Danskir stjórnmálamenn farnir að brýna vopnin 

17028082141_a0fdbc7b95_z.jpg
Auglýsing

Framundan eru átaka­tímar í dönskum stjórn­mál­um. Tónn­inn skerp­ist eftir því sem nær dregur þing­kosn­ingum sem fara fram fyrir miðjan sept­em­ber næst­kom­andi en kjör­dagur hefur ekki verið ákveð­inn. Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra hefur með­byr þessa dag­ana og nýj­ustu skoð­ana­kann­anir sýna lít­inn mun á fylgi stjórn­ar­flokk­anna og stuðn­ings­flokka þeirra, og stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Í þing­kosn­ing­unum 15. sept­em­ber 2011 féll stjórn Lars Løkke Rasmus­sens, mjög naum­lega, og þar með lauk tíu ára valda­tíma hægri flokk­anna (bláu blokk­ar­inn­ar) undir for­ystu Ven­stre flokks­ins (sem skil­greinir sig sem íhalds­saman miðju­flokk). Lars Løkke tók 5. apríl 2009 við for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­inu sem And­ers Fogh Rasmus­sen hafði gegnt frá 27. nóv­em­ber 2001.  Mjög mjótt var á munum í kosn­ing­unum 2011 og eins og oft áður í Dan­mörku var hin nýja stjórn, undir for­ystu Helle Thorn­ing -Schmidt, minni­hluta­stjórn sem varð að reiða sig á stuðn­ing flokka utan stjórn­ar­inn­ar. Stjórn­ar­flokk­arn­ir, Sós­í­alde­mókrat­ar, Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn og Radikale ven­stre (skil­greina sig sem miðju­flokk)  höfðu sam­tals 76 þing­menn en með stuðn­ingi ann­arra flokka af vinstri vængnum og miðj­unni (rauðu blokk­inni) var meiri­hlut­inn á þing­inu 5 þing­menn, 92 á móti 87.

Sífelldar breyt­ingar á rík­is­stjórn­inni                                                             



Ekki verður með sanni sagt að friður hafi ríkt á stjórn­ar­heim­il­inu á kjör­tíma­bil­inu. Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra hefur sex sinnum frá því að rík­is­stjórn hennar tók við völdum staðið framan við inn­gang Krist­jáns­borg­ar­hallar (sam­kvæmt hefð) og kynnt breyt­ingar á stjórn­inni.

Stærsta breyt­ingin var þegar Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn dró sig út úr stjórn­inni, eftir miklar inn­an­flokks­deil­ur, en þing­menn flokks­ins lýstu  yfir að þeir myndu styðja stjórn­ina "til allra góðra verka" eins og þeir komust að orði. Margrethe Vest­a­ger, efna­hags- og inn­an­rík­is­ráð­herra,­leið­togi Radikale ven­stre, sagði af sér síðla árs 2014 og tók við fram­kvæmda­stjóra­stöðu hjá Evr­ópu­sam­band­inu í Brus­sel. Margir töldu hana valda­mesta ráð­herr­ann í rík­is­stjórn­inni, enda stað­geng­ill for­sæt­is­ráð­herra, og brott­hvarf hennar kom flestum á óvart.

Auglýsing

Stjórnin mjög óvin­sæl framan af kjör­tíma­bil­inu



Strax frá upp­hafi naut stjórnin tak­mark­aðs trausts almenn­ings og í skoð­ana­könn­unum hafa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir allar götur frá kosn­ingum haft umtals­vert for­skot. Kann­anir sýndu líka að almenn­ingur treysti Ven­stre, stærsta flokknum á þing­inu, betur fyrir efna­hags­mál­unum en Sós­í­alde­mókröt­um. Þetta kom mörgum spánskt fyrir sjónir því Ven­stre flokk­ur­inn, og einkum for­mað­ur­innn, tjáðu sig lítt eða ekki um efna­hags­mál­in. Lars Løkke Rasmus­sen tók ekki til máls í þing­inu mán­uðum saman (692 daga sam­tals) og það var for­síðu­frétt allra helstu fjöl­miðla lands­ins þegar hann rauf loks þögn­ina.

Klúður á klúður ofan hjá Ven­stre



Þann 5. októ­ber 2013 greindi Ekstra Bla­det frá því sem kallað var "far­miða­mál­ið" og snérist um far­miða­kaup (á fyrsta far­rými o.fl)L­ars Løkke vegna ferða á vegum sam­tak­anna Global Green Growth Institu­te, þar sem hann gegndi for­mennsku.  Sú saga verður ekki rakin hér en til að reyna að hreinsa sig af þeim áburði hélt Lars Løkke lengsta frétta­manna­fund í sögu Dan­merk­ur, tæp­lega fjög­urra klukku­stunda lang­an.

