Mannréttindadómstóll dæmir í máli Erlu á þriðjudag

mannrett.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu mun kveða upp dóm í máli Erlu Hlyns­dóttur næst­kom­andi þriðju­dag. Hæsti­réttur dæmdi Erlu, sem þá var blaða­maður á DV, fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda í frétt um eig­in­konu Guð­mundar Jóns­son­ar, kenndum við Byrg­ið, sem birt var í DV þann 31. ágúst 2007.

Erla_Hlynsdóttir7_thumb Erla Hlyns­dóttir starfar í dag sem blaða­maður á Frétta­tím­an­um.

Byrg­is­málið tröll­reið íslensku sam­fé­lagi árið 2007. Byrgið var kristi­legt líkn­ar­fé­lag sem rak með­ferð­ar­heim­ili fyrir ein­stak­lingar sem hrasað höfðu illa á lífs­leið­inni og áttu sjaldn­ast í önnur skjól að hverfa. Fjöl­miðlar opin­ber­uðu að Guð­mundur hafði verið að eiga í marg­hátt­uðu kyn­ferð­is­sam­bandi við sumar konur sem dvöldu á heim­il­inu. Sú yngsta var 17 ára.

Auglýsing

Auk þess var varpað ljósi á marg­hátt­aða fjár­mála­óreiðu í rekstri Byrg­is­ins, en heim­ilið fékk fjár­fram­lög frá hinu opin­bera til að halda úti starf­semi sinni. Guð­mundur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fang­elsi í des­em­ber 2008 fyrir að hafa átt kyn­ferð­is­mök við stúlkur sem voru vist­menn hans.  Í maí 2010 var Guð­mundur auk þess dæmdur í níu mán­aða fang­elsi fyrir fjár­drátt og umboðs­svik sem áttu sér stað á meðan að hann var for­stöðu­maður Byrg­is­ins.

Ummæli höfð eftir við­mæl­endumÍ frétt­inni sem Erla skrif­aði í ágúst 2007 voru ýmis ummæli um Guð­mund og eig­in­konu hans höfð eftir tveimur við­mæl­end­um. Eig­in­kona Guð­mundar stefndi bæði við­mæl­end­unum og Erlu fyrir meið­yrði og krafð­ist þess að fjórtán ummæli yrðu ómerkt.

Í febr­úar 2010 dæmdi Hæsti­réttur Erlu til að greiða eig­in­konu Guð­mundar 400 þús­und krónur í bætur vegna ummæla sem höfð voru eftir öðrum við­mæl­and­an­um, en hún var ein þeirra stúlkna sem Guð­mundur hafði verið dæmdur fyrir að hafa kyn­ferð­is­mök við. Í raun var um hluta af ummælum að ræða, því í dómi Hæsta­réttar var ummælum sem kraf­ist var ómerk­ingar á skipt upp, og nið­ur­lag ummæl­anna stríði gegn lög­um. Ummælin sem um ræðir eru eft­ir­far­andi: „... ekki við hæfi að sú sem veiðir fyrir hann vinni í grunn­skóla.“

Við­mæl­end­urnir höfn­uðu því báðir að rétt hefði verið eftir þeim haft í grein Erlu og þar sem upp­töku af sam­tali hennar við þá hafði verið fargað þótti Hæsta­rétti að ekki hefðu verið leiddar sönnur á því að ummælin hefðu verið höfð eftir við­mæl­end­un­um. Þess vegna dæmdi hann að Erla bæri skaðabótaábyrgð.

Hæsti­réttur sagði að með þessum orðum hafi verið gefið til kynna að eig­in­kona Guð­mundar hefði gerst sek um refsi­vert athæfi, sem væri ekki sann­að. Við­mæl­end­urnir höfn­uðu því báðir að rétt hefði verið eftir þeim haft í grein Erlu og þar sem upp­töku af sam­tali hennar við þá hafði verið fargað þótti Hæsta­rétti að ekki hefðu verið leiddar sönnur á því að ummælin hefðu verið höfð eftir við­mæl­end­un­um. Þess vegna dæmdi hann að Erla bæri skaða­bóta­á­byrgð.

Þess­ari nið­ur­stöðu vildi Erla og lög­maður hennar ekki una og kæru málið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann ákvað að taka málið fyrir og dómur mun liggja fyrir næst­kom­andi þriðju­dag.

Erla og Björk unnu mál fyrir tveimur árumÞetta er í annað sinn sem Erla fer með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn.  Hún hafði verið dæmd fyrir meið­yrði í des­em­ber 2009 fyrir ummæli um eig­anda nekt­ar­dans­stað­ar­ins Strawberries sem hún hafði eftir við­mæl­anda. Íslenskir dóm­stólar gerðu Erlu per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­anda síns og dæmdu hana bóta­skylda. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu í júlí 2012 að með dómnum hefði verið brotið gegn 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða Erlu skaða­bæt­ur.

Sama dag komst Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­konu, Bjarkar Eiðs­dótt­ur, sem dæmd hafði verið meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda. Nið­ur­staðan var sú sama utan þess að Björk fékk hærri bæt­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None