Íslandsbanki staðfestir vilja til að skrá bankann á markað erlendis

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Eig­endur Íslands­banka stefna að því að tví­skrá bank­ann á mark­að. Hluta­bréf bank­ans yrðu þá skráð á markað á Íslandi ann­ars vegar og annað hvort á mark­aði í Skand­in­avíu eða London hins veg­ar. Áður en af því verður þarf þó að liggja fyrir með hvaða hætti hægt verður að greiða arð til nýrra eig­enda, en fjár­magns­höftin hindra slíkar í dag. Þetta hefur Bloomberg eftir Jóni Guðna Ómars­syni, fjár­mála­stjóra Íslands­banka.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber 2013 að unnið væri að því að tví­skrá Íslands­banka á mark­að, og að horft væri til Nor­egs í þeim efnum ásamt því sem vilji var til að skrá bréf bank­ans í íslensku kaup­höll­inni. Þrotabú Glitnis er eig­and­i 95 pró­sent hlutar í Íslands­banka. Stærstu kröfu­hafar hans eru erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir.

„Project Puffin“Síðan þá hefur slita­stjórnin búið til hóp utan um verk­efn­ið, sem gengur undir nafn­inu „Project Puffin“. Um miðjan jan­úar síð­ast­lið­inn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokk­hólm og Kaup­manna­höfn til að kanna áhuga fjár­festa á því að kaupa hlut í Íslands­banka ef bank­inn yrði tví­skráð­ur. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norð­ur­landa á borð við DnB, Nor­dea og SEB. Auk þess var fundað með full­trúum kaup­halla.

Um miðjan jan­úar síð­ast­lið­inn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokk­hólm og Kaup­manna­höfn til að kanna áhuga fjár­festa á því að kaupa hlut í Íslands­banka ef bank­inn yrði tví­skráð­ur. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda

Auglýsing

Þrátt fyrir að fund­irnir hafi fyrst og fremst verið með bönkum þá var ekki verið að stefna að því að þeir yrðu ein­hvers­konar kjöl­festu­fjár­festar sjálfir, heldur myndu safna saman áhuga­sömum fjár­fest­um. Fund­irnir stað­festu að Osló væri besti stað­ur­inn til að skrá bank­ann, en áður hafði Stokk­hólmur líka verið skoð­að­ur. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjár­festar í Nor­egi eru taldir opn­ari fyrir óvenju­legum tæki­færum auk þess sem bankar þar í landi hafa mikla þekk­ingu á kjarna­at­vinnu­vegum Íslend­inga (sjáv­ar­út­vegi, orku og ferða­mennsku). Þeir atvinnu­vegir eru líka uppi­staðan í við­skipta­vina­neti Íslands­banka.

Mjög vel var tekið í hug­myndir um að tví­skrá Íslands­banka á markað og full­trúar bank­anna sem fundað var með töldu að fjár­festar væru orðnir áhættu­sækn­ari en þeir hefðu verið lengi. Þar hafi hjálpað til að fjár­fest­ingar í bönkum sem hafa gengið í gegnum miklar krís­ur, á borð við Spán og Írland, gafa náð að skila góðri ávöxt­un.

Bank­inn yrði þá tví­skráður á mark­að. Stærsti hluti bréfa hans í Kaup­höll­ina í Osló en 10-20 pró­sent á Íslandi.

Burlington á vef Erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, oft nefndir hrægamma­sjóðir í dag­legu tali, eiga stóran hlut krafna í þrotabú Glitn­is. Innan þeirra raða er vilji til að selja Íslands­banka fyrir gjald­eyri, til dæmis með því að skrá bréf bank­ans í erlenda kaup­höll.

Ótví­ræðir kostirÍs­lands­banki virð­ist vera ákjós­an­legur fjár­fest­inga­kostur í augum erlendra fjár­festa, að nokkrum skil­yrðum upp­fyllt­um. Þar sem vaxta­mögu­leikar Íslands­banka, sem er með 30-40 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á Íslandi, eru litlir þá er fyrst og síð­ast verið að horfa til getu bank­ans til að borga arð. Hann væri hægt að auka með hag­ræð­ingu, til dæmis með því að fækka starfs­fólki og ódýr­ari fjár­mögn­un. Erlent eign­ar­hald myndi tryggja slíkt.

Til að ger­legt verði að fara í hluta­fjár­út­boð erlendis er þó talið að liggja verði fyrir und­an­þága fyrir erlendu hlut­haf­anna frá fjár­magns­höftum þess eðlis að þeir geti fengið arð­greiðslur sínar greiddar í erlendum gjald­eyri.

­Kost­irnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkr­ir. Kerf­is­leg áhætta myndi minn­ka, erlendir banka­ferlar yrðu inn­leiddir og aðgangur að fjár­magni yrði mun ódýr­ari. Auk þess yrði hluti snjó­hengj­unn­ar, krónu­eigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð

Verðið á bank­anum myndi af ein­hverju leyti ráð­ast af áætl­unum um afnám hafta. Ef þau verða áfram við lýði um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð þá gætu erlendir fjár­festar verið til­búnir að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bank­ans fyrir hlutafé í hon­um. Það er á pari við það virði sem þrotabú Glitnis bók­færir virði hans á. Á bil­inu tíu til 20 pró­sent hans yrði síðan seldur í íslensku kaup­höll­inni og líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­festum gert kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 millj­arða króna.

Kost­irnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkr­ir. Kerf­is­leg áhætta myndi minn­ka, erlendir banka­ferlar yrðu inn­leiddir og aðgangur að fjár­magni yrði mun ódýr­ari. Auk þess yrði hluti snjó­hengj­unn­ar, krónu­eigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð. Það myndi vera skref í átt að afnámi hafta.

Gefa eftir krón­urnarKröfu­hafar Glitn­isog Kaup­þings virð­ast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjald­miðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga enda telja þeir þær ekki hafa nein kerf­is­leg áhrif á íslenskt efna­hags­kerfi.

­Kröfu­hafar Glitnis og Kaup­þings virð­ast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjald­miðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga

Með því að selja Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri myndu kröfu­hafar Glitnis fá gjald­eyri fyrir Íslands­banka, en bók­fært virði hans er um 132 millj­arðar króna. Þá myndi losna um tæpan helm­ing þeirrar snjó­hengju íslenskra króna í eigu útlend­inga sem er til­komin vegna slita Glitnis og skref stígið í átt að afnámi fjár­magns­hafta.

Gangi þetta eftir virð­ast kröfu­hafar til­búnir að gefa eftir þorra krónu­eigna sinna með því að taka lágu til­boði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðla­banka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skulda­bréf sem myndi fjár­magna nýju bank­anna á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjár­magns­kostnað þeirra.

Póli­tísk ákvörðunHvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórn­valda. Íslands­banki, sem er í 95 pró­sent eigu þrota­bús Glitn­is, verður ekki seldur nema sem hluti af nauða­samn­ings­upp­gjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönk­unum sem óskað hafa eftir und­an­þágum frá fjár­magns­höftum verði leyft að klára nauða­samn­inga eða hvort þeim verði gert að fara í gjald­þrot. Póli­tísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrota­bú­anna um und­an­þágur hefur enn ekki verið svar­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None