Nýtt sjúkrahús í Stokkhólmi fram úr nánast öllum áætlunum

h_50283738-1.jpg
Auglýsing

Nýja Karol­inska sjúkra­húsið (NKS) er eitt stærsta og metn­að­ar­fyllsta bygg­ing­ar­verk­efni Sví­þjóðar og lík­lega Norð­ur­land­anna allra. Fyr­ir­mynd­irnar eru bestu sjúkra­hús í heimi sem sam­eina allt í senn öfl­ugt vís­inda­starf, færasta starfs­fólkið og erf­ið­ustu til­fell­in. Á heima­síðu verk­efn­is­ins er löng lýs­ing á því hvernig hags­munir sjúk­ling­anna eru hafðir að leið­ar­ljósi við alla hönnun og skipu­lag. Til dæmis verða allar sjúkra­stofur ein­stak­lings­her­bergi þar sem hver sjúk­lingur hefur aðgang að kló­setti og sturtu auk þess sem auka­rúm verður í her­bergj­unum fyrir ætt­ingja.

Vinnu­ferlar eru hann­aðir með það að leið­ar­ljósi að minnka flutn­ing á sjúk­lingum milli deilda og ávallt er hugað að umhverf­is- og orku­sjón­ar­mið­um. Í stuttu máli verður NKS eitt af flott­ustu sjúkra­húsum í heimi – á blaði að minnsta kosti. Ýmis­legt bendir hins vegar til þess að lagt hafi verið af stað með áætlun sem var gjör­sam­lega óraun­hæf, hvort sem litið er til vænt­an­legrar starf­semi eða kostn­að­ar.

Stokkhólmur stækkar og álagið á heil­brigðis­kerfið eykstSam­kvæmt áætl­unum er gert ráð fyrir því að íbúum í Stokk­hólmi fjölgi um 350 þús­und til árs­ins 2020. Það segir sig sjálft að skipu­leggja þarf alla opin­bera þjón­ustu í kringum slíka fjölgun afar vel, sér­stak­lega í ljósi þess að fjölg­unin er mest í hópi barna og eldri borg­ara. Í Stokk­hólmi var því ákveðið fyrir nokkrum árum að verja auka­lega 42 millj­örðum sænskra króna (665 millj­arðar ISK) til þess að mæta auknu álagi á heil­bigð­is­kerf­ið. NKS er aðeins hluti af þessu verk­efni sem felur í sér end­ur­bætur á flestum sjúkra­húsum borg­ar­innar auk nýrra heilsu­gæslu­stöðva og stór­auk­innar áherslu á heim­il­is­lækna. Gert er ráð fyrir 870 nýjum sjúkra­rýmum sem duga til að sinna 52 þús­und nýjum til­fell­um.

Ákvörð­unin um NKS var tekin af stjórn­mála­mönnum sem um leið end­ur­hönn­uðu skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ust­unar í Stokk­hólmi. Nýi spít­al­inn á að vera hátækni­sjúkra­hús sem sinnir allra flókn­ustu til­fell­unum með færasta fólk­inu og bestu tækj­un­um. Þegar önnur sjúkra­hús eða heilsu­gæslur fá til sín sjúk­linga með flókin vanda­mál ætti því að senda þá áfram til NKS.

Auglýsing

Upp­runa­lega planið var þannig að eng­inn gæti gengið beint inn af göt­unni á NKS, þangað kæmu aðeins sjúk­lingar sem vísað hefði verið áfram eða væru þegar í með­ferð á spít­al­an­um. Vanda­málið er hins vegar það að önnur sjúkra­hús í Stokk­hólmi hafa afskap­lega lít­inn áhuga á að senda frá sér sjúk­linga. Til að ein­falda mynd­ina má segja að í borg­inni ríki sam­keppni milli sjúkra­húsa og fátt bendir til þess að þau vilji leyfa stjórn­mála­mönnum að neyða sig til að tapa fyrir NKS.

Áætlun um fækkun starfs­manna á NKS er óraunhæfFjöl­miðlar í Sví­þjóð fylgj­ast eðli­lega vel með fram­kvæmdum við nýja spít­al­ann og nú síð­ast hefur Sænska dag­blaðið lagst í mikla rann­sókn­ar­vinnu þar sem eitt og annað kom í ljós. Til að mynda virð­ast áætl­anir um starfs­manna- og sjúk­linga­fjölda vera gjör­sam­lega óraun­hæfar og lík­legt að sá sparn­aður sem átti að nást í gegn með færri starfs­mönnum gufi upp.

Í dag starfa um 16 þús­und manns hjá Karol­inska sjúkra­hús­inu, helm­ing­ur­inn í Solna þar sem nýtt sjúkra­hús rís en hinn helm­ing­ur­inn í Hudd­inge. Gert var ráð fyrir því að um 80 pró­sent af starfs­mönn­unum í Solna flytt­ust yfir á nýja spít­al­ann en hinir færu á aðrar sjúkra­stofn­an­ir. Sam­kvæmt því sem komið hefur fram í fjöl­miðlum er gert ráð fyrir að allt að 30 pró­sent fleira starfs­fólk þurfi á sjúkra­hús sem er ein­göngu með ein­stak­lings­stof­ur. Þessi tala er þó mjög á reiki og for­svars­menn nýja spít­al­ans eru vissir um að bættir verk­ferlar muni draga úr þörf­inni á fjölda starfs­manna. Það gæti reyndar verið óhjá­kvæmi­legt að fækka starfs­mönnum þar sem að nýju bygg­ing­arnar eru minni en þær gömlu og því ein­fald­lega ekki pláss fyrir sama fjölda sjúk­linga og starfs­manna og spít­al­inn sinnir í dag.

