Segja 2,2 milljarða tjón verða af friðun hafnargarðs - og munu sækja bætur

22226033291_018432467d_c.jpg
Auglýsing

Lóðarhafar við hlið Tollhússins, þar sem Minjastofnun Íslands ákvað að skyndifriða hafnargarð í síðasta mánuði, telja að friðlýsingin muni að lágmarki valda sér 2,2 milljarða króna tjóni verði hún staðfest af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Lóðarhafar munu sækja það tjón úr hendi Minjastofnunar og því myndi það lenda á ríkissjóði Íslands verði tjónið staðfest. Sigmundur Davíð hefur til 22. október að ákveða hvort hann muni staðfesta friðlýsinguna eða ekki.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi lögmanns lóðarhafar sem Kjarninn hefur undir höndum.

Minjastofnun færð undir forsætisráðherra


Á síðasta þingi voru samþykkt lög um verndarsvæði í byggð. Flutningsmaður þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Samkvæmt lögunum getur forsætisráðherra tekið ákvörðun um vernd byggðar að fenginni tillögu sveitarstjórnar eða Minjastofnunar Íslands, ekki sveitarfélögin sem byggðin er í. Minjastofnun var færð undir forsætisráðuneytið þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Hún heyrði áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Var þetta gert sérstaklega að ósk Sigmundar Davíðs, sem er mikill áhugamaður um skipulags- og verndarmál. Minjastofnun er eina eftirlitsstofnun landsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið.

Lögin hafa verið gagnrýnd harkalega, meðal annars af Sambandi íslenskra sveitafélaga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í vor að frumvarpið stríði gegn skipulagsvaldi og sjálfstjórnarrétti sveitarfélaganna, og að minnsta kosti sé farið mjög nálægt því að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar með því.

Auglýsing

Þann 7. september síðastliðinn ákvað Minjastofnun að skyndifriða hafnargarða við Austurhöfnina í Reykjavík. Friðunin gildir í sex vikur og þarf forsætisráðherra að ákveða hvort garðurinn verði friðlýstur fyrir 22. október næstkomandi.

Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, beindi fyrirspurn til Sigmundar Davíðs fyrir nokkrum vikum og vildi fá að vita hvort hann hefði haft einhverja aðkomu að skyndifriðun garðsins. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið svarað.

Reitirnir sem um ræðir eru í hjarta Reykjavíkur og framkvæmdir á þeim munu hafa mikið áhrif á brag miðborgarinnar. Reitirnir sem um ræðir eru í hjarta Reykjavíkur og framkvæmdir á þeim munu hafa mikið áhrif á brag miðborgarinnar. MYND: Reykjavik.is

 

Stærsta byggingaverkefni til þessa í hjarta Reykjavíkur


Byggingarreiturinn að Austurbakka 2 er um 55 þúsund fermetrar að stærð og liggur frá Ingólfsgarði, yfir Geirsgötu að Tryggvagötu. Lóðarhafar eru Tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., Situs ehf., Kolufell ehf., Landsbankinn og Bílastæðasjóður Reykjavíkur. Um er m.a. að ræða lóðina sem Harpa stendur á, lóðina sem lúxushótel á að rísa á við hlið hennar, lóðina sem Landsbankinn hefur haft hug á að reisa sér höfuðstöðvar og lóðina við hlið Tollhússins.

Á lóðinni er gert ráð fyrir byggingareit neðanjarðar. Sá byggingareitur nær yfir alla lóðina. Um er að ræða kjallara á tveimur hæðum með þjónustu og bílastæðum.

Allt í allt eru níu byggingareitir á Austurbakka 2. Félagið Landstólpar þróunarfélag ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upphafs framkvæmda á reitunum. Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar af því tilefni segir: „Fyrirhugaðar framkvæmdir eru hluti af stærsta byggingaverkefni fram til þessa í hjarta Reykjavíkur. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja á reitum 1 og 2 við Austurbakka,  21.400 m2  ofanjarðar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjölbreytt húsnæði fyrir ýmsa  atvinnustarfsemi, s.s. verslanir, veitingahús, skrifstofur og þjónustu. Auk þess verður byggður bílakjallari á reitnum sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á lóðinni, allt að Hörpu. Áætlað að sameiginlegur kjallari rúmi um 1.000 bíla“.

Framkvæmdunum á að ljúka árið 2018 samkvæmt áætlun.

Skyndifriðun setur framkvæmdir í uppnám


Skyndifriðun hafnargarðanna hefur hins vegar sett þær framkvæmdir í uppnám. Hafnargarðarnir tveir eru nefnilega á reitum Landsstólpa. Þessir tveir hafnargarðar, standi þeir friðaðir, koma beinlínis í veg fyrir að hægt veðri að byggja neðanjarðar.

Gamli garðurinn telst sannarlega til fornleifa, þar sem hann er yfir 100 ára gamall. Minjastofnun hafði í ágúst tilkynnt lóðarhafar að hann ætti því að standa en að heimilt væri að hylja hann að fullu, sem lóðarhafarsamþykktu.

Hinn garðurinn, sá nýrri, var reistur 1928 og er því ekki fornminjar samkvæmt 100 ára skilgreiningunni. Umræddur garður stóð auk þess í tíu ár eftir að hann var byggður. Þennan garð stóð til að fjarlægja. Þrátt fyrir þetta tilkynnti Minjastofnun um skyndifriðun alls garðsins án afmörkunar 7. september síðastliðinn.

2,2 milljarða króna tjón sótt til Minjastofnunar


Kjarninn hefur undir höndum bréf lögmanns Landsstólpa til forsætisráðuneytisins vegna skyndifriðunarinnar, dagsett 9. október. Í því segir að Landsstólpi hafi í tveimur bréfum til Minjastofnunar, dagsett 8. og 21. september, gert „alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð stofnunarinnar“. Að mati lögmannsins er málsmeðferðin andstæð stjórnsýslulögum. Andmælaréttur hafi ekki verið virtur né hafi meðalhófsreglu verið fylgt. Auk þess telur hann ljóst að skyndifriðun feli í sér skerðingu á mannréttindum skjólstæðinga sinna þar sem hún sé í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands.

Í bréfinu segir: „Ljóst er að kom til þess að ráðherra taki ákvörðun um friðlýsingu nýja garðsins samkvæmt tillögu Minjastofnunar er óhjákvæmilegt að sú ákvörðun mun valda umbjóðanda okkar gríðarlegu tjóni. Minn skal á varðandi skaðabætur vegna slíkrar ákvörðunar að það er meginregla eignaréttar að komi til skerðingar þeirra skuli fullt verð koma fyrir[...]Allt það tjón sem hlýst af þessari fyrirhuguðu framkvæmd verður því sótt úr hendi Minjastofnunar[...]Í því efni dugar hvorki fyrir Minjastofnun né ráðherra að vísa á önnur stjórnvöld, þar sem tjónið mun leiða af ákvörðun ráðherra um friðlýsingu“.

Að mati lögmannsins yrði heildartjón Landsstólpa vegna ákvörðunar um friðlýsingu að lágmarki verða 2,2 milljarðar króna. „Er þá ótalið tjón annarra sameigenda lóðarinnar sem og allur kostnaður sem myndi hljótast af slíkri málsmeðferð“.

Skýringin birtist fyrst 16. október kl. 10.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None