Sagðir hafa fyllt og tæmt veltubók Glitnis til að halda uppi hlutabréfaverði

Í ákæru gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis kemur fram að hlutabréf hafi verið keypt skipulega til að halda uppi verði. Þau hafi síðan verið seld fyrir 6,8 milljarða til félaga í eigu starfsmanna. Glitnir lánaði að fullu til kaupanna.

Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, er einn hinna ákærðu.
Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, er einn hinna ákærðu.
Auglýsing

Fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitnis hafa verið ákærðir fyr­ir­ stór­fellda mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik. Með útgáfu ákærunnar er það stað­fest að rök­studdur grunur er um að allir stóru bank­arnir þrír hafi stund­að um­fangs­mikla mark­aðs­mis­notkun fyrir hrun. Raunar er það meira en rök­studd­ur grun­ur. Þegar hafa fallið þungir dómar vegna mark­aðs­mis­notk­unar í Glitn­i, Lands­banka Íslands og Kaup­þingi.

Þeir fimm sem eru ákærðir eru Lárus Weld­ing, fyrr­ver­and­i ­for­stjóri Glitn­is, Jóhannes Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri ­fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, og þrír fyrr­ver­andi miðl­ar­ar, þeir Jónas Guð­munds­son, Val­garð Már Val­garðs­son og Pétur Jón­as­son.

Hægt er að lesa ákæruna hér í heild sinni.

Auglýsing

Í ákærunni segir að meint brot hinna ákærðu hafi verið mjög um­fangs­mik­il, þaul­skipu­lögð, hafi staðið yfir í langan tíma og hafi varð­að gríð­ar­lega háar fjár­hæð­ir. Í ákærunni er til­greint að hinir ákærðu hafi með­ ­skipu­lögðum hætti keypt gríð­ar­legt magn af bréfum í Glitni til að halda ­mark­aðs­verði þeirra uppi. Lárusi er síðan gefið að hafa losað um hlut­ina, og með­ því mis­notað aðstöðu sína sem for­stjóri, með því að selja þau til félaga í eig­u margra af stærstu við­skipta­vinum bank­ans á þessum tíma og alls 14 félaga í eig­u ­stjórn­enda Glitn­is. Í nán­ast öllum til­vikum lán­aði Glitnir að fullu fyr­ir­ ­kaup­unum og tók ein­ungis veð í bréf­unum sem var verið að selja. Mark­aðs­á­hætta þeirra var því áfram að fullu hjá Glitni.

Hér­aðs­sak­sókn­ari, sem tekið hefur við verk­efnum sér­staks sak­sókn­ara og gefur því út ákæruna, segir í henni að menn­irnir fimm hafi allir haft „veru­lega ­per­sónu­lega hags­muni“ af því að verð á hluta­bréfum í Glitni héld­ist hátt, auk þess sem Lárus Weld­ing hefði haft mikla hags­muni að halda vel­laun­uðu starf­i sínu í bank­an­um. Lárus hafi ekki átt hlut í Glitni en hann hafi hins vegar gert ­kaup­rétt­ar­samn­ing þegar hann skrif­aði undir ráðn­ing­ar­samn­ing árið 2007, þá rétt ­rúm­lega þrí­tugur að aldri. Þá hafi hann fengið 300 milljón króna ein­greiðslu þegar hann réð sig til starfa hjá Glitni og átti að fá aðra slíka 1. febr­úar 2009.

Hinir starfs­menn­irnir fjórir áttu allir hlut í Glitni eða ­kaup­rétti. Einn miðlar­anna, Val­garð Már, fékk 20 millj­óna króna ráðn­ing­ar­bónus þeg­ar hann réð sig þangað frá Kaup­þingi í ágúst 2007. Hann átti þá einn mánuð í að verða 27 ára gam­all.

