Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn glímir við mikla rekstrarerfiðleika. Vandræði þess eru fyrst og síðast til komin vegna framkvæmda sem félagið ákvað að ráðast í á Suðurnesjum og í Hveragerði fyrir hrun. Þær íbúðir, en alls eru 38 prósent eigna Búmanna á þessum tveimur svæðum, hafa selst illa og tekjur því alls ekki verið í samræmi við það sem þarf til svo hægt sé að þjónusta lánin sem tekin voru til að byggja þær. Enda hefur húsnæðismarkaðurinn á þessum svæðum, sérstaklega á Suðurnesjum, verið afleitur eftir hrun. Og nú eru Búmenn komnir í greiðslustöðvun, m.a. vegna þess að þeir eiga ekkert fé til að standa við kaupskyldu á hlut þeirra félagsmanna sem vilja losna út úr húsnæði sínu.
Fyrir 50 ára og eldri
Búmenn var stofnað árið 1998 og félagar voru 1.822 talsins um síðustu áramót. Hugmyndin á bakvið félaginu var að búa til húsnæðissamvinnufélag sem myndi byggja íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Íbúarnir greiða 10-30 prósent af byggingarkostnaði húsnæðisins og Búmenn taka lán hjá Íbúðalánasjóði til 50 ára fyrir því sem vantar upp á til að greiða verktakanum sem byggir. Félagið sendir síðan íbúum mánaðarlegan greiðsluseðil vegna þeirra gjalda sem falla mánaðarlega á híbýli þeirra. Á meðal þess sem er innifalið í þeirri greiðslu eru afborganir lána, fasteignagjöld, tryggingar, viðhaldssjóður, hússjóður og þjónustugjald. Reksturinn er ekki ágóðastarfsemi. Það er því enginn að taka arð út úr félaginu.
Ný lög um húsnæðissamvinnufélög voru sett árið 2003. Í þeim var opnað fyrir þann möguleika að búseturétthafar gætu sagt upp búseturétti sínum með sex mánaða fyrirvara. Ef ekki tækist að selja búseturéttinn átti rétthafinn rétt á því að fá hann greiddan frá húsnæðisamvinnufélaginu tólf mánuðum eftir að þeir sex mánuðir voru liðnir. Á þessum tíma uppfærðist virði réttarins í takt við vísitölu neysluverðs.
Þessu var breytt árið 2006. Þá var samþykkt á aðalfundi Búmanna að breyta samþykktum félagsins á þann veg að kaupskylda þess yrði afnumin og að heimilt yrði að selja búseturétt á markaðsverði.
"Stemmning" var fyrir breytingu
Daníel Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Búmanna, sagði í samtali við Kjarnann í september 2013 að þetta hafi gerst vegna þess að það hefði verið „stemmning“ á meðal félaga innan Búmanna að gera það á þeim tíma. Fólki hafi fundist vísitala neysluverðs ekki hafa mælt nægilega vel hækkun á húsnæðisverði. Bent var á að í Noregi, þar sem húsnæðissamvinnufélög eru mjög algeng, hefði verið horfið frá vísitölutengingu og yfir í að meta búseturétt á markaðsvirði árið 1980.
Daníel Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Búmanna, sagði í samtali við Kjarnann í september 2013 að þetta hafi gerst vegna þess að það hefði verið „stemmning“ á meðal félaga innan Búmanna að gera það á þeim tíma. Fólki hafi fundist vísitala neysluverðs ekki hafa mælt nægilega vel hækkun á húsnæðisverði. Bent var á að í Noregi, þar sem húsnæðissamvinnufélög eru mjög algeng, hefði verið horfið frá vísitölutengingu og yfir í að meta búseturétt á markaðsvirði árið 1980.
Þessi breyting þýddi í raun að Búmönnum bar ekki lengur nokkur skylda til að kaupa búseturétt af þeim félagsmönnum sem vildu losna úr íbúðum sínum. Þess í stað þurftu félagsmennirnir sjálfir að selja búseturéttinn á frjálsum markaði, og á markaðsverði, eða gera aðrar ráðstafanir gengi það ekki eftir.
