Eins og uppskrift að góðri Bond-mynd

000-DV1891499.jpg
Auglýsing

Sænski her­inn hefur síðan á föstu­dag leitað í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm að því sem þeir kalla „er­lendum aðgerðum neð­an­sjáv­ar“. Leitað er úr her­skip­um og flug­vélum en her­inn hefur varist fregna af mál­inu og ekki viljað stað­festa eða hrekja sögu­sagnir um að rúss­neskur kaf­bátur valdi þessum usla.

„Við erum að reyna að sann­reyna upp­lýs­ingar sem okkur bár­ust á föstu­dag, sem að okkar mati koma úr traustum heim­ild­um, og sjá hvort ein­hver fótur sé fyrir þessum upp­lýs­ing­um,“ sagði Jesper Teng­roth, upp­lýs­inga­full­trúi sænska hers­ins við sænska fjöl­miðla á laug­ar­dag. Spurður hvort eitt­hvað sér­stakt ríki ligg­i frekar undir grun en annað sagð­ist hann ekki getað svar­að. Á vef hers­ins er haft eftir Jonas Wikström, stjórn­anda að­gerð­anna, að ástæðan fyrir því að svæðið úti fyrir skerja­garð­inum sé nú kort­lagt af svo miklum móð sé að þarna sé mikil umferð sjó­fara.

[goog­le_map width="100%" height="200 px" src="https://www.­google.com/maps/em­bed?p­b=!1m14!1m8!1m3!1d260256.57361456432!2d18.69487412109374!3d59.36209160880053!3m2!1i1024!2i768!4f13.1!3m3!1m2!1s0x46f5708488b7a­b0d%3A0x­b71e517625b40c61!2sKan­holms­fjar­den%2C+Sweden!5e0!3m2!1s­is!2s­se!4v1413802832702"]

Auglýsing

Þó leitin hafi enn ekki borið árangur hefur ekk­ert verið dregið úr krafti leit­ar­inn­ar. Dag Enand­er, tals­maður hers­ins, sagði í morgun að her­inn hefði „gott úthald“ og mundi ekki gef­ast upp á næstu dögum jafn­vel þó ekk­ert fynd­ist.

Her­inn birti myndir í gær af furðu­legu sjó­fari í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm. Ljós­mynd­ar­inn seg­ist hafa séð eitt­hvað á yfir­borði vatns­ins og smellt af en eftir að hann tók mynd­ina hvarf það ofan í hafið á ný. Í sam­tali við Svensk Dag­bla­det í dag seg­ist hann sann­færður um að þetta hafi verið rúss­neskur kaf­bát­ur. Mynd­ina má sjá hér að neð­an.

Þrjár vís­bend­ingar frá sjón­var­vottum hafa borist um stað­setn­ingu kaf­báts­ins, allar í fjörð­unum yst í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm. Vís­bend­ing­arnar eiga jafn­framt að hafa borist á föstu­dag og sunnu­dag svo ein­hver­staðar er kaf­bát­ur­inn þarna enn, ef um kaf­bát er að ræða.

kafbatur_stokkholmur_vef Á mynd­inni sést hvar eitt­hvað skýtur upp koll­inum í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm. Her­inn hefur ekki stað­fest hvaðan þetta sjó­far er eða hverrar gerðar það er. Get­gátur eru um að þarna sé rúss­neskur kaf­bátur á ferð.

Öll spjót bein­ast að RússumSvenska dag­bla­det greindi frá því í gær að kaf­bát­ur­inn væri rúss­neskur og að öllum lík­indum bil­aður eða lask­aður en sænski her­inn hefur hvorki stað­fest né hrakið þær frétt­ir. Útskýr­ing dag­blaðs­ins á því hvers vegna kaf­bát­ur­inn hafi skotið sér upp á yfir­borðið er að sé kaf­bátur bil­aður eða lask­að­ur­ ­getur verið erfitt að halda stjórn á hon­um.

Kaf­bátur í slíku ásig­komu­lagi þarf aðstoð frá öðru og stærra skipi og benti blaðið á furðu­legt hátta­lag NS Concord, stórs olí­skips í eigu rússa, á miðju Eystra­salti. Skipið virð­ist hafa lagt af stað frá Sankti Pét­urs­borg, silgt út Finn­land­flóa og svo hring­sólað á Eystra­salti norðan Gotlands. Skipið var opin­ber­lega á leið til Dan­merk­ur.

