Sagðir hafa fyllt og tæmt veltubók Glitnis til að halda uppi hlutabréfaverði

Í ákæru gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis kemur fram að hlutabréf hafi verið keypt skipulega til að halda uppi verði. Þau hafi síðan verið seld fyrir 6,8 milljarða til félaga í eigu starfsmanna. Glitnir lánaði að fullu til kaupanna.

Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, er einn hinna ákærðu.
Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, er einn hinna ákærðu.
Auglýsing

Fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitnis hafa verið ákærðir fyr­ir­ stór­fellda mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik. Með útgáfu ákærunnar er það stað­fest að rök­studdur grunur er um að allir stóru bank­arnir þrír hafi stund­að um­fangs­mikla mark­aðs­mis­notkun fyrir hrun. Raunar er það meira en rök­studd­ur grun­ur. Þegar hafa fallið þungir dómar vegna mark­aðs­mis­notk­unar í Glitn­i, Lands­banka Íslands og Kaup­þingi.

Þeir fimm sem eru ákærðir eru Lárus Weld­ing, fyrr­ver­and­i ­for­stjóri Glitn­is, Jóhannes Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri ­fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, og þrír fyrr­ver­andi miðl­ar­ar, þeir Jónas Guð­munds­son, Val­garð Már Val­garðs­son og Pétur Jón­as­son.

Hægt er að lesa ákæruna hér í heild sinni.

Auglýsing

Í ákærunni segir að meint brot hinna ákærðu hafi verið mjög um­fangs­mik­il, þaul­skipu­lögð, hafi staðið yfir í langan tíma og hafi varð­að gríð­ar­lega háar fjár­hæð­ir. Í ákærunni er til­greint að hinir ákærðu hafi með­ ­skipu­lögðum hætti keypt gríð­ar­legt magn af bréfum í Glitni til að halda ­mark­aðs­verði þeirra uppi. Lárusi er síðan gefið að hafa losað um hlut­ina, og með­ því mis­notað aðstöðu sína sem for­stjóri, með því að selja þau til félaga í eig­u margra af stærstu við­skipta­vinum bank­ans á þessum tíma og alls 14 félaga í eig­u ­stjórn­enda Glitn­is. Í nán­ast öllum til­vikum lán­aði Glitnir að fullu fyr­ir­ ­kaup­unum og tók ein­ungis veð í bréf­unum sem var verið að selja. Mark­aðs­á­hætta þeirra var því áfram að fullu hjá Glitni.

Hér­aðs­sak­sókn­ari, sem tekið hefur við verk­efnum sér­staks sak­sókn­ara og gefur því út ákæruna, segir í henni að menn­irnir fimm hafi allir haft „veru­lega ­per­sónu­lega hags­muni“ af því að verð á hluta­bréfum í Glitni héld­ist hátt, auk þess sem Lárus Weld­ing hefði haft mikla hags­muni að halda vel­laun­uðu starf­i sínu í bank­an­um. Lárus hafi ekki átt hlut í Glitni en hann hafi hins vegar gert ­kaup­rétt­ar­samn­ing þegar hann skrif­aði undir ráðn­ing­ar­samn­ing árið 2007, þá rétt ­rúm­lega þrí­tugur að aldri. Þá hafi hann fengið 300 milljón króna ein­greiðslu þegar hann réð sig til starfa hjá Glitni og átti að fá aðra slíka 1. febr­úar 2009.

Hinir starfs­menn­irnir fjórir áttu allir hlut í Glitni eða ­kaup­rétti. Einn miðlar­anna, Val­garð Már, fékk 20 millj­óna króna ráðn­ing­ar­bónus þeg­ar hann réð sig þangað frá Kaup­þingi í ágúst 2007. Hann átti þá einn mánuð í að verða 27 ára gam­all.

