Mannréttindadómstóll dæmir í máli Erlu á þriðjudag

mannrett.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu mun kveða upp dóm í máli Erlu Hlyns­dóttur næst­kom­andi þriðju­dag. Hæsti­réttur dæmdi Erlu, sem þá var blaða­maður á DV, fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda í frétt um eig­in­konu Guð­mundar Jóns­son­ar, kenndum við Byrg­ið, sem birt var í DV þann 31. ágúst 2007.

Erla_Hlynsdóttir7_thumb Erla Hlyns­dóttir starfar í dag sem blaða­maður á Frétta­tím­an­um.

Byrg­is­málið tröll­reið íslensku sam­fé­lagi árið 2007. Byrgið var kristi­legt líkn­ar­fé­lag sem rak með­ferð­ar­heim­ili fyrir ein­stak­lingar sem hrasað höfðu illa á lífs­leið­inni og áttu sjaldn­ast í önnur skjól að hverfa. Fjöl­miðlar opin­ber­uðu að Guð­mundur hafði verið að eiga í marg­hátt­uðu kyn­ferð­is­sam­bandi við sumar konur sem dvöldu á heim­il­inu. Sú yngsta var 17 ára.

Auglýsing

Auk þess var varpað ljósi á marg­hátt­aða fjár­mála­óreiðu í rekstri Byrg­is­ins, en heim­ilið fékk fjár­fram­lög frá hinu opin­bera til að halda úti starf­semi sinni. Guð­mundur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fang­elsi í des­em­ber 2008 fyrir að hafa átt kyn­ferð­is­mök við stúlkur sem voru vist­menn hans.  Í maí 2010 var Guð­mundur auk þess dæmdur í níu mán­aða fang­elsi fyrir fjár­drátt og umboðs­svik sem áttu sér stað á meðan að hann var for­stöðu­maður Byrg­is­ins.

Ummæli höfð eftir við­mæl­endumÍ frétt­inni sem Erla skrif­aði í ágúst 2007 voru ýmis ummæli um Guð­mund og eig­in­konu hans höfð eftir tveimur við­mæl­end­um. Eig­in­kona Guð­mundar stefndi bæði við­mæl­end­unum og Erlu fyrir meið­yrði og krafð­ist þess að fjórtán ummæli yrðu ómerkt.

Í febr­úar 2010 dæmdi Hæsti­réttur Erlu til að greiða eig­in­konu Guð­mundar 400 þús­und krónur í bætur vegna ummæla sem höfð voru eftir öðrum við­mæl­and­an­um, en hún var ein þeirra stúlkna sem Guð­mundur hafði verið dæmdur fyrir að hafa kyn­ferð­is­mök við. Í raun var um hluta af ummælum að ræða, því í dómi Hæsta­réttar var ummælum sem kraf­ist var ómerk­ingar á skipt upp, og nið­ur­lag ummæl­anna stríði gegn lög­um. Ummælin sem um ræðir eru eft­ir­far­andi: „... ekki við hæfi að sú sem veiðir fyrir hann vinni í grunn­skóla.“

Við­mæl­end­urnir höfn­uðu því báðir að rétt hefði verið eftir þeim haft í grein Erlu og þar sem upp­töku af sam­tali hennar við þá hafði verið fargað þótti Hæsta­rétti að ekki hefðu verið leiddar sönnur á því að ummælin hefðu verið höfð eftir við­mæl­end­un­um. Þess vegna dæmdi hann að Erla bæri skaðabótaábyrgð.

Hæsti­réttur sagði að með þessum orðum hafi verið gefið til kynna að eig­in­kona Guð­mundar hefði gerst sek um refsi­vert athæfi, sem væri ekki sann­að. Við­mæl­end­urnir höfn­uðu því báðir að rétt hefði verið eftir þeim haft í grein Erlu og þar sem upp­töku af sam­tali hennar við þá hafði verið fargað þótti Hæsta­rétti að ekki hefðu verið leiddar sönnur á því að ummælin hefðu verið höfð eftir við­mæl­end­un­um. Þess vegna dæmdi hann að Erla bæri skaða­bóta­á­byrgð.

Þess­ari nið­ur­stöðu vildi Erla og lög­maður hennar ekki una og kæru málið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann ákvað að taka málið fyrir og dómur mun liggja fyrir næst­kom­andi þriðju­dag.

Erla og Björk unnu mál fyrir tveimur árumÞetta er í annað sinn sem Erla fer með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn.  Hún hafði verið dæmd fyrir meið­yrði í des­em­ber 2009 fyrir ummæli um eig­anda nekt­ar­dans­stað­ar­ins Strawberries sem hún hafði eftir við­mæl­anda. Íslenskir dóm­stólar gerðu Erlu per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­anda síns og dæmdu hana bóta­skylda. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu í júlí 2012 að með dómnum hefði verið brotið gegn 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða Erlu skaða­bæt­ur.

Sama dag komst Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­konu, Bjarkar Eiðs­dótt­ur, sem dæmd hafði verið meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda. Nið­ur­staðan var sú sama utan þess að Björk fékk hærri bæt­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None