Reyna að finna lausn á flóttamannavandanum

h_51901770-1.jpg
Auglýsing

Á þriðju­dag­inn hitt­ast utan­rík­is­ráð­herrar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna á fundi í Brus­sel. Þar á að reyna að ná sam­komu­lagi og móta stefnu varð­andi flótta­manna­straum­inn til Evr­ópu. ESB ríkin hafa ekki áður staðið frammi fyrir jafn flóknu úrlausn­ar­efni segir Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hann telur að mjög erfitt muni reyn­ast að ná sam­komu­lagi um svo­nefnda kvóta­hug­mynd um jafn­ari skipt­ingu hæl­is­leit­enda innan ESB ríkj­anna.

Utan­rík­is­ráð­herra Frakk­lands sagði eftir mikil funda­höld í Brus­sel í síð­ustu viku að það væri mála sann­ast að ríki Evr­ópu stæðu nán­ast ráð­þrota frammi fyrir flótta­manna­vand­an­um. „Allir skilja vand­ann og vilja finna ein­hverja lausn, en það veit bara eng­inn hver sú lausn á að ver­a,“ sagði þessi ráð­herra.

Þessi lýs­ing ráð­herr­ans er ekki orðum aukin því að á síð­asta ári komu að minnsta kosti 700 þús­und flótta­menn til Evr­ópu. Í þessum tölum er ekki gerður grein­ar­munur á flótta­manni og hæl­is­leit­anda heldur er orðið flótta­maður notað um fólk sem flúið hefur heima­land sitt. Ýmis­legt bendir til að talan 700 þús­und sé of lág og nærri ein milljón muni vera nærri lagi. Stærsti hóp­ur­inn kom frá Sýr­landi og næst­flestir frá Írak. Afganistan og Eritrea komu svo þar á eft­ir.

Auglýsing

Martin Lidegaard utanríkisráðherra Danmerkur. Mynd: EPA Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Mynd: EPA

Talið að ein milljón flýi frá Líbíu á þessu áriÞað sem af er þessu ári er það flótta­fólk frá Líbíu sem er fjöl­menn­ast og Frontex (Landamæra­stofnun Evr­ópu) telur að allt að ein milljón manna muni reyna að flýja landið á þessu ári. Inni í þess­ari tölu er fjöldi fólks frá öðrum löndum en Líb­íu, fólk sem hefur Líbíu sem við­komu­stað, ef svo má að orði kom­ast.

Í við­tali við danskt dag­blað nýlega sagði Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra að í Líbíu ríki algjört stjórn­leysi. Það væri að hluta til vegna þess að erlenda her­liðið hefði allt of fljótt yfir­gefið landið eftir fall Gadda­fis. Það hefðu verið alvar­leg mis­tök.

Sér­fræð­ingar Frontex telja að þótt flótta­manna­straum­ur­inn til Evr­ópu hafi í fyrra verið meiri en nokkru sinni fyrr muni fjöld­inn í ár verða mun meiri. Þetta er sá vandi sem ESB löndin standa nú frammi fyrir og verða að takast á við.

Vilja reyna að draga úr straumnum yfir Mið­jarð­ar­hafInnan Evr­ópu­sam­bands­ins hafa komið fram margar hug­myndir í því skyni að draga úr fólks­straumnum yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Meðal ann­ars auknu eft­ir­liti (svo­nefnd Tríton áætl­un) og nýjasta hug­myndin er að eyði­leggja skip og báta þeirra sem stunda fólks­flutn­ing­ana. Líka hefur verið rætt um að fara sömu leið og Ástr­a­l­ar, hleypa ein­fald­lega engum í land. Bent hefur verið á að slíkt stríði gegn alþjóða­sam­þykktum sem ESB löndin hafi sam­þykkt.

Í við­tali við danskan sér­fræð­ing í mál­efnum Afr­íku­ríkja kom fram að á næstu 15 árum muni íbúum Afr­íku fjölga um 500 millj­ón­ir. Ef í álf­unni ríki sama upp­lausn­ar­á­stand og gert hefur um ára­bil og tak­ist ekki að finna leiðir til að stemma stigu við flótta­manna­straumnum verði hann algjör­lega óvið­ráð­an­leg­ur.

Flóttamenn frá Libíu á gúmmíbát á Miðjarðarhafi. Mynd: EPA Flótta­menn frá Libíu á gúmmí­bát á Mið­jarð­ar­hafi. Mynd: EPA

Hug­myndin um kvóta­kerfiðÖllum er ljóst að straumur flótta­fólks verður ekki stöðv­að­ur, þótt það tak­ist ef til vill að tak­marka hann. Þá vaknar spurn­ingin hvað verði um það fólk sem kemur til Evr­ópu og sækir um hæli. Hver á að taka við því? Þetta hefur lengi verið deilu­mál innan ESB.

Í fyrra sóttu 626 þús­und um hæli í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins, það var 44 pró­senta aukn­ing frá árinu 2013. Þegar töl­urnar eru skoð­aðar kemur í ljós að sex lönd; Þýska­land, Sví­þjóð, Ítal­ía, Frakk­land, Ung­verja­land og Bret­land fengu rúm­lega 80 pró­sent allra umsókna. Nafn Ung­verja­lands á þessum lista kemur kannski á óvart en það skýrist af miklum fjölda umsókna frá Kosovo, en þeim umsóknum var nær öllum hafn­að.

Í fyrra fengu 104 þús­und hæli í ESB lönd­unum og 60 þús­und til við­bótar svo­kallað tíma­bundið dval­ar­leyfi. Þýska­land veitti sam­tals um 48 þús­und manns leyfi til land­vistar, í Sví­þjóð fengu 33 þús­und slíkt leyfi, Frakkar og Ítalir hvorir um sig 20 þús­und, aðrar þjóðir veittu færri leyfi.

Með hinu svo­nefnda kvóta­kerfi er hug­myndin sú að mót­taka hæl­is­leit­enda dreif­ist jafnar innan ESB en nú er raun­in. Þá myndu öll ríki axla sinn hlut með jafn­ari hætti en nú er. Þetta er það sem á að ræða, og helst taka ákvörðun um í Brus­sel á þriðju­dag­inn.

Dan­mörk með fyr­ir­varaNokkur lönd innan ESB eru með svo­kall­aða fyr­ir­vara í aðild­ar­samn­ingi sín­um. Dan­mörk er til dæmis með slíkan fyr­ir­vara um mót­töku flótta­manna og hæl­is­leit­enda. Slíkir fyr­ir­varar (eða und­an­þág­ur) eru reyndar nokkuð umdeildir og í Dan­mörku stendur til að kjósa um þá á næsta ári. Ástæða þess­ara fyr­ir­vara er sú að Danir felldu Maastricht sam­komu­lagið 1992, en sam­þykktu síð­ar, eftir að fyr­ir­var­arnir voru sett­ir.

Margir stjórn­mála­skýrendur telja alls óvíst að sam­komu­lag náist um kvóta­hug­mynd­ina. Flest ríki telja að þá beri þeim að taka við fleira fólki og fæstir kæra sig um það. Líka hefur verið nefnt að með þessu fyr­ir­komu­lagi geti það til dæmis orðið þannig að manni sem fær um sitt mál fjallað í Sví­þjóð fái hæli í Ung­verja­landi, sem hann kæri sig alls ekki um.

Eitt eru þó allir sam­mála um; lausn verður að finn­ast.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None