Dómari í Aurum-máli hætti við að birta grein vegna fjaðrafoks „sem ekki væri á bætandi“

14394583361_f669b0db5b_z.jpg
Auglýsing

Guð­jón St. Mart­eins­son hér­aðs­dóm­ari dró grein sína um Aur­um-­mál­ið, sem hann hafði sent Frétta­blað­inu til birt­ing­ar, til baka eftir að honum varð „ljóst að birt­ingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bæt­and­i.“ Þetta varð honum ljóst eftir að hafa rætt við rík­is­sak­sókn­ara og sér­stakan sak­sókn­ara.

Grein Guð­jóns, sem aldrei birtist, var lögð fram í Hæsta­rétti og 365 miðlar höfðu sagt frá henni í fréttum og leið­ara­skrifum. Hún fjall­aði um Aur­um-­málið og umræð­una sem spratt upp um van­hæfi með­dóm­ar­ans Sverris Ólafs­son­ar.

Auglýsing

Í gær ómerkti Hæsti­réttur nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í Aur­um-­mál­inu og vís­aði því aftur til hér­aðs­dóms. Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari hafði kraf­ist ómerk­ingar á grund­velli þess að einn með­dóm­ari máls­ins, Sverrir Ólafs­son, hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafs­sonar sem hlaut þungan dóm fyrir aðild að Al-T­hani mál­inu fyrir skömmu.

Hér má lesa Hæsta­rétt­ar­dóm­inn í heild sinni.

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrrum aðal­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi við­skipta­stjóri bank­ans, voru allir sýkn­aðir af ákæru sér­staks sak­sókn­ara um umboðs­svik í hér­aðs­dómi.

Eftir sýknu­dóminn­ var greint frá tengslum Sverris og Ólafs í fjöl­miðl­um. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, greindi þá frá því að honum hafi ekki verið kunn­ugt um tengslin og að ef hann hefði vitað um þau hefði hann lík­lega gert athuga­semdir við það. Í kjöl­farið tjáðu bæði Sverrir og Guð­jón sig um mál­ið, og þeir hafa sagt að Ólafur hafi víst vitað um tengslin milli bræðr­anna. Sverrir fór hörðum orðum um Ólaf, sagð­i ­meðal ann­ars að það bæri vott um afskap­lega léleg og yfir­borðs­kennd vinnu­brögð ef sak­sókn­ari vissi ekki af tengslum bræðranna, en hann tryði ekki að svo væri. „Mér finnst þetta bera vott um örvænt­ing­ar­fullar og jafn­vel óheið­ar­legar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erf­iðum tímum þegar trú­verð­ug­leiki hans stofn­unar er eig­in­lega í mol­u­m,“ sagði Sverrir meðal ann­ars við RÚV. Það var svo á grund­velli þessa sem málið var ómerkt í gær.

Ummælin hafi fallið eftir „ómak­lega aðdrótt­un“ sér­staks sak­sókn­ara

Guð­jón St. sendi rík­is­sak­sókn­ara og verj­endum ákærðu í mál­inu tölvu­póst þann 18. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann ræddi mál­ið. „Ég varð bæði undr­andi og fannst að mér vegið með ummælum sér­staks sak­sókn­ara í fjöl­miðlum eftir upp­sögu dóms­ins. Af því til­efni sendi ég hinn 10. júní 2014 stutta grein til birt­ingar í dag­blaði. Mér þótti sann­gjarnt og eðli­legt að greina rík­is­sak­sókn­ara frá þessu og ræddi því við hana í síma sama dag auk þess að senda henni grein­ina. Sama dag ræddi ég sím­leiðis við sér­stakan sak­sókn­ara sem kann­að­ist ekki við að hafa rætt bræðra­tengslin í sím­tali okkar 13. mars 2014 þótt hann kann­að­ist við sím­talið og ýmis­legt sem þar var rætt. Eftir þetta ákvað ég að birta ekki grein­ina enda ljóst að birt­ingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bæt­and­i.“Guð­jón segir í tölvu­póst­inum að á þessum tíma hafi hann hvorki séð fyrir né reiknað með að krafa ákæru­valds­ins við áfrýjun yrði krafa um ómerk­ingu máls­ins. „Ég hefði hins vegar birt grein­ina hefði svo ver­ið,“ segir í tölvu­póst­in­um. Þá segir hann að Sverrir hafi látið ummælin falla í fjöl­miðlum „eftir ómak­lega aðdróttun sér­staks sak­sókn­ara í hans garð og raunar gegn mér einnig“.

Í dómi Hæsta­réttar er einnig vitnað í óbirtu blaða­grein­ina, þar sem Guð­jón segir að Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hafi hringt í hann og greint honum frá tengslum Sverris Ólafs­sonar og Ólafs Ólafs­sonar að fyrra bragði þann 13. mars 2014. „Lauk sam­tal­inu með því að sér­stakur sak­sókn­ari kvað ákæru­valdið ekki ætla að gera athuga­semd við hæfi með­dóms­manns­ins og var það ekki gert.“ Þetta hefur komið fram í mál­inu áður og hefur Ólafur Þór sagt að í umræddu sím­tali milli hans og Guð­jóns hafi hann rætt um það að Sverrir hafi unnið fyrir slita­stjórn Glitn­is. Þetta kemur einnig fram í dómn­um, þar sem vitnað er til tölvu­pósts sem Ólafur Þór sendi til rík­is­sak­sókn­ara þann 18. febr­ú­ar. „Enn og aftur skyld­leika­tengsl með­dóm­ar­ans við C [Ólaf Ólafs­son, inn­skot blaða­manns] voru ekki rædd í því sím­tali enda hefði ákæru­valdið þá klár­lega gert athuga­semd við þá skipan dóms­ins,“ segir í tölvu­póst­in­um.

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var árum saman aðaleigandi 365 miðla, er einn sakborninga í Aurum-málinu. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, er í dag stærsti eigandi 365 miðla. Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Lárus Weld­ing, í aft­ari röð, í hér­aðs­dómi.

Snýst um sex millj­arða króna lán til eigna­lauss félags

Málið snýst um sex millj­arða króna lán­veit­ingu til félags­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­magna kaup FS38, eign­ar­laust félag í eigu Pálma Har­alds­son­ar, á 25,7 pró­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Hold­ing Limited. Hluti láns­ins, einn millj­arður króna, var ráð­stafað inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­arð síðan í að borga meðal ann­ars 705 millj­óna króna yfir­drátt­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Sér­stakur sak­sókn­ari vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­ar­ins.

Sér­stakur sak­sókn­ari fór fram á sex ára fang­elsi yfir Lárusi Weld­ing þegar málið var flutt í hér­aði og fjög­urra ára fang­elsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, Magn­úsi Arn­ari og Bjarna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None