Dómari í Aurum-máli hætti við að birta grein vegna fjaðrafoks „sem ekki væri á bætandi“

14394583361_f669b0db5b_z.jpg
Auglýsing

Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dró grein sína um Aurum-málið, sem hann hafði sent Fréttablaðinu til birtingar, til baka eftir að honum varð „ljóst að birtingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bætandi.“ Þetta varð honum ljóst eftir að hafa rætt við ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara.

Grein Guðjóns, sem aldrei birtist, var lögð fram í Hæstarétti og 365 miðlar höfðu sagt frá henni í fréttum og leiðaraskrifum. Hún fjallaði um Aurum-málið og umræðuna sem spratt upp um vanhæfi meðdómarans Sverris Ólafssonar.

Auglýsing

Í gær ómerkti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms í Aurum-málinu og vísaði því aftur til héraðsdóms. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafði krafist ómerkingar á grundvelli þess að einn meðdómari málsins, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að fjalla um það. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem hlaut þungan dóm fyrir aðild að Al-Thani málinu fyrir skömmu.

Hér má lesa Hæstaréttardóminn í heild sinni.

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum aðaleigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, voru allir sýknaðir af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik í héraðsdómi.

Eftir sýknudóminn var greint frá tengslum Sverris og Ólafs í fjölmiðlum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, greindi þá frá því að honum hafi ekki verið kunnugt um tengslin og að ef hann hefði vitað um þau hefði hann líklega gert athugasemdir við það. Í kjölfarið tjáðu bæði Sverrir og Guðjón sig um málið, og þeir hafa sagt að Ólafur hafi víst vitað um tengslin milli bræðranna. Sverrir fór hörðum orðum um Ólaf, sagði meðal annars að það bæri vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð ef saksóknari vissi ekki af tengslum bræðranna, en hann tryði ekki að svo væri. „Mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir meðal annars við RÚV. Það var svo á grundvelli þessa sem málið var ómerkt í gær.

Ummælin hafi fallið eftir „ómaklega aðdróttun“ sérstaks saksóknara

Guðjón St. sendi ríkissaksóknara og verjendum ákærðu í málinu tölvupóst þann 18. febrúar síðastliðinn þar sem hann ræddi málið. „Ég varð bæði undrandi og fannst að mér vegið með ummælum sérstaks saksóknara í fjölmiðlum eftir uppsögu dómsins. Af því tilefni sendi ég hinn 10. júní 2014 stutta grein til birtingar í dagblaði. Mér þótti sanngjarnt og eðlilegt að greina ríkissaksóknara frá þessu og ræddi því við hana í síma sama dag auk þess að senda henni greinina. Sama dag ræddi ég símleiðis við sérstakan saksóknara sem kannaðist ekki við að hafa rætt bræðratengslin í símtali okkar 13. mars 2014 þótt hann kannaðist við símtalið og ýmislegt sem þar var rætt. Eftir þetta ákvað ég að birta ekki greinina enda ljóst að birtingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bætandi.“


Guðjón segir í tölvupóstinum að á þessum tíma hafi hann hvorki séð fyrir né reiknað með að krafa ákæruvaldsins við áfrýjun yrði krafa um ómerkingu málsins. „Ég hefði hins vegar birt greinina hefði svo verið,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir hann að Sverrir hafi látið ummælin falla í fjölmiðlum „eftir ómaklega aðdróttun sérstaks saksóknara í hans garð og raunar gegn mér einnig“.

Í dómi Hæstaréttar er einnig vitnað í óbirtu blaðagreinina, þar sem Guðjón segir að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi hringt í hann og greint honum frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar að fyrra bragði þann 13. mars 2014. „Lauk samtalinu með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómsmannsins og var það ekki gert.“ Þetta hefur komið fram í málinu áður og hefur Ólafur Þór sagt að í umræddu símtali milli hans og Guðjóns hafi hann rætt um það að Sverrir hafi unnið fyrir slitastjórn Glitnis. Þetta kemur einnig fram í dómnum, þar sem vitnað er til tölvupósts sem Ólafur Þór sendi til ríkissaksóknara þann 18. febrúar. „Enn og aftur skyldleikatengsl meðdómarans við C [Ólaf Ólafsson, innskot blaðamanns] voru ekki rædd í því símtali enda hefði ákæruvaldið þá klárlega gert athugasemd við þá skipan dómsins,“ segir í tölvupóstinum.

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var árum saman aðaleigandi 365 miðla, er einn sakborninga í Aurum-málinu. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, er í dag stærsti eigandi 365 miðla. Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, í aftari röð, í héraðsdómi.

Snýst um sex milljarða króna lán til eignalauss félags

Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna kaup FS38, eignarlaust félag í eigu Pálma Haraldssonar, á 25,7 prósent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Holding Limited. Hluti lánsins, einn milljarður króna, var ráðstafað inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann milljarð síðan í að borga meðal annars 705 milljóna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Sérstakur saksóknari vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins.

Sérstakur saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi Welding þegar málið var flutt í héraði og fjögurra ára fangelsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, Magnúsi Arnari og Bjarna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None