Búmenn byggðu á Suðurnesjum og í Hveragerði og eru þess vegna í greiðslustöðvun

b--menn.jpg
Auglýsing

Hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lagið Búmenn glímir við mikla rekstr­ar­erf­ið­leika. Vand­ræði þess eru fyrst og síð­ast til komin vegna fram­kvæmda sem félagið ákvað að ráð­ast í á Suð­ur­nesjum og í Hvera­gerði fyrir hrun. Þær íbúð­ir, en alls eru 38 pró­sent eigna Búmanna á þessum tveimur svæð­um, hafa selst illa og tekjur því alls ekki verið í sam­ræmi við það sem þarf til svo hægt sé að þjón­usta lánin sem tekin voru til að byggja þær. Enda hefur hús­næð­is­mark­að­ur­inn á þessum svæð­um, sér­stak­lega á Suð­ur­nesjum, verið afleitur eftir hrun. Og nú eru Búmenn komnir í greiðslu­stöðv­un, m.a. vegna þess að þeir eiga ekk­ert fé til að standa við kaup­skyldu á hlut þeirra félags­manna sem vilja losna út úr hús­næði sínu.

Fyrir 50 ára og eldriBú­menn var stofnað árið 1998 og félagar voru 1.822 tals­ins um síð­ustu ára­mót. Hug­myndin á bak­við félag­inu var að búa til hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lag sem myndi byggja íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Íbú­arnir greiða 10-30 pró­sent af bygg­ing­ar­kostn­aði hús­næð­is­ins og Búmenn taka lán hjá Íbúða­lána­sjóði til 50 ára fyrir því sem vantar upp á til að greiða verk­tak­anum sem bygg­ir. Félagið sendir síðan íbúum mán­að­ar­legan greiðslu­seðil vegna þeirra gjalda sem falla mán­að­ar­lega á híbýli þeirra. Á meðal þess sem er inni­falið í þeirri greiðslu eru afborg­anir lána, fast­eigna­gjöld, trygg­ing­ar, við­halds­sjóð­ur, hús­sjóður og þjón­ustu­gjald. Rekst­ur­inn er ekki ágóða­starf­semi. Það er því eng­inn að taka arð út úr félag­inu.

Ný lög um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög voru sett árið 2003. Í þeim var opnað fyrir þann mögu­leika að búsetu­rétt­hafar gætu sagt upp búsetu­rétti sínum með sex mán­aða fyr­ir­vara. Ef ekki tæk­ist að selja búsetu­rétt­inn átti rétt­haf­inn rétt á því að fá hann greiddan frá hús­næði­sam­vinnu­fé­lag­inu tólf mán­uðum eftir að þeir sex mán­uðir voru liðn­ir. Á þessum tíma upp­færð­ist virði rétt­ar­ins í takt við vísi­tölu neyslu­verðs.

Þessu var breytt árið 2006. Þá var sam­þykkt á aðal­fundi Búmanna að breyta sam­þykktum félags­ins á þann veg að kaup­skylda þess yrði afnumin og að heim­ilt yrði að selja búsetu­rétt á mark­aðs­verði.

Auglýsing

"Stemmn­ing" var fyrir breyt­inguDan­íel Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Búmanna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber 2013 að þetta hafi gerst vegna þess að það hefði verið „stemmn­ing“ á meðal félaga innan Búmanna að gera það á þeim tíma. Fólki hafi fund­ist vísi­tala neyslu­verðs ekki hafa mælt nægi­lega vel hækkun á hús­næð­is­verði. Bent var á að í Nor­egi, þar sem hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög eru mjög algeng, hefði verið horfið frá vísi­tölu­teng­ingu og yfir í að meta búsetu­rétt á mark­aðsvirði árið 1980.

Dan­íel Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Búmanna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber 2013 að þetta hafi gerst vegna þess að það hefði verið „stemmn­ing“ á meðal félaga innan Búmanna að gera það á þeim tíma. Fólki hafi fund­ist vísi­tala neyslu­verðs ekki hafa mælt nægi­lega vel hækkun á hús­næð­is­verði. Bent var á að í Nor­egi, þar sem hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög eru mjög algeng, hefði verið horfið frá vísi­tölu­teng­ingu og yfir í að meta búsetu­rétt á mark­aðsvirði árið 1980.

Þessi breyt­ing þýddi í raun að Búmönnum bar ekki lengur nokkur skylda til að kaupa búsetu­rétt af þeim félags­mönnum sem vildu losna úr íbúðum sín­um. Þess í stað þurftu félags­menn­irnir sjálfir að selja búsetu­rétt­inn á frjálsum mark­aði, og á mark­aðs­verði, eða gera aðrar ráð­staf­anir gengi það ekki eft­ir.