Í dag barst svo yfir­lýs­ing frá for­stjóra skipa­fé­lags­ins sem gerir út NS Concord þar sem hann seg­ist vera „upp með sér“ vegna auk­ins áhuga á sigl­ingum skips­ins en að enga teng­ingu megi finna við kaf­báta­leit­ina í Sví­þjóð. Skipið sé aðeins að bíða fyr­ir­mæla um hvar það skuli ferma lestir sín­ar.

Siglingaleið NS Concord frá Sankti Pétursborg og hringeggjan á Eystrasalti um helgina. Sigl­inga­leið NS Concord frá Sankti Pét­urs­borg og hringeggjan á Eystra­salti um helg­ina.

And­ers Grenstad, aðmíráll í sænska hern­um, sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi í Stokk­hólmi í gær en vildi ekki segja hvort um kaf­bát eða kaf­báta væri að ræða. „Upp­lýs­ing­arnar sem her­inn hefur undir höndum gefa ekki vís­bend­ingu um að hér sé á ferð­inni lask­aður rúss­neskur kaf­bát­ur,“ sagði hann. Þegar eftir því var leitað vild­i Grenstad ekki segja hvort her­inn telji Rússa vera lík­leg­ustu söku­dólgana.

Á sunnu­dag kom einnig fram að rúss­neskt rann­sókn­ar­skip sem búið er bún­aði til leitar neð­an­sjávar stefni í átt til Stokk­hólms. Á Mar­ineTracker.com má sjá að skipið var statt fyrir minni Finn­lands­flóa um miðjan dag í gær. Stefna skips­ins er sögð vera á Las Palmas á Kanarí­eyj­um.

Christ­ian All­erman, sænskur diplómati sem sinnt hefur verk­efnum fyrir sendi­nefnd Sví­þjóðar í Moskvu, sagði í við­tali við TT-frétta­veit­una sænsku að Rússar væru lík­leg­astir enda væri þar á ferð ríki sem ekki vildi að Svíar rækt­uðu tengsl sín frekar við NATO. „Ef þarna er um mann­gert far­ar­tæki að ræða þá er lík­leg­asta að erlent her­ríki standi hér að baki,“ sagði All­erm­an.

Hann sagði að lík­leg­ast væri her­inn að leita að kaf­bátum eða köf­ur­um. „Þetta eru smáir kaf­bát­ar, eða jafn­vel hefð­bundnir kaf­bátar sem ná 60 eða 70 metra lengd. Það seinna er þó ólík­legra.“

Rússar seg­ast ekk­ert kann­ast við kaf­bát­inn og hafna því alfarið að þeir standi fyrir „að­gerðum neð­ar­sjáv­ar“. Ónefndur emb­ætt­is­maður í Moskvu ­segir kaf­bát­inn hol­lensk­an. Hann hafi verið í Tallin á föstu­dag en sendur þaðan til Sví­þjóð­ar. „Til að eyða spenn­unni í Eysta­salti og til að spara sænskt skattfé ætti flota­stjórnin að snúa sér til Hollands til að fá skýr­ing­ar,“ sagði ónefndi emb­ættimað­ur­inn.

Hol­lensk yfir­völd hafna því alfarið að kaf­bát­ur­inn þeirra sé inn á milli skerj­anna í Sví­þjóð. „Við tókum þátt í her­æf­ingu með Svíum í síð­ustu viku. Henni lauk á fimmtu­dag. Bru­in­vis-bát­ur­inn hélt til Eist­lands þar sem hann hefur legið við bryggju yfir helg­ina. Bát­ur­inn er nú á leið til Hollands,“ sagði Marnoes Viss­er, tals­maður hol­lenska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins við AFP-frétta­veit­una.

Bruinvis-kafbáturinn hollenski sem Rússar segja að hafi silgt inn í skerjafjörðinn í Svíþjóð. Bru­in­vis-kaf­bát­ur­inn hol­lenski sem Rússar segja að hafi siglt inn í skerja­garð­inn í Sví­þjóð.

Erlend öfl­ 50 km frá Stokk­hólmiHern­að­ar­sér­fræð­ingur við Varn­ar­mála­há­skóla Sví­þjóðar segir vax­andi spennu á Eystra­salti ein­fald­lega kalla á svona mikil við­brögð við ein­hverju sem kann að reyn­ast ómerki­legt.

„Það er til að sýna að við séum með allt á hrein­u,“ segir sér­fræð­ing­ur­inn Stefan Ring. Hann vildi þó fara stíga var­lega til jarðar og benti á að rann­saka þyfti atburð­inn vel áður en hægt væri að benda á söku­dólga.

