Dómari í Aurum-máli hætti við að birta grein vegna fjaðrafoks „sem ekki væri á bætandi“

14394583361_f669b0db5b_z.jpg
Auglýsing

Guð­jón St. Mart­eins­son hér­aðs­dóm­ari dró grein sína um Aur­um-­mál­ið, sem hann hafði sent Frétta­blað­inu til birt­ing­ar, til baka eftir að honum varð „ljóst að birt­ingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bæt­and­i.“ Þetta varð honum ljóst eftir að hafa rætt við rík­is­sak­sókn­ara og sér­stakan sak­sókn­ara.

Grein Guð­jóns, sem aldrei birtist, var lögð fram í Hæsta­rétti og 365 miðlar höfðu sagt frá henni í fréttum og leið­ara­skrifum. Hún fjall­aði um Aur­um-­málið og umræð­una sem spratt upp um van­hæfi með­dóm­ar­ans Sverris Ólafs­son­ar.

Auglýsing

Í gær ómerkti Hæsti­réttur nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í Aur­um-­mál­inu og vís­aði því aftur til hér­aðs­dóms. Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari hafði kraf­ist ómerk­ingar á grund­velli þess að einn með­dóm­ari máls­ins, Sverrir Ólafs­son, hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafs­sonar sem hlaut þungan dóm fyrir aðild að Al-T­hani mál­inu fyrir skömmu.

Hér má lesa Hæsta­rétt­ar­dóm­inn í heild sinni.

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrrum aðal­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi við­skipta­stjóri bank­ans, voru allir sýkn­aðir af ákæru sér­staks sak­sókn­ara um umboðs­svik í hér­aðs­dómi.

Eftir sýknu­dóminn­ var greint frá tengslum Sverris og Ólafs í fjöl­miðl­um. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, greindi þá frá því að honum hafi ekki verið kunn­ugt um tengslin og að ef hann hefði vitað um þau hefði hann lík­lega gert athuga­semdir við það. Í kjöl­farið tjáðu bæði Sverrir og Guð­jón sig um mál­ið, og þeir hafa sagt að Ólafur hafi víst vitað um tengslin milli bræðr­anna. Sverrir fór hörðum orðum um Ólaf, sagð­i ­meðal ann­ars að það bæri vott um afskap­lega léleg og yfir­borðs­kennd vinnu­brögð ef sak­sókn­ari vissi ekki af tengslum bræðranna, en hann tryði ekki að svo væri. „Mér finnst þetta bera vott um örvænt­ing­ar­fullar og jafn­vel óheið­ar­legar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erf­iðum tímum þegar trú­verð­ug­leiki hans stofn­unar er eig­in­lega í mol­u­m,“ sagði Sverrir meðal ann­ars við RÚV. Það var svo á grund­velli þessa sem málið var ómerkt í gær.

Ummælin hafi fallið eftir „ómak­lega aðdrótt­un“ sér­staks sak­sókn­ara

Guð­jón St. sendi rík­is­sak­sókn­ara og verj­endum ákærðu í mál­inu tölvu­póst þann 18. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann ræddi mál­ið. „Ég varð bæði undr­andi og fannst að mér vegið með ummælum sér­staks sak­sókn­ara í fjöl­miðlum eftir upp­sögu dóms­ins. Af því til­efni sendi ég hinn 10. júní 2014 stutta grein til birt­ingar í dag­blaði. Mér þótti sann­gjarnt og eðli­legt að greina rík­is­sak­sókn­ara frá þessu og ræddi því við hana í síma sama dag auk þess að senda henni grein­ina. Sama dag ræddi ég sím­leiðis við sér­stakan sak­sókn­ara sem kann­að­ist ekki við að hafa rætt bræðra­tengslin í sím­tali okkar 13. mars 2014 þótt hann kann­að­ist við sím­talið og ýmis­legt sem þar var rætt. Eftir þetta ákvað ég að birta ekki grein­ina enda ljóst að birt­ingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bæt­and­i.“Guð­jón segir í tölvu­póst­inum að á þessum tíma hafi hann hvorki séð fyrir né reiknað með að krafa ákæru­valds­ins við áfrýjun yrði krafa um ómerk­ingu máls­ins. „Ég hefði hins vegar birt grein­ina hefði svo ver­ið,“ segir í tölvu­póst­in­um. Þá segir hann að Sverrir hafi látið ummælin falla í fjöl­miðlum „eftir ómak­lega aðdróttun sér­staks sak­sókn­ara í hans garð og raunar gegn mér einnig“.

Í dómi Hæsta­réttar er einnig vitnað í óbirtu blaða­grein­ina, þar sem Guð­jón segir að Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hafi hringt í hann og greint honum frá tengslum Sverris Ólafs­sonar og Ólafs Ólafs­sonar að fyrra bragði þann 13. mars 2014. „Lauk sam­tal­inu með því að sér­stakur sak­sókn­ari kvað ákæru­valdið ekki ætla að gera athuga­semd við hæfi með­dóms­manns­ins og var það ekki gert.“ Þetta hefur komið fram í mál­inu áður og hefur Ólafur Þór sagt að í umræddu sím­tali milli hans og Guð­jóns hafi hann rætt um það að Sverrir hafi unnið fyrir slita­stjórn Glitn­is. Þetta kemur einnig fram í dómn­um, þar sem vitnað er til tölvu­pósts sem Ólafur Þór sendi til rík­is­sak­sókn­ara þann 18. febr­ú­ar. „Enn og aftur skyld­leika­tengsl með­dóm­ar­ans við C [Ólaf Ólafs­son, inn­skot blaða­manns] voru ekki rædd í því sím­tali enda hefði ákæru­valdið þá klár­lega gert athuga­semd við þá skipan dóms­ins,“ segir í tölvu­póst­in­um.

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var árum saman aðaleigandi 365 miðla, er einn sakborninga í Aurum-málinu. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, er í dag stærsti eigandi 365 miðla. Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Lárus Weld­ing, í aft­ari röð, í hér­aðs­dómi.

Snýst um sex millj­arða króna lán til eigna­lauss félags

Málið snýst um sex millj­arða króna lán­veit­ingu til félags­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­magna kaup FS38, eign­ar­laust félag í eigu Pálma Har­alds­son­ar, á 25,7 pró­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Hold­ing Limited. Hluti láns­ins, einn millj­arður króna, var ráð­stafað inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­arð síðan í að borga meðal ann­ars 705 millj­óna króna yfir­drátt­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Sér­stakur sak­sókn­ari vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­ar­ins.

Sér­stakur sak­sókn­ari fór fram á sex ára fang­elsi yfir Lárusi Weld­ing þegar málið var flutt í hér­aði og fjög­urra ára fang­elsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, Magn­úsi Arn­ari og Bjarna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None