Keypt­u ­mikið magn bréfa í rúmt ár

Fyrsta hluti ákærunnar snýr að mark­aðs­mis­notkun sem allir fimm hinna ákærðu eru sagðir hafa staðið fyr­ir. Um er að ræða kaup á bréfum í Glitn­i frá byrjun 1. júní 2007 og fram til 26. sept­em­ber 2008. Sam­kvæmt ákærðu vor­u við­skiptin til þess gerð að tryggja óeðli­legt verð á hlutum í Glitni, búa til­ verð á hluta­bréf­um, gáfu til kynna að eft­ir­spurn og og verð hluta­bréfa í bank­anum hafi verið hærra en það raun­veru­lega var. Í ákærunni segir að við­skiptin hafi verið fram­kvæmd að und­ir­lagi Lárusar og Jóhann­esar en að hin­ir ­þrír ákærðu, Jónas, Val­garð Már og Pét­ur, hafi fram­kvæmt þau. Þeir unnu allir í eigin við­skiptum Glitnis á tíma­bil­inu.

Í ákærunni seg­ir: „Með þessum umfangs­miklu kauptil­boð­u­m og kaup­um, en óveru­legu magni sölu­til­boða og sölu í sjálf­virk­um pör­un­ar­við­skipt­um, komu ákærðu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verð­i hluta­bréfa í Glitni og mynd­uðu þannig gólf í verð­myndun á hluta­bréf­un­um. Um var að ræða ólög­mætt inn­grip í gang­verk mark­að­ar­ins sem hafði áhrif á mark­aðs­geng­i hluta­bréfa í Glitni, tryggði óeðli­legt verð á hluta­bréf­unum á tíma­bil­inu, bjó til verð á hluta­bréf­unum og gaf eða var lík­legt til að gefa eft­ir­spurn og verð hluta­bréf­anna rang­lega og mis­vísandi til kynna. Með hátt­semi sinni rösk­uð­u á­kærðu þeim for­sendum og lög­málum sem liggja að baki eðli­legri verð­myndun á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði með því að auka selj­an­leika hluta­bréfa bank­ans með­ ólög­mætum hætt­i.“

Tæmd­u veltu­bók­ina

Þegar eigin við­skipti banka kaupa mikið af hluta­bréfum í honum sjálfum þá kemur að því að þau geta ekki keypt meira. ­Bankar máttu nefni­lega ekki eiga meira en fimm pró­sent hlut í sjálfum sér­. Þegar því marki­var náð þurfti að „tæma“ veltu­bók­ina. En kaup­endur stóðu ekki í röðum á árunum 2007 og 2008 að kaupa slíka hluti í íslenskum bönk­um.

Stím-­mál­ið, sem þegar hefur verið sak­fellt í fyr­ir­ hér­aðs­dómi, snérist að hluta til um slíka tæm­ingu. Félagið Stím var búið til af Glitni til að kaupa hluti í bank­anum sjálfum og stærsta eig­enda hans, FL Group, ­sem Glitnir vildi losa. Í því máli lögðu þó þeir sem tóku þátt í Stím fram eigið fé. Þ.e. Glitnir lán­aði ekki fyrir öllum við­skipt­unum og því héld­u verj­endur í Stím-­mál­inu því fram að staða bank­ans hefði í raun verið betri eftir við­skiptin en hún var fyr­ir. Hluti áhætt­unar vegna hluta­bréf­anna hefð­i verið færð yfir á þá fjár­festa sem tóku þátt í Stím. Slík málsvörn verður áfram ráð­andi í vörn þeirra fyrir Hæsta­rétti.

Fleiri þekkt félög keyptu hluti í Glitni út af veltu­bók bank­ans. Má þar til að mynda nefnda BK-44 ehf., sem var í eigu Birk­is Krist­ins­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns bank­ans. Birkir var ásamt þremur öðrum ­fyrr­ver­andi starfs­mönnum Glitnis dæmdur til þungrar refs­ingar í Hæsta­rétti vegna þess máls í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Annað félag sem fékk lán að fullu frá Glitni til að ­kaupa bréf í bank­anum af bank­anum var félagið Lang­flug ehf. Það var í eig­u Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrrum ráð­herra og seðla­banka­stjóra, og hins umdeilda ­fé­lags Gift­ar.