Hins vegar hefur ekki feng­ist svar við því hvar ná á í allt það sér­hæfða starfs­fólk sem þarf til að sinna stör­f­unum á nýja hátækni­sjúkra­hús­inu. Í dag er staðan þannig að ekki er hægt að hafa öll sjúkra­rými í Stokk­hólmi opin allt árið vegna skorts á starfs­fólki. Í bréfi til stjórn­valda segja starfs­menn að útlitið sé enn verra en í fyrra og að yfir sum­ar­mán­uð­ina í ár séu 500 stöður ómann­að­ar. Bæta þarf þjálfun og menntun starfs­manna til að fjölga hæfu fólki en þar fyrir utan eru líkur á því að NKS þurfi að yfir­bjóða önnur sjúkra­hús til að laða til sín besta fólk­ið. Fyrir utan kostn­að­inn hefur það líka þær afleið­ingar að önnur sjúkra­hús missa sína fær­ustu starfs­menn.

Talið er að framkvæmdir við nýja Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi fari allt að 150 milljörðum króna fram úr kostnaðaráætlunum. Mynd: EPA Talið er að fram­kvæmdir við nýja Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi fari allt að 150 millj­örðum króna fram úr kostn­að­ar­á­ætl­un­um. Mynd: EPA

Tugi milljarða fram úr áætlunFram­kvæmdir við NKS hófust árið 2010 þótt und­ir­bún­ings­vinna og nið­ur­rif hafi í raun byrjað fyrr. Sam­kvæmt fyrstu plönum stóð til að starf­semi hæf­ist á nýjum spít­ala á næsta ári en nú er ljóst að verk­inu seinkar um að minnsta kosti tvö ár. Gert er ráð fyrir fyrstu sjúk­ling­unum inn í húsið haustið 2016 en spít­al­inn á að vera til­bú­inn í mars 2018.

Ástæðan fyrir sein­kun­inni er að aðeins eitt til­boð barst í fram­kvæmd­ina á sínum tíma sem þýddi að þeir sum buðu í verkið gátu í raun hagað áætl­ana­gerð eins og þeir vildu. Það er bygg­ing­aris­inn Skanska sem sinnir fram­kvæmdum í sam­starfi við breska fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Inn­i­s­free sem hefur reyndar verið kallað vog­un­ar­sjóð­ur. Inn­i­s­free tekur reyndar ekki beinan þátt í verk­inu heldur stofn­aði það tvö skúffu­fyr­ir­tæki í Lúx­emburg af skatta­á­stæð­um. Sam­kvæmt samn­ingum sjá þessi fyr­ir­tæki ekki bara um að byggja spít­al­ann heldur við­hald og rekstur næstu árin.

Þegar samn­ingar voru und­ir­rit­aðir var áætl­aður kostn­aður við bygg­ingu NKS 14,5 millj­arðar sænskra (230 millj­arðar ISK) en sam­kvæmt frétt Sænska dag­blaðs­ins frá í byrjun maí verður reikn­ing­ur­inn að minnsta kosti tíu millj­örðum SEK hærri. Þetta er hins vegar aðeins brot af kostn­að­inum fram til árs­ins 2040 sam­kvæmt fréttum blaðs­ins. Reyndar hefur ekki gengið vel að fá nákvæmar upp­lýs­ingar um kostn­að­inn og þegar fyrst var leitað eftir upp­lýs­ingum sögðu stjórn­völd að kostn­að­ur­inn yrði um 52 millj­arðar SEK (824 millj­arðar ISK). Leyni­leg skjöl sem blaðið komst yfir sýndu hins vegar að kostn­að­ur­inn verður nær 61,4 millj­örðum SEK (973 millj­arðar ISK) eða um 150 millj­örðum íslenskra króna hærri en til stóð.

Eftir upp­ljóstrun blaðs­ins hefur banda­lag hægri flokk­anna sam­þykkt að láta fara fram óháða úttekt á fram­kvæmd­inni. Banda­lagið hefur ekki meiri­hluta á bak við sig í Stokk­hólmi og eftir kröfu frá rauð­grænu flokk­unum í stjórn­ar­and­stöðu sam­þykktu þeir að fá utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til verks­ins.

Hægt að draga lærdóm frá StokkhólmiEng­inn efast um þörf­ina á því að bæta heil­brigð­is­þjón­ustu í Stokk­hólmi í ljósi fjölg­unar íbúa. Spurn­ingin er hins vegar hvort að ákvörð­unin um NKS hafi verið tekin með hags­muni fjöld­ans að leið­ar­ljósi, eða hvort til­hugs­unin um sjúkra­hús á heims­mæli­kvarða hafi villt mönnum sýn.

Það sem mik­il­væg­ast er að hafa í huga er að fram­kvæmdir við hátækni­sjúkra­hús geta mjög auð­veld­lega farið fleiri millj­arða fram úr áætlun og að plön sem gerð eru við upp­haf fram­kvæmda eru jafn­vel orðin úrelt nokkrum árum síðar vegna fólks­fjölg­un­ar.

Á Íslandi hafa margir sagt að þegar hafi verið ráð­ist í kostn­að­ar­sama hönnun vegna hátækni­sjúkra­húss­ins sem til stendur að reisa við Hring­braut og að of seint sé að breyta plön­un­um. Reynslan frá NKS ætti hins vegar að gera mönnum ljóst að það er enn dýr­ara að fara af stað með vonda hug­mynd, en að end­ur­skoða áætl­anir sem þegar hafa verið gerð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None