórn­mála­menn gera sér jafn­framt grein fyrir því að þeir sem fá heims­mynd sína af fréttum munu lík­lega alltaf álíta að heim­ur­inn fari versn­andi. – en gerir hann það?

Fræði­menn­irnir Steven Pin­ker og Andrew Mack hafa kom­ist að því að heim­ur­inn fari í raun batn­andi og öryggi hafi auk­ist almennt. Þeir benda á að sífelldur frétta­flutn­ingur allan sól­ar­hring­inn af heims­við­burðum virð­ist fá fólk til að halda að ofbeldi og ófriður fari vax­andi í heim­in­um. Skýr­ingin er nær­tæk því fréttir eru sagðar af því sem ger­ist – en ekki því sem ger­ist ekki. Síðan eru það sjón­varps­stöðvar eins og CNN og Fox sem blása fréttir gjarnan upp eins og um dramat­ískan spennu­þátt sé að ræða.

16888477700_0353bd37e0_k (2)

Ótt­inn magn­aður uppStephen M. Walt, kunnur fræði­maður á sviði alþjóða­sam­skipta, tekur í sama streng: „Ótti er það sem lætur Banda­ríkin eyða meiru í varn­ar­mál heldur en næstu 12 ríki á list­anum sam­an­lagt, tryggir kosn­ingu stjórn­mála­manna, rétt­lætir fyr­ir­byggj­andi stríð, óhóf­lega leynd­ar­hyggju stjórn­valda, leyni­legt eft­ir­lit og dráp eftir pönt­un­um. Ótti heldur fólki fyrir framan skjá­inn að horfa á CNN og Fox og eins og bæði lýð­ræð­is­for­ingjar og ein­ræð­is­herrar hafa lengi vit­að, má fá fólk til að sam­þykkja alls­konar vit­leysu sé það nógu hrætt.“

Hryðju­verka­árás­irnar á Banda­ríkin árið 2001 voru not­aðar til að rétt­læta stríðið gegn hryðju­verk­um. Walt bendir á tví­skinn­ung­inn þegar metið er það tjón sem þær ollu. Þá hafi tæp­lega 3000 manns látið lífið og áætlað að 178 millj­arðar banda­ríkja­dala hafi tap­ast. Þó ekki megi gera lítið úr þessu þá fölna þessar tölur bornar saman við tjónið sem Banda­ríkin sköp­uðu sjálf vegna hinnar van­hugs­uðu inn­rásar í Írak. Þar týndu tæp­lega 4500 banda­ríkja­menn lífi og yfir 32 þús­und særð­ust – auk hund­ruða þús­unda Íraka, fall­inna og særðra – í til­gangs­lausu stríði sem kost­aði þrjár billjónir doll­ara—­sem er 17 falt tjónið af árás­unum 11. sept­em­ber 2001.

Nið­ur­staðan er fallið ríki í Írak, upp­gangur Íslamska rík­is­ins og dreg­inn máttur úr NATO-að­gerðum í Afganistan sem kost­uðu eina billjón til. Stríðið gegn hryðju­verkum hafi leitt til óhóf­legrar örygg­i­s­væð­ingar með brotum rík­is­valds­ins á rétti borg­ar­anna á veru­lega umdeildum laga­grunni og afleitrar ímyndar Banda­ríkj­anna á heims­vísu. Þetta hafi engir utan­að­kom­andi óvinir þröngvað þeim til að gera heldur hafi stjórn­mála­menn á báðum vængjum séð um það hjálp­ar­laust.

Þurfa að hætta að reyna að ráðskast með Mið-aust­ur­löndÞað að til séu öfga­öfl undir merkjum Íslam sem vilja berja á vest­ur­lönd­um, Banda­ríkj­unum einna hel­st, ætti ekki koma neinum á óvart. Banda­rík­in, Bret­land og Frakk­land beittu diplómat­ískum brögðum og komu af stað bylt­ingum, stríðum og leyni­legum aðgerðum í Mið-aust­ur­löndum til að halda vest­rænni stjórn á svæð­in­u—­meira og minna alla tutt­ug­ustu öld. Þetta vita sagn­fræð­ingar en fólk almennt ekki því margar þess­ara aðgerða voru jú einmitt leyni­leg­ar.

Banda­ríkin reka nú fjölda her­stöðva í Mið-aust­ur­löndum auk umfangs­mik­illa hern­að­ar­um­svifa þeirra á svæð­inu. Þau hafa fjár­magnað ofbeld­is­verk ára­tugum sam­an, vopnað og þjálfað muja­hedin skæru­liða­sam­tök (sem síðan varð grunnur að Al Kaída) til að berj­ast gegn Sov­ét­mönnum í Afganistan; kynt undir stríði milli Íraks og Íran; reynt að koma Assad frá völdum í Sýr­landi; og gert fjölda dróna-árása á und­an­förnum árum.

Hvort Banda­ríkja­mönnum hafi loks­ins tek­ist að læra af mis­tök­unum er erfitt að segja til um. Hinn virti fræði­maður Jef­frey Sachs segir fram­ferði Banda­ríkja­manna ekki rétt­læta aðgerðir hryðju­verka­manna en mik­il­vægt sé að skilja sam­hengið þarna á milli. Til að stöðva hryðju­verk Íslamskra hryðju­verka­manna sé nauð­syn­legt fyrir vest­ur­veldin að hætta að reyna að ráðskast með Mið-Aust­ur­lönd.

Jafn­væg­is­list ábyrgra íhlut­anna og listin að segja neiHvort minnk­andi áhugi Banda­ríkj­anna á íhlutun í mál­efni ann­arra ríkja er raun­veru­leg og var­an­leg breyt­ing á utan­rík­is­stefnu lands­ins er erfitt að spá fyrir um. Sjá má á við­brögðum Banda­ríkj­anna og NATO við íhlutun Rúss­lands í Úkra­ínu að mjög tak­mark­aður áhugi er á aðgerðum til aðstoðar sem leitt gæti af sér aukna áhættu á beinum hern­að­ar­á­tökum við Rúss­land – um leið og fast er að orði kveðið um sam­eig­in­legar varn­ar­skuld­bingar NATO-­ríkj­anna og mikil end­ur­skipu­lagn­ing banda­lags­ins á sér stað í þágu hefð­bund­inna varn­ar­verk­efna.

For­seta­kosn­ingar eru framundan í Banda­ríkj­unum á næsta ári og þær munu hafa veru­leg áhrif á fram­haldið og hvort þróun banda­rískrar utan­rík­is­stefnu til meiri var­færni verði var­an­legri. Þó gæti brugðið til beggja vona því flestir fram­bjóð­endur úr hópi repúblik­ana hafa að hætti hauka, haft uppi mön­tr­una umræddu – um auknar ógnir og nauð­syn þess að styrkja hern­að­ar­lega stöðu Banda­ríkj­anna – því ann­ars muni illa að fara.

Ekki má gleyma að Banda­ríkin eru gjarnan skömmuð þegar þau hlut­ast ekki til, sbr. þjóð­ar­morðin í Rúanda og Búrúndi á sínum tíma. Sem öfl­ug­asta her­veldi og lýð­ræð­is­ríki í heimi geta Banda­ríkin ekki dregið sig að fullu til baka, en von­ast má til að gætt sé jafn­vægis og var­færni gagn­vart íhlut­un­um. Banda­ríkj­unum myndi vel farn­ast að læra að segja nei, bæði við önnur ríki sem kunna að knýja dyra, en ekki síst haukanna í eigin röð­um.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None