Seldu til 14 ­fé­laga stjórn­enda

Í öðrum kafla stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máls Glitn­is er Lárus einn ákærður fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Þar er lýst svo­kall­aðri „tæm­ing­u“. Í þetta sinn er þó um að ræða sölu á bréfum til alls 14 félaga sem öll voru í eigu stjórn­enda og starfs­manna Glitn­is. Öll félögin voru stofnuð sér­stak­lega til að taka þátt í við­skipt­unum og öll við­skiptin fóru fram á tveimur dög­um, 15. og 16. maí 2008. Og Glitnir lán­aði hverja ein­ustu krónu sem notuð var til­ að fjár­magna við­skipt­in, alls um 6,8 millj­arða króna. Í ákærunni segir að Glitnir hafi þannig borið áfram fulla mark­aðs­á­hættu af bréf­unum „þar sem eng­ar aðrar trygg­ingar voru fyrir hendi en hinir seldu hlut­ir, og voru við­skipt­in, ­sem byggð­ust á blekk­ingum og sýnd­ar­mennsku, þannig lík­leg til að gefa eft­ir­spurn eftir hlut­unum í bank­anum rang­lega og mis­vísandi til kynna“.

Mörg kunn­ug­leg nöfn úr fjár­mála- og við­skipta­heim­in­um eru á meðal þeirra sem áttu félögin 14. Þar á meðal er til dæmis Einar Örn Ólafs­son, fyrrum for­stjóri Skelj­ungs, Jóhannes Bald­urs­son, einn hinna ákærðu í mál­inu, Rós­ant Már Torfa­son og Magnús Pálmi Örn­ólfs­son, einu tveir ­banka­menn­irnir sem hafa samið um rétt­ar­vernd í hrun­málum gegn því að hjálp­a sak­sóknurum við að sak­fella aðra grun­aða, Elmar Svav­ars­son, sem hlaut dóm í BK-44 mál­inu, Stefán Sig­urðs­son, sem í dag er for­stjóri Voda­fone á Íslandi, og Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, sem í dag er for­stjóri N1.

Þriðji kafli ákærunnar snýst síðan um mein­t ­um­boðs­svik Lárusar vegna lán­veit­inga til félag­anna 14. Þar segir að hann hafi mis­notað aðstöðu sína hjá Glitni, sem for­stjóri bank­ans, og stefnt fé hans í veru­lega hættu þegar hann hafi farið út fyrir heim­ildir sínar til lán­veit­inga og veitt félög­unum tæp­lega 6,8 millj­arða króna lán til að fjár­magna hluta­bréfa­kaupa í Glitni, af Glitni, „án þess að fyrir lægi sam­þykki þar til bærr­ar lána­nefnd­ar, án þess að end­ur­greiðsla lán­anna væri tryggð í sam­ræmi við ákvæð­i lána­reglna bank­ans um töku trygg­inga fyrir útlánum og án þess að meta á nokk­urn hátt greiðslu­getu og eigna­stöðu lán­þeg­anna“.

Alls­herj­ar­mark­aðs­mis­notkun rann­sökuð í öllum bönk­unum

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú hefur runnið inn í emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, hefur rann­sakað mark­aðs­mis­notkun gömlu bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans, um margra ára skeið. Þegar hefur verið ákært, og dæmt í alls­herj­ar­mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­um Kaup­þings og Lands­bank­ans.

Hjá Lands­bank­anum var Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guð­jóns­son, fyrrum for­stöðu­maður eigin fjár­fest­inga Lands­bank­ans, og Júl­íus S. Heið­ars­son, sem var sér­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­son, sem starf­aði við eigin fjár­fest­ingar hjá Lands­bank­an­um, allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­notkun í Hæsta­rétti í febr­úar síð­ast­liðn­um. Sig­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­dóma.

Menn­irnir fjórir voru ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­stýrt verð­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­völd og sam­­fé­lagið í heild.“

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings,  Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Ingólfur Helga­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, Einar Pálmi Sig­munds­son, Birnir Sær Björns­son, Pétur Krist­inn Guð­munds­son og Bjarki H. Diego voru allir dæmdir sekir í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í fyrra­sumar í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Tveimur liðum ákæru á hendur Magn­úsi Guð­munds­syni var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­ar. Björk Þór­ar­ins­dóttir var einnig sýknuð í mál­inu. Mál­inu var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None