Keypt­u ­mikið magn bréfa í rúmt ár

Fyrsta hluti ákærunnar snýr að mark­aðs­mis­notkun sem allir fimm hinna ákærðu eru sagðir hafa staðið fyr­ir. Um er að ræða kaup á bréfum í Glitn­i frá byrjun 1. júní 2007 og fram til 26. sept­em­ber 2008. Sam­kvæmt ákærðu vor­u við­skiptin til þess gerð að tryggja óeðli­legt verð á hlutum í Glitni, búa til­ verð á hluta­bréf­um, gáfu til kynna að eft­ir­spurn og og verð hluta­bréfa í bank­anum hafi verið hærra en það raun­veru­lega var. Í ákærunni segir að við­skiptin hafi verið fram­kvæmd að und­ir­lagi Lárusar og Jóhann­esar en að hin­ir ­þrír ákærðu, Jónas, Val­garð Már og Pét­ur, hafi fram­kvæmt þau. Þeir unnu allir í eigin við­skiptum Glitnis á tíma­bil­inu.

Í ákærunni seg­ir: „Með þessum umfangs­miklu kauptil­boð­u­m og kaup­um, en óveru­legu magni sölu­til­boða og sölu í sjálf­virk­um pör­un­ar­við­skipt­um, komu ákærðu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verð­i hluta­bréfa í Glitni og mynd­uðu þannig gólf í verð­myndun á hluta­bréf­un­um. Um var að ræða ólög­mætt inn­grip í gang­verk mark­að­ar­ins sem hafði áhrif á mark­aðs­geng­i hluta­bréfa í Glitni, tryggði óeðli­legt verð á hluta­bréf­unum á tíma­bil­inu, bjó til verð á hluta­bréf­unum og gaf eða var lík­legt til að gefa eft­ir­spurn og verð hluta­bréf­anna rang­lega og mis­vísandi til kynna. Með hátt­semi sinni rösk­uð­u á­kærðu þeim for­sendum og lög­málum sem liggja að baki eðli­legri verð­myndun á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði með því að auka selj­an­leika hluta­bréfa bank­ans með­ ólög­mætum hætt­i.“

Tæmd­u veltu­bók­ina

Þegar eigin við­skipti banka kaupa mikið af hluta­bréfum í honum sjálfum þá kemur að því að þau geta ekki keypt meira. ­Bankar máttu nefni­lega ekki eiga meira en fimm pró­sent hlut í sjálfum sér­. Þegar því marki­var náð þurfti að „tæma“ veltu­bók­ina. En kaup­endur stóðu ekki í röðum á árunum 2007 og 2008 að kaupa slíka hluti í íslenskum bönk­um.

Stím-­mál­ið, sem þegar hefur verið sak­fellt í fyr­ir­ hér­aðs­dómi, snérist að hluta til um slíka tæm­ingu. Félagið Stím var búið til af Glitni til að kaupa hluti í bank­anum sjálfum og stærsta eig­enda hans, FL Group, ­sem Glitnir vildi losa. Í því máli lögðu þó þeir sem tóku þátt í Stím fram eigið fé. Þ.e. Glitnir lán­aði ekki fyrir öllum við­skipt­unum og því héld­u verj­endur í Stím-­mál­inu því fram að staða bank­ans hefði í raun verið betri eftir við­skiptin en hún var fyr­ir. Hluti áhætt­unar vegna hluta­bréf­anna hefð­i verið færð yfir á þá fjár­festa sem tóku þátt í Stím. Slík málsvörn verður áfram ráð­andi í vörn þeirra fyrir Hæsta­rétti.

Fleiri þekkt félög keyptu hluti í Glitni út af veltu­bók bank­ans. Má þar til að mynda nefnda BK-44 ehf., sem var í eigu Birk­is Krist­ins­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns bank­ans. Birkir var ásamt þremur öðrum ­fyrr­ver­andi starfs­mönnum Glitnis dæmdur til þungrar refs­ingar í Hæsta­rétti vegna þess máls í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Annað félag sem fékk lán að fullu frá Glitni til að ­kaupa bréf í bank­anum af bank­anum var félagið Lang­flug ehf. Það var í eig­u Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrrum ráð­herra og seðla­banka­stjóra, og hins umdeilda ­fé­lags Gift­ar.