Lars Løkke Rasmussen hefur ítrekað ratað í vandræði á undanförnum árum. Lars Løkke Rasmus­sen hefur ítrekað ratað í vand­ræði á und­an­förnum árum.

 

Skýr­ingar hans þóttu ótrú­verð­ugar og skyndi­lega varð for­maður Ven­stre óvin­sæl­asti flokks­leið­togi lands­ins og það hefur ekki breyst síð­an. Ekki bætti úr skák þegar upp­lýst var að flokk­ur­inn hafði pungað út stórfé vegna fata­kaupa for­manns­ins.  Margir minnt­ust þá þess að í fjár­mála­ráð­herra­tíð Lars Løkke vorið 2008 kom fram að hann hafði látið ríkið borga fyrir sig hót­elgist­ingu, mat og fleira fyrir um 800 þús­und krónur (u.þ.b. 16 millj­ónir íslenskar). Minnstu mun­aði að Lars Løkke yrði að segja af sér.

Loks fór eitt­hvað að ger­ast  



Þrátt fyrir allt þetta breytt­ist fylgi flokk­anna lít­ið. Sú sér­kenni­lega staða var uppi á fyrstu mán­uðum árs­ins 2014 að Ven­stre naut lang­mests fylgis í könn­unum þótt for­mað­ur­inn væri óvin­sæll. Helle Thorn­ing-Schmidt naut hins vegar mik­illa vin­sælda en flokkur henn­ar, Sós­í­alde­mókrat­ar, ekki að sama skapi. En nú fór ýmis­legt að ger­ast. Haustið 2012 höfðu orðið for­manns­skipti hjá Danska þjóð­ar­flokkn­um.

Pia Kjærs­gaard sem verið hafði for­maður flokks­ins frá stofnun 1995 (var áður í Fram­fara­flokkn­um, kenndum við Mog­ens Glistr­up) hætti for­mennsku og við tók Krist­ian Thulesen Dahl. Þessi breyt­ing varð til þess að fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins tók kipp, fór úr rúmum 12%  í kosn­ing­unum 2011 uppundir 20% og reyndar allt upp í 22.6% fyrir skömmu, hefur síðan dalað aðeins. Þessi mikla fylg­is­aukn­ing, sem talin var tengj­ast per­sónu­legum sjarma for­manns­ins  var á kostnað flestra ann­arra flokka, fylgi stjórn­ar­flokk­anna og stuðn­ings­flokka stjórn­ar­innar minnk­aði og það gerði líka fylgi Ven­stre.

Eftir að Kristian Thulesen Dahl tók við af Piu Kjærsgaard sem formaður Danska þjóðarflokksins hefur fylgi hans tekið kipp upp á við. Eftir að Krist­ian Thulesen Dahl tók við af Piu Kjærs­gaard sem for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins hefur fylgi hans tekið kipp upp á við.

Loð­mullutal 



Orða­til­tækið að tala "med uld i mund" er gam­alt í dönsku. Hafði lítið verið notað í ára­tugi en var end­ur­vakið á stjórn­ar­árum Poul Nyr­ups Rasmus­sen og notað um hann sjálf­an. Þýðir ein­fald­lega að tala óskýrt, slá úr og í, þannig að ekki er heiglum hent að skilja hvað sá sem talar eða skrifar á við. Upp á síðkastið hefur þetta "med uld i mund" iðu­lega verið notað um for­menn stærstu stjórn­mála­flokk­anna sem segj­ast allt vilja gera, helst fyrir alla, en vefst tunga um tönn þegar nánar er spurt út í mál­efn­in.

Ven­stre flokk­ur­inn vill lækka atvinnu­leys­is­bætur en neitar að, eða seg­ist ekki geta, nefnt upp­hæðir í því sam­bandi fyrr en flokk­ur­inn verði kom­inn í stjórn.  Sós­í­alde­mókratar slá úr og í með fjöl­mörg mál, breyt­ingar á atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu án þess að segja bein­línis hverjar þær breyt­ingar eiga að vera, skapa fleiri störf án þess að koma með beinar til­lögur eða hug­mynd­ir. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn  hefur sett fram hug­myndir sem eiga að auka atvinnu, þær kosta pen­inga sem flokk­ur­inn veit ekki hvaðan eiga að koma o.s.frv. Þetta er það sem hér er nefnt "med uld i mund". Loð­mullu­tal.