Þetta fyr­ir­komu­lag var haft í gildi í til­rauna­skyni út árið 2006 og svo fest í sessi snemma árs 2007. Það gilti þó bara um búsetu­rétti sem seldir voru eftir að sam­þykkt­unum var breytt. Enn ríkti kaup­skylda á þeim íbúðum sem Búmenn höfðu selt rétt að fyrir þann tíma, en í lok árs 2013 voru það um 65 pró­sent allra íbúða félags­ins. Til að ganga úr skugga um að Búmönnum væri stætt á þess­ari breyt­ingu var sent inn erindi til félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í nið­ur­stöðu þess, sem var send Búmönnum 29. ágúst 2006, segir að „ráðu­neytið hefur nú yfir­farið breyt­ingar þær sem gerðar hafa verið á sam­þykktum Búmanna og er nið­ur­staðan sú að þær rúmist innan laga um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög“. Ráðu­neyt­ið, sem var þá undir stjórn fram­sókn­ar­manns­ins Magn­úsar Stef­áns­son­ar, lagði því blessun sína yfir þessar breyt­ing­ar.

Vildu skulda­lækk­anir en fengu ekkiBú­menn hafa glímt við mikla rekstr­ar­erf­ið­leika eftir hrun. Þeir stafa fyrst og fremst af því að félagið ákvað að byggja mikið af íbúðum á Suð­ur­nesjum og í Hvera­gerði, þar sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn hefur ekki verið góður síð­ustu árin.

Alls eru tæp­lega 38 pró­sent íbúða Búmanna á þessum slóð­um. Í fund­ar­gerð aðal­fundar félags­ins árið 2013, segir meðal ann­ars að „það hefur komið félag­inu um koll að vera lands­fé­lag. Við höfum að jafn­aði verið með 30 auðar íbúðir und­an­farin miss­eri sem af ýmsum ástæðum hefur verið erfitt að koma í notk­un. Um helm­ingur þeirra íbúða er í Hvera­gerði og um helm­ingur á Suð­ur­nesj­um. á sama hátt hefur það verið mjög íþyngj­andi fyrir félagið að búa við kaup­skyldu á íbúðum félags­ins. Um 65 pró­sent íbúða félags­ins eru í þessu kerf­i[...] Í tvö og hálft ár greiddi félagið af öllum auðum íbúðum úr eigin vara­sjóð­u­m[...]það var síðan um mitt ár 2011 að félagið fékk heim­ild hjá Íbúða­lána­sjóði til að frysta lán í allt að 3 ár[...] eftir að hafa notið þess að fá fryst­ingu á auðum íbúðum í eitt og hálft ár var umsókn um áfram­hald­andi fryst­ingu sett á bið oh hefur enn ekki hlotið afgreiðslu“.

 Í fundargerð aðalfundar Búmanna vegna ársins 2014 segir: „ næsta fundi fengum við þau skilaboð frá aðstoðarmanni Eyglóar [Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra], Matthíasi Imsland að við þyrftum ekkert að óttast vegna þess að við myndum ekki verða skilin eftir varðandi skuldalækanirnar. Síðan hefur eitthvað gerst á milli stjórnarflokkanna sem við þekkjum ekki.“ Í fund­ar­gerð aðal­fundar Búmanna vegna árs­ins 2014 seg­ir: „ næsta fundi fengum við þau skila­boð frá aðstoð­ar­manni Eyglóar [Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra], Matth­í­asi Ims­land að við þyrftum ekk­ert að ótt­ast vegna þess að við myndum ekki verða skilin eftir varð­andi skulda­læk­an­irn­ar. Síðan hefur eitt­hvað gerst á milli stjórn­ar­flokk­anna sem við þekkjum ekki.“Bú­menn áttu einnig í langvar­andi við­ræðum við for­svars­menn Íbúða­lána­sjóðs um að fá að fara 110 pró­sent leið­ina, þar sem skuldir eru færðar niður að 110 pró­sentum af mark­aðsvirði íbúða, án árang­urs.

Stjórn félags­ins taldi sig líka, sam­kvæmt fund­ar­gerð­um, hafa fengið vil­yrði fyrir því að skulda­lækk­un­ar­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hin svo­kall­aða Leið­rétt­ing, myndi einnig ná yfir íbúðir Búmanna. Í fund­ar­gerð aðal­fundar félags­ins árið 2013 stend­ur: „„nú hafa Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokkur myndað rík­is­stjórn og standa því miklar vænt­ingar til þess að efnd verði lof­orð um nið­ur­færslu íbúða­lána eins og ráð­herr­arnir hafa lýst að væru í far­vatn­inu en ætti eftir að útfæra nánar [...]Þegar tekin verður ákvörðun um að færa niður höf­uð­stóla lána þá verða Búmenn að sitja við sama borð og þeir sem skráðir eru eig­endur sinna íbúða.“