Und­an­farna mán­uði hafa Rússar fært sig upp á skaftið í Eystra­salti. Svíar hafa til dæmis opin­ber­lega kvartað undan hern­að­ar­að­gerðum Rússa þar. Til­efni kvörn­un­ar­innar var þegar SU24-or­ustuflug­vél flaug inn i loft­rými Svía og flaug gríð­ar­lega nálægt sænskum far­þega­þot­um. Carl Bildt, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sagði þetta vera mestu „loft­inn­rás“ Rússa í nærri en ára­tug.

En hvaða ástæður gætu legið að baki þegar erlend her­skip eru komin í 50 kíló­metra rad­íus við höf­uð­borg Sví­þjóð­ar? Johan Wikt­or­in, með­limur í hern­að­ar­fræða­setri Kon­ung­legu aka­dem­í­un­ar, telur þrjár lík­legar ástæður í sam­tali við sænska vef­mið­il­inn The Local.

„Þeir gætu verið að kort­leggja haf­svæðið til að geta auð­veldar silgt þarna ef til ófriðar kem­ur. Þeir gætu verið að koma fyrir ein­hverjum bún­aði, skynj­urum jafn­vel, sem gætu fylgst með her­deildum okkar á þessu svæði. Eða, þeir gætu verið að hlera varn­ar­kerfi okk­ar, ef við höfum eitt­hvað á þessu svæð­i,“ sagði Wikt­or­in.

Á blaða­manna­fund­inum í gær kom fram að sænski her­inn hafi fylgst sér­stak­lega með þessu svæði í nokkur ár. Wikt­orin seg­ist hafa verið hissa að heyra það því það bendi enn frekar til þess að eitt­hvað bjáti á. Hann telur sænska her­inn þó vel geta sinnt verk­efnum á borð við þetta þrátt fyrir nið­ur­skurð til varn­ar­mála und­an­farin miss­eri.

Rússar hafa áður lent í vand­ræðum við Sví­þjóðÍ októ­ber 1981 sil­gdi rúss­neskur kaf­bátur í strand tvo kíló­metra sunnan við aðal­flota­stöð sænska hers­ins í Karl­skrona. Bát­ur­inn sat fastur á skeri í tíu daga áður en hægt var að losa hann en þessi atburður og alþjóða­krísan sem fylgdi í kjöl­farið er stundum kall­aður „Whi­skey on the Rocks“.

Rúss­neski her­inn var fljótur að senda björg­un­ar­leið­angur á stað­inn sem sam­an­stóð af þung­vopn­uðum tund­ur­spillum og tog­bát­um, en á sama tíma og kaf­bát­ur­inn strand­aði stóð yfir her­æf­ing á sama svæði. Svíar stóðu fast á sínu og mein­uðu sov­éska flot­anum að koma inn í lög­sögu sína með þeim afleið­ingum að það lá við átök­um.Sví­arnir rann­sök­uðu kaf­bát­inn og sigl­inga­bækur hans til að kom­ast að því hvað Sov­ét­menn vildu í sænska lög­sögu. Skip­stjór­inn var jafn­framt yfir­heyrður í Sví­þjóð. Það sem olli kannski mestum áhyggjum var að eftir að sænski flot­inn hafði gert leyni­lega könnun á geislna­virkni í sov­éska bánum kom í ljós að í tur­dur­skeyta­hlaup­inu á bak­borða var mjög lík­lega kjarn­orku­vopn.

Síðar kom í ljós að áhöfn­inni hafði verið skipað að eyða kaf­bátnum og kjarna­vopn­unum ef svíar reyndu að kom­ast yfir bát­inn.

Óvopn­aður sænskur flota­for­ingi hafði ver­ið ­sendur um borð í kaf­bát­inn rúss­neska til að leita svara við því hvers vegna þeir hefðu brotið land­helg­ina. Rúss­neski skip­stjór­inn svar­aði því til að leið­sögu­bún­aður hafi bil­að, jafn­vel þó bát­ur­inn hafi þurft að sigla um mjög erfitt sigl­inga­svæði til að kom­ast inn í lög­sögu Svía. Sov­éski sjó­her­inn skýrði svo síðar frá því að vegna neyð­ar­at­viks hafi kaf­bát­ur­inn þurft að kom­ast í grynn­ing­ar, jafn­vel þó neyð­ar­kall hafi aldrei borist.

Lesa má nánar um þessa áhuga­verðu alþjóða­deilu árið 1981 á Wikipedia.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None