Þetta fyrirkomulag var haft í gildi í tilraunaskyni út árið 2006 og svo fest í sessi snemma árs 2007. Það gilti þó bara um búseturétti sem seldir voru eftir að samþykktunum var breytt. Enn ríkti kaupskylda á þeim íbúðum sem Búmenn höfðu selt rétt að fyrir þann tíma, en í lok árs 2013 voru það um 65 prósent allra íbúða félagsins. Til að ganga úr skugga um að Búmönnum væri stætt á þessari breytingu var sent inn erindi til félagsmálaráðuneytisins.
Í niðurstöðu þess, sem var send Búmönnum 29. ágúst 2006, segir að „ráðuneytið hefur nú yfirfarið breytingar þær sem gerðar hafa verið á samþykktum Búmanna og er niðurstaðan sú að þær rúmist innan laga um húsnæðissamvinnufélög“. Ráðuneytið, sem var þá undir stjórn framsóknarmannsins Magnúsar Stefánssonar, lagði því blessun sína yfir þessar breytingar.
Vildu skuldalækkanir en fengu ekki
Búmenn hafa glímt við mikla rekstrarerfiðleika eftir hrun. Þeir stafa fyrst og fremst af því að félagið ákvað að byggja mikið af íbúðum á Suðurnesjum og í Hveragerði, þar sem húsnæðismarkaðurinn hefur ekki verið góður síðustu árin.
Alls eru tæplega 38 prósent íbúða Búmanna á þessum slóðum. Í fundargerð aðalfundar félagsins árið 2013, segir meðal annars að „það hefur komið félaginu um koll að vera landsfélag. Við höfum að jafnaði verið með 30 auðar íbúðir undanfarin misseri sem af ýmsum ástæðum hefur verið erfitt að koma í notkun. Um helmingur þeirra íbúða er í Hveragerði og um helmingur á Suðurnesjum. á sama hátt hefur það verið mjög íþyngjandi fyrir félagið að búa við kaupskyldu á íbúðum félagsins. Um 65 prósent íbúða félagsins eru í þessu kerfi[...] Í tvö og hálft ár greiddi félagið af öllum auðum íbúðum úr eigin varasjóðum[...]það var síðan um mitt ár 2011 að félagið fékk heimild hjá Íbúðalánasjóði til að frysta lán í allt að 3 ár[...] eftir að hafa notið þess að fá frystingu á auðum íbúðum í eitt og hálft ár var umsókn um áframhaldandi frystingu sett á bið oh hefur enn ekki hlotið afgreiðslu“.
Í fundargerð aðalfundar Búmanna vegna ársins 2014 segir: „ næsta fundi fengum við þau skilaboð frá aðstoðarmanni Eyglóar [Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra], Matthíasi Imsland að við þyrftum ekkert að óttast vegna þess að við myndum ekki verða skilin eftir varðandi skuldalækanirnar. Síðan hefur eitthvað gerst á milli stjórnarflokkanna sem við þekkjum ekki.“Búmenn áttu einnig í langvarandi viðræðum við forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um að fá að fara 110 prósent leiðina, þar sem skuldir eru færðar niður að 110 prósentum af markaðsvirði íbúða, án árangurs.
Stjórn félagsins taldi sig líka, samkvæmt fundargerðum, hafa fengið vilyrði fyrir því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar, hin svokallaða Leiðrétting, myndi einnig ná yfir íbúðir Búmanna. Í fundargerð aðalfundar félagsins árið 2013 stendur: „„nú hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndað ríkisstjórn og standa því miklar væntingar til þess að efnd verði loforð um niðurfærslu íbúðalána eins og ráðherrarnir hafa lýst að væru í farvatninu en ætti eftir að útfæra nánar [...]Þegar tekin verður ákvörðun um að færa niður höfuðstóla lána þá verða Búmenn að sitja við sama borð og þeir sem skráðir eru eigendur sinna íbúða.“
Ljóst var að miklar vonir voru bundnar við þessa lausn. Í fundargerð aðalfundar Búmanna vegna ársins 2014 segir: „ næsta fundi fengum við þau skilaboð frá aðstoðarmanni Eyglóar [Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra], Matthíasi Imsland að við þyrftum ekkert að óttast vegna þess að við myndum ekki verða skilin eftir varðandi skuldalækanirnar. Síðan hefur eitthvað gerst á milli stjórnarflokkanna sem við þekkjum ekki.“
Það sem gerðist var að Búmenn, og önnur húsnæðissamvinnufélög, fengu ekki skuldaniðurfellingar með Leiðréttingunni.
