Engin formleg rannsókn farið fram á neyðarláni Kaupþings

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Ekk­ert rann­sókn­aremb­ætti hefur rann­sakað 500 millj­óna evra neyð­ar­lán sem Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi 6. októ­ber 2008. Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis skoð­aði lán­veit­ing­una ítar­lega en hún var ekki á meðal þeirra mála sem nefndin til­kynnti til rík­is­sak­sókn­ara þegar hún lauk störf­um.

Sam­kvæmt lögum um starf­semi nefnd­ar­innar átti hún að til­kynna rík­is­sak­sókn­ara um öll mál „ef grunur vaknar við rann­sókn nefnd­ar­innar um að refsi­verð hátt­semi hafi átt sér stað og tekur hann ákvörðun um hvort rann­saka beri málið í sam­ræmi við lög um með­ferð saka­mála“.

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur enn­fremur ekki form­lega rann­sakað mál­ið, en það getur tekið mál upp að eigin frum­kvæði.  Fjár­laga­nefnd Alþingis fjall­aði lengi um málið og kall­aði eftir ýmsum upp­lýs­ingum um það, en á vegum hennar fór ekki fram form­leg rann­sókn.

Auglýsing

Kost­aði skatt­greið­endur 35 millj­arða krónaKjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber síð­ast­lið­inn að skatt­greið­endur hafi tapað 35 millj­örðum króna á lán­veit­ing­unni. Ástæðan er sú að veðið sem var sett fyrir henni, danski FIH bank­inn, reynd­ist fjarri því jafn verð­mætur og haldið var fram við veit­ingu láns­ins.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, sprengdi málið síðan upp í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku þar sem hann sagði að Seðla­bank­inn hefði ekki gengið frá veð­setn­ingu FIH bank­ans til sín og að engin lána­skjöl hafi verið und­ir­rituð vegna láns­ins fyrr en mörgum dögum eftir að lánið var lagt inn á Kaup­þing. Frétta­blaðið sló grein­inni upp á for­síðu og hún vakti mikla athygli.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, skrifaði grein í Fréttablaðið í lok síðustu viku sem vakti mikla athygli. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, skrif­aði grein í Frétta­blaðið í lok síð­ustu viku sem vakti mikla athygl­i.

Í kjöl­farið var sú hug­mynd viðruð víða, meðal ann­ars af hag­fræð­ingnum Ólafi Arn­ars­syni, að lán­veitn­ing Seðla­bank­ans til Kaup­þings væru alveg eins umboðs­svik eins og þau brot sem stjórn­endur við­skipta­bank­anna hafa verið ákærðir fyrir af emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og snúa að óvar­legum lán­veit­ingum þeirra.

Seðla­bank­inn segir Hreiðar Má vera að ljúgaSeðla­bank­inn svar­aði grein Hreið­ars Más sam­dæg­urs og sagði að hann væri að ljúga.

Í yfir­lýs­ingu sagði að starfs­menn bank­ans hefðu strax gengið í „að full­vissa sig um að veðið fyrir lán­inu til Kaup­þings stæði til reiðu og lög­maður Kaup­þings gerði hlut­hafa­skrá í Dan­mörku strax við­vart um að Seðla­bnak­inn væri að taka veð í öllum hlutum FIH-­bank­ans. Veð­gern­ing­ur­inn var full­klár­aður fyrir lok við­skipta­dags og rétt­ar­vernd veðs­ins hafði þá verð að fullu tryggð. Stjórn­endur Kaup­þings und­ir­rit­uðu gern­ing­inn fyrir lok við­skipta­dags 6. októ­ber. Þannig að full­yrð­ingar um að ekki hafi verið gengið frá veð­setn­ingu fyrr en mörgum dögum seinna eru rang­ar“.

davidoddsson Davíð Odds­son skrif­aði harð­ort Reykja­vík­ur­bréf í sunnu­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins þar sem hann tætir í sig grein Hreið­ars Más.

Davíð Odds­son, fyrrum for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, átti síðan síð­asta orðið þegar hann lagði Reykja­vík­ur­bréfið í síð­ustu sunnu­dags­út­gáfu blaðs­ins undir það að hafna því sem Hreiðar Már hafði sagt í grein sinni og tæta í sig Frétta­blaðið í leið­inni. Þar sagði Dav­íð: „Í gær var birt yfir þvera for­síðu Frétta­blaðs­ins lyga­frétt með við­eig­andi myndum um stofnun og raunar ein­stak­ling sem öll fjöl­miðla­sam­steypan hefur haft veiði­leyfi á síðan ítök núver­andi eig­enda hófust þar, þótt um hríð væri logið til um eign­ar­hald­ið[...]Eitt sím­tal við við­kom­and­i, ­stofn­un­ina eða ein­stak­ling­inn hefð­i ­tryggt að blaðið yrði ekki sér til­ ­skammar með breið­síðu sinn­i“.

Sím­tal­ið milli Dav­íðs og GeirsSím­tal Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odd­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­bank­ans, sem fram fór sama dag og neyð­ar­lánið til Kaup­þings var veitt hefur aldrei verið birt opin­ber­lega. Því liggur ekki fyrir hvort það geti varpað ein­hverju ljósi á atburð­ar­rás sem á end­anum kost­aði íslenska skatt­greið­endur 35 millj­arða króna.

Ástæða þess að sím­talið hefur ekki verið birt opin­ber­lega er sú að Geir hefur ekki heim­ilað það með þeim rökum að hann hafi ekki vitað að það hefði verið tekið upp og að sam­töl við for­sæt­is­ráð­herra við svona aðstæður ættu aldrei að vera tekin upp.

Ýmsir hafa hins vegar séð útskrift af sím­tal­in­u. Þeirra á meðal eru þrír ein­stak­lingar sem sátu í  Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál árið 2012 og ein­hverjir starfs­menn Umboðs­manns Alþing­is.

 

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None