Seldu til 14 ­fé­laga stjórn­enda

Í öðrum kafla stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máls Glitn­is er Lárus einn ákærður fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Þar er lýst svo­kall­aðri „tæm­ing­u“. Í þetta sinn er þó um að ræða sölu á bréfum til alls 14 félaga sem öll voru í eigu stjórn­enda og starfs­manna Glitn­is. Öll félögin voru stofnuð sér­stak­lega til að taka þátt í við­skipt­unum og öll við­skiptin fóru fram á tveimur dög­um, 15. og 16. maí 2008. Og Glitnir lán­aði hverja ein­ustu krónu sem notuð var til­ að fjár­magna við­skipt­in, alls um 6,8 millj­arða króna. Í ákærunni segir að Glitnir hafi þannig borið áfram fulla mark­aðs­á­hættu af bréf­unum „þar sem eng­ar aðrar trygg­ingar voru fyrir hendi en hinir seldu hlut­ir, og voru við­skipt­in, ­sem byggð­ust á blekk­ingum og sýnd­ar­mennsku, þannig lík­leg til að gefa eft­ir­spurn eftir hlut­unum í bank­anum rang­lega og mis­vísandi til kynna“.

Mörg kunn­ug­leg nöfn úr fjár­mála- og við­skipta­heim­in­um eru á meðal þeirra sem áttu félögin 14. Þar á meðal er til dæmis Einar Örn Ólafs­son, fyrrum for­stjóri Skelj­ungs, Jóhannes Bald­urs­son, einn hinna ákærðu í mál­inu, Rós­ant Már Torfa­son og Magnús Pálmi Örn­ólfs­son, einu tveir ­banka­menn­irnir sem hafa samið um rétt­ar­vernd í hrun­málum gegn því að hjálp­a sak­sóknurum við að sak­fella aðra grun­aða, Elmar Svav­ars­son, sem hlaut dóm í BK-44 mál­inu, Stefán Sig­urðs­son, sem í dag er for­stjóri Voda­fone á Íslandi, og Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, sem í dag er for­stjóri N1.

Þriðji kafli ákærunnar snýst síðan um mein­t ­um­boðs­svik Lárusar vegna lán­veit­inga til félag­anna 14. Þar segir að hann hafi mis­notað aðstöðu sína hjá Glitni, sem for­stjóri bank­ans, og stefnt fé hans í veru­lega hættu þegar hann hafi farið út fyrir heim­ildir sínar til lán­veit­inga og veitt félög­unum tæp­lega 6,8 millj­arða króna lán til að fjár­magna hluta­bréfa­kaupa í Glitni, af Glitni, „án þess að fyrir lægi sam­þykki þar til bærr­ar lána­nefnd­ar, án þess að end­ur­greiðsla lán­anna væri tryggð í sam­ræmi við ákvæð­i lána­reglna bank­ans um töku trygg­inga fyrir útlánum og án þess að meta á nokk­urn hátt greiðslu­getu og eigna­stöðu lán­þeg­anna“.

Alls­herj­ar­mark­aðs­mis­notkun rann­sökuð í öllum bönk­unum

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú hefur runnið inn í emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, hefur rann­sakað mark­aðs­mis­notkun gömlu bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans, um margra ára skeið. Þegar hefur verið ákært, og dæmt í alls­herj­ar­mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­um Kaup­þings og Lands­bank­ans.

Hjá Lands­bank­anum var Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guð­jóns­son, fyrrum for­stöðu­maður eigin fjár­fest­inga Lands­bank­ans, og Júl­íus S. Heið­ars­son, sem var sér­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­son, sem starf­aði við eigin fjár­fest­ingar hjá Lands­bank­an­um, allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­notkun í Hæsta­rétti í febr­úar síð­ast­liðn­um. Sig­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­dóma.

Menn­irnir fjórir voru ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­stýrt verð­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­völd og sam­­fé­lagið í heild.“

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings,  Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Ingólfur Helga­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, Einar Pálmi Sig­munds­son, Birnir Sær Björns­son, Pétur Krist­inn Guð­munds­son og Bjarki H. Diego voru allir dæmdir sekir í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í fyrra­sumar í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Tveimur liðum ákæru á hendur Magn­úsi Guð­munds­syni var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­ar. Björk Þór­ar­ins­dóttir var einnig sýknuð í mál­inu. Mál­inu var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None