Reynt við fjárhagslega endurskipulagningu
Þá var staðan orðin nokkuð svört og allt kapp lagt í viðræður milli Búmanna og Íbúðalánasjóðs um tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu. Þær voru loks kynntar á félagafundi í janúar síðastliðnum, en þær höfðu þá staðið yfir í um tvö ár.
Í þeim fólst að vandræðaeignir sem Búmanna sem stóðu ekki undir sér (annað hvort auðar eignir eða í tímabundinni útleigu) áttu að færast inn í sérstakt leigufélag. Samhliða ætlaði Íbúðalánasjóður að afskrifa skuldir vegna íbúðanna, sem eru 63 talsins, niður að söluverðmæti þeirra. Alls var áætlað að sú afskrift yrði um hálfur milljarður króna. Samhliða átti að hækka gjaldskrá Búmanna um 5,8 prósent og afnema innlausnarskyldu félagsins „þar sem lausafé félagsins er þegar upp urið og félagið getur ekki lengur greitt út búseturétti sem ekki finnast kaupendur að.“ Íbúðalánasjóður myndi auk þess fá áheyrnarfulltrúa inn í stjórn Búmanna og bann yrði sett á frekari fjárfestingar.
Tillögurnar um afskriftir gengu skemur en stjórn Búmanna hafði vonast eftir, enda töldu þeir félagið eiga að fá um 1,5 milljarð króna út úr skuldaniðurfellingartillögum ríkisstjórnarinnar.
Ljóst er að tillögunum hefur ekki, enn sem komið er, verið hrint í framkvæmd.
Búmenn í greiðslustöðvun og félagsmenn telja sig blekkta
Í síðustu viku lögðu Búmenn svo fram beiðni um greiðslustöðvun. Hún var samþykkt 15. maí og stendur til 5. júní. Þann tíma á meðal annars að nýta til þess að til þess að losa Búmenn undan kaupskyldu á búseturétti. Það þýðir að þeir félagsmenn sem vilja selja, líka þeir sem keyptu fyrir árið 2006, þurfa sjálf að vinna kaupanda á frjálsum markað að hlutnum. Búmenn muni ekki kaupa hann eins og gert var ráð fyrir, enda á félagið enga peninga til að gera það.
Í síðustu viku lögðu Búmenn svo fram beiðni um greiðslustöðvun. Hún var samþykkt 15. maí og stendur til 5. júní. Þann tíma á meðal annars að nýta til þess að til þess að losa Búmenn undan kaupskyldu á búseturétti.
Í fréttum RÚV um helgina var rætt við Gunnar Kristinsson, formann vinnuhóps á vegum búseturéttarhafa. Hann saði félagsmenn óttaslegna og sofa ekki fyrir áhyggjum af því sem væri framundan hjá félaginu. Gunnar sagði auk þess að félagsmenn töldu sig hafa verið blekkta af stjórn og starfsmönnum Búmanna.
Sérstaklega leggist illa í íbúanna að afnema eigi kaupskyldu. „Fólk er ekkert sátt við þetta og að tala um að það sé ekki verið að blekkja búsetuhafana, er rangt. Vegna þess að það eru margar sögur um það að fólki finnist stjórn Búmanna og starfsmenn hafa blekkt búsetuhafna. Bæði þá sem hafa verið að kaupa sig inn í íbúðir á síðasta ári þar sem þeir hafa fengið upplýsingar um að það sé allt í góðu lagi með ástandið á Búmönnum. Og síðan þetta fólk sem hefur gert þessa samninga við Búmenn um þessa kaupskyldu sem orðið hefur til þess að fólkið kom inn í þetta kerfi,“ sagði Gunnar við RÚV.