Sam­mála um eitt: aðlög­un 



Mál­efni inn­flytj­enda hafa lengi verið umdeild og mikið rædd hér í Dan­mörku. Kann­anir sýna að þau eru lands­mönnum ofar­lega í huga og aug­ljós­lega eitt stærsta kosn­inga­mál­ið. Kann­anir sýna líka að stór­aukið fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins  má að veru­legu leyti rekja til stefnu flokks­ins í inn­flytj­enda­mál­um. Flokk­ur­inn vill mun strang­ari kröfur um það hverjir geti flutt til lands­ins, hægt verði að vísa þeim útlend­ingum úr landi sem ger­ast brot­legir við lög­in, senda útlend­inga sem hljóta dóm, til síns heima­lands svo fátt eitt sé nefnt. Inn­flytj­endur verði að aðlag­ast. Aðlögun er lyk­il­orðið hjá öllum stjórn­mála­flokk­unum sem eru líka sam­mála um að atvinnu­leysi meðal inn­flytj­enda sé eitt erf­ið­asta og stærsta við­fangs­efn­ið.

­Mál­efni inn­flytj­enda hafa lengi verið umdeild og mikið rædd hér í Dan­mörku. Kann­anir sýna að þau eru lands­mönnum ofar­lega í huga og aug­ljós­lega eitt stærsta kosn­inga­mál­ið. Kann­anir sýna líka að stór­aukið fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins  má að veru­legu leyti rekja til stefnu flokks­ins í innflytjendamálum

 

Ven­stre flokk­ur­inn kynnti nýlega sínar hug­myndir varð­andi inn­flytj­enda­mál­in. Þær ganga  í aðal­at­riðum út á að þau sveit­ar­fé­lög fái aukið fjár­magn sem standa sig vel í að aðlaga inn­flytj­end­ur, sjá til þess  að þeir fái vinnu og ungt fólk stundi nám og fái mennt­un, verði þannig eðli­legur hluti sam­fé­lags­ins. Sveit­ar­fé­lög sem standa sig lakar að þessu leyti fái minna fjár­magn og sé þannig óbein­línis refs­að.  Sveita­stjórna­menn hoppa ekki hæð sína yfir þessum hug­mynd­um, segja lít­inn vanda fyrir þá sem sitja á kontórum á Krist­jáns­borg að leggja slíkar lín­ur, veru­leik­inn sé annar og erf­ið­ari. Sós­í­alde­mókrat­ar, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans hefur nýlega byrjað mikla áróð­urs­her­ferð. Þar kveður að nokkru leyti við nýjan tón gagn­vart inn­flytj­end­um. Þeir eru boðnir vel­komnir og sagt að vel verði tekið á móti þeim, en þeir þurfi, og skuli gera ráð fyrir að þurfa að vinna, eins og allir aðr­ir. Þessi tónn hefur ekki heyrst áður úr þeim her­búð­um.

Miklar sveiflur í nýj­ustu könn­unum



Nýj­ustu kann­anir sýna að mjög mjótt er á munum milli fylk­ing­anna tveggja eða rauðu og bláu blokk­anna eins og Danir segja. Flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans hefur að und­an­förnu fengið auk­inn byr í seglin og þær ástæður helst nefndar að hún þótti standa sig mjög vel og koma fram sem ábyrgur þjóð­ar­leið­togi eftir hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn í febr­ú­ar. Allt bendir til að efna­hags­lífið sé að rétta úr kútnum eftir djúpa og langa lægð, störfum í land­inu hefur fjölgað um nær 40 þús­und á kjör­tíma­bil­inu.

Þetta styrkir stöðu Helle Thorn­ing-Schmidt og traust lands­manna á henni hefur vaxið mjög að und­an­förnu. Ýmsir stjórn­mála­skýrendur hafa bent á að nýr flokkur Uffe Elbæks fyrr­ver­andi ráð­herra, Alt­ernati­vet geti tekið fylgi frá núver­andi stjórn­ar­flokkum og nái hann ekki lág­mark­inu sem þarf til að ná inn á þing geti þau atkvæði sem þá detta dauð riðið bagga­mun­inn.

Hvenær verður kosið ?



Það er spurn­ingin sem  eng­inn getur svarað en allir vilja gjarna vita svar­ið. Stjórn­mála­skýrendur segja að Helle Thorn­ing-Schmidt bíði efir rétta augna­blik­inu, það sé mjög mik­il­vægt þar sem svo mjótt er á mun­um, að hitta á rétta augna­blik­ið.  Það geti ráðið úrslitum um það hver verði næsti hús­bóndi á Krist­jáns­borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None