Virði Eimskips fallið um þrjá milljarða frá Kastljósumfjöllun

eimskip1.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur Eim­skipa voru upp­lýstir um það í sumar að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hefðu verið kærðir til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Eim­skip, sem er skráð á mark­að, til­kynnti þær upp­lýs­ingar ekki sér­stak­lega til Kaup­hallar Íslands.

Ólafur William Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, segir að félagið hafi til­kynnt um það í sept­em­ber 2013 að það væri til rann­sóknar vegna meintra brota á 10. gg 11. grein sam­keppn­islaga og að það feli „í sér að þáttur ein­stak­linga hlýtur að koma til skoð­un­ar“. Félagið telur því ekki að það hafi þurft að til­kynna sér­stak­lega um rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á mál­inu.

Gengi bréfa í Eim­skipum hefur fallið um 6,5 pró­sent frá því að Kast­ljós greindi frá meintum sam­keppn­is­brotum félags­ins og Sam­skipa. Alls hefur mark­aðsvirði Eim­skipa fallið um þrjá millj­arða króna á þremur dög­um.

Auglýsing

Verð­mót­andi upp­lýs­ingarÍ Morg­un­blað­inu í dag kemur fram að Sam­keppn­is­eft­ir­litið til­kynnti Eim­skip og Sam­skip um það í sumar að að það hefði kært þau til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Þetta er haft eftir Páli Gunn­ari Páls­syni, for­stjóra Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ins í blað­inu. Því er ljóst að aðilar innan fyr­ir­tækj­anna tveggja hafa búið yfir upp­lýs­ingum um að meint sam­keppn­islaga­brot þeirra hafi verið kærð til sér­staks sak­sókn­ara um margra mán­aða skeið.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti Eimskip um kæruna til sérstaks saksóknara í sumar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið til­kynnti Eim­skip um kæruna til sér­staks sak­sókn­ara í sum­ar.

Eim­skip er skráð á markað og upp­lýs­ingar um mögu­leg brot sem kærð hafi verið til rann­sókn­aremb­ættis geta verið mjög verð­mót­andi fyrir gengi bréfa í félag­inu. Við lokun mark­aða á þriðju­dag, nokkrum klukku­stundum áður en Kast­ljós sagði frá meintum brotum Eim­skipa og Sam­skipa sem eru til rann­sókn­ar, var gengi bréfa 232 krónur á hlut. Í dag er gengið 217 krónur á hlut.

­Gengið hefur því fallið um 6,5 pró­sent frá því að upp­lýs­ingar um rann­sókn­irnar voru opin­ber­aðar í fjöl­miðl­um. Mark­aðsvirði Eim­skips hefur lækkað sam­tals um þrjá millj­arða króna á síð­ustu þremur dögum

Gengið hefur því fallið um 6,5 pró­sent frá því að upp­lýs­ingar um rann­sókn­irnar voru opin­ber­aðar í fjöl­miðl­um. Mark­aðsvirði Eim­skips hefur lækkað sam­tals um þrjá millj­arða króna á síð­ustu þremur dög­um, eða um einn millj­arð króna á dag. Gengi bréfa í Eim­skip hefur ein­ungis einu sinni áður verið jafn lágt og það er nú. Það var 12.des­em­ber 2012.

Ber að til­kynna um grun á leka á inn­herj­a­upp­lýs­ingumEim­skip til­kynnti samt sem áður ekki um að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins væru til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara í sumar þegar for­svars­menn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sögðu stjórn­endum félags­ins frá því að svo væri.

Í til­kynn­ingu frá Eim­skip, sem félagið sendi frá sér í gær, kemur fram að því beri laga­leg skylda til að til­kynna þar til bærum yfir­völdum ef grunur leiki á að inn­herj­a­upp­lýs­ingum hafi verið miðlað á ólög­mætan hátt. Eim­skip hafi því sent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og Kaup­höll Íslands ábend­ingu um mögu­leg lög­brot nú, í kjöl­far umfjöll­unar Kast­ljóss. Engin við­brögð hafi borist það­an, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Eim­skipa.

Lekar rann­sak­aðirKaup­höll Íslands hefur sett hluta­bréf Eim­skips á athug­un­ar­lista vegna máls­ins. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til hennar um hvort Kaup­höllin væri að rann­saka hvort þau gögn sem Kast­ljós greindi frá á þriðju­dag væru inn­herj­a­upp­lýs­ingar og hvort grunur sé um að ein­hverjir aðilar á mark­aði, sem taki þátt í hluta­bréfa­við­skipt­um, hafi haft upp­lýs­ing­arnar undir hönd­um.

Í svari Bald­urs Thor­laci­us, for­stöðu­manns eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­inn­ar, segir að hún geti ekki að jafn­aði tjáð sig um ein­stök eft­ir­lits­mál sem eru í skoð­un. Almennt verk­lag sé þó með þeim hætti að í hvert sinn sem áður óbirtar upp­lýs­ingar koma fram um útgef­anda í fjöl­miðlum er m.a. lagt mat á það hvort þær gætu talist verð­mót­andi fyrir þá fjár­mála­gern­inga útgef­anda sem eru í við­skiptum í Kaup­höll­inn­i.“

Ef grunur sé um að upp­lýs­ing­arnar sem um ræðir gætu talist inn­herj­a­upp­lýs­ingar þá ber Kaup­höll­inni að vísa slíkum málum til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til frek­ari skoð­un­ar.

Ef grunur sé um að upp­lýs­ing­arnar sem um ræðir gætu talist inn­herj­a­upp­lýs­ingar þá ber Kaup­höll­inni að vísa slíkum málum til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til frek­ari skoð­un­ar.  Í svari Bald­urs seg­ir: „Ef grunur vaknar um að verð­mót­andi upp­lýs­ingum eða inn­herj­a­upp­lýs­ingum hafi verið lekið áður en þær eru birtar opin­ber­lega er aflað upp­lýs­inga um aðila að við­skiptum á því tíma­bili sem lek­inn gæti náð til og við­skiptin greind með hlið­sjón af máls­að­stæð­um. Fer það eftir aðstæðum og eðli mála hvort sú grein­ing fari fyrst fram innan Kaup­hall­ar­innar eða hvort Fjár­mála­eft­ir­litið fari með rann­sókn máls­ins frá upp­hafi.“

FME vill ekk­ert tjá sig um máliðKjarn­inn beindi sömu fyr­ir­spurn og Kaup­höllin fékk til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Í svar Ólafar Aðal­steins­dótt­ur, aðstoð­ar­manns for­stjóra eft­ir­lits­ins, segir að það taki allar ábend­ingar til skoð­unar og auk þess sem eft­ir­litið taki mál til skoð­unar að eigin frum­kvæði ef til­efni er til. „Fjár­mála­eft­ir­litið getur hins vegar ekki veitt upp­lýs­ingar um ein­stök mál, þar með talið upp­lýs­ingar um hvort mál eru til rann­sóknar eða ekki.“

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None