Ljóst var að miklar vonir voru bundnar við þessa lausn. Í fund­ar­gerð aðal­fundar Búmanna vegna árs­ins 2014 seg­ir: „ næsta fundi fengum við þau skila­boð frá aðstoð­ar­manni Eyglóar [Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra], Matth­í­asi Ims­land að við þyrftum ekk­ert að ótt­ast vegna þess að við myndum ekki verða skilin eftir varð­andi skulda­læk­an­irn­ar. Síðan hefur eitt­hvað gerst á milli stjórn­ar­flokk­anna sem við þekkjum ekki.“

Það sem gerð­ist var að Búmenn, og önnur hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög, fengu ekki skulda­nið­ur­fell­ingar með Leið­rétt­ing­unni.

Reynt við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­inguÞá var staðan orðin nokkuð svört og allt kapp lagt í við­ræður milli Búmanna og Íbúða­lána­sjóðs um til­lögur að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu. Þær voru loks kynntar á félaga­fundi í jan­úar síð­ast­liðn­um, en þær höfðu þá staðið yfir í um tvö ár.

Í þeim fólst að vand­ræða­eignir sem Búmanna sem stóðu ekki undir sér (annað hvort auðar eignir eða í tíma­bund­inni  út­leigu) áttu að fær­ast inn í sér­stakt leigu­fé­lag. Sam­hliða ætl­aði Íbúða­lána­sjóður að afskrifa skuldir vegna íbúð­anna, sem eru 63 tals­ins, niður að sölu­verð­mæti þeirra. Alls var áætlað að sú afskrift yrði um hálfur millj­arður króna. Sam­hliða átti að hækka gjald­skrá Búmanna um 5,8 pró­sent og afnema inn­lausn­ar­skyldu félags­ins „þar sem lausafé félags­ins er þegar upp urið og félagið getur ekki lengur greitt út búsetu­rétti sem ekki finn­ast kaup­endur að.“ Íbúða­lána­sjóður myndi auk þess fá áheyrn­ar­full­trúa inn í stjórn Búmanna og bann yrði sett á frek­ari fjár­fest­ing­ar.

Til­lög­urnar um afskriftir gengu skemur en stjórn Búmanna hafði von­ast eft­ir, enda töldu þeir félagið eiga að fá um 1,5 millj­arð króna út úr skulda­nið­ur­fell­ing­ar­til­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ljóst er að til­lög­unum hefur ekki, enn sem komið er, verið hrint í fram­kvæmd.

Búmenn í greiðslu­stöðvun og félags­menn telja sig blekktaÍ síð­ustu viku lögðu Búmenn svo fram beiðni um greiðslu­stöðv­un. Hún var sam­þykkt 15. maí og stendur til 5. júní.  Þann tíma á meðal ann­ars að nýta til þess að til þess að losa Búmenn undan kaup­skyldu á búsetu­rétti. Það þýðir að þeir félags­menn sem vilja selja, líka þeir sem keyptu fyrir árið 2006, þurfa sjálf að vinna kaup­anda á frjálsum markað að hlutn­um. Búmenn muni ekki kaupa hann eins og gert var ráð fyr­ir, enda á félagið enga pen­inga til að gera það.

Í síð­ustu viku lögðu Búmenn svo fram beiðni um greiðslu­stöðv­un. Hún var sam­þykkt 15. maí og stendur til 5. júní.  Þann tíma á meðal ann­ars að nýta til þess að til þess að losa Búmenn undan kaup­skyldu á búsetu­rétti.

Í fréttum RÚV um helg­ina var rætt við Gunnar Krist­ins­son, for­mann vinnu­hóps á vegum búsetu­rétt­ar­hafa. Hann saði félags­menn ótta­slegna og sofa ekki fyrir áhyggjum af því sem væri framundan hjá félag­inu. Gunnar sagði auk þess að félags­menn töldu sig hafa verið blekkta af stjórn og starfs­mönnum Búmanna.

Sér­stak­lega legg­ist illa í íbú­anna að afnema eigi kaup­skyldu. „Fólk er ekk­ert sátt við þetta og að tala um að það sé ekki verið að blekkja búsetu­haf­ana, er rangt. Vegna þess að það eru margar sögur um það að fólki finn­ist stjórn Búmanna og starfs­menn hafa blekkt búsetu­hafna. Bæði þá sem hafa verið að kaupa sig inn í íbúðir á síð­asta ári þar sem þeir hafa fengið upp­lýs­ingar um að það sé allt í góðu lagi með ástandið á Búmönn­um. Og síðan þetta fólk sem hefur gert þessa samn­inga við Búmenn um þessa kaup­skyldu sem orðið hefur til þess að fólkið kom inn í þetta kerf­i,“ sagði Gunnar við RÚV.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None