Engin formleg rannsókn farið fram á neyðarláni Kaupþings

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Ekk­ert rann­sókn­aremb­ætti hefur rann­sakað 500 millj­óna evra neyð­ar­lán sem Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi 6. októ­ber 2008. Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis skoð­aði lán­veit­ing­una ítar­lega en hún var ekki á meðal þeirra mála sem nefndin til­kynnti til rík­is­sak­sókn­ara þegar hún lauk störf­um.

Sam­kvæmt lögum um starf­semi nefnd­ar­innar átti hún að til­kynna rík­is­sak­sókn­ara um öll mál „ef grunur vaknar við rann­sókn nefnd­ar­innar um að refsi­verð hátt­semi hafi átt sér stað og tekur hann ákvörðun um hvort rann­saka beri málið í sam­ræmi við lög um með­ferð saka­mála“.

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur enn­fremur ekki form­lega rann­sakað mál­ið, en það getur tekið mál upp að eigin frum­kvæði.  Fjár­laga­nefnd Alþingis fjall­aði lengi um málið og kall­aði eftir ýmsum upp­lýs­ingum um það, en á vegum hennar fór ekki fram form­leg rann­sókn.

Auglýsing

Kost­aði skatt­greið­endur 35 millj­arða krónaKjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber síð­ast­lið­inn að skatt­greið­endur hafi tapað 35 millj­örðum króna á lán­veit­ing­unni. Ástæðan er sú að veðið sem var sett fyrir henni, danski FIH bank­inn, reynd­ist fjarri því jafn verð­mætur og haldið var fram við veit­ingu láns­ins.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, sprengdi málið síðan upp í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku þar sem hann sagði að Seðla­bank­inn hefði ekki gengið frá veð­setn­ingu FIH bank­ans til sín og að engin lána­skjöl hafi verið und­ir­rituð vegna láns­ins fyrr en mörgum dögum eftir að lánið var lagt inn á Kaup­þing. Frétta­blaðið sló grein­inni upp á for­síðu og hún vakti mikla athygli.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, skrifaði grein í Fréttablaðið í lok síðustu viku sem vakti mikla athygli. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, skrif­aði grein í Frétta­blaðið í lok síð­ustu viku sem vakti mikla athygl­i.

Í kjöl­farið var sú hug­mynd viðruð víða, meðal ann­ars af hag­fræð­ingnum Ólafi Arn­ars­syni, að lán­veitn­ing Seðla­bank­ans til Kaup­þings væru alveg eins umboðs­svik eins og þau brot sem stjórn­endur við­skipta­bank­anna hafa verið ákærðir fyrir af emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og snúa að óvar­legum lán­veit­ingum þeirra.

Seðla­bank­inn segir Hreiðar Má vera að ljúgaSeðla­bank­inn svar­aði grein Hreið­ars Más sam­dæg­urs og sagði að hann væri að ljúga.

Í yfir­lýs­ingu sagði að starfs­menn bank­ans hefðu strax gengið í „að full­vissa sig um að veðið fyrir lán­inu til Kaup­þings stæði til reiðu og lög­maður Kaup­þings gerði hlut­hafa­skrá í Dan­mörku strax við­vart um að Seðla­bnak­inn væri að taka veð í öllum hlutum FIH-­bank­ans. Veð­gern­ing­ur­inn var full­klár­aður fyrir lok við­skipta­dags og rétt­ar­vernd veðs­ins hafði þá verð að fullu tryggð. Stjórn­endur Kaup­þings und­ir­rit­uðu gern­ing­inn fyrir lok við­skipta­dags 6. októ­ber. Þannig að full­yrð­ingar um að ekki hafi verið gengið frá veð­setn­ingu fyrr en mörgum dögum seinna eru rang­ar“.

davidoddsson Davíð Odds­son skrif­aði harð­ort Reykja­vík­ur­bréf í sunnu­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins þar sem hann tætir í sig grein Hreið­ars Más.

Davíð Odds­son, fyrrum for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, átti síðan síð­asta orðið þegar hann lagði Reykja­vík­ur­bréfið í síð­ustu sunnu­dags­út­gáfu blaðs­ins undir það að hafna því sem Hreiðar Már hafði sagt í grein sinni og tæta í sig Frétta­blaðið í leið­inni. Þar sagði Dav­íð: „Í gær var birt yfir þvera for­síðu Frétta­blaðs­ins lyga­frétt með við­eig­andi myndum um stofnun og raunar ein­stak­ling sem öll fjöl­miðla­sam­steypan hefur haft veiði­leyfi á síðan ítök núver­andi eig­enda hófust þar, þótt um hríð væri logið til um eign­ar­hald­ið[...]Eitt sím­tal við við­kom­and­i, ­stofn­un­ina eða ein­stak­ling­inn hefð­i ­tryggt að blaðið yrði ekki sér til­ ­skammar með breið­síðu sinn­i“.

Sím­tal­ið milli Dav­íðs og GeirsSím­tal Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odd­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­bank­ans, sem fram fór sama dag og neyð­ar­lánið til Kaup­þings var veitt hefur aldrei verið birt opin­ber­lega. Því liggur ekki fyrir hvort það geti varpað ein­hverju ljósi á atburð­ar­rás sem á end­anum kost­aði íslenska skatt­greið­endur 35 millj­arða króna.

Ástæða þess að sím­talið hefur ekki verið birt opin­ber­lega er sú að Geir hefur ekki heim­ilað það með þeim rökum að hann hafi ekki vitað að það hefði verið tekið upp og að sam­töl við for­sæt­is­ráð­herra við svona aðstæður ættu aldrei að vera tekin upp.

Ýmsir hafa hins vegar séð útskrift af sím­tal­in­u. Þeirra á meðal eru þrír ein­stak­lingar sem sátu í  Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál árið 2012 og ein­hverjir starfs­menn Umboðs­manns Alþing­is.

 

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None