Reyna að finna lausn á flóttamannavandanum

h_51901770-1.jpg
Auglýsing

Á þriðju­dag­inn hitt­ast utan­rík­is­ráð­herrar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna á fundi í Brus­sel. Þar á að reyna að ná sam­komu­lagi og móta stefnu varð­andi flótta­manna­straum­inn til Evr­ópu. ESB ríkin hafa ekki áður staðið frammi fyrir jafn flóknu úrlausn­ar­efni segir Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hann telur að mjög erfitt muni reyn­ast að ná sam­komu­lagi um svo­nefnda kvóta­hug­mynd um jafn­ari skipt­ingu hæl­is­leit­enda innan ESB ríkj­anna.

Utan­rík­is­ráð­herra Frakk­lands sagði eftir mikil funda­höld í Brus­sel í síð­ustu viku að það væri mála sann­ast að ríki Evr­ópu stæðu nán­ast ráð­þrota frammi fyrir flótta­manna­vand­an­um. „Allir skilja vand­ann og vilja finna ein­hverja lausn, en það veit bara eng­inn hver sú lausn á að ver­a,“ sagði þessi ráð­herra.

Þessi lýs­ing ráð­herr­ans er ekki orðum aukin því að á síð­asta ári komu að minnsta kosti 700 þús­und flótta­menn til Evr­ópu. Í þessum tölum er ekki gerður grein­ar­munur á flótta­manni og hæl­is­leit­anda heldur er orðið flótta­maður notað um fólk sem flúið hefur heima­land sitt. Ýmis­legt bendir til að talan 700 þús­und sé of lág og nærri ein milljón muni vera nærri lagi. Stærsti hóp­ur­inn kom frá Sýr­landi og næst­flestir frá Írak. Afganistan og Eritrea komu svo þar á eft­ir.

Auglýsing

Martin Lidegaard utanríkisráðherra Danmerkur. Mynd: EPA Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Mynd: EPA

Talið að ein milljón flýi frá Líbíu á þessu ári



Það sem af er þessu ári er það flótta­fólk frá Líbíu sem er fjöl­menn­ast og Frontex (Landamæra­stofnun Evr­ópu) telur að allt að ein milljón manna muni reyna að flýja landið á þessu ári. Inni í þess­ari tölu er fjöldi fólks frá öðrum löndum en Líb­íu, fólk sem hefur Líbíu sem við­komu­stað, ef svo má að orði kom­ast.

Í við­tali við danskt dag­blað nýlega sagði Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra að í Líbíu ríki algjört stjórn­leysi. Það væri að hluta til vegna þess að erlenda her­liðið hefði allt of fljótt yfir­gefið landið eftir fall Gadda­fis. Það hefðu verið alvar­leg mis­tök.

Sér­fræð­ingar Frontex telja að þótt flótta­manna­straum­ur­inn til Evr­ópu hafi í fyrra verið meiri en nokkru sinni fyrr muni fjöld­inn í ár verða mun meiri. Þetta er sá vandi sem ESB löndin standa nú frammi fyrir og verða að takast á við.

Vilja reyna að draga úr straumnum yfir Mið­jarð­ar­haf



Innan Evr­ópu­sam­bands­ins hafa komið fram margar hug­myndir í því skyni að draga úr fólks­straumnum yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Meðal ann­ars auknu eft­ir­liti (svo­nefnd Tríton áætl­un) og nýjasta hug­myndin er að eyði­leggja skip og báta þeirra sem stunda fólks­flutn­ing­ana. Líka hefur verið rætt um að fara sömu leið og Ástr­a­l­ar, hleypa ein­fald­lega engum í land. Bent hefur verið á að slíkt stríði gegn alþjóða­sam­þykktum sem ESB löndin hafi sam­þykkt.

Í við­tali við danskan sér­fræð­ing í mál­efnum Afr­íku­ríkja kom fram að á næstu 15 árum muni íbúum Afr­íku fjölga um 500 millj­ón­ir. Ef í álf­unni ríki sama upp­lausn­ar­á­stand og gert hefur um ára­bil og tak­ist ekki að finna leiðir til að stemma stigu við flótta­manna­straumnum verði hann algjör­lega óvið­ráð­an­leg­ur.

Flóttamenn frá Libíu á gúmmíbát á Miðjarðarhafi. Mynd: EPA Flótta­menn frá Libíu á gúmmí­bát á Mið­jarð­ar­hafi. Mynd: EPA

Hug­myndin um kvóta­kerfið



Öllum er ljóst að straumur flótta­fólks verður ekki stöðv­að­ur, þótt það tak­ist ef til vill að tak­marka hann. Þá vaknar spurn­ingin hvað verði um það fólk sem kemur til Evr­ópu og sækir um hæli. Hver á að taka við því? Þetta hefur lengi verið deilu­mál innan ESB.

Í fyrra sóttu 626 þús­und um hæli í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins, það var 44 pró­senta aukn­ing frá árinu 2013. Þegar töl­urnar eru skoð­aðar kemur í ljós að sex lönd; Þýska­land, Sví­þjóð, Ítal­ía, Frakk­land, Ung­verja­land og Bret­land fengu rúm­lega 80 pró­sent allra umsókna. Nafn Ung­verja­lands á þessum lista kemur kannski á óvart en það skýrist af miklum fjölda umsókna frá Kosovo, en þeim umsóknum var nær öllum hafn­að.

Í fyrra fengu 104 þús­und hæli í ESB lönd­unum og 60 þús­und til við­bótar svo­kallað tíma­bundið dval­ar­leyfi. Þýska­land veitti sam­tals um 48 þús­und manns leyfi til land­vistar, í Sví­þjóð fengu 33 þús­und slíkt leyfi, Frakkar og Ítalir hvorir um sig 20 þús­und, aðrar þjóðir veittu færri leyfi.

Með hinu svo­nefnda kvóta­kerfi er hug­myndin sú að mót­taka hæl­is­leit­enda dreif­ist jafnar innan ESB en nú er raun­in. Þá myndu öll ríki axla sinn hlut með jafn­ari hætti en nú er. Þetta er það sem á að ræða, og helst taka ákvörðun um í Brus­sel á þriðju­dag­inn.

Dan­mörk með fyr­ir­vara



Nokkur lönd innan ESB eru með svo­kall­aða fyr­ir­vara í aðild­ar­samn­ingi sín­um. Dan­mörk er til dæmis með slíkan fyr­ir­vara um mót­töku flótta­manna og hæl­is­leit­enda. Slíkir fyr­ir­varar (eða und­an­þág­ur) eru reyndar nokkuð umdeildir og í Dan­mörku stendur til að kjósa um þá á næsta ári. Ástæða þess­ara fyr­ir­vara er sú að Danir felldu Maastricht sam­komu­lagið 1992, en sam­þykktu síð­ar, eftir að fyr­ir­var­arnir voru sett­ir.

Margir stjórn­mála­skýrendur telja alls óvíst að sam­komu­lag náist um kvóta­hug­mynd­ina. Flest ríki telja að þá beri þeim að taka við fleira fólki og fæstir kæra sig um það. Líka hefur verið nefnt að með þessu fyr­ir­komu­lagi geti það til dæmis orðið þannig að manni sem fær um sitt mál fjallað í Sví­þjóð fái hæli í Ung­verja­landi, sem hann kæri sig alls ekki um.

Eitt eru þó allir sam­mála um; lausn verður að finn­ast.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None